Morgunblaðið - 21.04.1998, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bankaráð Búnaðarbanka Islands
Reglur um lax-
veiðar settar 1995
STEFÁN Pálsson, bankastjóri
Búnaðarbanka íslands, sagði í
gær að bankaráð bankans hefði
sett reglur um laxveiðai' árið 1995
og kvaðst ekki vilja segja hvort
vænta mætti breytinga vegna
risnu fyrr en Ríkisendurskoðun
hefði skilað áliti.
Hjá Búnaðarbankanum er um
að ræða þrenns konar endurskoð-
un. I fyrsta lagi er innri endur-
skoðun, sem ráðin er af bankaráði,
endurskoðunarfyrirtæki, sem
einnig heyrir undir bankaráð, og
síðan Ríkisendurskoðun. „Eg tel
að þessi mál eigi að vera undir
fullri stjórn," sagði Stefán Páls-
son, bankastjóri Búnaðarbankans.
Hann sagði að laxveiðar hefðu
komið til umræðu í bankaráði
Búnaðarbankans árið 1995. „Þar
var tekið fyrir það að aðrai' lax-
veiðar færu fram en með gestum
og þá fyrst og fremst erlendum,"
sagði Stefán.
Að hans sögn var þetta rætt á
fundi bankaráðs að frumkvæði
Pálma Jónssonar eftir að hann
varð formaður þess árið 1995.
Stefán sagði að þetta hefði ekki
verið gert að gefnu tilefni heldur
hefði verið um að ræða almenna
umræðu um veiðarnar. Eftir þetta
hefði verið farin ein ferð á ári með
útlendinga. Að sögn Stefáns eru
settar reglur um utanlandsferðir
og dagpeninga. Hann sagði af og
frá að yfirmenn bankans ættu rétt
á ákveðnum ferðum erlendis.
Ferðir bankastjóra væru yfirleitt
á fundi erlendis. Litlar breytingar
hefðu orðið við formbreytingu
Búnaðarbankans í hlutafélag. Far-
ið hefði verið yfir reglur við bank-
ann af því tilefni, en þær hefðu að
mestu haldist óbreyttar.
Hann vildi ekki segja hvort
breytinga væri að vænta varðandi
risnu og laxveiðar á næstunni.
Vill varast alhæfingar
„Eigum við ekki að láta úttekt-
ina fara fram fyrst,“ sagði hann.
„Ég held að alhæfing um það að
hlutirnir séu eins hér og í Lands-
bankanum eða einhverjum öðrum
fyrirtækjum sé of mikið. Ég held
að þetta sé breytilegt og rétt að
bíða þar til endurskoðun hefur
farið fram.“
Pálmi Jónsson, formaður
bankaráðs, sagði í gær að þar sem
hafin væri rannsókn á vegum Rík-
isendurskoðunar hygðist hann
ekkert um segja fyrr en skýrsla
um málið lægi fyrir.
Ekkert ákveðið um lax-
veiðar Seðlabankans
EÍRÍKUR Guðnason, banka-
stjóri Seðlabanka íslands, sagði í
gær að ekki hefðu verið teknar
hliðstæðar ákvarðanir í bankan-
um við ákvörðun bankaráðs
Landsbanka íslands í liðinni viku
um að banna allar laxveiðiferðir á
vegum bankans og dótturfyrir-
tækja hans nema bankastjóri
óskaði til þess heimilda.
Þegar hann var spurður hvort
slíkt kæmi til greina sagði hann
að það væri eitt af því, sem rætt
væri þessa dagana.
„Sérstaklega myndum við ekki
vilja valda gestum okkar leiðind-
um,“ sagði hann. „En það liggja
engar ákvarðanir fyrir um lax-
veiðar eða bann við þeim.“
Eiríkur vildi ekki ræða risnu-
mál bankans eða eftirlit með
þeim frekar.
Fj ár málar áðuneyt i
Bíða athugasemda
vegna Borgartúns 6
í FJÁRMÁLARÁÐUNEYTI er
nú beðið upplýsinga um risnukostn-
að vegna tveggja fyrrverandi
bankastjóra Landsbanka íslands af
áfengiskaupum í Borgartúni 6.
Magnús Pétursson, ráðuneytis-
stjóri í fjármálaráðuneytinu, kvaðst
hafa rætt við ríkisendurskoðun eft-
ir að greinargerðin birtist og sagði
að hann ætti von á því að fá grein-
argerð um þau atriði, sem lytu að
Borgartúni 6, í hendur.
„Eg tel að það sé formlega rétt að
fá hana áður en meira verður sagt
um málið,“ sagði hann.
Greint var frá því í greinargerð
ríkisendurskoðunar til bankaráðs
Landsbankans um kostnað bank-
ans vegna veiðiferða, risnu og
fleira að af risnukostnaði vegna
bankastjóranna Björgvins Vil-
mundarsonar og Sverris Her-
mannssonar væru 3.008.664 krón-
ur vegna áfengiskaupa af tilteknu
veitingafyrirtæki í Reykjavík. I
greinargerðinni er bætt við að í
aðeins einu tilfelli hafi komið fram
skýring, sem talist geti fullnægj-
andi, en þar hafi verið um útgjöld
að fjárhæð 444.776 að ræða.
Formaður veiðifélags Hrútafjarðarár og Síkár
Veiðibækur sem Sjónvarpið
vitnaði í frá 1982-1988
EYJÓLFUR Gunnarsson á
Bálkastöðum, formaður veiðifé-
lags Hrútafjarðarár og Síkár,
kveðst undrandi á vinnubrögðum
fréttastofu Sjónvarpsins hvað
varðar umfjöllun um veiðibækur
Hrútafjarðarár.
„Kristín Þorsteinsdóttir frétta-
maður ýjaði að því í Kastljósþætti
sl. miðvikudagskvöld að hún hefði
lesið veiðibækur frá ánni,“ segir
hann og bætir við að í fréttum
nokkrum dögum áður hafi einnig
verið vitnað í umræddar bækur og
þeim flett. „Þessar veiðibækur
voru hins vegar frá því fyrir tíð
Sveiris Hermannssonar í Lands-
bankanum, sú yngsta frá árinu
1988 og sú elsta frá 1982, og hafa
því ekkert með laxveiðimál hans
að gera,“ segir Eyjólfur ennfrem-
ur, en hann sneri sér til blaðsins
vegna þessa máls. „Það kemur í
ljós að bækumar eru svo gamlar
að þær hafa ekkert fréttagildi,"
segir hann. Hann segir veiðibæk-
ur árinnar eign veiðifélagsins og í
vörslu þess en nokkrar þeirra hafi
vantað og það séu þær sem eftir
einhverjum leiðum, sem Kristín
vildi ekki greina frá, komust inn á
fréttastofu Sjónvarpsins.
„Við höfðum ákveðinn aðila
grunaðan en hann hefur ekki vilj-
að gangast við því að hafa haft
bækurnar undir höndum eða
dreift þeim,“ segir hann. Eyjólfur
segir hins vegar að veiðibækur frá
bankastjóratíð Sverris Hermanns-
sonar séu í vörslu veiðifélagsins.
Morgunblaðið/Kristinn
STÚLKNAKÓR Reykjavíkur söng fyrir gesti afmælishátíðar Borgarbókasafns Reykjavíkur
sem haldin var um helgina í Tjarnarsal Ráðhússins.
Hæfí varamanna
til umræðu
Borgar-
bókasafn
Reykjavík-
ur 75 ára
HALDIÐ var upp á 75 ára af-
mæli Borgarbókasafns Reykja-
víkur á sunnudaginn. I tilefni
dagsins var boðið upp á fjöl-
breytta dagskrá í Tjarnarsal
Ráðhússins. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri og
Anna Torfadóttir borgarbóka-
vörður fiuttu ávörp, nokkrir
rithöfundar lásu úr verkum sín-
um og afhent voru verðlaun í
smásagna- og ljóðasamkeppni
barna og unglinga. Stúlknakór
Reykjavíkur söng nokkur lög
og Júlíkvartettinn lék fyrir
gesti.
I lok dagskrárinnar var hald-
inn borgarafundur um hvernig
bókasafn borgararnir vilja, en
þar sátu börn og unglingar auk
starfsmanna bókasafnsins fyrir
svörum. Bókasafnsskírteini
voru endurgjaldslaus á afmæl-
isdaginn og dagurinn var sá
fyrsti í sektarlausri viku.
Einnig hækkaði aldurstakmark
barna- og unglingaskírteina frá
og með afmælisdeginum
þannig að allir yngri en 18 ára
fá skírteinin nú ókeypis.
KÆRUNEFND jafnréttismála hef-
ur fjallað um hæfi tveggja vara-
manna í nefndinni til að fjalla um
kæru Hjördísar Hákonardóttur hér-
aðsdómara, sem óskað hefur eftir af-
stöðu nefndarinnar til þess hvort
ráðning í stöðu ríkislögreglustjóra
brjóti gegn jafréttislögum. Hjördís
gerir engar athugasemdir við skipan
í nefndina en dómsmálaráðuneytið
hyggst nýta sér frest til 6. maí til að
svara.
Að sögn Elsu Þorkelsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Jafnréttisráðs, breyt-
ir það engu um að vinna er hafin og
hefur verið óskað eftir gögnum frá
dómsmálaráðuneytinu.
Beðið um tilnefningu
Hjördís á sæti í kærunefnd jafn-
réttismála samkvæmt tilnefningu
Hæstaréttar og vék sæti tímabundið
úr nefndinni þegar hún ákvað að
kæra ráðninguna. Erla Árnadótth-
varamaður hennar kom í hennar
stað en þegar kæran barst nefndinni
í byrjun mars þá viku tveh- nefndar-
manna sæti þeir Sigurður Tómas
Magnússon formaður nefndarinnar,
vegna þess að hann er samnefndar-
maður hennar og samstarfsmaður í
héraðsdómi, og Gunnar Jónsson, þar
sem hann er samnefndarmaður
hennai’ og Erla vék einnig sæti, sem
maki samstarfsmanns Hjördísar.
Að sögn Elsu Þorkelsdóttur, fram-
kvæmdastjóra jafnréttisráðs, voru
þá eftir tveir varamenn og var sent
bréf til félagsmálaráðuneytisins, sem
síðan sendi bréf til Hæstaréttar, þar
sem beðið var um eina tilnefningu og
að tekinn yrði ákvörðun um hver af
þessum þremur nefndarmönnum
verði formaður nefndarinnar. Hæsti-
réttur skipaði Andra Árnason for-
mann og Davíð Þór Björgvinsson til
að fjalla um þetta mál. Þriðji nefnd-
armaður er Helga Jónsdóttir lög-
maður, annai- tveggja fastra vara-
manna í nefndinni, sem fram-
kvæmdastjóri jafnréttisráðs segir að
hafi ekki verið talin vanhæf.
,Á fundinum í morgun fjölluðu
þeir um hæfi sitt, þeir Andri og Da-
víð Þór og niðurstaðan varð sú að
mér var falið munnlega að vekja at-
hygli málsaðila á atriðum er valdið
geta vanhæfi þeirra tveggja,“ sagði
Elsa. „Annars vegar Davíðs Þórs,
sem situr í stjórn ynannréttinda-
stofnunar Háskóla Islands ásamt
Hjördísi og snýr það að dómsmála-
ráðuneytinu og Andri en hann hefur
sem lögmaður sinnt verkefni íyi-ir
Skráningarstofuna, þai- sem Harald-
ur Johannessen situr í stjórn.“
Upplýsinga leitað
Elsa sagði að Hjördís hefði ekki
gert athugasemd við þessa skipan en
dómsmálai-áðuneytið hefði ákveðið að
nýta sér frest, sem gefinn er til 6. maí,
til að svara. „Málið er loksins komið í
gang,“ sagði Elsa. „Héðan fór bréf til
dómsmálaráðherra í dag, þar sem leit-
að er almennra upplýsinga um ráðn-
inguna og kynjaskipti í stofnunum
sem heyra undir ráðuneytið."
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
DAY OLIN Mount, sendiherra Bandaríkjanna, afhend-
ir dr. Jesse L. Byock Cobb-Partnership verðlaunin.
Jesse L. Byock
heiðraður
COBB-PARTNERSHIP verðlaunin voru afhent við
hátíðlega athöfn nýlega. Dr. Jesse L. Byock, prófess-
or í forn-íslenskum fræðum við Kaliforníuháskóla í
Berkeley, hlaut verðlaunin, en hann dvelur á Islandi
um þessar mundir til að vinna að endurútgáfu bókar
sinnar „Medieval Iceland".
Íslensk-Ameríska félagið og Fulbright-stofnunin
efndu til kvöldverðar á Hótel Borg í tilefni verð-
launaafhendingarinnar og 40 ára afmælis Fulbright-
stofnunarinnar. Day Olin Mount, sendiherra Banda-
ríkjanna, afhenti verðlaunin en aðalræðumaður
kvöldsins var Björn Bjarnason menntamálaráðherra.
Cobb-Partnership verðlaunin voru stofnuð af fyrr-
verandi sendiherra Bandarfkjanna Charles E. Cobb
og konu hans Sue M. Cobb með það markmið að
veita viðurkenningu þeim Bandaríkjamanni er stuðl-
að hefur hvað mest að samgangi íslands og Banda-
ríkjanna á sviði tækni, vísinda, viðskipta, lista, menn-
ingar eða góðgerðarstarfsemi. Verðlaunagripurinn
er hannaður af Pétri Bjarnasyni myndhöggvara.