Morgunblaðið - 25.04.1998, Side 14
14 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
fslendingar eiga ónýtta ýmsa möguleika í veiðum og vinnslu á kolmunna
Býður upp
á margar
vinnsluað-
ferðir
Kolmunni þykir ágætur matfískur og
------7-----------------
talið er að Islendingar eigi góða möguleika
á nýtingu hans. Jóhanna Ingvarsdóttir
tók saman nokkurn fróðleik um kolmunna,
kannaði markaðsmálin og ræddi við
Sigurjón Arason hjá Rannsóknastofnun
fískiðnaðarins.
ISLENDINGAR eru nú í vax-
andi mæli famir að gefa
kolmunnanum hýrt auga
enda hefur áhugi á nýtingu
hans vaxið eftir því sem fjölgað
hefur kvótabundnum tegundum.
Veiðar á kolmunna eru enn sem
komið er frjálsar og er Islending-
um þar með frjálst að veiða hann í
íslenskri og færeyskri lögsögu,
samkvæmt gagnkvæmum samn-
ingi þjóðanna, svo og á alþjóðlegu
hafsvæði utan lögsögu hvar sem
er. Sjö íslensk skip hafa nú fengið
leyfi til veiðanna á yfirstandandi
vertíð og fór afli að berast til lands
í byrjun vikunnar. Hann fór allur í
bræðslu, en miklir möguleikar eru
taldir vera á því að nýta hráefnið í
vinnslu til manneldis sem aukið
gæti vinnsluvirðið umtalsvert.
Færeyingar, Rússar og Norðmenn
eru þær þjóðir, sem hafa mesta
reynslu af kolmunnaveiðum.
„Miklir möguleikar eru á
vinnslu kolmunna og vil ég endi-
lega að menn haldi sem flestum
möguleikum opnum hvort sem um
er að ræða bræðslu, þurrkun,
flakavinnslu, marning, surimi eða
frystingu. Við vitum að markaðirn-
ir eru að leita sér að ódýrara hrá-
efni. Pessar veiðar eru helst fyrir
nótaveiðiskip, sem geta verið með
flottroll. Það er flottroll, sem
gengur og ekkert annað,“ segir
Sigurjón Arason, deildai-verkfræð-
ingur hjá Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins, en hann er sá einstak-
lingur hér á landi sem fróðastur er
um kolmunnavinnslu. Sigurjón
hefur stýrt öllum helstu tilraunum
á þessu sviði sem gerðar hafa verið
á landinu og fylgst með tilraunum
annarra þjóða. ________
Flakað, fryst
og þurrkað
Að sögn Sigurjóns
voru nokkuð mörg ís-
lensk skip á kolmunna- " 1
veiðum frá 1977-1981,
allt frá skuttogurum upp í nóta-
skip og var aflinn þá yfirieitt nýtt-
ur í flök og þurrkun. „Það var ílak-
að í landi, fryst og þurrkað. Stór
hluti var frystur og sendur til
Englands. Einnig var heilþurrkað-
ur kolmunni sendur til Nígeríu og
notaður til manneldis og í gælu-
dýrafóður. Árið 1982 var gerð til-
raun til að veiða og vinna
kolmunna um borð í loðnuskipinu
Eldborgu, sem nú er Hólmaborgin
SU. Millidekki skipsins var breytt
í vinnsludekk fyrir kolmunna.
Tvær Baader-flökunarvélar, tvær
Mörg skip á
kolmunna-
veiðum frá
1977-1981
roðflettivélar og fjórir plötufrystar
voru helstu tækin sem notuð voru
við vinnsluna. Aðallega voru fram-
leidd roðlaus fiðrildaflök og þau
blokkfryst í 25 kg pakkningar.
Hægt var að vinna um 45 tonn af
kolmunna á sólarhring og fengust
15-18 tonn af flökum úr þessum
afla. Afurðin var seld til Bretlands
og var hún þídd þar og notuð í
mamingsvinnslu.
Slitróttar veiðar
Kolmunnaveiðar íslendinga hafa
verið nokkuð slitróttar, en fyrstu
aflatölur af kolmunna, sem Fiskifé-
lag Islands á, em frá árinu 1972
þegar veiddust samtals 622 tonn.
Heimildir frá Fiskifélaginu herma
að mest hafi veiðst mest árið 1978,
rúm 26 þúsund tonn. I fyrra veidd-
ust 10.480 tonn og hafði þá ekki
veiðst meira síðan árið 1981.
Sigurjón telur að ástæðan fyrir
því að Islendingar hafi ekki velt
kolmunnaveiðum alvarlega fyrir
sér fyrr en nú sé líklega sú að þeir
hafi verið of uppteknir af ýsu,
þorski og rækju, en rækjuveiðar
hafi einmitt hafist á svipuðum
tíma og kolmunnaveiðarnar hafi
dottið upp fyrir. Hann hallast að
því að vinnsla um borð sé fýsileg-
asti möguleikinn í nýtingu
kolmunna. En fáist gott mjölverð
og hægt sé að veiða mikið magn af
kolmunna, geti borgað sig að veiða
hann í bræðslu. Þurrkun til mann-
eldis og skepnufóðurs lofi einnig
góðu.
Talið er að lítill sem enginn
markaður sé fyrir kolmunna í
Vestur-Evrópu og því líklegt að
íslendingar myndu fyrst og
fremst setja kolmunna í
fiskimjöl, eins og reynd-
ar langalgengast er,
ekki síst nú þegar mjöl-
verð er mjög hátt, en að
sögn Bjarna Friðriks
.. Sölvasonar, deildar-
stjóra söludeildar IS, fer
einnig mikið af hausuðum og
heilfrystum kolmunna á markaði í
Eystrasaltslöndunum og í Rúss-
landi. Aftur á móti sé framboðið af
kolmunna nú mjög mikið á mörk-
uðum þar sem veiðin hafi ekki ver-
ið í líkingu við það sem nú gerðist
mörg undanfarin ár. Bjarni kvað
verð fyrir afurðirnar vera viðun-
andi þótt hann vildi ekki að svo
komnu nefna tölur. En þó að verð-
ið slagaði ekki upp í þorskverð,
væri hann á þeirri skoðun að veið-
ar og vinnsla kolmunna gætu vel
borgað sig.
|AN MAYEN
yt
FÆREYJAR
Hjalttand
'AV VEIÐISVÆÐI
KOLMUNNANS
Kolmunnaafli íslenskra
fiskiskipa frá 1972
Samkv. tölum Fiskifélagsins
Tonn
ælÆ*
Morgunblaðið/Sigurgeir
FYRSTI kolmunnafarmurinn á vertíðinni barst til Vestmannaeyja sl.
mánudag. Hjaltueska skipið Antares landaði þá 1.700 tonnum, sem
fengust á Skotlandsmiðum, Kap VE landaði 700 tonnum, sem fengust
syðst í Rósagarðinum.
Samnorrænt verkefni
Stærsta átakið í nýtingu
kolmunna til manneldis var rann-
sóknaverkefni í norrænni sam-
vinnu sem stóð yfir frá 1978 til
1980. í hlut fslendinga komu
þurrkunartilraunir á kolmunna og
tilraunir með að flytja og varðveita
neysluhæfan fisk í gámum með ís-
sjóblöndu um borð í nótaskipum,
sem annars veiddu aðallega í
bræðslu. í Færeyjum var síldar-
vinnsluvélum breytt og þær end-
urbættar fyrir kolmunnaflökun og
hannaðar og prófaðar fullkomnar
vinnslulínur fyrir framleiðslu á
kolmunnaflakablokk. Norðmenn
gerðu tilraunir með framleiðslu á
kolmunnamarningi sem notaður
var í tilbúna fiskrétti og þeir unnu
líka nokkuð að kolmunnaþurrkun
og rannsökuðu einnig flutning á
kolmunna í sjókæhtönkum. Danir
og Svíar áttu einnig aðild að verk-
efninu en þeir aðstoðuðu Færey-
inga og Norðmenn. _______________
Þrátt fyrir ágæta veiði
á þessum árum, fór
mestur afli í bræðslu. í
kjölfar verkefnisins
keyptu Færeyingar
nokkur stór verksmiðju- “
skip og þar með hófst kolmunna-
ævintýri þeirra sem stóð meira og
minna yfir til 1990 að gjaldþrota-
hrina gekk yfir. Niðurstöður sam-
starfsins leiddu í ljós að hægt er að
stunda kolmunnaveiðar mestan
hluta ársins með viðunandi ár-
angri, en veiðamar þóttu ekki arð-
bærar ef eingöngu ætti að stunda
þær fyrir bræðsluiðnaðinn.
Flakkar um N-Atlantshaf
Kolmunni er flökkufiskur og
flakkar um Norður-Atlantshafið.
Hann hrygnir við strendur írlands
og Skotlands, en stærsti hluti fisk-
1972 | 622
1973 1 379
1974 1119
1975|3
1976| 569
1977
1978
1979
1980
1981 ______
1982 B 1.689
1983 mf úti
1984|105
ENGINN AFL11985-1988
1989 ■2.655
ENGINN AFL11990-1994
19961453
1997
Miklir mögu-
leikar eru á
vinnslu
kolmunna
KOLMUNNI er flökkufiskur í N-
Atlantshafi. Meðalstærð hans er
28-32 cm og þyngd 200-250 g.
stofnsins leitar norður á bóginn í
ætisleit á vorin og suður á bóginn
á vetram. Hann verður kynþroska
tveggja ára og hrygnir í aprílmán-
uði. Meðalstærð hans er 28-32 cm.
og er hann 200-250 g þungur.
Hann safnar fitunni í lifur og er
búkfitan um 0,2%, eins og hjá öðr-
um þorskfiskum, en hann tilheyrir
þeirri ættkvísl.
Á áranum 1975-1980 jókst
kolmunnaaflinn í Norðaustur-Atl-
antshafi mjög hratt úr um 112 þús.
tonnum í um 1,1 milljón tonna.
Næstu árin minnkaði aflinn mikið
og á tímabilinu frá 1982-1990 var
hann um 550-830 þúsund tonn. Ár-
ið 1991 var aflinn aðeins 370 þús-
und tonn, en fór vaxandi til ársins
1996 er hann var tæp 640 þús.
tonn. Stofnstærð kolmunnans er
talin vera um 5-10 milljónir tonna í
N-Atlantshafi sem þýðir að hann
er með stærri fiskstofnum á þessu
svæði.
Stjórnun yfirvofandi
Það er mat sjávarútvegsráðu-
neytisins að búast megi við að í
náinni framtíð kunni að verða tek-
in upp stjórnun á þessum stofni á
vettvangi NEAFC, Norðaustur-
Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar.
Vinnuhópur hefur verið settur á
fót innan NEAFC til að undirbúa
veiðistjórnun á kolmunna og mak-
rfl sem ætlað er að skila skýi-slu til
aðildarríkja NEAFC tímanlega
fyrir aukafund stofnunarinnar
sem haldinn verður 29.-30. júní nk.
Veiðireynsla skiptir verulegu máli
þegar samið er um skiptingu
stofna innan alþjóðastofnana eiþs
og NEAFC en til þessa hafa ís-
lendingar lítið gefið sig að veiðum
úr þessum stofnum. A fundi, sem
haldinn var um nýtingu makrfls og
kolmunna sl. janúar, kom fram að
það væra einkum þrjú atriði, sem
haft hefðu letjandi áhrif á útgerð-
armenn við að afla sér veiði-
reynslu í þessum stofnum. í fyrsta
lagi væri fórnarkostnaður ekki
metinn nægjanlega og útgerðar-
menn ættu á hættu að sæta skerð-
ingu á tegundum innan lögsögu á
móti veittum heimildum í nýjum
stofnum. I öðru lagi færu veiðar á
kolmunna fram á sama tíma og
veiðar úr norsk-íslenska síldar-
stofninum og í þriðja lagi væri
ekki enn búið að ákvarða skipt-
ingu veiðiheimilda úr norsk-ís-
lenska sfldarstofninum.
Veiddur
á Héraðsflóa
Jakob Jakobsson, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar, gerði á fund-
inum grein fyrir líffræði, út-
breiðslu og veiðum. Fram kom hjá
honum að kolmunni yrði kyn-
þroska þriggja til fjögurra ára.
Hrygnandi kolmunni hefði fundist
á Reykjaneshrygg, smáfiskur
hefði fundist íýrir sunnan land og í
vetur hefðu menn verið að finna
kolmunna á loðnuslóð. Rússar
væru aðalveiðiþjóðin, en á undan-
fórnum áram hefðu Norðmenn
verið að sækja í sig veðrið. Jakob
_________ taldi nauðsynlegt að
mæla kolmunna allt árið
til að fá yfirlit yfir út-
breiðslu stofnsins.
Hluti stofnsins geng-
ur af hrygningarslóðinni
r vestan Bretlandseyja,
írlands og Suðureyja, þar sem
hann heldur sig í mars og apríl,
framhjá Færeyjum og norður í
hafið milli íslands og Noregs.
Göngurnar liggja framhjá
Færeyjum í maí, en frá júní fram í
desember er kolmunninn á haf-
svæðinu mflli Noregs og Islands.
Þá gengur hann aftur til baka.
Lítið sem ekkert af kolmunna hef-
ur komið í íslenska lögsögu á und-
anförnum árum, en árin 1977-79
gekk hann alveg upp að Austur-
landi og var veiddur inni á Hér-
aðsflóa. Slíkar gönguhanr hafa
ekki sést síðan.