Morgunblaðið - 25.04.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 25.04.1998, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Tvö íslensk fyrir- tæki í vinsælum gagimgrunni TVÆR greiningar á íslenskum hlutafélögum sem verðbréfafyrir- tækið Kaupþing hf. gerði fyrir er- lenda aðila hefur verið sett inn á Reuters 3000 sem er nýr vinsæll gagnagrunnur sem fjármálafyrir- tæki um allan heim hafa fest kaup á. íslensku hlutafélögin tvö eru Marel hf. og íslenska járnblendifé- lagið hf. Sigurgeir Örn Jónsson hjá Kaupþingi segir að þeim hafí þótt það athyglisvert að greiningarnar væru komnar inn á þetta upplýs- ingakerfi enda sé slík upplýsinga- gjöf forsenda þess að erlendir fjár- festar beini sjónum sínum að hér- lendum hlutabréfamarkaði. „Hagur okkar af þessu miðast að því að þeir sem lesa þetta hafí samband við okkur með viðskipti í huga.“ Kom okkur á óvart „Petta kom okkur mjög á óvart, enda í íyrsta skipti að okkur vitandi sem slíkar greiningar hafa verið settar inn á þetta upplýsingakerfi," sagði Sigurgeir og bætti því við að greiningar sem þessar væru reynd- ar nýjar af nálinni hér á íslandi og takmarkaður fjöldi þeirra væri til á íslensku, hvað þá á ensku, en fyrir- tækið vann greininguna upp úr greiningu sem þeir höfðu gert áður á islensku. „Þetta eru tvö fyrirtæki sem gætu vakið áhuga margra er- lendra aðila. Marel hf. er ört vax- andi fyrirtæki sem býr yfir mikilli sérhæfingu á sínu sviði og Islenska járnblendifélagið er sæmilega stórt fyrirtæki á sínu sviði og afurðirnar þekktar.“ Að sögn Ingva hjá Ráðgjöf og efnahagsspám, sem umboð hefur íyrir gagnagrunninn, hefur hingað til ekki verið tæknilega mögulegt að nota hann hér á landi en frá og með næsta hausti er áætlað að taka hann í notkun. Hann sagði að fyrirtækið myndi hafa hönd í bagga með að koma greining- um á íslenskum fyrirtækjum inn í grunninn. „Það er engin spuming að það er akkm’ fyrir íslensk fyrii’tæki að komast þama inn.“ Innkaupastofnun Reykjavík- ur samþykkir verkútboð STÓRAFELL ehf. átti lægsta til- boðið í lagningu 145 kv jarðstrengs í Nesjavallalínu. Tilboð Stórafells nam kr. 27.144.625 með vsk. sem eru 50,79% af kostnaðaráætlun Raf- magnsveitunnar en hún hljóðaði uppá kr. 53.442.000. Alls bámst sautján tilboð í verkið en næstlægsta tilboðið átti Víkur- verk hf. sem bauð kr. 34.494.450. Þá vora nýlega opnuð tilboð hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborg- ar í 2. áfanga við endumýjun gang- stétta og veitukerfa við Rauðalæk. Fitjar ehf. átti lægsta tilboðið að upphæð kr. 42.825.386 en kostnaðar- áætlun hönnuða nemur kr. 41.879.634. Sjö tilboð bárast í verkið. í Upplýsingamiðstöð ferðamala í Reykjavík, Bankastræti 2. Sími: 552 8588. Fax: 5623057. Mióasala Opin virka daga fra kl. 9.00 - 18.00, frá kl. 10.00 - 14.00. Fra 11. mai er opið alla daga fra kl. 8.30 -19.00. Greiðslukortaþjonusta 16.MAI-7. JUNI Netfang: artfest@artfest.is • Heimasíóa: www.artfest.is Morgunblaðið/Golli FORSVARSMENN Brontec’s í framtíðarhúsnæði fyrirtækisins. Efri röð f.v. Gordon Banks, Tómas Þorvalds- son, Björn Ófeigsson, Halldór Guðbjarnason, nýr stjórnarformaður Brunna, og Reynir Erlingsson. Siljandi f.v. Gunnar Beinteinsson og Kjartan Ragnarsson. Hlutafé nýrrar verksmiðju Brontec’s 500 milljónir Framleiðsla á ísvélum hefst íjúní BRUNNAR hf. í Hafnarfirði og ísra- elska fyrirtækið Ontec, hafa stofnað ísvélaverksmiðju sem hefur starf- semi hér á landi í júní. Hlutafé fyrir- tækisins verður 476 milljónir ki’óna að nafnverði. Nýja félagið, „Brontec“ verður starfrækt í 2.400 fermetra verksmiðju sem verið er að reisa í Skútahrauni í Hafnarfirði og munu 30 starfsmenn verða ráðnir til vinnu. ísvélarnar sem framleiða ísþykkni m.a fyrir fiskvinnslu- og matvælafyr- irtæki, hafa verið hannaðar og þró- aðar af Ontec í Israel sem stofnað var af bandarískum fjárfestum árið 1991. Hugmyndin að baki þeirri verksmiðju var að styðja við bakið á þeim rússnesku gyðingum sem fluttu til landsins eftir hrun Sovétríkjanna og nýta þá þekkingu sem þeir báru með sér. Á þeim sjö áram sem liðin eru hefur verið unnið að útfærslu á þessari framleiðslutækni en ljóst þótti að til að framleiða og markaðs- setja vélarnar, þurfti fyrii-tækið að fá til liðs við sig aðila með víðtæka reynslu og þekkingu á því sviði, þar sem Brunnar koma til sögunnar. Öll framleiðsla Ontecs í ísrael flyst hingað til lands, auk þess sem Brontec fær einkaleyfi á þeim við- skiptasamböndum og samningum sem Ontec bjó yfir í Israel en sú verksmiðja hefur verið lögð niður. Brunnar eiga 65% Viðræður fyrá’tækjanna hafa stað- ið yfir frá því í fyrra og lauk með undirskrift samstarfssamnings á miðvikudag. Eignarhlutur Brunna í fyrirtækinu nemur 65% en banda- rísku fjárfestarnir eiga 35% og þrjá stjórnarmenn af átta. Halldór Guð- bjarnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, er nýskipaður stjórnarformaður móðurfyrirtækis- ins, Brunna. Stjórnarformaður Brontec’s verður Tómas Þorvaldsson en Gunnar Beinteinsson, sem gegnt hefur stöðu útibússtjóra Búnaðar- bankans í Hafnarfirði undanfarin ár, verður framkvæmdastjóri. Hámarks afkastageta verksmiðj- unnar verður um 300-400 vélar á ári en hins vegar er ætlunin að fara ró- lega af stað og ljóst að framleiðslan mun ekki verða í hámarki á þessu ári. Gunnar sagði í samtali við Morg- unblaðið að miklar vonir væru bundnar við þetta verkefni vegna þein’a nýjunga sem hér væru á boðstólnum. Annarsvegar væri sá ís sem vélarnar framleiða mun auð- veldari í notkun en áður hefur þekkst, auk þess sem boðið yrði upp á heildarlausnir fyrir fyrirtæki sem þurfa á slíkum búnaði að halda. Gunnar segir vélarnar hafa hlotið góðar viðtökur á sýningum í Boston og Glasgow og þegar lægju nokkrar pantanir fyrir. Nýr framkvæmdastjóri Sæplasts hf. Miklir framtíð- arm öguleikar STEINÞÓR Ólafsson, rekstrarverk- fræðingur, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Sæplasts hf. Hann tekur til starfa 15. júlí næstkomandi. Steinþór sagðist í samtali við Morg- unblaðið sjá mikla framtíðarmögu- leika hjá fyrirtækinu en hann segist nú vera að að kynna sér rekstur og áætlanir fyrirtækisins. Steinþór þekkir fyrirtækið frá fyrri tíð en hann starfaði hjá því á árunum 1988 -1990. „I mínum huga er alveg ljóst að þó svo að illa hafi gengið á síðasta ári eru framtíðarmöguleikar hjá fyi’ir- tækinu gríðarlegir og það er það sem ég horfi fyrst og fremst á. Það sem hefur verið að gerast á síðustu miss- erum er mér minna áhyggjuefni," sagði Steinþór. Um 31 milljónar króna tap varð á rekstri Sæplasts á síðasta ári en á rekstraráætlun þessa árs er gert ráð fyrir hagnaði. „Ég sé mikil tækifæri með þær vörur sem fyrirtækið framleiðir. Þær eru þekktar víða um heim, þeim hefur verið vel tekið víða og ég held að það séu mörg vígi sem á eftir að vinna.“ Steinþór hefur undanfarin ár starfað erlendis og segist þar til dæmis hafa séð framleiðsluafurðir Sæplasts á ferðinni. Steinþór hefur að undanförnu gegnt starfi forstöðumanns flutn- ingsstýringar hjá Eimskipafélagi ís- lands hf. en var áður framkvæmda- stjóri Pesquera Siglo S.A. de C.V., dótturfyrirtækis Granda hf. og Þor- móðs ramma Sæbergs hf. í Mexíkó. Steinþór er 37 ára gamall og er í sambúð með Elínu Gautadóttur, tölvuverkfræðingi hjá Landsbréfum. 200 millj- óna kr. hafnar- krani SAMSKIP hafa ákveðið að kaupa nýjan hafnarkrana á athafnasvæði sitt á Holtabakka. Kraninn kostar um 200 milljónir kr. Samskip hafa verið að byggja upp aðstöðu sína á Holtabakka, nú síðast með frystivörumiðstöðinni Isheimum. Á aðalfundi Samskipa kom fram að fyrirhugaðar eru en frekari framkvæmdir á næstu mánuðum og árum sem miða að bættu og breyttu vinnufyrirkomu- lagi, lengingar Vogabakka og end- urnýjunar á tækjakosti. Hafnarkraninn sem ákveðið hef- ur verið að kaupa til lestunar og losunar skipa er mikil fjárfesting. Áætlað er að hann kosti Samskip um 200 milljónir kr. eða álíka mikið og Isheimar. Microsoft h.e i I d a r . lausmr Tæknival www.taeknival.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.