Morgunblaðið - 25.04.1998, Side 6
6 LAUGARDACÍUK 25. APRÍL'Íð9Ö
MORGÍJNBLAfílÍ)
Morgunblaðið/RAX
MARGIR félagsmanna í
Dagsbrún/Framsdkn not-
uðu tækifærið í hádegis-
hléinu í gær til að greiða
atkvæði í stjdrnarkjöri
félagsins.
Kosið um tvo lista
hjá Dagsbrún/
Framsókn
Úrslit
ljós fyr-
ir kl. 20
KOSNING stjórnar verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar
og Framsóknar hófst kl. 9 í
gærmorgun og lýkur kjör-
fundi kl. 18 í dag. Talning
hefst síðdegis og er þess
vænst að úrslit geti legið fyrir
milli kl 19 og 20 í kvöld.
Kosið er í stjórn og vara-
stjórn félagsins og stjórn
sjúkrasjóðs. Ennfremur eru
kjörnir skoðunarmenn reikn-
inga. Tveir listar eru í kjöri,
A-listi stjórnar og trúnaðar-
ráðs, borinn fram af uppstill-
ingarnefnd og B-listi, sem er
listi Framboðs verkafólks,
borinn upp af Björgvini Þor-
varðarsyni og Arna H. Krist-
jánssyni.
Um 5.700 á kjörskrá
Kosningin fer fram í félags-
sal í húsakynnum félagsins að
Skipholti 50d, á 1. hæð. Á kjör-
skrá eru um 5.700 félagsmenn.
Samkvæmt upplýsingum sem
fengust á skrifstofu Dagsbrún-
ar og Framsóknar í gær var
þokkaleg kosningaþátttaka
framan af gærdeginum. Um 80
höfðu einnig kosið utan kjör-
fundar. Kjörfundur stóð til kl.
22 í gærkvöldi og heldur kosn-
ingin áfram í dag frá kl. 9 til 18
er kjörfundi lýkur.
Evrópuþinglð í
VÍSINDA- og tækninefnd Evrópu-
ráðsþingsins í Strassborg sam-
þykkti á fundi sínum í gær sex
breytingatillögur við tillögur um
meðferð á kjarnorkuúrgangi, sem
Tómas Ingi Olrich, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, lagði fram og
hefur Evrópuþingið staðfest tillög-
umar. Breytingatillögurnar fjalla
að mest um tengsl kjamorkuúr-
gangs og sjávar en auk þess er gert
ráð fyrir að þau ríki, sem framleiða
kjamorkuúrganga skuli koma hon-
um fyrir í eigin landi.
Að sögn Tómasar Inga eru ríki
meðal annars hvött til að tryggja að
flutningar á geislavirkum úrgangi á
sjó verði í lágmarki og þá sam-
kvæmt ákvæðum INF kvótans, sem
er alþjólegur staðall. „Þetta fínnst
okkur vera mjög mikilvægt, þar
sem í dag eru miklir flutningar á
kjarnorkuúrgangi á sjó,“ sagði
hann. „Japanir flytja t.d. kjamorku-
FRÉTTIR
Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar HI vegna borgarsljórnarkosninga
R-listi fengi 60,9%
atkvæða, D-listi 39,1%
Könnun á fylgi lista
í borgarstjórnarkosningum 1998
Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar í apríl 1998
Spurt var: „Ef borgarstjórnarkosningar væru haldnar
á morgun, hvaða lista heldurðu að þú myndir kjósa?“
Hlutfall af öllum
svarendum
(samtals 491 manns)
Hlutfall af þeim sem nefna
D-lista eða R-lista
(samtals 368 manns)
Lóvissir |„ Neita að
10,6% svara8,6%
Annað 0,4%
Myndu ekki kjósa 2,2%
Skila auðu/ógildu 3,3%
Vikmörk +/- 5,0%
Fjöldi
Greint eftir kyni og aldri (þeir sem nefna annað hvort D-lista eða R-lista) svar-
.... enda
Allir
Karlar
51%
Konur
69%
18-24 ára
;. 1 WMMm: 53% 47%
25-34 ára
34% 66% 1
35-44 ára
73%
_
45-59 ára
r
—
34%
j
66%
60-75 ára
..------—wi—wm——
--I—I—— I-l-■—I-I I B
368
163
205
62
89
73
83
61
20
40
60
80
100%
Greint eftir því hvað menn kusu síðast
Kusu síðast D-lista, en kjósa nú:
Kjósa Óvissir/
ekki neita
D-listi 71%
Kusu síðast R-lista, en kjósa nú:
14%
6%
9%
Annað
80 1%J 12% 100%
60,9% ÞEIRRA sem taka afstöðu í
skoðanakönnun sem Félagsvís-
indastofnun Háskóla Islands hefur
gert fyrir Morgunblaðið segjast
mundu kjósa R-listann væru borg-
arstjórnarkosningar í Reykjavík
haldnar á morgun. D-listi Sjálf-
stæðisflokksins fengi atkvæði
39,1% þeirra sem afstöðu tóku.
Samkvæmt þessum tölum fengi R-
listi níu borgarfulltrúa en D-listi
sex ef kosið væri til borgarstjórnar
á morgun.
10,6% kváðust óákveðin um hvað
þau mundu kjósa. 8,6% neituðu að
svara spurningunni.
Spurt var: Ef borgarstjórnar-
kosningar væru haldnar á morg-
un, hvaða lista heldurðu að þú
myndir kjósa? Eftir þessa spurn-
ingu voru 20% óákveðnir. Þeir
voru spurðir hvaða lista þeir héldu
að væri líklegast að þeir mundu
kjósa. Féll þá hlutfall óráðinna
niður í 10,6%.
Þegar báðar spurningarnar eru
teknar samanlagt fær D-listi 38,9%
fylgi, R-listi 60,5% fylgi en Húman-
istaflokkurinn 0,5% fylgi. Ef aðeins
eru teknir þeir sem nefna R-lista
eða D-lista eru hlutfóllin 39,1% og
60,9%.
R-Iisti fær 70%
fylgi kvenna
Þegar svörin eru nánar könnuð
kemur í Ijós að R-listinn nýtur
fylgis nærri 70% kvenna en fylgi
karla skiptist nær jafnt á fram-
boðslistana. Fylgi listanna er
einnig svipað meðal yngstu kjós-
endanna og fólks á aldrinum 45-59
ára. I öðrum aldurshópum nýtur
R-listinn 65-70% fylgis.
Nokkur munur kom í ljós á fylgi
listanna eftir borgarhverfum en
hann er ekki talinn marktækur.
Þær tölur gáfu til kynna að R-listi
hefði 62,9% fylgi í hverfum 101,
104, 105 og 107, en fylgi sjálfstæð-
ismanna í þeim hverfum væri
37,1%. Þá mældist R-listi með
71,8% fylgi í hverfum 103 og 108 á
móti 28,2% fylgi sjálfstæðismanna
og fylgi R-listans mældist 55,4-
57,5% í Breiðholti, Árbæ og Graf-
arvogi en fylgi sjálfstæðismanna
mældist 42,5-44,6% í þeim hverf-
um.
71% kjósa D-lista aftur en
83% kjósa R-lista aftur
Félagsvísindastofnun kannaði
hvað þeir sem svöruðu hefðu kosið
síðast. í ljós kom að 71% þeirra
sem kusu D-lista Sjálfstæðisflokks-
ins síðast ætlaði að kjósa hann aft-
ur en rúm 83% kjósenda R-listans í
síðustu kosningum ætluðu að kjósa
sama listann aftur.
Álíka margir eru óákveðnir með-
al kjósenda beggja listanna í síð-
ustu kosningum. 21,6% þeirra sem
ekki höfðu kosningarétt við síðustu
kosningar eru hins vegar óákveðn-
ir og 8,1% þeirra segjast ekki
munu kjósa. 14% þeirra sem kusu
D-listann síðast ætla að kjósa R-
listann núna en 6% þeirra sem
kusu R-listann síðast ætla að kjósa
D-listann núna, samkvæmt könn-
uninni.
45% karlar í úrtaki
711 Reykvíkingar á aldrinum
18-75 ára voru í slembiúrtaki Fé-
lagsvísindastofnunar og fengust
svör frá 69,1% hópsins, eða 491
kjósanda, í viðtölum sem tekin
voru í síma frá 16.-23. apríl. Fé-
lagsvísindastofnun telur fullnægj-
andi samræmi milli skiptingar úr-
taksins og íbúa borgarinnar eftir
aldri. Hlutfall karla í úrtakinu þyk-
ir hins vegar nokkuð lágt; það var
um 45% á móti 55% hlutfalli
kvenna.
Rekið á
flotkvínni
stöðvað
REK flotkvíarinnar, sem rek-
ið hefur langt vestur fyrir
land undanfarna daga, hefur
verið stöðvað.
Tvö varðskip Landhelgis-
gæslunnar hafa tengt línu í
kvína. Hafsteinn Hafsteins-
son forstjóri Landhelgisgæsl-
unnar gerir ráð fyrir því að
reynt verði að draga kvína að
landi í dag en veður hefur
verið að ganga nokkuð niður
á þessum slóðum.
Flotkvíin er í eigu Vél-
smiðju Orms og Víglundar og
losnaði frá dráttarbát sl.
sunnudag er verið var að
flytja hana frá Skotlandi til
Islands. Hana rak undan
sterkri austanátt um 200 sjó-
mílur vestur af Reykjanesi,
en nú hefur tekist að stöðva
rekið.
Strassborg samþykkti í gær tillögur um meðferð á kjarnorkuilrgangi
Kjarnorkuúrgangi verði
eytt í framleiðslulandi
úrgang'til Bretlands, þar sem hann
er unninn og úr því verður plútóní-
um, sem er mjög geislavirkt og er
flutt sjóleiðina til baka til Japan.“
Lágmarka losun í sjó
í annarri breytingatillögu sem
einnig var samþykkt eru ríki hvött
til að leita allra ráða til að lágmarka
losun geislavirkra efna í sjó með
það lokatakmark í huga að koma í
veg fyrir, minnka og stöðva meng-
un sjávar og strandsvæða af völd-
um geislavirkra efna. Sagði Tómas
Ingi að samþykkt tillögunnar þýddi
að draga yrði úr starfsemi Sella-
fíeld og hugsanlega loka stöðinni ef
þessum grundvallarreglum yrði
framfylgt.
,A-nnað sem var okkur ofarlega í
huga og snertir óbeint Sellafield og
þær hugmyndir, sem Rússar hafa
að því við teljum um að koma upp
geymslustöð fyrir kjamorkuúrgang
á Novaja Semlja, var tillaga um
auknar öryggisráðstafanir með til-
liti til geislavirks úrgangs. Sérstak-
lega að leyfa ekki að geislavirkum
úrgangi verði komið fyrir nálægt
sjó nema vísindalega sé staðfest og
þá í samræmi við allar reglur að slík
staðsetning hafí ekki í för með sér
neina áhættu fyrir fólk eða um-
hverfi hafsins og komi ekki í veg
fyrir lögmæt afnot af hafinu,“ sagði
Tómas Ingi. „Þetta er mjög mikil-
vægt atriði og við settum það sem
skilyrði fyrir því að við legðum ekki
til að fella hugmynd um að koma
upp alþjóðlegu geymslusvæði. Áður
fyrr hafði verið lagt til að slíku
svæði yrði komið upp, en ég lagðist
gegn því og fékk því breytt þannig
að það var sett inn í skýrsluna að
skoða möguleikana á því.“
Á eigin landi
Tómas Ingi sagðist hafa reynt að
tala á fundi Vísinda- og tækninefnd-
ar fyrir því grundvallaratriði að
ríki, sem framleiða kjamorkuúr-
gang, ættu að koma honum fyrir á
eigin landi. „Það var búið að fella
tillöguna fyrir mér í nefndinni en
með nýjum rökstuðningi lagði ég
þessa tillögu fram núna í annað sinn
í breyttri mynd og þá var hún sam-
þykkt,“ sagði hann. „Það geta verið
til undantekningar eins og t.d Lit-
háen, þar sem ekki eru jarðlög, sem
hægt er að geyma í kjarnorkuúr-
gang örugglega en í flestum öðrum
löndum myndi þetta draga mjög úr
viðskiptum með kjarnaúrgang. Með
þessum breytingatillögum hefur
það verið staðfest að sá sem fram-
leiðir kjamorkuúrganginn ber
ábyrgð á honum þar til búið er að
ganga endanlega frá honum.“