Morgunblaðið - 25.04.1998, Síða 33

Morgunblaðið - 25.04.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 33 MARGMIÐLUN /Pétur B]ömsson Vefsmíðí — á eígin spýtur I • Le'-3ba nlnyai fm 5t!o v,ó srr.iíi v<h I 1 * A1S« K«m þú þjrí! »a vita um HTML ® ' • • Fuilkomtn k«rin5lubóSc iyrir ihug»(Tieni'in» ■■■■■ • Njuðsyntegc uppfleRontfrir jcvmnumenmna . I ’• HTML 5.2 iiaðnllinn sUýrdur i lieild »mm • Tjoldi skjimynda. dcma og 1 I Mll HEMftAVbrC ;. TÖLVUHHiyiy.R Vefsmíði á eigin spýtur TÖLVUHEIMUR hefur gefið út bók um vefnað í flokknum A eig- in spýtur og kallast Vefsmíði á eigin spýtur. Höfundur bókarinn- ar er Pétur Björnsson vefsmiður hjá Tölvuheimi og Morgunbiað- inu, en hann kennir einnig vef- smíði hjá Rafiðnaðarskólanum. I bókinni er farið yfir grund- vallaratriði vefsmíði og síðulýs- ingamálið HTML 3.2 skýrt út í hörgul. í bókinni, sem er 80 bls., er tekið fyrir ímyndað vefsetur hamstravina og rakið lið fyrir lið hvernig slíkt setur er saman sett, kennd grundvallaratriði HTML-forritunar og skýrð með dæmum og skírskotun í vefsetr- ið. Kennd er töflugerð í HTML, slóðanotkun, textasnið og lista- gerð og kenndar brellur sem beitt er í vefsmíði. Einnig er far- ið í helstu atriði myndvinnslu fyrir vefinn, skýrður munur á gagnasniðum og litanotkun. I lok bókarinnar er HTML staðallinn, útgáfa 3.2, skýrður tag fyrir tag, aukinheldur sem þar er að finna lista yfir sértákn í HTML, sagt er frá sextándarkerfínu og RGB og gefin upp tölugildi allra lita í HTML. Falleg stúlka, hætta og spenna í frumskógum Suður-Ameríku LEIKIR Pitfall 3D, Beyond the Jungle, Pla- yStation leikur frá Activision. SUMIR muna kannski eftir ein- um frægasta leik Atari 2600 tölv- unnar: Pitfall!, eða einum fyrsta Windows 95 leiknum Pitfall: The Mayan Adventure og geta glaðst vegna þess að Activision leikjaíyrir- tækið er búið að gefa út Pit- fall 3D: Beyond the Jungle. Þegar Pitfall! kom út fyrir Atari 1982 tölvuna þótti hann frábær, fólk hafði sjaldan séð jafnflott- an leik í leikjatölvu og hann seldist eins og heitar lummur. Pitfall 2 og 3 fylgdu fast á eftir og gengu ekki síður vel árin 84 og 87. Ekkert heyrðist svo um Pitfall í langan tíma þar til árið 1995 þegar Pitfall: The Mayan Adventure kom út fyrir bæði Windows og PlayStation samtímis og sló í gegn. Allt útlit leiksins hefur breyst I Beyond the Jungle er þó hægt að gera mun meira og allt útlit leiksins hefur breyst, hann er al- gjörlega í þrívídd en ekki í tvívídd eins og hingað til og aðalhetjan Harry getur sveiflað sér á köðlum, ófreskjur eru um 10-15, Harry getur fyllt á orku sína með kristölum og hann veldur haka í stað svipu. Þegar Harry var á ferð um frum- skóg einhvers staðar í Suður-Amer- íku rakst hann á helli með stórum kristal í. Þegar hann gáir betur birtist ung kona og segir heimaland sitt í mikilli hættu vegna valdasjúks galdramanns og biður hann um hjálp. Harry stoppar, hugsar að- eins og segir svo upphátt: „Falleg stúlka, hætta og spenna ... hver fj., ég fer bara,“ og stekkur inn í krist- alinn, þar byrjar svo ein sú besta leikja-saga sem greinarhöfundur hefur séð og maður fer aftur og aft- ur í leikinn ef ekki bara til að kom- ast að sögulokum. Upplausn leiksins er ein sú besta sem greinarhöfundur hefur séð til þessa á PlayStation og allar ófreskjur og hlutir teiknaðir af ótrúlegri nákvæmni, Bruce Camp- bell talar fyrir Harry, myndbönd leiksins eru ótrúlega flott og sögu- þráðurinn frábær. Allir óvinir eru afar vel gerðir og hreyfingar þeirra eru einnig flott- ar. Leikurinn hefur fengið hvað mesta gagnrýni fyrir hversu erfiðir „endakallarnir" eru en það er bara meiri áskorun að hafa erfiða óvini. Ef þú skyldir detta fyrir björg eða missa af fljúgandi brú, eins og er algengt í Pitfall er ekki nauð- synlegt að byrja á byrjun heldur er byrjað aftur á sfðasta viðmiðunar- stað eins og í Crash Bandicoot. Það er þö heldur styttra á milli þeirra í Pitfall 3D. Ekki er nauðsynlegt að hafa minniskort í þennan leik vegna þess að hægt er að skrifa niður lykilorð og nota þau til að komast i borðin aftur. Ingvi M. Árnason Sannkallað einstaklingsnet VISINDAMENN í Almaden rann- sóknastofunni í San Jose í Kali- forníu eru búnir að hanna frum- gerð tölvunets sem byggist á leiðni líkamans og því sannkallað einstaklingsnet. Með því móti segja þeir að hægt sé að senda upplýsingar á milli rafeinda- tækja með því að láta þær berast um Iíkamann í stafrænu formi. Frumgerð einstaklingsnetsins var upphaflega hönnuð í Tækni- háskólanum í Massachusetts fyr- ir töframennina Penn og Teller sem vildu geta leikið á raftromm- ur án þess að snerta þær. Vís- indamenn í Almaden þekktu til þeirrar tækni sem notuð var og þega ósk barst um það að auð- velda að senda stafrænar upplýs- ingar á milli símboða og farsíma breyttu þeir merkinu sem notað var í töfrabragði Penns og Tell- ers á þann veg að úr varð staf- rænt merki sem símar skildu. Saltinnihald líkamans gerir að verkum að leiðni hans er mjög góð og einstaklingsnetstæknin byggist á rafsviði sem flytur upplýsingarnar. Spennan er ekki nema einn milljónasti úr amperi, nanoamper, sem er lægri spenna en náttúruleg spenna líkamans. Húðin virkar sem einangrun, en líkamsvessar leiða aftur á móti strauminn vel um líkamann. Meðal frumgerða er ein sem byggist á litlu korti sem á er rafhlaða, sveiflugjafi til að mynda rafsviðið, örgjörvi til að mynda og dulrita upplýsing- arnar. Kortið væri eins og ör- smár vefþjónn, myndi líklega nota HTTP-gagnaflutningsstað- al netsins, og gæti sent upplýs- ingar til annarra tóla sem við- komandi ber á sér. Oryggismál verða varla vandamál, því allur gagnaflutningur á sér stað inn- vortis og erfitt að komast í gögnin til að lesa þau án vilja og vitundar viðkomandi. Einstaklingsnet er enn á teikniborðinu og langt í að tæknin verði vænleg fyrir al- menna noktun. Vísindamenn í Almaden segjast þó ekki í vafa um að skammt sé í að menn sjái sér hag í að koma upp slíkum netum, þetta sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær, enda hafi fjölmörg stórfyrirtæki þeg- ar óskað eftir upplýsingum um tæknina. Fjarar undan disklingum DISKLINGURINN hefur átt erf- iða daga undanfarin misseri því ekki er bara að skrár hafa bólgnað langt umfram það sem koma má fyrir á vesælum disklingi, heldur hefur mikil gróska verið í fram- leiðslu á hvers kyns nýjum tólum til gagnageymslu. Fyrir skemmstu hætti Kao-fyrirtækið að framleiða disklinga. Kao var með helstu framleiðend- um disklinga þegar best lét, en sam- kvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu hefur svo dregið úr eftirspurn að ekki er vert að halda framleiðslunni áfram. Nokkuð er um liðið síðan Kao lagði af disklingaframleiðslu í Bandaríkjunum, en hyggst nú hætta framleiðslunni einnig í Evr- ópu og Japan. Þó ekki rúmi hefðbundinn disk- lingur nema hálft annað megabæti af gögnum er of snemmt að telja hann af, enda hentar hann enn vel til að dreifa textaskrám og viðlíka, og allar tölvur sem seldar eru í dag eru með slík drif. Ert þú að verða sköllóttur? Eða er hórið farið að þynnast? 4 Þetta er ekki hárkolla! Við leysum það með Apollo hári, sem verður hluti af þér allan sólarhringinn. Viltu nýtt útlit? Viltu meira hár? Áhugasamir hafi samband í síma: 552 2099, Apollo hárstúdíó, 453 6433, Pýramidinn, 474 1250, Hársnyrtist. Herta. HAIR Jorn Petersen, Apollo sérfræðingur, kynnir Apollohár og Megaderm við hárlosi í Reykjavík 29.-30. apríl og 3. maí, á Sauðárkróki 1. maí, á Reyðarfirði 2. maí. APOLLO hárstúdíó, Hringbraut 119, Reykjavík. Sími 552 2099.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.