Morgunblaðið - 25.04.1998, Page 22

Morgunblaðið - 25.04.1998, Page 22
22 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Úranið til Dounreay FIMM kílóum af geislavirkum úr- gangi var komið fyrir í Dounreay- kjarnorkuverinu í Skotlandi í býtið í gærmorgun. Efnið var flutt með bandarískum herflugvélum frá Tblisi í Georgíu og ekið í vöru- flutningabíl og lögreglufylgd síð- ustu 100 km að kjarnorkuverinu. Hart hefur verið deilt á bresk stjórnvöld fyrir að taka við efninu, auðguðu úrani, en þau gerðu leynilegan samning við Banda- ríkjamenn um það. Komst upp um fyrirætlanirnar er The New York Times sagði frá þeim á þriðjudag. Uranið var í tilraunastöð ríkisins í Georgíu og varði Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, leyndina með því að talin hefði verið hætta á því að skæruliðar í Georgíu myndu reyna að komast yfir úran- ið ef þeir fréttu af því að til stæði að flytja það. Reuters Færeying- ar sekta Frakka IJTGERÐ franska netabáts- ins Bruix hefur fallist á að greiða eina milljón danskra kr., um 10,4 milljónir ísl. kr., í sekt fyrir ólölegar veiðar á Ytribanka suðvestur af Færeyjum. Sektin nemur um 100.000 dkr. en auk þess varð útgerðin að greiða um 900.000 dkr. fyrir að halda afla og veiðarfærum. Margir Færey- ingar hafa gagnrýnt yfírvöld fyrir linkind og segja verð- mæti aflans hafa verið fjórum sinnum meira. Dauði Lindu McCartney Villti um fyrir fjölmiðlunum Klofningur innan þingflokks UUP Belfast. Reuters. The Daily Telegraph. DEILUR innan þingflokks Sambandsflokks Ulster (UUP) urðu opin- berar í gær þegar 6 af 10 fulltrúum flokksins á breska þinginu komu fram með fulltrúum sambandsflokks Ians Paisley (DUP) og lýstu andstöðu sinni við friðarsamkomulagið á N-írlandi. David Trimble, leiðtogi UUP, hefur beitt sér af alefli fyrir samþykkt þess í þjóðarat- kvæðagreiðslunni 22. maí næstkomandi. Aftökudómum framfylgt KígaJi', Rúanda. Reuters. AFTÖKUR 22 manna, sem fundnir voru sekir um þjóðarmorðin í Rú- anda árið 1994, fóru fram samkvæmt áætlun í gær þrátt fyrir að Jóhannes Páll páfi hefði beðið hinum dæmdu vægðar á fimmtudag. Á knatt- spymuvellinum í Kigali, höfuðborg Rúanda, mættu 30.000 manns til að fylgjast með er fjórir hinna dæmdu voru teknir af lífi. Talið er að 800.000 manns, flestir af ættbálki Tútsímanna, hafi verið myrtir á þriggja mánaða tímabili ár- ið 1994 af öfgasinnuðum Hútúmönn- um. Rúanda er nú stjórnað af Tút- símönnum og hafa íbúar landsins lát- ið í Ijós óánægju sína með hversu seint erlend ríki reyndu að koma í veg fyrir fjöidamorðin. Staða Trimbles er því erfið gagn- vart kollegum sínum og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur reynt að aðstoða Trimble sem best hann getur. Blair stöðvaði fyrir helgina birtingu tillagna óháðrar nefndar um fyrirkomulag göngutíð- ar Óraníureglunnar í sumar og var fyrir vikið gagnrýndur mjög, bæði af þjóðemissinnum sem sambands- sinnum. I tillögum nefndarinnar mun hafa verið gert ráð fyrir að ganga Óran- íureglunnar niður Garvaghy-veginn í Portadown, þar sem búa kaþólikk- ar, yrði bönnuð en þar hafa brotist út miklar óeirðir undanfarin 3 sum- ur enda íbúamir ósáttir við göng- urnar. Trimble mun hins vegar hafa talið stöðu sína sem leiðtoga UUP óbærilega, og jafnframt að von væri á frekari ódæðisverkum öfgasam- taka LVF, ef þessar tillögur yrðu lagðar fram. Los Angeles. The Daily Telegraph. GEOFF Baker, talsmaður Pauls McCartneys, hefur hvatt fjölmiðlana til að láta hann „í friði“ og gefa hon- um næði til að syrgja eiginkonu sína, Lindu, sem lést af völdum krabba- meins fyrir viku. Baker viðurkenndi að hafa villt um fyrir fjölmiðlunum af ásettu ráði með því að segja að Linda McCartney hafi dáið í Santa Barbara í Kalifomíu. Nú er talið að Linda hafi dáið á búgarði hjónanna í Arizona, sem Paul McCartney hefur reynt að verja fyrir ágangi fjölmiðlamanna. McCartney gaf út stutta yfirlýs- ingu á fimmtudag og kvaðst hafa fengið „margar fallegar samúðar- kveðjur frá venjulegu fólki út um all- an heim“. „Þegar við lesum þessar kveðjur vitum við að þetta fólk vill að ósk okkar um næði verði virt. Þetta er persónuleg beiðni frá mér.“ Baker kvaðst hafa veitt rangar upplýsingar um dánarstaðinn til að vemda fjölskylduna. „Siðferðilega og lagalega hef ég ekki gert neitt rangt. Ég er aðeins að reyna að halda fjöl- skyldunni saman.“ Baker vildi ekki staðfesta að Linda hefði dáið í Arizona. Bandarískir fjölmiðlar sögðu þó að þar hefði dánarvottorðið verið gefið út og bálfór hennar farið fram. Helmingi öskunnar hefði verið dreift í búgarðinum og hinum helm- ingnum á landareign McCartneys í Sussex. „Hnýsni fjölmiðla hefur gengið of langt,“ sagði Baker. „Vissir fjölmiðl- ar hafa vísvitandi skaðað fjölskyld- una. Látið hana í friði.“ Bandarískir fjölmiðlar hafa verið með vangaveltur um að læknar hafi með einhverjum hætti aðstoðað við að flýta dauða Lindu en Baker lýsti þeim fréttum sem „heimskulegum og fáránlegum". Gefin var út yfirlýsing frá krabba- meinssérfræðingi Lindu að bpiðni fjölskyldunnar. „Dr. Larry Norton, yfirmaður æxlafræðideildarinnar, var helsti æxlafræðisérfræðingur Lindu McCartney. Hans mat er að hún hafi dáið með eðlilegum hætti af völdum brjóstakrabbameins." Havel á batavegi VACLAV Havel, forseti Tékk- lands, er á batavegi og var í gær fluttur af gjörgæslu yfir á almenna deild á sjúkrahúsi í Austurríki. Havel fékk heiftar- lega iðrasýkingu um páskana er hann var í fríi. Hann getur nú andað hjálparlaust og átti að taka hann úr öndunarvél í gær. Verkfalli á hótelum aflýst SAMNINGAR tókust á síð- ustu stundu í gærmorgun í launadeilu starfsfólks á hótel- um og veitingahúsum í Noregi og vinnuveitenda þeirra. Hefði verkfall skollið á í gærmorgun hefðu gestir á um 50 hótelum lent á götunni. Samið var um 120.000 ísl. kr. hækkun á árs- launum hinna lægstlaunuðu. McDougal ber ekki vitni SUSAN McDougal, sem lauk fyrir skemmstu afplánun 18 mánaða dóms fyrir aðild sína að Whitewater-málinu, neitar að bera vitni í rannsókn Kenn- eths Starr, óháðs saksóknara, á fjárreiðum Bills Clintons Bandaríkjaforseta, sem m.a. tengjast Whitewater. McDougal á yfir höfði sér ákæru fyrir að sýna réttinum vanvirðingu mæti hún ekki til yfirheyrslu hjá Starr. Fórnarlömb- um Pandys fjölgar LEIFAR tanna sem fundust á heimili ungverska prestsins, sem sakaður er um að hafa myrt fimm ættingja sína á heimili sínu í Belgíu, gefa til kynna að alls hafi 8 manns ver- ið grafin þar. Engar tannanna reyndust tilheyra ættmennum Andras Pandys og því gerir belgíska lögreglan nú ráð fyrir að fómarlömb Pandys hafi verið að minnsta kosti 13. Dollý fjölgar sér EINRÆKTAÐA ærin Dollý bar fyrr í vikunni og hefur gimbrinni verið gefið nafnið Bonný. Þar með er ljóst að Dollý getur fjölgað sér á eðli- legan hátt þótt sjálf hafi hún orðið til við einræktun. Bonný er undan velskum hrúti, Davíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.