Morgunblaðið - 21.04.1998, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.04.1998, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Stjórnarformaður KEA telur brýnt að takast á við framtfðarskipulag félagsins Þurfum greið- ari aðgang að fjármagni JÓHANNES Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Kaupfélags Ey- firðinga, sagði, á aðalfundi félagsins sl. laugardag, það mat stjórnar að nú væri brýnast að takast á við framtíð- arskipulag félagsins. Hann sagði það jafnframt sína skoðun að félagið næði ekki þeim markmiðum sem sett hafi verið í stefnumótuninni nema það hafi jafngreiðan aðgang að fjár- magni og samkeppnisaðilarnir. „I þeirri stefnumótun sem unnið var að fyrir tveimur árum var mörk- uð sú stefna að KEA ætti að vera op- ið og lýðræðislegt samvinnufélag AKSJÓN Þriðjudagur 21. apríl 21.00 ► Fundurersettur Fundur í bæjarstjórn Akur- eyrar. hina upprunalegu hugsun um vald- dreifingu samvinnufélaga en hlutafé- lagsformið." Hlutdeild dótturfélaga yfir 40% af veltu Jóhannes Geir velti upp ýmsum spurningum í þessu sambandi. Með- al annars hvort halda ætti áfram að taka einstaka rekstrarþætti út úr móðurfélaginu og setja í hlutafélög sem þá hafa þennan aðgang að nýju fé. Nú stefnir í að hlutdeild dótturfé- laga verði yfir 40% af veltu KEA- samstæðunnar. Reksturinn væri þá í hlutafélögum sem væru í meirihlutaeign samvinnufélags. „Hér á landi hefur mjög tak- markað verið lát- ið reyna á þann sveigjanleika sem vissulega er innan lagaramma hlutafélaga- formsins. Er- lendis er mjög al- gengt að um sé að ræða bréf með mismunandi rétt- indi innan sama félagsins. Við gætum væntan- lega búið svo um hnútana að hver og einn félags- maður ætti eitt grunnbréf í fé- laginu sem væri ekki framseljanlegt og að þau ein hefðu atkvæðisrétt varðandi ákveðna grundvallarþætti. Þá er þekkt að í félögum sé eitt hlutabréf, svokallað gullið bréf, sem hafi ákvörðunarvald í einstökum málum. Opna félagið fyrir Qármagni Þá gætum við væntanlega einnig gengið þannig frá málum að félags- menn eignuðust hlutafé í félaginu í hlutfalli við viðskipti sín við það. Sá hluti mundi hins vegar vera mark- aðsvara á hverjum tíma og lúta sömu lögmálum og almennt hlutafé." Jóhannes Geir sagði nauðsynlegt að halda áfram vinnu við félagsform- ið, þar sem öllum möguleikum yrði velt upp. Hann útilokaði ekki að nið- urstaðan yrði sú að starfsemin sem væri í dag rekin í samvinnufélagi yrði rekin þannig áfram. „Hitt finnst mér líklegra að við komumst að þeirri niðurstöðu að við þurfum að opna félagið meira fyrir nýju fjármagni. Það verður þá verk- efni okkar að búa þannig um hnút- ana að við getum haldið í heiðri grundvallaratriði valddreifingar og byggðafestu sem félagið hvílir á.“ Morgunblaðið/Kristján JÓHANNES Geir Sigurgeirsson, stjdrnarformaður KEA, flytur ræðu sína á aðalfundi félagsins sl. laug- ardag. Fyrir aftan hann situr Magnús Gauti Gauta- son, fráfarandi kaupfélagsstjóri. með aðalstöðvar og þungamiðju starfsemi sinnar við Eyjafjörð. Einnig að KEA vinni samkvæmt því að í viðskiptalegu tilliti sé ísland í dag einn markaður á flestum sviðum og að félagið muni fyrst og fremst starfa á sviðum þar sem hagkvæmni stærðar og samrekstrar nýtist best.“ KEA vinnur í dag samkvæmt lög- um um samvinnufélög og sagði Jó- hannes Geir að sá lagarammi væri nokkuð þröngur og gæfí t.d. mjög takmarkað svigrúm gagnvart að- gangi að áhættufé. „Fyrir nokkrum árum opnaði löggjafinn á þann möguleika að samvinnufélögin gæfu út B-hlutabréf. Sú leið var farin af hálfu KEA. Margt bendir hins vegar til þess að á hlutabréfamarkaði séu þau sett skör lægra en önnur bréf og því til viðbótar geta þau, til lengri tíma litið, verið síst minni ógnun við AÐALSKIPULAG Akureyrar 1998-2018 Kynningarfundur um tillögu að aðalskipulagi Akureyrar 1998- 2018 verður í félagsmiðstöðinni við Víðilund í kvöld, þriðjudag- inn 21. apríl, ld. 20.30. Á fundinum verður fjallað um atvinnu- og tæknival og umferðar- mál í aðalskipulaginu. Frestur til að gera athugasemdir við aðalskipulagstiilöguna rennur út kl. 16.00 mánudaginn 27. apríl nk. Hver sá sem ekki gerir at- hugasemd við tillöguna telst samþykkur henni. SKIPULA GSS TjÓRI AKUREYRARBÆJAR. Morgunblaðið/Kristján Eldur í þriggja hæða timburhúsi við Strandgötu Grunur um íkveikju GRUNUR leikur á að kveikt hafi verið í húsinu númer 9 við Strandgötu á Akureyri á sunnu- dagsmorgun. Starfsmaður bæjar- ins sem vann við hreinsun sá reyk leggja út úr húsinu og kallaði til slökkivilið, en það kom á staðinn laust fyrir kl. 9. Engin starfsemi hafði verið í húsinu um skeið, en það er sam- byggt húsi númer 7 þar sem veit- MAGNÚS Gauti Gautason hefur látið af starfi kaupfélagsstjóra KEA og tekið við starfi fram- kvæmdasljóra Snæfells hf., dótt- urfélags KEA á Dalvík. Við stöðu kaupfélagssljóra hefur tekið Ei- ríkur S. Jóhannsson en hann starfaði áður sem útibússtjóri Landsbankans á Akureyri og um- dæmisstjóri á Norðurlandi. Séra Pétur Þórarinsson, prest- ur í Laufási, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn KEA á aðalfundi félagsins sl. ingahúsið Kaffi Akureyri er starf- rækt. Eldvarnarveggur er á milli húsanna og varnaði hann því að eldurinn næði að breiðast út og yfir í veitingahúsið. „I svona timburhúsum er þetta sannarlega kapphlaup við tím- ann,“ sagði Tómas Búi Böðvars- son slökkviliðsstjóri. „Það var ekki mikill eldur í húsinu, en ekki laugardag og var Gunnar Halls- son, Akureyri, kjörinn í stjómina í hans stað. Að öðru leyti var stjórnin endurkjörin en hana skipa; Jóhannes Geir Sigurgeirs- son, Eyjafjarðarsveit, Guðný Sverrisdóttir, Grenivík, Tryggvi Þór Haraldsson, Akureyri, og Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, Dalvík. Varastjórn KEA var endur- kjörin en hana skipa þeir Valtýr Sigurbjarnarson, Oddur Gunn- arsson og Jón Hallur Pétursson. mátti miklu muna, því eldurinn hafði hlaupið upp allar þrjár hæð- ir hússins að utanverðu og upp í þakskegg og upp á aðra hæð inn- andyra. Þegar svo er komið er þetta spurning um mínútur, en við höfðum betur í þetta sinn.“ Ekki varð um miklar skemmdir að ræða, að sögn slökkviliðs- stjóra. Málstofa á Degi jarð- arinnar MÁLSTOFA á vegum Stofn- unar Vilhjálms Stefánssonar og endurmenntunarnefndar Háskólans á Akureyri verður haldin í stofu 302 í Glerárgötu 36 á morgun, miðvikudaginn 22. aprfl, á Degi jarðarinnar frá kl. 10.15 til 12. Sérstakur gestur málstof- unnar er sendiherra Banaa- ríkjanna á íslandi, Day O. Mount og mun hann fjalla um Dag jarðarinnar og umhverf- ismál á norðurslóðum. Hann hefur verið sendiherra Bandaríkjanna á Islandi frá árinu 1996 en var áður yfir- maður Umfverfismálaskrif- stofunnar í þeirri deild utan- ríkisráðuneytisins sem fjallar um umhverfismál á alþjóða- hafsvæðum. Dagur jarðarinnar var haldinn í fyrsta sinn árið 1970 að frumkvæði Bandaríkja- stjórnar og hefur verið hald- inn hátíðlegur árlega upp frá því. Markmiðið er að vekja nemendur og allan almenning til umhugsunar um umhverf- ismál. Málstofan verður á ensku og eru allir velkomnir. Morgunblaðið/Kristján EIRÍKUR S. Jóhannsson, nýr kaupfélagsstjóri KEA, t.v. ræðir við Tryggva Þór Haraldsson, umdæmisstjóra RARIK og stjórnarmann í KEA, á aðalfundi félagsins sl. laugardag. Eiríkur S. Jóhannsson í starf kaupfélagsstjóra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.