Morgunblaðið - 25.04.1998, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
mennmgin
éla en hins
vegur séu
einungis um 4
milljónir
þeirra í reglu-
legri notkun.
„Þeim mun oftar
sem vélin er notuð,
þeim mun betra verð-
ur kaffið, en einnig skipt-
Morgunblaðið/Kristinn
ANDRE Fucci er einn þeirra sem starfar við
það að útbreiða ítalska kaffimenningu. Hann
getur einnig búið til falleg blóm er hann
hellir mjólkinni út á capuccino-bollann.
ir miklu máli að vélin sé hreinsuð
vel, með vatni, alls ekki sápu, eftir
hverja notkun.“
Fyrir utan kaffið, er það þrýst-
ingurinn, sem skiptir mestu máli
við espressogerð. I stórum
espressovélum er gufuþrýstingur-
inn 9 bör. Slíkur þrýstingur næst
ekki í litlu vélunum. Á flestum
ítölskum heimilum er kaffið lagað
úr litlum kaffivélum, sem settar eru
beint á plötu eða gas á eldavél. Vél-
arnar eru yfirleitt úr áli eða stáli og
þær er hægt að skrúfa í sundur. I
neðri hlutann er sett vatn og í
~W~ TrAFFI
I j/ búið til í
ÍX kaffivél-
-JL jL-um, líkt
og er að finna á
nær öllum ís-
lenskum heimil-
um, er allt að því
óþekkt fyrirbæri
á Ítalíu. Þar
drekka menn ekki
kaffi, heldur
espresso og
capuccino.
ítalir byrja
morguninn flestir
hverjir á
capuccino, sem ef
rétt er staðið að
verki sam-
anstendur af þriðjungi
Kaffí er daglega á
borðum flestra þjóða.
Fáír drekka hins veg-
ar kaffí af jafnmiklum
eldmóð og Italir.
Steingrímur Sigur-
geirsson ræddi við
André Fucci frá
ítalska kaffifyrirtæk-
inu Lavazza um hina
ítölsku kaffímenningu
Sælkerinn
af kaffi,
þriðjungi af mjólk og þriðjungi af
gufu. „Við Italir erum mjög „kresn-
ir“ þegar kemur að capuccino. Við
viljum ekki sjá neina froðu ofan á
bollanum. Loftið í froðunni fer
beint ofan í maga og truflar starf-
semi hans. Ef ég fæ slíkan bolla á
kaffihúsi, sendi ég hann hiklaust til
baka.“
Fucci segir að í stað þess að
vera froðukennd eigi mjólkin að
líkjast þykkum rjóma ofan á kaff-
inu. Best sé að nota mjólk sem sé
með fituinnihald í kringum 1,7%, ís-
lenska mjólkin sé í feitara lagi. Þá
sé mikilvægt að nota sama kaffi-
magn á hvern bolla og þegar lagað
er espresso-kaffi, eða 6,5-7 grömm
á hvem bolla. Gufu er síðan spraut-
að ofan í mjólkina, þar til hún nær
réttri þykkt og henni hellt ofan í
bollann. Vanir menn geta myndað
stórtæk-
ar kaffihúsavélar og að
auki er notkunin
ekki nægileg.
Fucci segir að til
að ná besta
bragðinu verði
vélin að vera í
daglegri
notkun. Það
dugi ekki að
hún sé keypt
sem einhvers
konar eldhús-
stáss, sem
einstaka
sinn-
um er
dregið fram
og notað. Hann
nefnir sem dæmi
að talið sé að í
Bandaríkjunum sé að
finna 40 milljónir
falleg mynstur,
sem líkjast til
dæmis blómum.
Espresso,
sem er megin-
uppistaða hinnar
ítölsku kaffin-
eyslu, er nær ein-
vörðungu hægt að
fá á kaffihúsum.
Capuccino er yfir-
leitt ekki drukkið
eftir hálftólf á
daginn. Til eru
espresso-vélar til
heimilisnota, en
þær eru flestar
hverjar ekki
jafngóðar og
ém
kaffi-
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns
Mynd/Kristján Kristjánsson
HJÓLAÐ úr einum tíma í annan.
HEFUR þú farið í svefngöngu ný-
lega? Eflaust svara flestir neitandi
en er það rétt? Svefngöngur eru
nefnilega fyrirbæri sem ekki er
bundið við líkamlegar göngur þar
sem dreymandinn stígur úr rekkju
sinni í svefni og fer um húsið eða
jafnvel út. Göngur um svefninn fara
einnig fram í draumi þar sem sál
eða sjálf dreymandans fer um tíma
og rúm án hindrana. Þar skreppa
menn til fyrri tilverustiga eða fram
á við til morgundagsins að skoða
hvað verður eða í heimsóknir til
annarra lífsforma. Þessar göngur
eru ferðir til þroska og dýpri skiln-
ings á anda mannsins og sál tilver-
unnar. Táknin sem birtast og gefa
það í skyn að um draumgöngur sé
að ræða eru ferðir um loft, láð og
lög, oft með farartæki en einnig
svífandi án ytri hjálpar. Þá eru oft-
ast einhver tákn eða hlutir í
draumnum framandi og dreymand-
inn áttar sig ekki á þeim, hvorki í
vöku né svefni. Aðstæður draums-
ins eru svo iðulega skrýtnar eða
framandi, þannig að landslag og hús
eru ókunnugleg sem og fólkið.
„Mig dreymdi að ég var einhvers
staðar í Egyptalandi að kvöldagi,
himinninn var stjömubjartur og
með mér var manneskja mér ókunn.
Við komum að vegg (ljósbrúnum)
eða múr og á honum voru upphleyt
tákn, hringir og strik. Ég bjó um
mig við múrinn, lagðist í sandinn
(sem var gulbrúnn) við vegginn
undir brekán og beið þess að Guð
talaði af himnum ofan. Þá komu að
tvær konur, dökkar yfirlitum,
skrautlegar í klæðaburði og hlaðnar
djásnum, þær bjuggu um sig nálægt
mér og við biðum öll í þögn með lok-
uð augu.“
Frá „Draumadís“
Ég var nýbúin að fá vinnu í Nóa-
túni á kassanum. Ég var mjög
ánægð með vinnuna en hrædd um
að ruglast á kassanum og þótti erfitt
að læra starfið og stressuð yfir því.
Búðin var alltaf full af skólakrökk-
um sem héngu þarna. Þau voru að
gefa út blað og æstu mig í að setja
auglýsingu í blaðið. í henni bað ég
strák sem ég var hrifin af að koma
með mér á fund um kvöldið sem var
fyrir áhugafólk um læknisfræði.
Blaðið kom svo út og ég beið eftir
viðbrögðum. Þá kemur kona inn í
búðina sem ég þekki og hleyp í fang-
ið á, ég spyr hvort hún sé ekki
mamma stelpu sem er með mér í
bekk og hún játar því. Ég geng með
henni inn í búðina og þar er eins
konar fatabúð. Þar er dóttirin og
mamman segist vera að ná í hana
því hún standi sig ekki nógu vel í
skólanum. Dóttirin spyr af hverju en
snýr sér svo og setur föt í tösku
(stelur), þær fara svo. Ég fór aftur
fram á kassa en gekk illa að afgreiða
fyrir spennu og kvíða vegna auglýs-
ingarinnar, dagurinn leið og búðinni
er lokað. Ég held heim með hjóla-
brettið mitt og sé þá X í smóking og
virtist hann bíða eftir að læknafund-
urinn byrjaði. Ég skeiðaði yfir plan-
ið til hans (ég hélt að þetta samband
yrði eins og öll hin, enduðu áður en
þau byrjuðu) svo ég skeiðaði fram-
hjá honum (en langaði að stoppa) og
stoppa nokkuð frá honum. Þá kemur
vinkona mín og segir að hún hafi
rætt við hann og hann vilji fara með
mér. Ég gekk þá til hans og spyr
hvort honum þyki stærðfræði og
læknisfræði skemmtileg og játti
hann því. Við fórum heim til hans og
tókum okkur til fyrir að fara út.
Ráðning
Draumurinn snýst um ýmsa
þætti í þér sem safnast saman í
draumnum því þeir eru sameigin-
lega tengdir þér og áhyggjum þín-
um um framvindu lífs þíns. Það eru
ástamálin og vilji þinn að gefast
(læknafundurinn) ekki einhverjum
bara fyrir samband (samböndin
enduðu áður en þau byrjuðu), held-
ur þeim eina rétta (X í smóking). Þá
er það skólinn sem þér finnst þú
vanrækja (vinkonan) vegna auka-
starfa (Nóatún og vesenið við að
læra á kassann). Svo er það visst
óöryggi/feimni þitt/þín sem birtist í
þörf þinni til að meta þig út frá öðr-
um (hljópst í fangið á móður vin-
konu þinnar). í lokin gefur draum-
urinn svo í skyn að þú sért að ná
tökum á fyrmefndum öryggis- og
óvissuþátum þar sem þú skeiðar um
á hjólabretti og munir reikna lífs-
dæmið rétt.
Tveir draumar „SXO“
Ágúst ‘97. Dreymdi tvíbura, tvær
stelpur, svo tvo stráka, svo
drengjanöfnin; Pétur, Jónatan og
Pálmar.
Ágúst/sept. ‘97. Dreymdi dökk
óveðursský sem hrönnuðust saman
í einn punkt. Allt fólk átti að fara
þama í gegn og allir áttu að hafa
með sér póstkort. Negri með póst-