Morgunblaðið - 25.04.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.04.1998, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ DAGUR BÓKARINNAR Er gagn- rýni skop- leikur? „MER fínnst að gagnrýnendur ættu ekki að skrifa gagnrýni þegar þeir sjá það fyrir að hún verði neikvæð og þeir eigi ekki rök fyrir máli sínu,“ sagði Rúrí á þingi um gagnrýni en hún er hér í pontu. Á Degi bókarinnar, sem bar upp á sumar- daginn fyrsta að þessu sinni, efndu Samtök gagnrýnenda til málþings um listgagnrýni í fjölmiðlum. Kristín Ómarsdóttir segir frá því helsta sem fram kom. SAMTÖK gagnrýnenda eins og þau starfa í dag voru stofnuð árið 1981. Þau hafa látið lítið á sér bera en vilja breyta því eins og fram kom á þinginu og þinghaldið sýndi einlæg- lega. Fyrirlesarar voru átta og komu úr röðum gagnrýnenda og listamanna. Þröstur Helgason for- maður samtakanna stýrði þinginu. „Ég er tónlistargagnrýnandi og ég bý líka til tónlist,“ sagði Ríkarð- ur Örn Pálsson við upphaf þingsins. „Á íslandi fer líf tónlistar fram með dálítið sérstökum hætti. Tónlist sem er álitin til hámenningar sunnar í álfunni og nær aðeins eyrum hinnar svokölluðu elítu fær miklu fleiri áheyrendur hér á landi. Tónlistar- gagnrýni þarf þess vegna að hlúa að þessu sambandi tónlistar og al- mennings svo það slitni ekki. En það sem vantar hér á landi eru hins- vegar betri tengsl við útlenska tón- list og útlenska flytjendur. Hingað koma meiriháttar tónlistarmenn kannski á tveggja ára fresti til að koma fram á Listahátíð. Tengsl okkar við útlönd verða að vera virk- ari svo við getum borið okkur sam- an við það besta sem gerist þar.“ „í íslensku samfélagi skortir upp- lýsingar og menntun um listgrein- amar,“ sagði myndlistarkonan Rúrí, „því verður það dagblaðanna að fræða alþjóð um list. Sá galli hef- ur þó verið á íslenskri myndlistar- umfjöllun þó hún hafi lagast mikið á síðustu árum að hún dæmir mynd- list útfrá heimatilbúnum forsend- um, það er að segja að sá sem stundar myndlist vegna þess að það er atvinna hans fær sömu umfjöllun og sá sem notar myndlist á annan hátt, til dæmis er byrjandi í áhuga- mennsku. Mér finnst líka að gagn- rýnendur ættu ekki að setjast niður og skrifa gagnrýni þegar þeir sjá það fyrir að hún verði neikvæð og þeir eigi ekki rök íýrir máli sínu.“ „Þar er ég ósammála þér,“ sagði Jón Viðar Jónsson sem er leikhús- fræðingur og leikhúsgagnrýnandi og tók við af Rúrí í pontunni, „það er ekkert vit í gagniýni sem þegir. Gagnrýni á að tala. Gagnrýni á að veita það aðhald sem menningar- stofnanir og listamenn af einhverj- um orsökum geta stundum ekki veitt sjálfum sér. Gagnrýnandi má aldrei fara að sofa þegar hann sér að syfjan er að gera útaf við alla. Og vaki gagnrýnandinn uppsker hann og menningarlífið góðan árangur af starfi hans. Og það get ég sagt að mér blandast ekki hugur um að gagnrýni mín hafi haft áhrif eins og markvisst uppbyggingarstarf Borg- arleikhússins sannar mér. I litlu samfélagi eins og okkar þar sem eru fáir og stórir fjölmiðlar geta fjölmiðlar komist upp með vinnu- brögð sem fjölmennari og stærri samfélög komast kannski ekki upp með. Þess vegna má gagnrýnandinn heldur ekki sofa á verðinum gagn- vart vinnuveitanda sínum, fjölmiðl- unum sem geta átt misgott með að veita valdhöfunum það aðhald sem þörf er fyrir í lýðræðisþjóðfélagi." . . . var mér gefin kista . . . Næst tók Viðar Eggertsson leikstjóri til máls og talaði um leik- hús og skammlífi þess því leikhúsið er hvorki tekið upp á geisladisk eða prentað ofan í bók til varðveislu og geymslu og gleymsku og síðan skyndilegs endurmats eftir dúk og disk. Leikhús gleymist bara einu sinni í menningarminninu og ekkert hægt að koma aftur að leiksýningu, sem hefur hætt sýningum. Viðar lauk máli sínu á eftirfarandi orðum: „Sjónleikur er eins og lík Krists, horfið úr gröfinni eftir krossfest- ingu og listamaðurinn hefur tuldrað eitthvað eins og: „það er fullkomn- að,“ þegar Maríur Magdalenur hvers tíma ætla að veita því ná- bjargir og smyrja það svo það vari í óbreyttri mynd um einhvem tíma, listaverkið nefnilega stígur uppúr gröf sinni, er einhvers staðar á sveimi án líkama umhverfis okkur sem sköpuðum og hinna sem nutu þess með okkur. Eftir stendur að- eins grafskriftin ein, sem að mestu er samin af gagnrýnendum sem þá voru uppi og mótuð var af mismiklu innsæi og víðsýni, þeirra er oftast síðasta orðið.“ Skopleikur Soffía Auður Birgisdóttir bók- menntafræðingur og leikhúsgagn- rýnandi opnaði seinni hluta þingsins með erindi sínu: „Að gefnu tilefni ætla ég að velta því upp hvort gagnrýni sé í eðli sínu fyrst og fremst skopleikur, það er að segja sú tilhneiging að draga dár að viðfangsefninu í þeim tilgangi að skemmta viðtakanda gagnrýninnar, fremur en að fræða, greina og meta með opnum huga það verk sem rýnt er í. Gagnrýni sem skopleikur virð- ist skjóta upp kollinum sí og æ og hefur verið nokkuð ríkjandi í fjöl- miðlagagnrýni hér á landi sem og erlendis og slíkt form gagxuýni er án efa einna líklegast til vinsælda hjá hinum „almenna" neytanda fjöl- miðlaefnis, en eins og gefur að skilja miður vinsælt hjá þeim sem fyrir því verða. Ég tek strax fram að ég slæ þessu ekki fram sem ögrun eða í gríni - þvert á móti er ég að velta því fyrir mér hvort hér glitti ekki í raun í sjálfan kjarna allrar gagnrýni. Ég tek það fram að ég lít svo á að gagn- rýni sé skrifuð fyrir lesendur fjöl- miðlanna en ekki í þágu listamann- anna sem búa til veridn.“ Síðan rökstuddi Soffía Auður hugmynd sína með grísku skop- leikjunum en í þeim má finna eitt upphaf vestrænnar skáldskapar- gagmýni, þegar höfundar skopleikj- anna fóru að hæðast að og deila á aðra leikritahöfunda í sjálfum skop- leikjum sínum. „Ef gagnrýni er í eðli sínu skopleikur hefur það þá ekki áhrif á iðkun og stöðu gagn- rýninnar sem fags og bendir það okkur ekki á að sambúð skáldskap- ar og gagnrýni geti aldrei orðið annað en stríð ádeilu, háðs og hlát- urs, skemmtiatriði í fjölmiðlum? Innskot: nokkur varnar- orð frá hjartanu „Gleðilegt sumar,“ byrjaði Einar Már Guðmundsson rithöfundur þegar kom að fyrirlestri hans. „ Nú ætla ég að vitna í nokkra fræga rit- höfunda og segja ykkur frá því að útlenskir rithöfundar eru jafn þreyttir á gagnrýni og íslenskir rit- höfundar og útlenskum rithöfund- um þykir menningarumræðan í sín- um löndum jafn lítil og fábreytileg og sumir hafa verið að segja að væri meinsemd sem kalla mætti íslenska. Ég get sagt ykkur það að það þarf örugglega að leita í önnur sólkerfi til að leita að vitrænni umræðu um list. Og svo má ekki gleyma því að menning er ekki bara listahátíð því hún er allt sem við gefum hvert öðru hversu merkilegt og ómerki- legt semjiað í fljótu bragði kann að virðast. Eg segi þetta vegna þess að ég óttast um varðveislu andans og virðinguna fyrir skaplyndi manna í okkar fréttasjúka og tæknivædda heimi þarsem alltaf er verið að tala um hagvöxt og bankamál. Því skáld- skapurinn er sendiherra vonarinnar á jörðunni. Hann er forvamadeild guðs. Fólk veslast upp vegna skorts á ljóðlist. Þó skáldskapurinn afstýri ekki bílslysum þá gerir hann okkur betur búin til þess að takast á við al- menna slysahættu mannkynsins. Þetta verður að hafa hugfast á hverjum degi og á degi sem þessum er vert að taka það til alvarlegrar íhugunar, takk fyrir.“ Gagnrýnandinn er ekki einn „Menningarlegar aðstæður hverju sinni hafa ekki bara áhrif á verkin sem eru búin til hverju sinni,“ sagði Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingúr og kvik- I myndagagnrýnandi loks í sínu er- i indi og gaf áheyrendum hlutdeild í margslungnum vef sín eigin lífs og okkar sem erum öll samtímamenn, „heldur ekki síður á sjálfan gagn- rýnandann og nú er komið að guð- spjalli dagsins: Hvorki kvikmynda- gerðarmaðurinn eða gagnrýnand- inn búa í filabeinsturni. Við erum öll á einhvem hátt háð því sem er ,,in“' eða í tísku. Gagnrýnandi sem gerir sér ekki grein fyrir menningaram- hverfi sínu, menningaraðstæðum og j eigin stöðu innan þessa umhverfis og aðstæðna er ekkert annað en leikari í fortíðarhygginni búninga- mynd, fastur á skipi sem er dæmt til að sökkva, aftur og aftur.“ „Útgefendur og gagnrýnendur starfa í þjónustuliði bókmennt- anna,“ sagði Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur og útgefandi að lokum en hann var síðasti frum- mælandi þingsins. „Þeir eiga ekki að trana sér fram á kostnað bók- menntanna. Fyrir jólin í mestu sölu- tíð bóka er mat mitt á gagnrýnend- um háðara tilfinningum mínum en nú hér í sumarbyrjun. Þá geri ég mér grein fyrir sameiginlegu hlut- verki útgefanda og gagnrýnenda." Halldór sagðist svo velja að skilja á milli bókmenntafræðilegra um- fjallanna í tímaritum og ritdóma í dagblöðum en að hans áliti þyrftu þeir síðastnefndu að hafa þetta þrennt: kynningu og greiningu á verkinu, umfjöllun á verkinu í bók- menntasögulegu samhengi eða inn- an sjálfs höfundaferilsins, og per- sónulega upplifun ritdómarans á verkinu. „Ég held,“ sagði þá Dagný Krist- jánsdóttir þegar aftur kom að opn- um umræðum „að menn eigi ekki að hræðast innrás bókmenntafræðinn- ar í blaðadóma afþví það er hægt að skrifa bókmenntafræði á máli sem allir skilja." Þegar hér var komið sögu voru allir orðnir þreyttir á setunni og vildu komast niður í Listasafn fs- lands að lesa Njálu eða fagna degi bókarinnar og sumrinu á annan hátt. JÓN Böðvarsson hóf Njálulestur kl. 9 um morgun- inn. Öll sagan var lesin en Örnólfur Thorsson lauk henni kl. 21.12, þá höfðu 138 lesendur tekið þátt í upplestrinum. Lesarar voru á öllum aldri. Vaka Jó- hannesdóttir var þó sennilega með þeim yngstu sem tóku þátt í lestrinum en hún er bara fimm ára. Mikil þátttaka á Degi bók- arinnar DAGUR bókarinnar var haldinn há- tíðlegur í þriðja sinn á sumardag- inn fyrsta. Efnt var til fjölbreyttrar dagskrár og var þátttakan mikil. Meðal annars röitu um 200 manns um skáldaslóðir í Reykjavík í fylgd Jóns Böðvarssonar. Lagt var upp frá Unuhúsi og gengið um kvosina og upp í Þingholtin. I í Gunnarshúsi hins vegar, húsi Rithöfundasam- bands Islands, var dagskrá sem nefndist Þýðandinn Halldór Lax- ness og Pétur Gunnarsson rithöf- undur hafði umsjón með. Lesið var úr þýðingum eftir Halldór og inn á milli fiéttuðust frásagnir af viðtök- um verkanna og viðhorfum skálds- ins til höfundanna. Morgunblaðið/Ámi Sæberg VÉSTEINN Ólason ræðir um Halldór Laxness og fornsögurnar í Hátiðarsal Háskólans. Á SKÁLDASLÓÐUM í fylgd Jóns Böðv- arssonar þar sem leiðin lá frá Unuhúsi. LEIKARARNIR Jakob Þór Einarsson og Steinunn Ólina Þorsteinsdóttir lásu úr þýðingum Halldórs Laxness.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.