Morgunblaðið - 25.04.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 23
ERLENT
Belgíski barnaníðingurinn og morðingimi Marc Dutroux handtekinn eftir að hafa flúið
Ráðherrar segja af
sér vegna flóttans
Brussel. Reuters, The Daily Telegraph.
TVEIR háttsettir ráðherrar í
stjórn Belgíu hafa sagt af sér vegna
flótta eins af illræmdustu glæpa-
mönnum Evrópu, morðingjans og
barnaníðingsins Marcs Dutroux,
sem braust út úr dómhúsi á
fimmtudag en náðist í skógi tæpum
fjórum klukkustundum síðar. Mikil
reiði greip um sig meðal almenn-
ings vegna flóttans og belgísk dag-
blöð kröfðust þess að fleirl embætt-
ismenn yrðu látnir víkja. Stjórnar-
andstaðan krafðist þess að Jean-
Luc Dehaene forsætisráðherra léti
af embætti og belgísk dagblöð
sögðu að stjórn hans hefði aldrei
verið jafnnálægt því að falla.
Dutroux, sem er fertugur, bíður
réttarhalda vegna morða á fjórum
ungum stúlkum sem fundust grafn-
ar við hús hans árið 1996. Hann
hafði verið færður í dómhús í bæn-
um Neufchateau í suðurhluta Belg-
íu og var í vörslu aðeins eins lög-
reglumanns þegar hann flúði.
Fanganum tókst að snúa lög-
reglumanninn niður og ná af hon-
um byssu. Hann hljóp síðan út á
götu, veifaði byssunni og rændi bíl
fyrir utan dómhúsið. Yfirvöld sögðu
að hann hefði rænt tveimur bílum
til viðbótar áður en hann náðist.
Handtekinn án mótspymu
Dutroux var í fangaklæðum á
flóttanum og ók í átt að bænum Ar-
lon, nálægt landamærunum að
Lúxemborg. Belgíska lögreglan hóf
mikla leit að glæpamanninum, not-
aði m.a. þyrlur, og yfirvöld í Frakk-
landi, Þýskalandi og Lúxemborg
hófu strax eftirlit við landamærin.
Samkvæmt Schengen-sáttmálanum
eru landamærin yfirleitt opin og
fólk getur farið um þau án þess að
nema staðar eða sýna vegabréf.
Landvörður sá Dutroux á hlaup-
um í Ardennes-skógi nálægt Arlon
eftir að bíll glæpamannsins festist í
aur. Vörðurinn gerði lögreglunni
strax viðvart og Dutroux veitti ekki
mótspymu þegar hann var hand-
tekinn.
Síðar var skýrt frá því að byssan
hefði verið óhlaðin. Belgískir lög-
reglumenn bera ekki hlaðnar byss-
ur þegar þeir hafa gætur á fóngum,
jafnvel þótt þeir séu eins hættuleg-
ir og Dutroux.
Ungar stúlkur sveltar í hel
Dutroux var handtekinn í ágúst
1996 eftir kiúðurslega rannsókn
lögreglunnar á hvarfi nokkurra
ungra stúlkna. Hann hefur verið
ákærður iyrir að myrða fjórar
þeirra og meintan samverkamann
sinn og gert er ráð fyrir að réttar-
höldin hefjist síðar á árinu.
Dutroux er m.a. sakaður um að
hafa látið tvær átta ára stúlkur
svelta í hel í leyniklefa í kjallara
eins af húsunum sem hann átti.
Tvær aðrar stúlkur, 12 og 14 ára,
fundust á lífi í leyniklefa í öðru húsi
og í ljós kom að þeim hafði verið
nauðgað og misþyrmt í marga mán-
uði.
Málið olli miklum óhug meðal
Belga, sem voru hneykslaðir og
reiðir yfir framgöngu lögreglunnar
við rannsókn málsins. Háttsettir
embættismenn voru sakaðir um að
hafa hylmt yfir með barnaníðingn-
um og lögreglumenn sem rannsök-
uðu hvarf stúlknanna voru sakaðir
um spillingu.
Dehaene forsætisráðherra og
stjórn hans hafa komið á umbótum
í lögreglu- og dómskerfinu en þær
hafa ekki dugað til að sefa reiði al-
mennings.
Stjórnin riðaði til falls
Flótti Dutroux varð til þess að
Stefaan De Clerck dómsmálaráð-
herra og Johan Vande Lanotte inn-
anríkis- og aðstoðarforsætisráð-
herra sögðu af sér. Vande Lanotte
bað fómarlömb Dutroux afsökunar
og De Clerck kvaðst bera pólitíska
ábyrgð á málinu. Sá síðamefndi
hafði notið allmikillar virðingar
meðal almennings og var álitinn lík-
legur til að taka við embætti for-
sætisráðherra af Dehaene.
Forsætisráðherrann lofaði að
láta rannsaka hvernig á því stæði
Reuters
BELGISKI barnaníðingurinn og morðinginn Marc Dutroux fluttur
í fangelsi eftir að hafa verið yfirheyrður um fiótta sinn á fimmtudag.
að Dutroux var ekki gætt betur en
belgísku dagblöðin kröfðust þess að
fleiri yrðu látnir víkja vegna flótt-
ans.
Blöðin sögðu að stjórn Dehaene
hefði aldrei verið jafnnálægt því að
falla frá því hún tók við völdunum
fyrir þremur ámm. De Standard
sagði að stjórnin hefði verið við það
að „splundrast" og hefði fallið ef
Dutroux hefði ekki fundist eftir
tæpar fjórar klukkustundir eða
verið skotinn til bana á flóttanum.
„Háðung og skömm“ fyrir Belga
„Belgar hafa orðið aðhlátursefni
alls umheimsins - við eigum það
ekki skilið,“ sagði dagblaðið Het
Laatste Nieuws undir fyrirsögninni
„Háðung og skömm“. Blaðið birti
einnig skopteikningu með fyrir-
sögninni „Stórbrotinn flótti" þar
sem forsætisráðherrann sést á
hlaupum og hrópar: „Ekki líta aft-
ur... hlaupið!“
Palme-vopnsins
leitað áfram
SÆNSKA lögreglan leitar byssunn-
ar, sem Olof Palme forsætisráðherra
var skotinn með fyrir tólf áram, á
tveimur stöðum. Enn er leitað undir
Vasabrúnni í Stokkhólmi og í vatni
utan höfuðborgarinnar. Byssa, sem
fannst undir Vasa-brúnni á miðviku-
dag, reyndist af annan-i hlaupvídd
en morðvopnið.
Lögreglan mun leita af sér allan
gran undir brúnni en auk þess hefur
verið fjölgað mjög í hópnum sem leit>
ar morðvopnsins annars staðar í Sví-
þjóð. Ekld hefur verið upplýst hvar
leitin er gerð en að sögn Svenska
Dagbladet barst lögreglunni ábend-
ing sem hún telur svo trúverðuga að
ákveðið var að leggja í mikinn auka-
kostnað til að slægja vatnið sem bent
var á. Hófst leitin í fyrrahaust en lá
niðri í vetur er vötn vora flest ísilögð.
A puttariumi til virta
og ættiogja erleridis
Vérð á mínútu Kvöld-
til nokkurra Dag- og nætur-
landa taxti taxti
Danmörk 38 28,50
Bretland 38 28,50
Bandaríkin 54 40,50
Svíþjóð 38 28,50
Noregur 38 28,50
Þýskaland 38 28,50
Frakkland 44 33»oo
Holland 44 33,00
Finnland 38 28,50
Fyrir EvTÓpulönd gildir kvöld- og næturtaxti frá
klukkan 19 til 08, en fyrir Bandarikin gildir hann
frá klukkan 23 til 08.
Símtal til útlanda færir okkur hvert nær o