Morgunblaðið - 21.04.1998, Page 56

Morgunblaðið - 21.04.1998, Page 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ BMW M5 Til sölu BMW M5 árgerð 1990, ekinn 83 þús km. 315 hestöfl, beinskipt- ur, ABS, leðursportsæti, rafm í rúðum, 17" BBS álfelgur, aksturstölva, skriðstillir, líknarbelgur o.fl. Einn sprækasti bílinn á götunni í dag. Verð 1.980.000 Notaðir bílar Suðurlandsbraut 14 s. 575 1230 - 575 1200 trésxníðavélar • Tifsagir, 2 gerðir • Sambyggðar trésmiðavélar • Bandsagir • Hjólsagir • Spónsugur • Fræsarar Laugavegi 29, sími 5524320. Dilbert® daglega á Netinu www.mbl.is Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks f fasteignaleit www.mbl.is/fasteignir VELVAKAJVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Skattaafsláttur vegna meðlaga? HVAÐA rök eru fyrir því að karlmaður sem er skil- inn við konu sína og farinn frá börnum sínum, skött- um og skyldum, eigi nú að fá skattaafslátt vegna meðlagsgreiðslna sem hann og hin nýja kona hans eru að kikna undan. Eiga þetta að verða verð- launin fyrir að fara frá fjöl- skyldunni? Ég bara spyr. En ef hann guggnar í annarri tilraun á hann þá að fá tvöfalda umbun? Hvað með karlmanninn sem er í hjúskap og stend- ur eins og klettur í brúnni, vinnur alla daga, (kvöld og helgar), hugsar vel um konu sína og börn, á hann ekki að fá nein verðlaun fyrir dugnaðinn sem fælist í skattaafslætti fyrir hvert barn? Það væri nær að hlúa að fjölskyldunni held- ur en verðlauna þessa menn sem standast ekki álagið að hugsa um fjöl- skyldu sína og skilja kon- una eftir eina í storminum með börnin þeirra og alla ábyrgðina. Ásrún Karlsdóttir. Eftir hvem er kvæðið? LJÓÐELSK kona hafði samband við Velvakanda og hafði hún áhuga á því að vita hver væri höfundur kvæðisins „Kata litla í Koti“. Gróa á Leiti VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Nú þegar umræður um Landsbankamálið spinnast upp í þjóðfélaginu þá er Gróa á Leiti fljót að taka við sér. Ég harma örlög Sverris Hermannssonar. Við skulum ekki gleyma þvi að Sverrir Hermanns- son hefur hjálpað mörgum ógæfumönnum og verið vinur litla mannsins. Sverrir hefur hjálpað mönnum sem hafa átt erfitt og útvegað þeim vinnu á sjó. Albert Guð- mundsson átti á sínum tíma líka þátt í að hjálpa mönnum og koma þeim í vinnu. Við skulum gæta að því að þessir menn hafa sína kosti. Við getum ekki sett okkur í stöðu annars, hvað vitum við hvað við mundum gera ef við vær- um með þessi fríðindi? Sá kasti fyrsta steininum sem syndlaus er.“ Jónas Bjarki Gunnarsson. Tapað/fundið Næla týndist NÆLA, módelsmíði úr kopar, týndist 1. apríl lík- lega í Nóatúni í Mosfells- bæ, Grafarvogi eða Mos- fellsbæ. Skilvis finnandi hafi samband í síma 566 6044. Fundarlaun. Gleraugu týndust GLERAUGU í Etienne Aigner hulstri týndust sunnudaginn 5. apríl á göngustíg frá Seltjarnar- nesi að Reykjavíkurvegi og Shell-stöðinni í Skerja- firði. Finnandi vinsamlega hringi í síma 561 7013. Ljósmynd JIM. Börn að borða ís. Víkveiji skrifar... TÓNLEIKAHÚS rís nú í Kópa- vogi. Sjónvarpið sýndi síðastlið- ið sunnudagskveld þátt um þessa merku framkvæmd og menningar- lífið í bæjarfélaginu. Tónleikahúsið rís í grennd tveggja fagurra bygg- inga, Gerðarsafns og Kópavogs- kirkju, og verður hluti af fyrirhug- aðri menningarmiðstöð þeirra Kópavogsbúa. Það hefur verið mikið talað um tónleikahús lengi undanfarið, bæði í höfuðborginni, Reykjavík, og víðar um landið. Þeir í Kópavoginum skera sig á hinn bóginn úr í þessari umræðu allri: Þeir tala í verkum! Kópavogur er að verða fyrirmynd- arsveitarfélag. Hann er, að mati Víkverja dagsins, tákn framtaks og framsýni í sveitarstjómarmálum. XXX FÓLK og fyrirtæki hafa flykkzt til Kópavogs síðustu árin. A fyrsta fjórðungi líðandi árs hafa fleiri nýir íbúar sezt að í Kópavogi einum en samanlagt í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, að því er lesa má út úr tölum Hagstofu íslands, Þjóðskrár, sem Morgunblaðið tíund- ar í fréttum á sunnudaginn. „Skoð- anakönnun“ sjálfs veruleikans færir okkur þannig heim sanninn um vin- sældir þessa sveitarfélags, sem um margt hefur skákað sjálfri höfuð- borginni á líðandi kjörtímabili. Á þessu tímabili fluttust 379 ein- staklingar til höfuðborgarsvæðisins. Þar af langflestir til Kópavogs eða 252. Þessar tölur tala skýru máli. Reykjavík virðist ekki lengur vin- sælasti kostur þeirra sem huga á búsetubreytingu - heldur Kópavog- ur. xxx ISLAND er ekki lengur einangr- að land, yzt í veraldarútsæ. Fjar- skipta- og samgöngubyltinginn hefur „eytt“ fjarlægðum og fært þjóðir heims hverja í túnfót ann- arrar. Nýjasta dæmið þessu til staðfestingar er útrás íslenzks at- vinnu- og viðskiptalífs. Frjáls verzlun kemst þannig að orði um þetta efni: „Marz var öflugur mánuður í út- rás íslenzks viðskiptalífs. Þrjá daga í röð voru fréttir um afar eftirtekt- arverðar fjárfestingar íslenzkra fyr- irtækja á erlendri grund. Þessi þriggja daga hrina góðra tíðinda hófst miðvikudaginn 11. marz þegar Samskip héldu óvænt fréttamanna- fund og tilkynntu að félagið hefði samið um kaup á þýzka flutninga- fyrirtækinu Bischoff Group. Daginn eftir, fímmtudaginn 12. marz, var svo greint frá því að hlutafélagið Úthafssjávarfang, sem er í eigu SR- mjöls, Samherja og Síldarvinnsl- unnar, hefðu keypt ráðandi hlut í bandaríska fyrirtækinu Atlantic Co- ast Fisheries. Á þriðja degi hrin- unnar, föstudaginn 13. marz, kom síðan stórfréttin um að SÍF hefði keypt franska fyrirtækið J.B. Delpi- erre.“ íslendingar eiga greinilega fleiri erindi utan en sækja heim verzlun- arborgir og sólarstrendur! xxx AÞREMUR mánuðum (janúar- febrúar- og marzmánuðum) flytja 12.200 íslendingar í nýtt lög- heimili. Það er ekki svo lítill hópur. Þar af flytja rúmlega 7 þúsund inn- an sama sveitarfélags. 3.560 fluttu á hinn bóginn í nýtt sveitarfélag. Tæplega 900 fluttu til landsins en 750 frá því. Fólksstreymið frá landsbyggð- inni á suðvesturhomið heldur áfram. Fólki fækkar í öllum öðrum landshlutum en Reykjaness- og Reykjavíkurkjördæmum. Það er samt sem áður trú Víkverja að sú þróun sem nú gengur yfir, fækkun og stækkun sveitarfélaga á lands- byggðinni, muni draga verulega úr þessum „fólksflótta“. Stærri og sterkari sveitarfélög verða betur í stakk búin til að bjóða og rísa undir þeim búsetuskilyrðum og þeirri þjónustu, sem mest áhrif hafa þegar fólk tekur ákvörðun um framtíðar- búsetu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.