Morgunblaðið - 21.04.1998, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 21.04.1998, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Morgunblaðsskeifan á Hvanneyri Nemendur sáu við hitasóttinni Hitasóttin varð að lúta í gras fyrir tamn- ingamönnum Bændaskólans á Hvanneyri. Sóttin hefur geisað allt í kringum nem- endahesthúsin á Hvanneyri og allt útlit var fyrir að hún myndi leggjast á tríppi nem- enda áður en hægt yrði að halda skeifu- keppnina. En til að sjá við sóttinni var allt sett í fullan gang og keppninni flýtt um tæpa viku. Valdimar Kristinsson brá sér í Borgarfjörðinn og afhenti hina eftirsóttu Morfflmblaðsskeifu, sem að þessu sinni féll í skaut Isólfi Líndal Þórissyni, VERÐLAUNAHAFAR skeifudagsins, frá vinstri talið: ísólfur og Eining, íris og Erró, Berglind og Straumur, Daði og Gjafar, Geirmundur og Elín, Valdimar og Léttfeti og Björgvin og Dagbjört. Með þeim á myndinni er svo Ingimar Sveinsson. ÁTJÁN nemendur tóku þátt í skeifukeppninni að þessu sinni eftir tæplega þriggja mánaða tamningu á trippunum sem þau riðu í keppninni. Hlutskarpastur varð ísólfur Líndal Þórisson frá Lækjamóti í Vestur-Húnavatns- sýslu. Hann tamdi hryssuna Ein- ingu frá Hvoli, sem er undan Jarli frá Höfða, sem er sonur Höfða- Gusts og Sokku frá Hvoli. Hryss- an, sem er 5 vetra, er í eigu Hjalta Jósefssonar. Álls eru 100 stig í pottinum þar sem gefin eru ýmist 1 til 10 eða 1 til 15 stig fyrir alls níu dómsatriði. ísólfur hlaut 75,5 stig, sem er góður árangur, og þar á meðal hlaut hann há- markseinkunn, 10, fyrir að teyma og fara á bak hrossinu. Hinsvegar mislukkaðist brokkið þar sem hæst er gefið 15 en hann hlaut að- eins 1,5. Þá hlaut ísólfur einnig ásetuverðlaun Félags tamninga- manna en fyrir ásetu hlaut hann 13,5 af 15 mögulegum stigum. Prýðilegur árangur hjá góðum tamningamanni. Eiðfaxabikarinn fyrir besta hirðingu og ástundun hlaut að þessu sinn Valdimar Jónsson en hann varð jafn Björgvini Helga- syni í atkvæðagreiðslu nemenda og hirða í hesthúsinu. Dregið var um hvor skyldi hljóta bikarinn og hafði Valdimar þar betur. I kaffisamsæti að lokinni keppni þakkaði Magnús B. Jónsson skólastjóri Ingimari Sveinssyni kennara, sem oft er titlaður prímus mótor hesta- mennskunnar á Hvanneyri, fyrir elju hans og dugnað við tamningakennsluna. Ingimar varð sjötugur fyrr á þessu ári og mun þar af leiðandi láta af störfum að þessu námsári loknu. Bað Magnús viðstadda að standa á fætur og gefa Ingi- mari gott klapp fyrir hans frá- bæru störf í þágu hesta- mennskunnar. Ætlaði lófataki aldrei að linna og mátti vel af því greina að Ingimar nýtur mikillar hylli staðarmanna og verður hans eflaust sárt sakn- að úr skólastarfinu næsta vet- ur. Við tamningu trippana var eins og undanfarin ár beitt að- ferðinni sem Ingimar hefur að- lagað íslenska hestium sem köll- Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson SKEIFUHAFINN, ísólfur Líndal Þóris- son, hampar hinni eftirsóttu Morgun- blaðsskeifu á hryssunni Einingu frá Hvoli. uð er „Af frjálsum vilja“ og sagði Ingimar að hún reynist að venju mjög vel. Hann benti á að meðal þeirra sem þátt tóku í keppninni væru nemendur sem hefðu vart eða ekki komið á hestbak áður en þeir hófu nám á Hvanneyri. Verkefnið hafi verið þeim erfitt og stundum legið við að þeir hættu en Ingi- mar sagði að það væri bannað að gefast upp a Hvanneyri og þeir að lokum komist yfir erfið- leikana og klárað sig af keppn- inni. En röð efstu manna í skeifu- keppnini varð sem hér segir: 1. Isólfur L. Þórisson á Ein- ingu frá Hvoli; 75,5. 2. Iris Á. Ármannsdóttir á Erró frá Litla-Bergi, 74,5. 3. Daði F. Kristjánsson á Gjaf- ari frá Báreksstöðum, 69. 4. Berglind Sigurðardóttir á Straumi frá Neðra-Skarði, 68,5. 5. Geirmundur Sigurðsson á Elínu frá Reykjavík, 67. OG RÁÐSTEFNA UNGT FOLK I VISINDUM OG TÆKNI Styrkþegar RANNÍS segja frá verkeínum sínum og starfsvettvangi________________ í ráðstefnusal Hóteis Loftleiða miðvikudaginn 22. apríl ki. 9 :00 -12:00 Fundarstjórar: Dr. Ámý Erla Sveinbjömsdóttir, jarðfræðingur, formaður úthlutunamefndar Vísindasjóðs og Dr. Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri, formaður úthlutunamefhdar Tæknisjóðs. 08.30 09.00 09.10-10.20 10.20-1040 10.40-12.00 Afhending gagna Setning Próf. Þorsteinn Ingi Sigfússon, formaður Rannsóknarráðs íslands Dr. Orri Vésteinsson, Fórnleifastofnun Islands - Landnýting og skipting jarða á íslandi á miðöldum. Halldór Þórarinsson, Bakkavör hf. - Vöruþróun í kavíarframleiðslu. Dr. Stefán Áki Ragnarsson, Hafrannsóknastofnun - Ahrif botnvörpuveiða á samfélög botndýra. Guðjón G. Kárason, Borgarplast hf. - Hverfisteypa, hönnun og vömþróun. Kaffihlé Dr. Ingibjörg Harðardóttir, Raunvísindastofnun - Áhrif fiskolía á sýkingu. Sigurður H. Jóhannsson, Stjörnu Oddi hf. - Rafeindamerkingar fiska. Dr. Annadís Gréta Rúdolfsdóttir, Háskóla íslands - Móðurhlutverk og sjálfsmynd ungra kvenna. Theódór Kristjánsson, Silfurstjarnan hf. - Strandeldi laxfiska. RANIUIS Rannsóknarráö islands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavik • Sími 562 1320 • Bréfslmi 552 9814 • Heimaslöa: http://www.rannis.is Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 I i — — — — ~ ' rT7Tmr rsr’ — *~“E sr - GfllP Plöstunarvélar Skírteinis- og skjalaplast á hagstæðasta verði. Óbrigðul skjalavernd. Otto B. Arnar ehf. Armúla 29, Reykjavík, sími 588 4699, fax 588 4696 www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.