Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 51 FRÉTTIR KIRKJUSTARF Stjórnmálafræðing’ar hefja tímaritsútgáfu Safnaðarstarf Utkomu Brenni- depils fagnað FÉLAG stjómmálafræðinga hefur hafið útgáfu tímaritsins Brennidep- ils, sem ætlað er að koma út árlega og vera vettvangur faglegrar um- ræðu um valin málefni af sviði stjórnmálanna, hérlendis sem er- lendis, og eru í brennidepli hverju sinni. Fyrsta tölublað Brennidepils er af gefnu tilefni - vegna sveitar- stjórnarkosninganna sem framund- an eru - helgað sveitarstjómarmál- um. Efnt verður til útgáfufagnaðar í tilefni af útkomu Brennidepils að kvöldi síðasta vetrardags, þ.e. mið- vikudagskvöldið 22. apríl, á efri hæð veitingastaðarins Sólons íslandusar við Bankastræti í Reykjavík. Fagn- aðurinn hefst kl. 20 og em allir stjórnmálafræðingar, sveitarstjórn- arfólk og aðrir, sem vilja taka þátt í að minnast þessara tímamóta í starfsemi Félags stjórnmálafræð- inga boðnir velkomnir. Meðal efnis í fyrsta tölublaðinu era viðtöl við leiðtoga beggja borg- arstjórnarfylkinga, þau Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og Arna Sigfússon, oddvita sjál- stæðismanna, en í heftinu er lögð sérstök áherzla á þrjú meginatriði sem varða nýjustu þróun sveitar- stjórnamála á Islandi. Þau em sam- eining sveitarfélaga, flutningur verkefna frá í’íki til sveitarfélaga og loks era hinar ýmsu hliðar þátttöku kvenna í sveitarstjómarmálum skoðaðar. Vorferð sunnu- ✓ dagaskóla Ar- bæjarkirkju VORFERÐ verður laugardaginn 25. apríl kl. 10 árdegis og verður lagt af stað frá Árbæjarkirkju og Suðurnesin sótt heim. Komið verð- ur til baka u.þ.b. kl. 15. Með í för verður barnakór Arbæjarkirkju, sem syngja mun nokkur lög í sunnudagaskólaguðsþjónustu í Hvalsneskirkju. Farið verður vítt og breitt um þetta fallega land- svæði. Náttúran skoðuð og farið í leiki. Öllum, sem vilja og hafa tök á, er velkomið að slást með í för. Best væri að skrá sig og slna í síma 587 2405 fyrir hádegi föstudaginn 24. apríl nk. Klæðnaður fer auðvit- að eftir veðri og vindum. Hver og einn kemur með nesti og drykk. Kirkjan mun gefa eitthvert góð- gæti á nammidegi. Viljum við hvetja foreldra/uppalendur til að fjölmenna með ungviði sínu í þessa ferð. Ferðin er þátttakendum að kostnaðarlausu. Munið skráning- una! Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa ki. 10-14. Léttur málsverður. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf fyrir 10-12 ára kl. 17. Dómkirkjan. Kl. 13.30-16 mömmufundur í safnaðarh., Lækj- argötu 14a. Kl. 16.30 samverastund íyrir börn 11-12 ára. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, ritningalestur, alt- arisganga, íyrirbænir. Léttur máls- verður á eftir. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Háteigskirkja. Starf fyrir 10-12 ára böm kl. 17 í safnaðarheimilinu. Langholtskirkja.Ungbarnamorg- unn kl. 10-12. Fræðsla: Vanlíðan eftir fæðingu: Erna Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur. Æskulýðs- fundur kl. 19.30. Laugarneskirkja. Lofgjörðar- og bænastund kl. 21. Umsjón Þorvald- ur Halldórsson. Neskirkja. Foreldramorgunn á morgun kl. 10-12. Kaffi og spjall. Seltjarnarneskirkja. For- eldramorgunn kl. 10-12 Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu í dag kl. 10-12. 8 ára afmæli foreldramorgna. Konur koma sjálfar með meðlæti. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Starf aldraðra í dag frá kl. 11. Venjuieg dagskrá. Kynntur Seyðisfjörður í máli og myndum. Fella- og Hdlakirkja. Starf fyrir 9-10 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Eldri borgarar. Opið hús kl. 13.30. Föndrað, spilað, sungið. Kaffi. KFUM, drengir 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Æskulýðsfélag, yngri deild, fyrir 8. bekk kl. 20-22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 8-10 ára börn kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetsstíg 6. Hafnarijarðarkirkja. Opið hús í Vonarhöfn í safnaðarh. Strandbergi fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30. Bessastaðakirkja. Bæna- og kyri’ð- arstund kl. 17.30. Hægt er að koma bænaefnum til presta og djákna safnaðarins. Vídalínskirkja. Fundur í æskulýðs- félaginu, yngri deild kl. 19.30, eldri deild kl. 21. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Borgarneskirkja. Helgistund þriðjudaga kl. 18.30. Mömmumorg- unn í safnaðarhúsi , Bröttugötu 6, kl. 10-12. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10. TTT starf kl. 18-19 fyrir 10-12 ára. Unglingastarf kl. 20.30 fyrir 8., 9. og 10. bekk. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl. 14-16. Starfsfólk kirkjunnar í Kirkjulundi 14-16. Landakirkja. Vestm. Kl. 20.30, eldri deild KFUM & K fundar í húsi fé- laganna. Lágafellskirkja. Kyrrðar- og bæna- stund verður í Lágafellskirkju, í dag kl. 18. Kynning á nem- endaverkefnum NEMENDUR á námskeiðinu Framleiðslulíkön munu kynna verk- efni sín á opnum fundi hjá Aðgerða- rannsóknafélagi íslands miðviku- daginn 22. apríl kl. 16.30 í stofu 201 í Odda. Dagskráin er sem hér segir: Gunnar Ámi Gunnarsson og Rúna Malmquist. Hvernig er unnt að bæta nýtingu lagerplássins hjá Öl- gerðinni Egill Skallagrímsson? Hjalti Skaale og Geir Gunnlaugs- son. Röðun bretta inn í Isheima, nýju írystigeymslu Samskipa. Frið- björg Matthíasdóttir og Guðrún Margrét Örnólfsdóttir. Skipulagn- ing akstursleiða hjá heildverslun- inni Karli K. Karlssyni. Arinbjörn Ólafsson og Matthías Sveinbjöms- son. Skipulagning slátranar í stór- gripasláturhúsi SS á Selfossi. PALLALVFTUR Reykjavík: Ármúla 11 - simi 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070 * RANNSÓKARRÁÐS ÍSLANDS og veggspjaldakynning á verkum ungra vísinda- og tæknimanna________________________________ í ráðstefnusal Hótels Loftleiða miðvikudaginn 22. apríl kl. 12.00 -15.30 Fundarstjóri: Prófessor Anna Soffía Hauksdóttir 13.00 -13.15 Afhending fundargagna og dagskrár 13.15-13.20 Setning ársfundar Próf. Þorsteinn Ingi Sigfússon 13.20-13.40 Ræða menntamálaráðherra Björn Bjarnason 13.40-14.00 RANNÍS 21 - Aldahvörf í rannsóknum Próf. Þorsteinn Ingi Sigfússon,form. Rannsóknarráðs Islands 14.00-14.20 Rannsóknir á íslandi - Staða og horfur Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvœmdastjóri RANNÍS 14.20-14.50 Mannauður - Vísindi, tækni og samfélag Frú Vigdís Finnbogadóttir, fv. Forseti íslands ogformaður ráðgjafanefndar UNESCO um siðfrœði vísinda og tœkni 14.50-15.15 Hvatningarverðlaun Rannsóknarráðs 1998 Afhent af Forseta íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni 15.15-16.00 Kaffiveitingar RAiuniís Rannsóknarráö íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Simi 563 1320 • Bréfsími 552 9814 • Heimasíöa: http://www.rannis.is Ferðaþjónusta Akureyrar stendur fyrir sölusýningu á handverki og listhandverki í Laugardalshöll 1.-3. maí nk. Sérblaðið Daglegt líf mun gera Handverki 1998 góð skil föstudaginn 1. maí nk. Af því tilefoi býðst þátttakendum sérstakt tilboðsverð á auglýsingum í Daglegu lxfi. Pöntunar- og skilafrestur auglýsinga er til kl. 12 mánudaginn 27. apríl nk. AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 ■ Netfang: augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.