Morgunblaðið - 21.04.1998, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 21.04.1998, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 31 Að skapa sér nýjan vettvang TOMLIST Listasalii íshmds KAMMERTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Karólínu Eiríksdóttur. Flytjendur voru Guðrún S. Birgisdóttir, Martial Nardeau, Einar Kr. Einarsson, Gunnar Kvaran, Ingibjörg Guðjóns- dóttir og Tinna Þorsteinsdóttir. Sunnudagurinn 19. aprfl, 1998. ÞVÍ hefur verið haldið fram, að hugsun í tónverki sé bundin í ein- rödduðu tónferli, hversu viðamikið að gerð sem tónverkið kann annars að vera. Það er því freistandi að glíma við einieiksverk, þar sem fengist er við grunnþætti hinnar músíkölsku hugsunar. Karólína Ei- ríksdóttir hefur fengist nokkuð við að semja einleiksverk og þennan leik hennar með fáa tóna má jafnvel heyra í stærri verkum hennar. Tónleikarnir í Listasafni Islands sl. sunnudag voru eins konar „por- trett“ tónleikar á kammerverkum Karólínu og hófust þeir á samleiks- verkinu Spil, fyrir tvær flautur, sem Guðrún S. Birgisdóttir og Martial Nardeau fluttu af glæsileik. Verkið er í þremur þáttum og má þar heyra skemmtilegan samleik, þar sem flauturnar „talast við“. Einröddun verksins verður sérlega áberandi vegna samlitrar tónunar hljóðfær- anna. Annað verkið á efnisskránni var Hvaðan kemur lognið? fyrir ein- leiksgítar, sem Einar Ki-. Einarsson flutti mjög vel. Þetta verk er ekki sérlega viðburðamikið og ekki nýttir möguleikar og sérkenni gítarsins nema að litlu leyti en hann aðallega notaður í hægferðugu ferli, sem erfítt er að útfæra vegna þess hve tónn gítarsins er lífstuttur. Frum- flutt var verkið Flautuspil, sem Martial Nardeau lék af miklu list- fengi og er þetta verk á köflum leik- andi fjörugt og sérlega vel samið. Þarna var tónmálið þétt ofíð og trú- lega mun það sannast, að þetta verk sé eitt af bestu einleiksverkum Kar- ólínu. Síðasta einleiksverkið nefnist Skýin, fyrir einleiksselló, og lék Gunnar Kvaran þetta alvarlega verk mjög vel. Síðari hluti tónleikanna samanstóð af 9. einsöngslögum við kvæði eftir Hannes Pétursson. Ljóðin eru nátt- úrustemmningar, líklega orðnar til í fjönmni á Alftanesinu, fallegar og einlægar. Ingibjörg Guðjónsdóttir söng lögin af öryggi og með sterkri persónulegri túlkun, en lögin flest eru raddlega og hvað snertir tón- skipan mjög erfið. Tinna Þorsteins- dóttir, sem undirritaður heyrði hér í í fyrsta sinn, lék oft mjög skemmti- lega og með töluverðum tilþrifum. Verður fróðlegt að fylgjast með þessari efnilegu tónlistarkonu. Sönglög Karólínu eru vel unnar tónsmíðar. í nokkrum laganna var „undirleikurinn" stundum _ eilítið fjarri lagferli sönglínunnar. í lögun- um við kvæðið um Fiðrildin og sér- staklega í Flatur steinn, var sam- skipan tónhugmyndanna sérlega skemmtilega samvirk og seinna lag- ið, Flatur steinn, er sérlega dram- tískt í gerð. I Laginu um fiðrildin notar Karólína „solfeggio“ sönglínu til að ramma inn sungna textann. I lagi nr. 2, Blár þríhyrningur, notar Karólína tónlesstíl og í nr. 3, Selirn- ir, ávarpar hún selina með mikilli reisn. Fyrr var greint frá því, að trúlega yrði verkið Flautuspil metið sem eitt af betri verkum Karólínu en með sönglögunum við kvæði Hannesar hefur hún skapað sér nýj- an vettvang, sem ekki mun varða minna en margt það sem fyrr var gert þegar fram í sækir. Karólína er gott tónskáld en held- ur sér of fast í sinn hurðarhring, hvað snertir stíl og mótun tónferlis, svo að sönglögin, t.d., voru staðfest- ing á því sem hún hefur verið að gera undanfarin ár. Þama mætti hún huga að sýn til nýrri vegvísa og gá þar til, sem nýjast er í dag í við- horfum til samskipanar tóna, túlkun tilfinninga og tónrænnar íhugunar. Jón Asgeirsson • ÚT ER komið Bókasafnsfræð- ingatal, æviskrár íslenskra bóka- safns- og upplýsingafræðinga 1921-1996, með æviágripum 306 bókasafnsfræðinga, sá elsti er fædd- ur 1881 en sá yngsti árið 1972. Undirbúningur að útgáfu Bóka- safnsfræðingatals hófst árið 1992 þegar fyrstu spumingablöðin voru send út. Útgáfan hefur óhjákvæmi- lega dregist á langinn. Hins vegar hefur fjölgað mjög í stéttinni síðan verkið hófst og hefur þessi dráttur í raun stuðlað að útkomu vemlega stærra rits. I kynningu segir: „Mikið kapp Nýjar bækur hefur verið lagt á að gera ritið að traustri og áreiðanlegri heimild og er það við hæfi þessarar stéttar sem hefiir það að aðalstarfi að leita að, skipuleggja og miðla upplýsingum og þekkingu." Ritinu fylgja ýmsar hjálparskrár og upplýsingar era nokkuð ítarlegri um foreldra, maka og niðja en vanalegt er í ritum sem þessum. Einnig má nefna ítarlega heimildaskrá og heildarnafnaskrá með nær 5.000 nöfnum. Ritið er 440 blaðsíður að stærð otr er bar að Morgunblaðið/Golli Á TÓNLEIKUM tónfræðadeildar Tónlistarskólans í Reykjavík verða frumflutt tólf stutt verk eftir nemendur deildarinnar, en þeir era; Gunnar Andreas Kristinsson, Haraldur V. Sveinbjörnsson, Eflynur Aðils Vilmarsson og Örlygur Benediktsson. Rússí- banar í Kaffíleik- húsinu ENN á ný blása hljómsveitin Rússíbanar og Kaffileikhúsið til dansleiks, síðasta vetrar- dagskvöld 22. aprfl og hefst dansleikurinn á miðnætti og lýkur kl. 3. Um leið verður haldið upp á ársafmæli Rússi- banaleikja í Kaffileikhúsinu, en hljómsveitin steig fyrst á svið þar fyrir ári síðan, síðasta vetrardag. Tónlist Rússíbana er sam- bland að tangó og salsa, slav- neskum slögurum og tilbrigð- um við Brahms og Mozart. Rússíbana skipa þeir; Guðni Franzson klarinettuleikari, Einar Kristján Einarsson gít- arleikari, Tatu Kantomaa harmonikuleikari, Kjartan Guðnason trommuleikari og Jón Skuggi bassaleikari. Frumflutt tónverk í Grensás- kirkju TÓNLEIKAR tónfræðadeildar Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir í Grensáskirkju miðvikudaginn 22. apríl kl. 20.30. Frumflutt verða tólf stutt verk eftir nemendur deildar- innar, en þeir eru; Gunnar Andreas Kristinsson, Haraldur V. Sveinbjörnsson, Hjynur Aðils Vilmarsson og Orlygur Benediktsson. Flytjendur á tónleikunum eru nemendur í Tónlistarskólanum í Reykjavík. finna myndir af langflestum bóka- safnsfræðingum. I undirbúningshóp 1991-1992 vora Kristín H. Pétursdóttir, Ragnhildur Bragadóttir og Sigrún Klara Hann- esdóttir. Ritnefnd skipuðu Ásgerður Kjartansdóttir, Dóra Thoroddsen, Guðrún Pálsdóttir, Kristín H. Pét- ursdóttir, Margrét I. Ásgeirsdóttir og Ragnhildur Bragadóttir. í út- gáfunefnd vora Eiríkur Þ. Einars- son og Hulda B. Ásgrímsdóttir. Bókin er til sölu hjá útgefandan- um Máli og mynd á Bræðraborgar- stíg 9 í Reykjavík og er þar tekið á móti pöntunum. lYelferðarmál eldri borgara Samtök eldri sjálfstæðismanna boða til fundar um velferðarmál eldri borgara. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 22. apríl í Valhöll, Háaleitisbraut I, og hefst kl. 17.00. Frummælendur: Árni Sigfússon, borgarfulltrúi: Málefni eldri borgara eru kosningamál í vor. Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður. Framtíðarsýn. Ásdís Halla Bragadóttir, formaður SUS: Velferðarmál eldri borgara séð frá sjónar- hóli ungs fólks. Fyrirspurnir - umræður. Fundarstjóri: Jóna Gróa Sigurðardóttir, borgarfulltrúi. Allir velkomnir. Stjórnin. SUZUKI BALENO WAGON GLX OG GLX 4X4 Góður í ferðalagið Baleno Wagon er einstaklega rúmgóður og þægilegur í akstri, hagkvæmur í rekstri og hefur allt að 1.377 lítra farangursrými. Baleno Wagon gerir ferðalagið enn ánægjulegra. SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur 6. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf., Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 5SS 15 50. isafjörður: Bilagarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavik: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrísmýri 5, simi 482 37 00. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Baleno Wagon GLX 4X4: 1.595.000 kr. Baleno Wagon GLX: 1.445.000 kr. 'suzukf AFL OG ÖRYGGl NtMÉMMÉÉHMMMÍr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.