Morgunblaðið - 25.04.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.04.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 31 Starfsemi CISV ■Sumarbúðir: 11 ára böm. Tveir drengir og tvær stúlk- ur, ásamt fararstjóra, dvelj- ast í fjórar vikur í sumarbúð- um ásamt öðram börnum og fararstjórum frá allt að 12 löndum. ■ Unglingaskipti: 12-15 ára. Fimm stúlkur og fímm drengir ásamt fararstjóra. Dvalið er hjá fjölskyldum, með unglingum á sama aldri og kyni, í tvær \dkur í hvora landi. Auk þess er hægt að fara í tveggja ára unglinga- skipti og er þá dvalið í fjórar vikur á hvorum stað sitt hvort árið. ■Junior-Counsellors: 16-18 ára. Aðstoða farar- stjóra í sumarbúðum og hafa eigið verksvið. ■Vinnubúðir: 17-18 ára. Al- þjóðlegar þriggja vikna búð- ir þar sem unnið er að því að auka þekkingu á starfsemi og hugmyndum CISV. ■ Unglingadeild: 12-21 árs. Opin öllum þeim sem áhuga hafa á starfi CISV. Hefur eigin stjórn og fjáröflun und- ir handleiðslu aðalstjórnar. ■ Fararstjórn: 21 árs og eldri. Sjálfboðaliðar innan CISV sem sjá um allan und- irbúning með bömum og for- eldrum fyrir búðir eða ung- lingaskipti og dvelja með börnunum í búðum eða á heimilum innanlands sem ut- an. inginn og dönsuðum íslenskan þjóð- dans og sungum undir: „Ríðum, ríð- um, rekum yfír sandinn . . .“ Síðan kenndum við hinum krökkunum ís- lenska útgáfu af „Hver stal kökunni úr krúsinni í gær . . .“, en það voru allir að syngja þetta á ensku. Svo brugðum við okkur í látbragðsleik þar sem við kynntum ísland. Rúsín- an í pylsuendanum var svo nútíma útgáfa af íslenskum þjóðdansi við undirleik Páls Oskars. Við bjuggum nefnilega til poppaða útgáfu af þjóð- dansinum við lagið „Stanslaust stuð“, og kenndum öllum og eftir það var þetta vinsælasti dansinn í búðunum og Páll Oskar hljómaði þarna yfír allt.“ Þau sögðu að andinn í búðun- um hefði verið mjög góður og ósvikin sumarbúðastemmn- ing, eins og maður sér í útlenskum bíómyndum. Þarna borðuðu til dæmis allir í einu í matsalnum og þá voru gjarnan búin til lög, og það borð sem bjó til besta lagið fékk að byrja. „En yfír öllu fjörinu sveif þó andi friðarhugsjónarinnar," sagði Aslaug fararstjóri. „Og það mynd- uðust þarna mjög sterk tengsl á milli krakkanna og síðustu þrjá dagana voru menn hálf grátandi út af því að þurfa bráðum að skilja.“ Samtökin CISV eru alþjóðleg friðarsamtök, óháð stjórnmálum og trúarbrögðum. Bandaríski barna- sálfræðingurinn Dr. Doris Allen stofnaði þau árið 1951 og var hug- mynd hennar sú, að börn frá ólíkum löndum kæmu saman og lærðu að lifa saman á grundvelli umburðar- lyndis og jafnréttis, lærðu að hugsa og draga ályktun í anda alþjóðavit- undar og vinna þannig að friði í heiminum. En það var einmitt eftir seinni heimstyrjöldina sem hún fór HARALDUR, lengst til vinstri, í fossaferð ásamt nokkrum vinum sinum. FRÆGUR filippseyskur dansflokkur kom í heimsókn og er hér ásamt hluta af fólkinu úr búðunum. að hugleiða hvað hægt væri að gera, eftir að sonur hennar ungur hafði spurt: „Þarf ég að berjast sem her- maður þegar ég verð stór?“ Fyrsti íslenski ClSV-hópurinn fór til Svíþjóðar árið 1954 og þá fóru þrjú ellefu ára börn út án farar- stjóra. Síðan datt starfsemin hér á landi niður, en þráðurinn var aftur tekinn upp árið 1978 og íslands- deild CISV var formlega stofnuð 1981. Síðan hafa íslensk börn fengið tækifæri á hverju ári til að taka þátt í sumarbúðum, unglingabúðum og unglingaskiptum á vegum samtak- anna. Núverandi formaður íslands- deildar CISV er Þórný Björk Jak- obsdóttir. Hún sagði að spennandi verkefni væri nú framundan þar sem sumarbúðir yrðu haldnar á ís- landi í júlí næstkomandi. Búðirnar verða haldnar í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði og er búist við að hing- að komi börn frá 11 þjóðum eða tæplega fimmtíu börn í allt fyrir ut- an fararstjóra og aðstoðarmenn. Þórný sagði að síðustu íslensku búðirnar hefðu tekist frábærlega vel og mætti þakka það vaskri sveit ClSV-félaga sem hefði lagt sig alla fram til að svo mætti verða. „Nú ætlum við að halda jafngóðar ef ekki betri búðir,“ sagði hún. „Því þui-fum við ClSV-félagar á íslandi að hjálpast að nú í sumar og endur- gjalda það sem fólk í öðrum löndum hefur gert fyrir börnin okkar. Okk- ur vantar sjálfboðaliða til ýmissa starfa og vonast ég til að sem flestir hlýði kallinu svo að dvöl hinna er- lendu gesta okkar hér á landi verði þeim ógleymanleg,“ sagði Þórný. Eins og venjulega fara svo hópar íslenskra 11 ára barna í sumarbúðir erlendis og að þessu sinni verður farið til Banda- ríkjanna, Danmerkur, Noregs, Sví- þjóðar og Brasilíu. Auk þess er boð- ið upp á unglingaskipti við Lúxem- borg nú í sumar. Ekki er fullskipað í alla hópana og kannski er hér komið tækifæri fyrir einhverja krakka og unglinga, sem þetta lesa og eiga heimangengt í sumar til að svala ævintýraþránni? 1 í--i Jjj 5ÉRSTAKT TILBOÐ í 50 DAGA Nú eru 50 ár liöin frá því aö fyrsti Land Roverinn var framleiddur. Af því tilefni bjóðum við nú í 50 daga, 50% afslátt af Land Rover aukahlutum og búnaöi þegar þú kaupir þér nýjan Land Rover Discovery eöa Defender. í j ii ij -i í ' —_í_j 1 I í I I f f | —J -j ~.-j J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.