Morgunblaðið - 25.04.1998, Side 12
12 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Jóhann Ársælsson fulltrúi Alþýðubandalags segir sig úr bankaráði Landsbankans
Mótmælir því valdi sem ráðherra
hefur verið falið yfír bankanum
s
Jóhann Arsælsson fulltrúi Alþýðubanda-
lagsins í bankaráði Landsbankans hf. sagði
sig í gær úr ráðinu. Hér á eftir birtist í heild
greinargerð Jóhanns vegna afsagnarinnar.
Morgunblaðið/Ásdís
JÓHANN Ársælsson ræðir úrsögn sína á fundi með blaðamönnum.
„ÉG HEF í dag með bréfi til Finns
Ingólfssonar viðskiptaráðherra sagt
af mér störfum í bankaráði Lands-
banka íslands hf.
Ástæður fyrir ákvörðuninni verða
raktar í þessari greinargerð.
Ýmsir m.a. þingmenn telja að
bankaráðið hafi brugðist í sínu eftir-
litshlutverki og hafa krafist afsagnar
þess. Þessi umræða hlýtur óhjá-
kvæmilega að vekja tortryggni al-
mennings og viðskiptamanna bank-
ans á því að bankaráðið hafi staðið sig
sem skyldi.
Vandséð er að traust á bankaráð-
inu verði fullkomlega endurheimt á
næstunni.
Akvörðun mín er tekin í þessu ljósi.
Ég vil til upplýsingar fyrir almenn-
ing og sérstaklega Alþingi sem kaus
mig í bankaráð Landsbanka íslands
gera grein fyrir þeim málum sem
helst hafa verið til umræðu nú að
undanfórnu og stöðu minni þann tíma
sem ég hef verið í bankaráðinu.
Eftirlitshlutverk bankaráðsins
Bankastjórn sér alfarið um rekstur
bankans en bankaráðið hefur almennt
eftirlitshlutverk med höndum.
Bankaráðið starfar á fundum og
reiðir sig á upplýsingar frá banka-
stjórum og endurskoðunaraðilum
bankans.
Eftir að ég kom til starfa í banka-
ráðinu og hafði fengið lýsingu á því
hvernig þessu eftirliti væri háttað var
ég mjög sáttur við fyrirkomulagið.
Mér fannst þa<1 satt að segja afar
traustvekjandi. Ég stóð í þeirri trú að
allt sem væri óeðlilegt, ólöglegt eða
ekki í samræmi við bestu reglur um
góða fjárhagsstjóm og hægt væri að
sjá með skoðun á bókhaldi bankans
ætti að finnast með þessu eftirlits-
kerfi og aðvaranir hlytu að koma til
okkar ef eitthvað væri athugavert.
I fyrsta lagi er um að ræða innri
endurskoðun bankans sem telur níu
manns.
í öðru lagi er óháð endurskoðunar-
skrifstofa ráðin af Ríkisendurskoðun
sem gefur skýrslur til bankaráðsins
um hvaðeina sem betur má fara við
rekstur bankans, hún er jafnframt að-
alendurskoðandi bankans.
I þriðja lagi er Ríkisendurskoðun
sem hefúr yfirumsjón með endur-
skoðun í bankanum.
Árlega á bankaráðið nokkra fundi
med þessum aðilum en enginn þeirra
hefur gefið til kynna að óeðlilega hafi
verið staðið að þeim málum sem nú
hafa verið til umræðu.
Það verklag sem nú hefur komið í
ljós að tíðkast hefur frá hendi endur-
skoðunaraðila, þ.e.a.s. að senda at-
hugasemdir sínar beint til banka-
stjómar og stundum ítrekaðar nokk-
ur ár í röð án þess að bankaráðinu
væri gerð grein fyrir þeim er ófært
og kom mér mjög á óvart að svona
væri til hagað. Þetta er í rauninni að-
alástæðan fyrir því að eftirlit banka-
ráðsins hefur brugðist í þessum til-
teknu málum.
Hvað þessi mál varðar er um eina
undantekningu að ræða sem mér er
kunnugt um. Formaður bankaráðsins
gerði mér grein fyrir því eftir að þessi
mál komu upp að hann hefði í nóv. sl.
fengið afrit af bréfi frá endurskoð-
anda bankans til bankastjómar þar
sem ýmsar af þeim athugasemdum
sem nú em í skýrslu Ríkisendurskoð-
unar hefðu verið. Hann kvaðst hafa
farið með málið beint tii Ríkisendur-
skoðunar. Ég lýsti mig samþykkan
þeii-ri ákvörðun hans að afhenda Rík-
isendurskoðun málið en lýsti óánægju
yfir þvf að hann skyldi ekki treysta
mér og öðmm bankaráðsmönnum
fyrir vitneskju um það.
Það er mér nokkuð umhugsunar-
efni hvers vegna svo lengi dróst að
Ríkisendurskoðun tæki á málinu og
að það skyldi koma upp af öðm tilefni
en fyrr greinir.
Nú þegar er ákveðið að styrkja
innri endurskoðun og tryggja sjálf-
stæði hennar betur og að bein tengsl
verði milli bankaráðs og endurskoð-
enda um öll mál sem miklu varða.
Risna
I augum margra virðist orðið risna
í fyrirtækjum í eigu rikisins merkja
sukk med almannafé. Það ber þó að
færa undir risnu í rekstri margvísleg
útgjöld sem öllum finnast eðlileg ef
þau snúa að þeirra eigin vinnuveit-
anda eða fyrirtæki. Hér má nefna
kostnað tengdan ferðalögum starfs-
manna bæði innan lands og erlendis,
við móttöku viðskiptavina, vegna
kynninga á starfsemi fyrirtækisins,
kostnað vegna starfsfólks, t.d. árshá-
tíðir og hvaðeina sem fyrirtæki vill
taka þátt í vegna starfsfólksins.
Risna er eðlilegur þáttur í rekstri
en fyrirtækið verður að hafa ávinning
af henni t.d. með kynningu á starf-
seminni, ánægðara starfsfólki eða
med öðmm hætti.
Síðan ég tók til starfa í bankaráð-
inu hef ég orðið var við að í útibúum
bankans era ekki allir sáttir við það
sem þeir kalla afar naumt skammtað-
ar heimildir til risnu og hafa fullyrt að
bankinn stæði ekki skynsamlega að,
hvorki gagnvart starfsfólkinu eða við-
skiptamönnum.
Þegar fjallað er um fjárhagsáætl-
anir er risna í einni tölu og hefur farið
heldur lækkandi sem prósenta af
kostnaði, var á síðasta ári ca 0,9%.
Af svari Lýsingar hf. til Ríkisend-
urskoðunar má ráða að þar séu menn
sáttir við að þessi tala sé 1,7%.
Mér var frá upphafi kunnugt um að
bankinn notaði hluta af risnu sinni til
kaupa á laxveiðileyfum. Umræður
hafa farið fram í bankaráðinu síðan
ég settist í það um þessar laxveiðar.
Af þeim mátti skilja að farið væri í
þessar veiðiferðir med mikilvæga við-
skiptavini, oftast útlenda, og allar
hefðu þær viðskiptalegan tilgang. Ég
tel mig þess vegna bera ábyrgð á
þesskonar veiðiferðum.
Ég tel mig hinsvegar hafa verið illa
blekktan þegar það liggur nú fyrir að
mati Ríkisendurskoðunar að ýmsar af
þessum ferðum voru einungis til
skemmtunar fyrir bankastjóra og vini
þeirra.
Og ekki síður að dótturfélög bank-
ans hafa verið notuð til kaupa á veiði-
leyfum til að skemmta yfirmönnum
þeirra og bankans.
Engin heimild er fyrir slíkri ráð-
stöfun og ég tel að þeim sem þetta
ákváðu hafi verið Ijóst að bankaráðið
myndi ekki samþykkja hana.
Eftir að hafa séð hvernig braðlað
hefur verið með fé bankans hvað
varðar laxveiðar er mér ljóst að enn
má lækka heildarkostnað bankans
vegna risnu en þó ber að skoða líka
hvort eðlilegri risnu hafi verið haldið
uppi í útibúunum.
Ég tel í Ijósi þessara mála að
bankaráðið hefði átt að láta rannsaka
samsetningu risnukostnaðarins og
eðlilegt að gagnrýni komi fram á að
það hafi ekki verið gert.
Athugasemdir hvað varðar áfengis-
kaup og fleira eru nú til rannsóknar,
bankaráðið hefur falið lögmanni að
annast málið og gera tillögur um við-
brögd bankaráðsins.
Röng svör við fyrirspurn frá Al-
þingi era sameiginlega á ábyrgð fyrr-
verandi bankastjóra. Til þeirra var
fyrirspuminni beint og svarið við
henni kom ekki í hendur bankaráðs-
manna fyrr en eftir að það hafði verið
sent Alþingi.
Um beitingu ráðherravalds
í flokkspólitískum tilgangi
Undirritaður var kosinn 1 bankaráð
Landsbanka Islands á sumarþinginu
1995 og sat í ráðinu fram að síðustu ára-
mótum þ.e. um það bil tvö og hálft
ár. Þá lágu fyrir yfirlýsingar fyrir-
svarsmanna ríkisstjórnarinnar um að
breyta bönkunum í hlutafélög. Það
mál frestaðist hjá Alþingi og lögin
voru ekki samþykkt fyrr en á síðasta
vorþingi. Þessi stefnumörkun meiri-
hluta Alþingis hafði þó veraleg áhrif á
starfsemi í ráðinu.
Ég býst við að margir hafi bundið
vonir við að með breytingunni yi’ði
bundinn endi á flokkspólitísk afskipti
af stjórn þessara fyrirtækja. Að
bankaráð fengi að vinna þau verk sem
því eru ætluð samkvæmt lögum án
pólitíski’a afskipta. Það er nú öðra
nær. Landsbankinn hefur beðið tjón
vegna beinna afskipta stjórnarflokk-
anna af verkefnum bankaráðsins. Ég
mun skýra þessa fullyrðingu nánar
hér á eftir.
Af umræðum sem fram höfðu farið í
bankaráðinu hafði ég orðið sannfærð-
ur um að gerðar vrðu umbætur á
stjórnkerfi bankans sem tækju gildi
strax og hlutafélagið tæki við rekstri
hans. Það voru að mínu mati góðar
líkur á því að það gæti náðst samstaða
í bankaráðinu um öll aðalatriði mála.
M.a. var Ijóst að ríkjandi fyrir-
komulag med þrem bankastjórum
hafði reynst illa, yfirstjóm bankans
var ósamstæð og samk'omulag milli
bankastjóranna um hvemig ætti að
taka á ýmsum málum ekki fyrir hendi.
Ég taldi augljóst að stjórnkerfi
bankans yrði breytt þannig að einung-
is einn bankastjóri yi'ði ráðinn sem að-
alstjómandi bankans. Þetta skýrir
m.a. hvers vegna nýir ráðningarsamn-
ingar við bankastjórana vora ekki á
dagskrá ráðsins á umræddum tíma.
Vegna þess sem að framan segir
kom mér það verulega á óvart þegar
að á síðasta ári einungis fáir mánuðir
vora efth' af starfstíma Landsbanka
Islands lá fyrir tillaga um endurskoð-
að skipurit bankans þar sem áfram var
gert ráð fyrir þrem bankastjóram.
Ég taldi þessa tillögu illan fyrir-
boða þess sem koma skyldi og greiddi
atkvæði gegn skipuritinu.
Ég flutti þá tillögu um að aðal-
stjórnandinn yrði einn. Anna Margrét
Gudmundsdóttfr stóð einnig að þeirri
tillögu.
Þad kom svo á daginn þegar við-
skiptaráðherra skipaði stjópn hlutafé-
lagsins um Landsbanka íslands hf.
sem skyldi undirbúa stofnun hlutafé-
lagsins að samkomulag hafði verið
gert milli stjórnarflokkanna um að
bankastjórarnfr skyldu vera þrfr og
að það skyldu vera þeir sömu þrfr
menn sem gegnt höfðu störfunum áð-
ur. Þessu gerði viðskiptaráðherra
sem meirihluti Alþingis hafði falið
vald yfir öllum eignarhlut þjóðarinnar
í Landsbanka íslands hf. mér skil-
merkilega grein fyrir þegar hann
skipaði mig í stjórnina.
Ég stóð sem sagt frammi fyrir því
að sá sem fór með allan eignarhlutinn
i félaginu sagði: Þetta er minn vilji. I
venjulegu hlutafélagi hefði þetta ekki
verið neinn vandi, þar efast menn
ekki um að fara beri eftir vilja hlut-
hafanna ef hann liggur ótvírætt fyrir
á hluthafafundi.
Mér var vandi á höndum vegna
þess að ég taldi að vilji hinna raun-
verulegu eigenda Landsbankans væri
annar, umræðan undanfarin ár um
þetta stjórnfyrirkomulag bendir ein-
dregið til þess. Ég ákvað þó að taka
sæti í stjóm og taka gildan vilja
meirihluta Alþingis sem hafði óum-
deilanlega falið viðskiptaráðherra að
fara með allan eignarhlut þjóðarinnar
í Landsbankanum.
Stjórnarflokkarnir kusu að hafa
áfram þrjá bankastjóra. Það var knú-
ið fram með ráðherravaldi. Var það
gert í þágu Landsbankans? Þeir náðu
samkomulagi um hver yrði aðal-
bankastjóri. Þeir náðu hins vegar
aldrei samkomulagi um hver ætti að
vera staðgengill aðalbankastjórans og
sá vandræðagangur olli bankanum
tjóni.
Ráðherrann greip svo að nýju inn í
starf bankaráðsins fyrir fáum dögum.
Þrátt fyrh' að ljóst hefði verið um
tíma að nauðsynlegt væri að finna
nýjan stjórnanda að Landsbankanum
var engin umræða tekin upp í banka-
ráði um það mál og augljóst vai' að
kaupskapurinn vai' í gangi milli
stjórnarflokkanna.
Ég minni á það að Landsbankinn
er flaggskipið á íslenskum fjáiTnála-
markaði og að þegar vantar skip-
stjóra á flaggskipið bíða þeir bestu á
kajanum.
Daginn eftir að afsagnir banka-
stjóranna bárust bankaráði kallaði
viðskiptaráðherra ráðið á sinn fund til
að tilkynna að nýr maður væri fund-
inn í starf bankastjóra og hann legði
mikinn þunga í að allir í bankaráðinu
styddu hann.
Ráðherrann gat þess að hann væri
tilbúinn að gera breytingar á banka-
ráðinu til að tryggja samstöðuna.
Undfrritaður kvaðst ekki vera hús-
karl ráðherrans og frekar yfirgefa
bankaráðið en taka mark á svona
skilaboðum.
Ráðherrann kvað þetta þá ekki
vera hótanir. Þrátt fyrir þennan að-
draganda ákvað ég vegna hagsmuna
bankans að sýna samstödu og styðja
að Halldór J. Rristjánsson yrði ráð-
inn enda treysti ég honum vel til
starfsins og gagnrýni mín snýr ekki
að honum heldur þessum vinnubrögð-
um öllum.
Ég taldi líka mestu skipta að vinna
hratt og fumlaust að því að koma
bankanum undir örugga stjórn.
Ég er algeriega ósammála þeim
sem segja að bankaráðið hafi átt að
segja af sér þegar í stað. Sú staða
sem þá hefði skapast hefði getað
skaðað bankann mjög alvarlega
Ég hef oft starfað í minnihluta og
sætti mig við slíkar leikreglur en að
ráðherra telji sig hafa boðvald yfir
einstökum fulltrúum í bankaráðinu er
fyrirkomulag sem er gersamlega
óþolandi.
Alþingi hefur með þessu fyrir-
komulagi afhent ráðherram vald yfir
eigum ríkisins. Ekki er sjáanlegt
hverskonar ábyrgð fylgir þessu valdi
eða hversu víðtækt því er ætlað að
vera. Engin tæki eru til að meta með-
ferð ráðherra á þessu valdi ef granur
er um misbeitingu þess, t.d. sölu á
eigum ríkisins fyrir undirverð eða
fyrirskipanir tO stjóma hlutafélaga í
flokkspólitískum tilgangi.
Þessi ákvörðun mín um afsögn úr
bankaráði er tekin að vandlega at-
huguðu máli. Ég tel að við þær að-
stæður sem nú hafa skapast sé heppi-
legra fyrir Landsbankann að annar
taki við starfi mínu í bankaráðinu.
Með afsögn minni vil ég einnig
mótmæla því valdi sem viðskiptaráð-
herra hefur verið falið yfir Lands-
bankanum og hvernig hann beitir því.
Ég vona að alþingismenn skoði
vandlega sína ábyi'gð á sameiginleg-
um eigum okkar í hlutafélögum sem
þeir hafa gert ráðherram kleift að
nota sem skiptimynt í flokkspólitísk-
um kaupskap sín í milli.
Ég vU taka fram að samstarf mitt
við aðra bankaráðsmenn hefur verið
mjög gott. Þeir hafa allir lagt sig
fram um að vinna vel og ég þakka
þeim samstarfið.
Ég óska Landsbankanum og
starfsfólki hans alls góðs í framtíð-
inni.
Hugleiddi að hætta en
ákvað að sitja áfram
ANNA Margrét Guðmundsdóttir sendi í gær
frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:
Á undanfömum dögum hefur það ítrekað
komið fram í fjölmiðlum að ég undirrituð, Anna
Margrét Guðmundsdóttir, sem á sæti í banka-
ráði Landsbanka íslands hf., hygðist segja sæti
mínu lausu í ráðinu vegna þeirra atburða sem
orðið hafa í bankanum og þeirrar umræðu sem
fylgt hefur í kjölfarið.
I tilefni af þessu vil ég taka fram að ég hef
hugleitt þetta alvarlega síðustu dagana og kom-
ist að þeirri niðurstöðu að mér beri að sitja
áfram. Mun ég því gegna þeim skyldum sem ég
hef verið valin til að gegna, þó að það væri að
mörgu leyti auðveldara að segja af sér við þær
aðstæður sem uppi eru. Ástæður mínar fyrir
þessari afstöðu era eftirfarandi:
Ég hef átt sæti í bankaráði Landsbanka ís-
lands allt frá árinu 1992. Allan þann tíma hef ég
leitast við af kostgæfni að sinna þeim skyldum
sem fylgja setu þar. í opinberum umræðum að
undanförnu hefur enginn maður getað bent á at-
riði, sem skv. lögum heyrir undir bankaráðið að
sinna, en það hafi vanrækt. Á hverju ári hafa
verið lagðar fyrir bankaráðið endurskoðunar-
skýrslur sem ráðið hefur hverju sinni varið
drjúgum tíma í að fjalla um. Áldrei nokkurn
tíma hafa þar birst ábendingar um þau málefni
sem fjallað er um í greinargerð Ríkisendurskoð-
unar og hafa nú orðið til þess að allir þrfr banka-
stjórarnir við bankann hafa sagt störfum sínum
lausum. Hvernig sem ég skoða málið í huga mér
get ég ekki með nokkra móti komið auga á að ég
hafi vanrækt starfsskyldur mínar. Bankaráðið
hefur og frá upphafi þessa máls tekið fast á því
og lagt að sér við að upplýsa það með þeim af-
leiðingum sem þegar era orðnar. Hvorki við-
skiptaráðherra, ríkisendurskoðandi né lögmað-
ur sá sem bankaráðið kallaði sér til ráðgjafar í
málinu telja ráðið hafa vanrækt starfsskyldui'
sínar. Afstaða bankaráðsins til málsins í heild
var ítarlega skýrð í bréfi þess til viðskiptaráð-
herra 15. apríl sl. Bréf þetta hefur verið birt op-
inberlega.
Við þessar aðstæður lít ég svo á að ég myndi
hlaupast undan ábyrgð með því að segja af mér.
Ég tel mig geta lagt nokkuð af mörkum við þær
breytingar á skipulagi og starfsháttum við
bankann sem óhjákvæmilega fylgja nú í kjölfar
fyrrgreindra atburða. Tel ég m.a. að hinum
nýráðna bankastjóra hljóti að vera af því styrk-
ur í starfi sínu að hafa sér til fulltingis bankaráð
sem hefur reynslu af störfum í þágu bankans.
Niðurstaða mín er því sú að sitja áfram. Ég tek
fram að ég virði fyllilega ákvörðun Jóhanns Ár-
sælssonar, bankaráðsmanns, um að segja af sér.
Fyrir því hefur hann sínar ástæður sem hann
hefur gert gi'ein fyrir opinberlega.