Morgunblaðið - 21.04.1998, Page 41

Morgunblaðið - 21.04.1998, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 41 £ + Svala Þórisdótt- ir listmálari fæddist í Reykjavík 28. júlí 1945. Hún lést í Washington D.C. 28. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Borg- hildur Jónsdóttir, f. 3.4. 1912, d. 19.12. 1997, og Þórir Baldvinsson, arki- tekt, f. 20.11. 1901, d. 3.10. 1986. Svala ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur ásamt systkinum sínum Hrafni, f. 10.6. 1935, deildar- stjóra hjá NATO í Brussel, kvæntur Guðrúnu Bjarnadótt- ur, og Beru, f. 1.10. 1938, menntaskólakennara í Reykja- vík, gift Nirði P. Njarðvík pró- fessor. Svala giftist 3.2. 1970 John Ritch, f. 13.3. 1943, deildar- stjóra hjá þjóðþingi Bandaríkj- Nú er ævintýri lokið. Að minnsta kosti að því leyti sem ævintýrum lýkur hérna megin grafar. Ekki æv- intýri um stúlku sem eignaðist prins og hálft konungsríki í ytri skilningi, heldur ævintýri sem fólst í því að lifa að miklu leyti í ævintýri, sjálf- sköpuðu ævintýri. Því að Svala lifði ekki síður í hugarheimi sínum en hinum sýnilega heimi. Hins vegar gerði hún hugarheim sinn öðrum sýnilegan í myndum sínum. Þessi tilhneiging kom snemma fram. Þegar Svala var lítil telpa, breytti hún sér til að mynda einu sinni í kött og ansaði ekki með öðru en mjálmi, hvernig sem til hennar vai’ talað. Og óttaðist mjög að stigið yrði á rófuna á henni. Það tók tals- verðan tíma að telja hana á að snúa aftur til mannheima. Hún gleypti líka í sig ævintýrin í 1001 nótt, þar sem máttur ímyndunaraflsins er töfraður úr litlum lampa. Því lærði hún á bamsaldri að ekkert væri því til fyrirstöðu að vippa sér yfir á til- verustig hugarheimsins þar sem engin takmörk eru, utan þau sem hugurinn setur sjálfur. I gagnfræðaskóla var teikni- kennari hennar Kristinn Pétursson listmálari, ljúfur maður en vandlát- ur á listræna ögun. Hann sá fljótt hvað bjó í Svölu og örvaði hana til myndlistar og gaf henni 10 í ein- kunn, sem hann sagði mér þá að hann hefði aldrei gert fyrr. Hann bætti því við, að auðvitað vissi hann ekki hvort hún ætti það fyllilega skilið. En ef það gæti stuðlað að því að hún helgaði sig myndlistinni, þá ætti hún það áreiðanlega skilið. Og það gerði Svala. Hún settist að vísu í þriðja bekk í MR að loknu lands- prófi, en hætti því námi eftir þann vetur og fór þess í stað í Handíða- og myndlistarskólann í Reykjavík. Að loknu prófi þaðan fór hún fyrst til Lundúna og síðan í hinn virðu- lega háskóla í Oxford, þar sem hún hlaut stranga leiðsögn í Ruskin School of Art um þriggja ára skeið. Þar kynntist hún einnig fyrri manni sínum, Bandaríkjamanninum John Ritch, sem var Rhodes-styrkþegi. Með honum fluttist hún til Was- hington árið 1970 og bjó þar æ síð- an, en í upphafi hjónabands þeirra dvöldust þau um hríð í Seoul í Suð- ur-Kóreu. Svala hélt einungis tvær einka- sýningar á Islandi. Sú fyrri var í Unuhúsi hjá Ragnari í Smára að loknu pófi frá Oxford 1968 og voru þær myndir árangur námsáranna. En að lokinni Kóreudvölinni sýndi hún myndir þaðan í Norræna hús- inu, og kom þá fram sem fullsköpuð listakona. Þetta voru allt svart-hvít- ar tússmyndir á austurlenskan hrís- grjónapappír, og einkenndust af raunsæi. Það er engu líkara en hinn framandi heimur Austur-Asíu hafi kallað á slík viðbrögð, sem annars hafa ekki einkennt list hennar. En anna í Washington, þau slitu samvistir. Hinn 8.10. 1981 giftist hún Melhem Salman, f. 19.2. 1944, í Líbanon, hagfræðingi, deild- arstjóra hjá Al- þjóðabankanum f Washington. Sonur þeirra er Daoud, f. 15.6. 1983. Svala stundaði nám við Handíða- og myndlistaskól- ann í Reykjavík, síðar eitt ár við Sir John Cass School of Art í London og við Oxford Uni- versity Ruskin School of Art 1965-1968. Árið 1970 fluttist Svala til Washington D.C. og bjó þar æ síðan. Minningarathöfn um Svölu fer fram í Neskirkju í dag, þriðjudaginn 21. aprfl, og hefst athöfnin klukkan 16. þessi túlkun á mannlífi í Seoul ber jafnframt vitni um innlifunarhæfni Svölu og næman lífsskilning. Það er einkum fyrir þessar tvær sýningar sem Svala er kunn sem listmálari hér á landi, og svo fyrir nokkrar mannamyndir. Frægust þeirra er án efa myndin af Bjama Benedikts- syni, sem löngum prýddi Höfða, og fór með sjónvarpssýningum um all- an heim á fundi þeirra Reagans og Gorbasjoffs. En auk þess málaði hún myndir af Geir Hallgrímssyni, Jónasi Jónssyni frá Hriflu og Geor- ge McGovem, forsetaframbjóðanda demókrata í Bandaríkjunum 1972, svo að dæmi séu nefnd. Eftir að Svala fluttist til Was- hington urðu tengslin heim strjálli, og ekki eins auðvelt að fylgjast með ferli hennar. Hún kom þó oft heim að sumarlagi og hafði mikla unun af því að ferðast um landið, njóta feg- urðar þess og ekki síður þess and- lega styrks sem við finnum svo oft í nánum tengslum við íslenska nátt- úra. Sérstakt dálæti hafði hún á Skaftafelli og Öræfasveit, enda óvíða meiri tign að finna. A þessum áram var þó eins og þörf hennar fyrir að tjá hug sinn í myndum hefði minnkað, og talsvert löng hlé urðu á myndlistarstarfi hennar, sem þó einkenndist af skorpum inn á milli. Og myndir sýndi hún annað slagið í Was- hington, bæði á einkasýningum og með öðram. Þessar myndir vora oft skrautlegar, „dekóratífar", en báru vott um mikið ímyndunarafl. Bandarískur gagnrýnandi komst svo að orði að verk hennar væra „influenced by the ecstatic" - sem ekki er alveg auðvelt að þýða, en mætti segja að einkenndust af and- legri ákefð eða sterkum hughrifum. Og í dánarfregn um hana sem birt- ist í Washington Post var sagt að myndir hennar birtu „otherworldly being in distinctive surroundings" eða verar úr öðram heimi í áþreif- anlegu umhverfi. Ekki er ég viss um að ég geti alls kostar tekið undir það að öðra leyti en því, að hún reyndi að gera öðram hugarheim sinn sýnilegan og áþreifanlegan. Árið 1981 giftist Svala Melhem Salman, eignaðist með honum son- inn Daoud 1983 og fann þá hamingju sem aftur dró úr sköpunarþörf hennar um skeið, þótt hún málaði vitaskuld áfram, en með alllöngum hléum. En segja má að þriðja og þýðingarmesta tímabil í myndlist hennar hafi hafist er hún kenndi þess sjúkdóms er dró hana til dauða, brjóstakrabbameinsins, fyrir tæpum fimm áram. Við það breyttist allt. Hún gekkst undir mjög eriSða lækn- ismeðferð sem reyndi afar mikið á líkamlegt og andlegt þrek um leið og hún gerði sér smám saman grein fyrir því að endalok lífsins væra ekki langt undan. Og þá var eins og brytist fram öll sú sköpunarþörf og sköpunarmáttur er bjó innra með henni. Og myndimar breyttust. Enn komu til hennar sýnir úr innri ver- öld, er hún málaði af mikilli um- hyggju og ást, en einnig komu til hennar myndir sem vora miklu ein- faldari í formi en um leið dýpri í skilningi en áður. Og undir lokin málaði hún litlar myndh’ úr sjúk- dóminum sjálfum, sem birtu á nístandi hátt erfiðleika læknismeð- ferðarinnar, en um leið einhvers konar alltumlykjandi andlegan kær- leika, sem vonandi er brot af sjálfum grandvelli lífsins og tilverunnar. Þannig hélt hún reisn listsköpunar- innar á stundum þegar margar manneskjur brotna. Þverrandi lík- amski’aftm’ líkt og umbreyttist í æðralausa inm’i orku. Og ég trúi því að sú orka sé ekki horfin þótt líkami Svölu sé horfinn í skaut jarðar. Svala var það sem við köllum stundum ákafamanneskja. Mann- eskja með sterkar tilfinningar sem hún tjáði oft með hástemmdum orð- um, og dró ekki úr. Hún var því ekki feimin við að tjá hug sinn og tilfinningar á opinskáan hátt, stund- um opinskárri en við eigum að venj- ast hér á norðlægum slóðum. Hún sótti um leið inn á við, líkt og ósjálfrátt og eðlilega fann hún mýstíska skynjun og mýstíska þörf. Að ytra formi lagði hún stund á þessa mýstík eftir aðferðum súfísm- ans og var í samtökum sem nefnd- ust Center for Sufism Reoriented og höfðu mótast af kenningum hins indverska andlega leiðtoga Atavar Meher Baba. Reglusystkin hennar þar sýndu í raun einlægni hugsjóna sinna. í veikindum Svölu stunduðu þau hana af ást og umhyggju, og gengu henni í raun í fjölskyldu stað, þar sem systkin hennar vora bæði í annarri heimsálfu. Og slík um- hyggja vekur vonir um reisn mann- lífsins í heimi, sem of oft veldur von- brigðum. Nú gengur Svala inn í þann heim sem hún sótti styrk í allt sitt jarð- neska líf. Inn í þann allsherjarhug, sem við nefnum ýmsum nöfnum, en umlykur tilverana í heild. Handa okkur hér skilur hún eftir hlýja um- hyggju, stórt bros og dillandi hlátur. Eg færi Melhem og Daoud inni- legar samúðarkveðjur á þungbærri stund. Njörður P. Njarðvík. Svala var svo sérstök manneskja að ég fyllist þakklæti fyrir þann tíma sem mér auðnaðist að um- gangast hana. Maður fer til sjúk- lings með það í huga að hugga, en í rauninni var það hún sem gaf. Mest kunni hún að meta fólk sem var „létt“ í skapi, en sjálf lyfti hún manni með sinni skemmtUegu hreinskUnu kímnigáfu. Svala var aUtaf mikið fyrir að grinast. Eg sé hana enn þá fyrir mér á grímuballi með óskaplega háa, bláa hárkollu en upp úr henni stóðu tvær fasanafjaðrir. Hún var glæsileg. Svo þegar Svala veiktist gekkst hún undh’ margar erfiðar meðferðir. Hún missti hárið hvað eftir annað. Samt var hún falleg. I síðasta skiptið sem ég sá hana, nokkram dögum áður en hún dó, sat hún uppi í rúminu á „hospice" í áköfum samræðum við ættingja mannsins síns í Líbanon. „Ég elska ykkur líka,“ var hún að segja, þegar ég gekk inn. Hún heUsaði mér inni- lega, sneri sér síðan að Big Mac samlokunni sem lá á sænginni. Hún tók stóran bita, saup síðan á súkkulaðishake frá McDonald’s og sagði: „Alla ævi hef ég forðast þenn- an mat af hræðslu við krabbamein." Svo brosti hún breitt. Maður Svölu, Melhem, gekk inn í stofuna með stóran kassa af málarakrít, sem Svala hafði beðið um. Hún ætlaði að fara að vinna. Gaman og alvara vora samtvinn- uð í viðhorfi þessarar skemmtilegu konu. Það kemur fram í málverkum hennar. Ég spurði hana einu sinni um einhverja vera í einu málverk- inu: „Svala hvað táknar þetta?“ Hún horfði á mig, glettin á svip og sagði: „Þetta er „clues“ fyrir áhorf- andann." Þá vora það vísbendingar í ráðgátu. En málverk Svölu urðu tU úr svo frjósömu ímyndunarafli, að hún var stundum sjálf áhorfandi. „Þessi vera hlýtur að hafa komið úr draumi," sagði hún stundum. Áhrifamest af öUum þeim mótíf- um sem koma fram í verkum Svölu eru dyrnar, sem era tU í mörgum útgáfum, í mismunandi litasamsetn- ingum. Dymar virðast opnast inn í annan heim. Á sumum af þessum myndum er fiðrildi, tákn sálarinnar, í dyranum. ;,Svala er fugl sem er sjaldgæfur á Islandi," sagði hún mér einu sinni. Þá kom upp í huga mínum saga sem heitir „Hamingjusami prinsinn" og er eftir Oscar WUde. Hún fjallar um fugl sem heitir „swallow" á ensku en svala á íslensku. Ég sagði Svölu þessa sögu. I stuttu máli er hún svona: Lítill fugl fær sér skjól við fætur gylltrar styttu í miðri borginni. Þegar fuglinn ætlar að fljúga í burtu tU heitari landa, segir styttan: „Svala svala, vertu hjá mér eina nótt. Gerðu mér greiða." I þrjár nætur gerir svalan stytt- unni greiða. Svalan tekur alla gim- steinana og gullið af styttunni og gefur fátæku fólki. Svo segir stytt- an að hún megi loksins fljúga burt, en þá er kuldinn orðinn svo mikill í þessari norðlægu borg að svalan getur ekki lengur flogið. Hún deyr við fætuma á styttunni. Þá klofnar hjartað í styttunni af sorg. Styttan er svo brædd niður, allt nema hjart- að sem bráðnar ekki. Þeir sem ganga frá styttunni henda svo hjartanu og dauða fuglinum á sama öskuhauginn. Þá horfir guð niður úr himnaríki og segir við einn engilinn: „Sæktu fyrir mig þá tvo hluti sem mér era dýrmætastir í heiminum." Engillinn flýgur af stað og kemur aftur eftir langan tíma. Hann ber í fanginu klofna hjartað og svöluna. „Þú hef- ur valið rétt,“ sagði guð. „Og mun ég hafa hjartað og svöluna mér við hægri hönd um alla eilífð." Sólveig Eggerz, Alexandria, Virginia. Svala Þórisdóttir hafði flest það sem prýða má eina konu: hún var gáfuð og glæsileg, fyndin og skemmtileg, hjartahlý og hæfileika- rík, alþjóðaborgari en þó meiri Is- lendingur en flestir - raunar svo glæsileg að fólk sneri sér við á göt- um í heimsborgum eins og Was- hington og New York þegar það mætti henni. Hún ólst upp til tvítugs í rauða húsinu á Fomhaga 25 en þaðan í frá bjó hún erlendis, fyrst í Oxford við listnám þar sem hún kynntist ungum Ameríkana og glæsilegum, giftist honum og fluttist til Washington, D.C. Þau John Ritz bjuggu í Georgetown og áttu mikinn og litríkan hóp kunningja, einkum blaðamenn, rithöfunda og aðra lista- menn. Þetta var gáfað fólk, skemmtilegt og andríkt, með fingur- inn við púls amerískra þjóðmála. Þar varð hún fljótlega eins konar sálusorgari margra þeirra - hún varð „Mother Svala“ fyrir þetta há- spennta lið - því þrátt fyrir ungan aldur og heimskonulegt yfirbragð Svölu fúndu menn ósjálfrátt að hún bjó yfir djúpri lífsvizku sem gott var að leita til. Á þessum áram bjuggu þau John eitt ár í Kóreu, og vegna starfa hans hitti Svala ýmsa frægð- armenn, t.d. Fidel Castro á Kúbu. Þótt þetta líf væri að ýmsu leyti skemmtilegt, átti það ekki við Svölu til lengdar - til þess var hún of mik- il „alvöramanneskja“ auk þess sem lítið tóm vannst til listsköpunar - og þar kom að þau John skildu. Seinni maður Svölu er Melhem Salman, hagfræðingur ættaður frá Líbanon og starfsmaður Alþjóða- bankans. Þau Melhem áttu afar vel skap saman, vora eins konar tví- burasálir. Og nú fylgdu mjög góð ár í lífi Svölu, hún eignaðist einkason- inn Daoud, þau ferðuðust viða og áttu fjölda vina. En ekki mátti það endast nema rúman áratug, því fyr- ir hálfu fimmta ári kenndi Svala fyrst þess sjúkdóms sem að lokum dró hana til dauða. Sú barátta var ótrúlega hörð og stóð að dómi lækna a.m.k. tveimur áram lengur en nokkur hefði trúað - þann grimma slag háði hún vegna Da- ouds. Enda er missir þeirra Daouds og Melhems mikill. Meðan Svala hafði þrek til, reyndi hún að heimsækja fjölskyldu og vini á Islandi á hverju sumri. Síðast kom hún til Islands nú í sumar; þá var hún mjög veik, en þó fóram við með henni og Melhem að skoða yfirlits- sýningu Sverris Haraldssonar, hennar gamla kennara úr Mynd- listaskólanum, að Hulduhólum í Mosfellssveit. Sverrir hafði mikil áhrif á list Svölu, og ekki síður Bar- bara Arnason sem var fjölskylduvin- ur. í Kóreu varð hún og fyrir áhrif- um af list Austurlanda, svo sem sjá má í ýmsum verkum hennar sem hún sýndi hér á landi kringum 1970. Síðasta skeið sitt sem málari átti hún í banalegunni þegar hún málaði einar 50 myndir á 2-3 mánuðum, mai’gar hverjar mjög magnþrangn- ar. Þær vora sýndar við miklar und- irtektir í Washington eftir lát henn- ar, og vonir standa til að þær verði sýndar hér heima. Þótt Atlantshafið væri lengstum milli okkar og Svölu, vinkonu okkar og frænku, þá finnum við sárlega að mikið hefur breytzt. Erfitt er að trúa því að við heyrum aldrei framar í símanum hennar fal- legu og tæra íslenzku, ómengaða eftir rúma þrjá áratugi eriendis, og einkennandi og smitandi hlátur sem entist til hinzta dags. Því þrátt fyrir ' miklar raunir og þjáningar lét hún aldrei æðraorð falla svo við heyrð- um. Fyrir okkur sem þekktum Svölu er fráfall hennar á bezta aldri óbætanlegur mannskaði. Helga Þórarinsdóttir og Sigurður Steinþórsson. Við Islendingar höfum eignast góðar myndlistarkonur, sem hafa sest að erlendis, en í raun aldrei horfið frá okkur, því að verk þeirra höfum við hjá okkur og þau endur- spégla þar að auki oft minningu listamannsins um ísland. Nú kveðj- um við Svölu Þórisdóttur listmál- ara, sem andaðist í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, þar sem hún hafði búið um árabil með Mel- hem Salman, eiginmanni sínum, og Daoud, syni þeirra. Svala bjó erlendis alla tíð frá því um miðjan sjöunda áratuginn, þeg- ar hún hélt til myndlistamáms í Oxford. Hingað kom hún þó til lengri og skemmri dvalar, efndi til sýninga og vann að listsköpun. Svala málaði til dæmis myndir af tveimur for- sætisráðherrum, fóður mínum og Geir Hallgrímssyni. Þegar hún * vann að myndinni af föður mínum sat hann nokkram sinnum fyrir í vinnustofu hennar. Ég hef stundum leitt hugann að því atviki, þegar listakonan unga lifði sig svo inn í starf sitt, að það leið yfir hana fyrir framan fyrirmyndina. Þykir mér sagan sýna tilfinninganæmi Svölu og hve mjög hún lagði sig fram við sköpunarstarf sitt. I langvinnum og erfiðum veikindum sínum notaði hún hverja stund, sem henni gafst, til að skapa ný myndverk. Aðrir era betur hæfir en ég til þess að leggja faglegt mat á mynd- verk Svölu, hitt leyfi ég mér að full- yrða, að annað en listræn viðhorf ^ hafi ráðið, þegar núverandi stjóm- endur Reykjavíkurborgar ákváðu að fjarlægja mynd Svölu af foður mínum úr Höfða. Vakti sú ákvörðun töluverðar umræður í fjölmiðlum og réttláta reiði margra á sínum tíma. Svölu kveðjum við vinir hennar nú alltof snemma með mikinn sökn- uð í hjarta. Stundirnar með henni vora alltaf til ánægju og gleði. Henni datt margt skemmtilegt í hug og hikaði ekki við að fram- kvæma það, ef hún gat. Verk henn- ar lifa og eiga eftir að veita okkur gleði og minna okkur á einstæðan ' vin og listamann. Blessuð sé minning Svölu Þóris- dóttur. Björn Bjarnason. • Fleiri minningargreinar um Svölu Þórisdóttur Salaman bíöa birtingar og munu birtast t blaðinu næstu daga. SVALA ÞÓRISDÓTTIR SALMAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.