Morgunblaðið - 25.04.1998, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 35
virkja starfsmenn víða að úr fyrir-
tækinu til að taka þátt í mótun sið-
ferðisstefnu þess og siðareglna.
Einungis ef siðferðisstefna fyrir-
tækisins er afurð vandaðrar sið-
ferðislegrar samræðu meðal starfs-
manna fyrirtækins má búast við að
fyrirtækjabragur þess verði sið-
ferðislegur.
Siðferðisleg ábyrgð
Hvaða niðurstöðu er hægt að
draga af ofangreindu um risnumál
Landsbankans? Fyrst ber að nefna
að yfirstjórn Landsbankans virtist
vera meðvituð um risnukostnað
bankans og hafði ekki gert athuga-
semdir við hann. Af því leiðir að
það eru ekki bara umræddir
bankastjórar sem bera ábyrgð á
risnukostnaðinum heldur einnig yf-
irstjórnin og fyrirtækið sjálft. Or-
sökina er nefnilega ekki bara að
finna hjá þeim einstöku banka-
stjórum sem áttu í hlut heldur
einnig í ákvörðunartökuferli bank-
ans.
Þessi niðurstaða styi'kist enn
frekar þegar að því er gætt að eng-
ar skráðar vinnureglur virtust vera
til um risnu í bankanum. Þó svo að
höfðað sé með réttu til heilbrigðrar
skynsemi þegar einstakir banka-
stjórar eru ásakaðir um að óhóflegt
hlutfall risnunnar hafi farið í lax-
veiði er mikilvægt að gæta að því
hvort þetta sé það hlutfall sem lax-
veiði hefur verið af risnu Lands-
bankans í gegnum árin. Ef í ljós
kemur að umræddir bankastjórar
hafi ekki eytt meiru í lax en fyrir-
rennarar þeiira, þá gefur það
augaleið að þeir fylgdu þeim
óskráðu reglum sem við lýði voru í
bankanum og þá er enn ljósara að
Landsbankinn sem fyrirtæki ber
ábyrgð á laxveiðikostnaðinum. Með
þessum athugasemdum er ekki
verið að hreinsa bankastjórana af
allri ábyrgð. Einstaklingar hafa
oftast val og bera því ábyrgð
gjörða sinna þó svo að hefðir fyrir-
tækisins séu sterkar. Það sem hins
vegar hefur verið bent á hér er að
meingallað stjórnkerfi Landsbank-
ans var ein af meginorsökum óhóf-
legs risnukostnaðar og því ber fyr-
irtækið Landsbanki Islands hf.
einnig ábyrgð á honum. Eins og
nefnt var í upphafi er fyrirtæki
ekki einungis samansett af þeim
einstaklingum sem þar vinna, held-
ur einnig af flóknu samspili m.a.
vinnureglna, hefða, stefnu og
markmiða. Því er rangt að taka
einstaklingana út og segja að þeir
einir beri ábyrgð. Fyrirtækið sem
slíkt ber líka ábyrgð.
Höfundur er M.A.
í heimspeki.
þeim er vísað á „fullorðinsfræðslu
fatlaðra" í örfáa tíma á viku. Það
skal tekið fram að fullorðins-
fræðsla fatlaðra er gott námskeiðs-
tilboð fyrir þá sem hafa lokið reglu-
bundnu framhaldsskólanámi og
eru komnir á fullorðinsár. En full-
orðinsfræðslan getur engan veginn
leyst framhaldsskólann af hólmi.
Um þessar mundir er ekki vitað
hvað bíður þess stóra hóps fatlaðra
nemenda sem nú stundar nám í 10.
bekk á höfuðborgarsvæðinu þegar
að framhaldsskólagöngu þeirra
kemur næsta haust. Að öllu
óbreyttu stendur nokkrum, en alls
ekki öllum, þroskaheftum nemend-
um, til boða tveggja ára námsbraut
innan framhaldsskólans. Reynsla
síðustu ára sýnir að hver skóladag-
ur slíkrar námsbrautar er um
þriðjungi styttri en hjá öðrum
nemendum framhaldsskólans.
Landssamtökin Þroskahjálp
binda miklar vonir við vinnu ráð-
gjafarhóps um nám fatlaðra nem-
enda í framhaldsskólanum sem
menntamálaráðuneytið skipaði í
febrúar 1998 og þau eiga einn full-
trúa í. Hlutverk ráðgjafarhópsins
er m.a. að vera menntamálaráð-
herra til ráðuneytis um mótun
stefnu i menntunarmálum fatlaðra
nemenda. Hópurinn á að fjalla um
það námsframboð sem fyrir hendi
er og gera tillögur til ráðherra um
ný úrræði.
Stór hópur foreldra fatlaðra
nemenda, sem ljúka gnmnskóla-
námi í vor, hefur hist nokkrum
sinnum á árinu og myndað bakhóp
fyrir fulltrúa samtakanna í ráðgjaf-
arhópnum. Aðrir foreldrar sem
áhyggjur hafa af framhaldsskóla-
göngu og framtíð ungmenna sinna
og vilja hafa áhrif á gang mála eru
hvattir til að hafa samband við
skrifstofu Þroskahjálpar.
A leik- og grunnskólaaldri
stunda mörg fótluð börn og ung-
lingar árangursríkt nám með jafn-
öldrum í sínum heimaskóla við eðli-
legar aðstæður og tilheyra sínu
nánasta samfélagi. Á unglingsárum
standa fötluð ungmenni í sömu
sporum og önnur ungmenni. Þau
eni að þroskast, þau eru ungt fólk
sem brátt verður fullorðnir ein-
staklingar. Mörgum reynist þetta
erfitt. Móðir ungs fatlaðs manns,
sagði við mig á dögunum: „Skólinn
er það auðveldasta, þar er hægt að
gera svo margt en þegar kemur að
fullorðinsárunum og skóla lýkur,
þá byi’jar fyrst vandinn.“
Brottfall nemenda úr framhalds-
skóla hefur orðið um 45% í árgangi
sem sýnir að eitthvað er bogið við
skipulag náms og kennslu fyrst
ekki er hægt að mæta þörfum svo
stórs hóps. Það er óviðunandi að
framhaldsskólinn geti nær ein-
göngu lagað starfshætti sína að
þörfum sumra nemenda og oftast
þeirra sem stunda bóknám. Árang-
ur framhaldsskólans og mennta-
málayfirvalda við að skapa skóla
sem stuðlar að þroska allra nem-
enda er ófullnægjandi. Það er bæði
ólöglegt og illa gert að útiloka
þroskahefta nemendur frá því að
fylgja jafnöldrum sínum í fram-
haldsskóla á grundvelli námsgetu,
aðeins vegna þess að þeir læra
hægar eða á annan hátt en margir
aðrir. I Salamanca-áætluninni sem
er rammaáætlun um aðgerðir
vegna nemenda með sérþarfir
lýstu fulltrúar 92 ríkja, þeirra á
meðal Islendingar, því yfir: „...að
almennir skólar væin virkasta aflið
til að sigi’ast á hugarfari mismun-
unar, móta umhverfi sem tekur
fötluðum opnum örmum, móta
þjóðfélag án aðgi’einingar og koma
á menntun öllum til handa...“
Landssamtökin Þroskahjálp
leggja þunga áherslu á að réttur
fatlaðra til náms í framhaldsskól-
anum sé virtur og munu fylgjast
náið með framvindu þess næstu
mánuðina.
Höfundur er varaformaður Lands-
samtakanna Þroskahjálpar.
fyrir
steinsteypu.
Léttir
meðfærilegir
viðhaldslitlir.
Ávallt fyrirliggjandi.
varahlutaþjónusta.
Þ. ÞORGRÍMSSON & C0
Armúla 29, sími 38640
FYRIRLI6GJAHDI: GÚLFSLfPIVÉLAR - RIPPER ÞJÖPPUR - DJELUR
- STEYPUSAGIR - HRÆRIVÉLAR - SA6ARBLÖB - Vönduð framleiðsla.
Sjálfbær þróun
DAGANA 24. og 25.
mars sl. boðaði um-
hverfisráðuneyti Evr-
ópusambandsins til
fundar um sjálfbæra
þróun með fulltrúum
frá löndum Evrópska
efnahagssvæðisins.
Var boðið tveimur full-
trúum frá hverju
landi, einum frá um-
hverfisráðuneyti eða
umhverfisráðum á
þess vegum (National
Council for Sustain-
able Development,
NCSD) og öðrum frá
félagasamtökum, sem
vinna að umhverfisvernd. Frá Is-
landi mættu Hugi Olafsson, um-
hverfisráðuneytinu, og Jón Helga-
son, formaður Landverndar.
Slíkir fundir hafa verið haldnir
annað hvert ár að undanförnu inn-
an ESB til að meta hvernig hefur
gengið að framkvæma samþykkt
Ríó-ráðstefnunnar 1992 um sjálf-
bæra þróun innan landa þess,
jafnframt því sem miðlað er
reynslu af góðum árangri í ein-
stökum löndum til að hvetja aðra
til dáða. Sú samþykkt var viljayf-
irlýsing og áskorun en ekki skuld-
binding. Framkvæmd hennar í
einstökum löndum byggist því á
getu þeirra og vilja.
Það kom skýrt fram, að nor-
rænu löndin eru komin miklu
lengra á veg á þessu sviði en sunn-
anverð álfan. íslendingar geta
m.a. bent á þjóðarvakningu um
landgræðslu og skógrækt og góð-
an árangur við stjórn fiskveiða,
sem vakti athygli annarra á fund-
inum. En frumkvæði Norðurland-
anna byggist fyrst og fremst á al-
mennari þekkingu þar á verkefn-
inu og miklu rótgrónara og öfl-
ugra félagsmálastarfi
almennings.
Umhverfisráðun-
um, NCSD, er eink-
um ætlað að leggja
grundvöllinn að næg-
um almennum skiln-
ingi og vilja til að
koma á sjálfbærri
þróun. Á fundinum
voru allir sammála
um, að grasrótar-
hreyfing í hverju
byggðarlagi væri
besta undirstaðan að
nægilega skjótum ár-
angri. Hér hefur um-
hverfisráðuneytið ný-
lega gert samstarfssamning við
Samband íslenskra sveitarfélaga
um verkefnið og vill Landvernd
leggja því sitt lið.
Á fundinum kom fram, að brýn-
ustu umhverfisverkefnin innan
Evrópa þarfnast landa,
segir Jón Helgason,
sem eru
brautryðjendur
sjálfbærrar þróunar.
ESB varða orkumál, samgöngur,
vatn, landnýtingu og skipulag,
landbúnað og byggðaþróun, fjöl-
breytileika tegunda og ferðaþjón-
ustu. Aðrir þættir snerta suma
eða alla þessa málaflokka svo sem
samræming sjálfbærrar fram-
leiðslu og neyslu, útrýming fá-
tæktar, atvinna, verslunarfrelsi og
markaðshyggja, stjórn á nýtingu
auðlinda, menntun og gildismat og
siðferði. Það er þörf fyrir meiri
umræður og samvinnu á öllum
stöðum og stigum til að skapa al-
mennari skilning á langtímamark-
miðum sjálfbærrar þróunar.
Evrópa þarfnast landa, sem eru
brautryðjendur sjálfbærrar þró-
unar, og þarf að leggja meiri
áherslu á þjóðfélagslegt gildi
hennar, samhliða því að brúa
stjórnmálalegan ágreining.
Evrópusambandið þarf að beita
forsætisnefndinni, Evrópuþinginu
og öðrum stofnunum þess til já-
kvæðrar framgöngu fyrir sjálf-
bæra þróun. Sérstaklega var bent
á nauðsyn þess að virkja æskuna.
Einnig var mikil áhersla lögð á, að
fjárlagagerð þarf að mótast af
þessu markmiði.
Sömu ábendingum var beint til
einstakra landa. Sérstaklega er
mikilvægt, að forsætisráðherra
sendi ákveðin skilaboð til „erfiðra"
ráðuneyta, þ.e. orku, viðskipta og
iðnaðar. I stefnuskrá breska um-
hverfisráðsins, þar sem John
Prescott, aðstoðarforsætis- og
umhverfisráðherra, er formaður,
er það talið eitt af mikilvægum
verkefnum þess að gera umhverf-
ismálin hjartfólgin öllum ráðherr-
um bresku ríkisstjórnarinnar.
Þannig væri lengi hægt að
halda áfram að rekja efni hinnar
áhugaverðu umræðu þessa um-
hverfismálafundar Evrópusam-
bandsins. Hún sýnir að við getum
margt lært af því, sem þessar
þjóðir eru að gera vel, en einnig
mistökum þeirra og aðgerðarleysi.
Það gerir okkur líka auðveldara
að meta, hvar Islendingar standa,
hvernig hér hefur til tekist, hvað
hefur verið vel gert, hvað er ógert
og síðast en ekki síst hvaða mögu-
leika við eigum á þessu sviði, ef
við berum gæfu til að halda far-
sællega á málunum.
Höfundur er formnður Lnndvernd-
ar.
Jón Helgason
Verð á götuna:1.295.000.
Honda Civic 1.6 VTi VTEC
1.890.000,-
160 hestöfl
15" álfelgur
Rafdrifin sóllúga
6 hátalarar
Sportinnrétting
Leðurstýri og leðurgírhnúður
Honda Civic 1.5 LSi VTEC
1.490.000,-
115 hestöfl
Fjarstýðar samlæsingar
Höfuöpúöar aftan
4 hátalarar
Hæöarstillanlegt ökumannssæti
Honda Civic I.4 Si
1.3/5.000,-
90 hestöfl
Sjálfskipting 100.000,-
M
HONDA
Sími: 520 1100
Umboðsaðilar:
Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712
Keftavík: B.G. BÍIakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvéiasaian, s: 471 2011_
HONDA
Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri
Innifalið í verði bílsins
M400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautun
► Loftpúðar fyrir ökumann og farþega
►Rafdrifnar rúður og speglar
íVindskeið með bremsuljósi
HJtvarp og kassettutæki
►Honda teppasett
M4" dekk
kSamlæsingar
>ABS bremsukerfi