Morgunblaðið - 25.04.1998, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 37
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
OGN VIÐ
LÍFSAFKOMU
ÍSLENDINGA
UMHVERFISRÁÐHERRAR Norðurlanda lýstu
þegar árið 1987 yfir áhyggjum sínum við brezk
stjórnvöld vegna staðsetningar endurvinnslustöðvar
fyrir geislavirkan kjarnorkuúrgang í Dounreay í
Skotlandi. í ályktun ráðherranna var starfsemi af
þessu tagi og á þessum stað talin ógna fiskimiðum
Noregs, Islands og Færeyja. Islenzk stjórnvöld mót-
mæltu og harðlega endui*vinnslu geislavirks úrgangs
bæði við Sellafíeld í Englandi og Dounreay í
Skotlandi. Það er ástæða til að rifja þessi samnor-
rænu og íslenzku mótmæli upp vegna fyrirætlana
brezkra stjórnvalda um að flytja auðugt úran frá Ge-
orgíu [fyrrum hluta Sovétríkjanna] til eyðingar í
Dounreay-kjarnorkuverinu í Skotlandi.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir í við-
tali við Morgunblaðið sl. fimmtudag: „Það er að sjálf-
sögðu mikilvægt að koma úrani frá óvissusvæðum
eins og Georgíu einhvers staðar fyrir. Við getum hins
vegar ekki sætt okkur við það að vandinn verði flutt-
ur í næsta nágrenni við okkur. Lífríki hafsins er
mjög viðkvæmt og það er þegar búið að taka of mikla
áhættu í þessu sambandi. Þetta er mál sem varðar
allar þjóðir sem land eiga að hafsvæðinu...“ Davíð
Egilsson framkvæmdastjóri mengunarvarna Holl-
ustuverndar ríkisins segir af sama tilefni að „Doun-
reay sé mjög óheppilegur staður hvað okkur varðar
vegna hafstrauma og nálægðar við hafsvæði okkar“.
Fiskveiðiþjóðir við Norður-Atlantshaf hljóta að
mótmæla af hörku fyrirætlunum brezkra stjórnvalda
um að flytja auðugt úran frá Georgíu til eyðingar í
Dounreay. Þjóð sem á allt sitt undir hreinu og
ómenguðu hafsvæði, hreinum og ómenguðum fiski-
miðum, eins og við íslendingar, hlýtur að standa fast
gegn þessum áformum. Við getum aldrei sætt okkur
við starfsemi sem eykur líkur á óhöppum, sem valdið
gætu óbætanlegu tjóni á auðlindum hafsins, undir-
stöðu afkomu okkar og efnalegs sjálfstæðis.
AÐGÁT SKAL HÖFÐ ...
FRÉTTIR fjölmiðla nú í vikunni um 2ja ára dreng,
sem fannst klæðlítill og kaldur í einu af hverfum
borgarinnar, hafa vakið athygli og viðbrögð fólks,
sem sakað hefur suma fjölmiðla um að slá fréttinni
upp í æsifréttastíl, þar sem grunur um kynferðisaf-
brot var aðalatriði fréttarinnar. Svo reyndist ekki
vera.
Þessi viðbrögð sýna, að aldrei er nægilega varlega
farið í fréttaflutningi af málum, sem varða börn og
gerðir barna. Oþarfi og raunar algert tillitsleysi er að
dreifa ótta á meðal fólks um glæpsamlegt athæfi áður
en rannsókn þar til bærra aðila, í þessu nýlega tilfelli
lögreglu, liggur fyrir.
Óvarkárni í fréttamennsku getur haft víðtækar af-
leiðingar. Hún getur sært og meitt börn, foreldra
þeirra og aðstandendur, auk þess sem áhrifin geta
einnig haft alvarleg áhrif í hverfinu, þar sem viðkom-
andi atburður gerist. Því verður að gæta hófs í um-
fjöllun og aðeins fara með staðreyndir, sem staðfest-
ar eru af rannsóknaraðilum málsins. Hér á við hin sí-
gilda viðvörun skáldsins: „Aðgát skal höfð í nærveru
sálar.“
í siðareglum Blaðamannafélags íslands, sem allir
íslenzkir blaðamenn hafa undirgengizt með aðild að
félaginu, segir í 3. grein: „Blaðamaður vandar upp-
lýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem
kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum
málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu
fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sárs-
auka eða vanvirðu.“
Svo einfalt er það. Auðnist frétta- og blaðamönnum
að uppfylla þessa 3. grein siðareglna sinna, er engin
hætta á því að svo hendi sem í vikunni, að tiltölulega
saklaust mál endi í upphrópunum um grun um glæp-
samlegt kynferðisathæfi.
Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka íslands hyggst auka tekjur og lækka kostnað til að efla bankann og auka hagkvæmni
Frekari vöxtur
Landsbankans
utan Islands?
Halldór J. Kristjánsson settist í sæti
-----------------:-7--------------
bankastjóra Landsbanka Islands hf. með
litlum fyrirvara. Hann kveðst ætla að leggja
áherslu á að nýta þá möguleika, sem skapast
hafa með kaupum á Vátryggingafélagi
---7-------------------------
Islands og telur rétt að horfa út fyrir
landsteinana í leit að aukinni hagræðingu í
rekstri bankans. Halldór greindi Karli
Blöndal frá helstu áformum sínum í
____bankanum og mati sínu á stöðu_
handknattleiks kvenna á Islandi.
Morgunblaðið/Kristinn
HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka íslands, á skrifstofu sinni.
HALLDÓR J. Kristjánsson
var ráðinn bankastjóri í
Landsbanka íslands hf. 15.
apríl, sama dag og ríkis-
endurskoðandi sendi frá sér greinar-
gerð til bankaráðs bankans um
kostnað hans vegna laxveiðiferða og
risnu. Þann dag kom hann fram á
blaðamannafundi þar sem laxveiði-
ferðir á vegum bankans voru í sviðs-
ljósinu. Hann kvaðst hins vegar vera
kominn til að skipuleggja framtíð
bankans og í gær gat að líta fyrstu
aðgerðir hans þegar kynnt var nýtt
skipurit bankans þar sem meðal ann-
ars kemur fram að framkvæmda-
stjórum mun fækka úr fímm í fjóra.
Halldór hefur reynslu af bankamál-
um, bæði af alþjóðlegum vettvangi og
úr starfi sínu sem ráðuneytisstjóri
iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, og
hann hófst handa á að kynna hug-
myndir sínar um samstarf við er-
lenda fjármálastofnun og nauðsyn
þess að ná sem mestum ávinningi úr
fjárfestingu bankans í Vátrygginga-
félagi íslands á fundi með bankaráði
daginn eftir að hann tók til starfa.
Sá Landsbankann
í tölum og skýrslum
Halldór sagði að hann hefði alltaf
séð Landsbankann í tölum, skýrslum
og greinargerðum, en hann kæmi til
starfa með virðingu fyrir sögu bank-
ans og því, sem þar hefði verið afrek-
að. Hann sagði að umræðan um
bankann undanfarið vegna laxveiði-
ferða og risnumála hefði verið erfið
og ósanngjörn þar sem bankinn hefði
skilað ágætri afkomu á liðnu ári. I
þeim efnum mætti ekki láta laxveiði-
málin villa sýn. Breytingar hefðu ver-
ið gerðar á stjórnsldpulagi bankans á
ýmsum sviðum, bankinn nyti trausts
og hjá lánshæfismatsfyrirtækjum
hefði hann fengið góða umsögn.
Hann sagði að eitt af því, sem
þyrfti að breyta væri tölvu- og upp-
lýsingakerfi bankans. Þessi kerfi
stæðust þær kröfur, sem nú væru
gerðar, en horfa þyrfti til framtíðar.
Sérstaklega þyrfti að ti-yggja að
vandamál tengd ártalinu 2000 yrðu
leyst. Sagt er að við þau áramót muni
hugbúnaður ruglast og tölvukerfi
bresta verði ekkert að gert því að að-
eins sé gert ráð fyrir tveggja stafa
tölu í klukkum tölvukerfa og ski'án-
ingu ártala í gögnum og færslum.
Bankinn í góðri stöðu
Halldór kvaðst ánægður með það
bú, sem hann tæki nú við.
„Bankinn hefur á að skipa góðu
starfsliði og hefur sjálfsagt besta
dreifikerfi allra íslenskra fjármála-
stofnana,“ sagði Halldór. „Þetta er
styrkur bankans í því hlutverki að
verða forustuafl í viðskiptabanka-
þjónustu og veita alhliða fjármála-
þjónustu.“
Halldór kvaðst telja að dreifileiðir í
fjármálaþjónustu væru vafalaust að
breytast um þessar mundir og það
gæti leitt til fækkunar útibúa. Þetta
mætti meðal annars rekja til alnets-
ins, símaþjónustu fyrir viðskiptavini
og fleira.
„Það mun vafalaust leiða til breyt-
inga hjá öllum varðandi rekstur úti-
búa,“ sagði hann. „Ég er þeirrar
skoðunar að verið geti að breyta
þurfi samsetningu dreifikerfisins
þannig til dæmis að afgreiðslustaðir
komi í stað útibúa og eitthvað þurfi
að einfalda kerfið um leið og fleiri
dreifiliðir geta komið til. Ég er sann-
færður um það, sama er á hvaða sviði
atvinnulífs, að kostnaður, aðhald og
samkeppni munu leiða til þess að
þjónustufyrirtæki verði að hafa boð-
leiðir eins stuttar og hægt er bæði til
að hraða þjónustu og minnka til-
kostnað. Þessi mál hljóta að verða í
athugun hjá öllum viðskiptabönkun-
um og ekki síst hjá Landsbankanum.
En þetta eru atriði, sem gerast á
nokkrum árum. Ég er ekki að boða
neinar breytingar hér og nú.“
Áhersla á VÍS
Halldór hefur gert sér tíðrætt um
að nýta þurfi þau tækifæri, sem skap-
ast hafi við kaup bankans á helmingi í
Vátryggingafélagi Islands.
„Þetta er mikilvægt fyrir báða að-
ila, VÍS og Landsbankann, og það
hefur almenningur þegar séð,“ sagði
hann. „Ég hef sett það í forgangsröð
verkefna að halda þeirri þróun
áfram."
Fjármálaþjónusta fyrirtækja hefur
tekið gagngerum breyting-
um á undanfomum árum
og Halldór sagði að það
hlyti að hafa áhrif á útlána-
stefnu bankans.
„Islensk fyrirtæki geta
nú leitað fjármagns án
milligöngu fjármálastofnana með
beinum útboðum," sagði hann.
„Einnig vinna þau meira í sambandi
við opin tilboð. Það er einfaldlega
hlutverk Landsbankans að geta tekið
þátt í þeirri samkeppni og uppsetn-
ing á viðskiptastofu að Laugavegi 77
er svar bankans. Það má ekki gleyma
því að Landsbankasamstæðan sem
slík er sterk og benda má á að Lands-
bréf hafa getað veitt öfluga þjónustu.
Þetta tvennt er styrkur bankans."
Landsbankinn hefur orðið fyrir
áföllum vegna lána, sem banldnn
veitti og fékk ekki endurgreidd nema
að litlum hluta vegna gjaldþrota.
Halldór sagði að þessi útlánavandi
Landsbankans væri að miklu leyti að
baki.
„Eftir síðustu efnahagsniðursvéiflu
komu upp nokkur vandamál," sagði
hann. „Það voru ýmis lán til atvinnu-
fyrirtækja, sem stóðu höllum fæti, og
SÍS-málið þekkja allir. Það hefur ver-
ið unnið vel úr því sem gerðist á árun-
um 1990 og 1991 og var vandi Lands-
bankans. Þetta er að baki að mestu
leyti. Ég þarf reyndar að klára ýmsa
þætti í því, en ég kem sem betur fer
til starfa með samkomulag við banka-
ráð um það að minn tími og kraftar
fari í að byggja upp og horfa til fram-
tíðar - efla samkeppnisstöðu bankans
og treysta þá þætti, sem eru veikir."
Halldór hefur ekki mikið látið uppi
um framtíðaráform sín. Daginn, sem
hann tók við sem bankastjóri, lýsti
hann þó yfir því að hann hygðist
koma Landsbankanum í fremstu röð
í Norður-Evrópu.
„Ég vil koma þeim boðskap til við-
skiptavinanna að bankinn ætli sér að
verða í fremstu röð,“ sagði hann.
„Það er hins vegar best að láta verkin
tala í þvi. Við þurfum að einbeita okk-
ur að því að gera það sem vel er gert
betur."
Skýr markmið í rekstri
Hann sagði að setja þyrfti skýr
markmið í rekstri bankans, þar á
meðal um arðsemi, rekstrarkostnað
sem hlutfall af rekstrartekjum, eigin-
fjárstöðu og öryggi í útlánum og
starfsemi þannig að afskriftir væru
vel innan við einn af hundraði. Hann
kvaðst ekki vilja nefna neinar tölur í
þessu sambandi þar sem enn væri
verið að ræða þessi mál innan bank-
ans. Hins vegar yrði miðað við það,
sem tíðkaðist í bönkum í Norður-
Evrópu.
„Mín helsta fyrirmynd er sú endur-
skipulagning, sem átt hefur sér stað á
Norðurlöndum," sagði hann. „Banka-
kerfin í Frakklandi og Þýskalandi
eru ekki þau best reknu, en á Bret-
landi er að finna sterk fyrirtæki. Af
Evrópuríkjunum stendur Holland
upp úr. Hollendingar hafa rekið sína
bankastarfsemi vel. Þetta litla land
hefur náð að gera tvo sína stærstu
banka, ABN Amro og ING Barings,
að framsæknustu bönkum í heimi.
ING hefur komið við sögu hér á landi
með lánum til Norðuráls og jarð-
ganganna í Hvalfirði og ABN Ámro
var á árum áður atkvæðamikill banki
hér á landi.“
Nýi bankastjórinn sagði að þessum
rekstrarmarkmiðum yrði ekki náð
nema með því að auka tekjur og
lækka kostnað og það væri
stórt verkefni. I íslenska
bankakerfínu væri hlutfall
rekstrargjalda af rekstrar-
tekjum rúmlega 70 af
hundraði, en þar sem best
léti erlendis væri það 50 til
55 af hundraði.
„Það er langtímamarkmið að ná
þessum hlutfóllum nær því, sem ger-
ist í nágrannaríkjunum," sagði hann.
„Þetta er hins vegar viðfangsefni,
sem næst ekki nema á nokkrum ár-
um. I kerfinu í heild á Islandi verður
þessu markmiði ekki náð nema með
frekari samruna á markaðnum."
Halldór lítur svo á að til þess að
nálgast þessi markmið þurfi bankinn
að auka bæði þjónustu og ná auknum
hlut í innlánum og annarri fjármála-
þjónustu og frekari samvinna við VÍS
og öflug vöruþróun ásamt aðhaldi í
kostnaði og bættu skipulagi væru
mikilvæg atriði.
„Hvað varðar sameiningu í banka-
kerfinu er ljóst að markmið eiganda
bankans, ríkisins, eru skýr,“ sagði
hann. „Finnur Ingólfsson, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, sagði á aðal-
fundi bankans að hann vildi sjá breyt-
ingar á markaði til að auka verðmæti
hlutafjár ríkisins í þessum þremur
hlutafélagabönkum, sem tóku til
starfa um síðustu áramót. Hann vildi
sjá aukna samkeppni, lækkun á heild-
artilkostnaði samfara víðtækari og
ódýrari þjónustu jafnframt því sem
sköpuð yrðu skilyrði til að laða að
kjölfestufjárfesta og alþjóðlega fjár-
festingu. Það er erfitt að ná öllum
þessum markmiðum í einu, en þau
eru skýr og eðlileg.
Spumingin er hvernig Landsbank-
inn falli best inn í þetta. Tryggja
verður það, sem þegar er hafið, og á
ég þar við fjárfestinguna í öðru fjár-
málafyrirtæki, VÍS, þannig að málið
er ekki jafn knýjandi fyrir Lands-
bankann á þessu stigi og fyrir hina
viðskiptabankana. Ég útiloka ekkert
en geng út frá því að samvinnan við
VÍS hafi forgang og Landsbankinn
verði sjálfstæð eining.“
Vill horfa út fyrir landsteinana
Halldór kvaðst vera þeirrar hyggju
að til að ná settum markmiðum væri
óþarfí að einblína eingöngu á þau
tækifæri, sem byðust innan lands.
„Spurningin er hvort frekari vöxt-
ur Landsbankans eigi ekki alveg eins
að vera utan íslands," sagði hann.
„Ætti Landsbankinn að leita eftir
samstarfi við erlendan viðskipta-
banka til að ná ofangreindum mark-
miðum? Er það kannski stysta leiðin
til að tryggja aðgang að nýjum vör-
um og nýjustu tækni? Annar kostur
við slíka alþjóðavæðingu væri að-
gangur að viðskiptaneti annars banka
og lausnum á tæknilegum vandamál-
um auk þess, sem innleiða mætti nýj-
ungar í rekstri. Þetta er hlutur, sem
ég tel að eigi að vera ofarlega í for-
gangsröðinni að kanna á næstu mán-
uðum. Þar vil ég horfa til þessara
sömu ríkja og ég nefndi áðan, en ann-
ar aðili, sem hefði áhuga á samstarfi
af þessu tagi, gæti verið vandfund-
inn.“
Halldór sagði að þetta væri ná-
kvæmlega það sama og stærstu at-
vinnufýrirtækin á íslandi hefðu verið
að gera. Þau hefðu styrkt stöðu sína
með því að auka alþjóðlega starfsemi.
Náið samstarf,
en ekki samruni
,Á þessu stigi er ég fyrst og fremst
að tala um náið samstarf,“ sagði
hann. „Samruni yfir landamærin er
ekki á dagskrá. Ég er viss um að ekki
er í augsýn samstarfsaðili, sem gæfi
tilefni til þess, ekki einu sinni á Norð-
urlöndum, þar sem orðið hefur sam-
runi yfir landamæri. Ástæðan er sú
að samruni verður að vera milli jafn-
ingja. Hitt væri yfirtaka og það er
enginn áhugi fyi'ir því. En þess vegna
segi ég að það eigi að vera ofarlega á
forgangslistanum að efna til náinnar
rekstrarsamvinnu við alþjóðlegan
viðskiptabanka. Rökin eru skýr og ég
er með ýmis nöfn í kollinum. Það er
hárrétt að það yrðu mikil samlegðar-
áhrif af samruna Landsbankans við
aðra banka innan lands og sömuleiðis
innbyrðis milli hinna bankanna. Ég
tek enga afstöðu á þessu stigi, en
bendi á að aðrir kostir eru nærtækari
og VIS og alþjóðavæðing eru brýn
forgangsverkefni. Landsbankinn
verður að hafa sveigjanleika og styrk
til að geta brugðist hratt og vel við,
en fyrst er að bíða niðurstöðu eigand-
ans og hvert hann vilji að þessar
þrjár stofnanir fai'i. Síðan er það ein-
stakra banka að spila úr þeim
ákvörðunum, sem verða teknar."
Hyggst skrá bankann á hluta-
bréfamarkaði fyrir mitt ár
Halldór sagði að það væri brýnt
fyrir bankann að geta boðið út nýtt
hlutafé og skráð bankann á markaði
fyrir mitt árið. Styrkja þyrfti eigið fé
bankans vegna áframhaldandi kaupa
á eignarhlut í VÍS. Þessi kaup þrýstu
á það að bankinn aflaði aukins hluta-
fjár og taka yrði það mál fyrir á
næstu vikum. Ekki hefði verið tekin
ákvörðun um neinar upphæðir, en
nafnvirði hlutafjár í bankanum væri
5,5 milljarðar. Á undirbúningsstigi
hefði verið rætt um að bjóða út 12%
nýtt hlutafé í því skyni einu að
tryggja skráningu á verðbréfamark-
aði og selja tiltekinn hlut til starfs-
manna, sem ríkið hefði ákveðið að
starfsmenn ættu að fá að kaupa á
innra virði bankans, sem væri eigið fé
yfir nafnvirði hlutafjár. Það yrði hins
vegar matsatriði af hálfu bankans um
hvaða tölur yrði að ræða þarna, en
vafalaust yrði hlutfallið að vera
hærra en 12 af hundraði.
Að sögn Halldórs hefur nokkrum
sinnum verið gert ófoi-mlegt mat á
Landsbankanum og lægi fyrir að
markaðsvirði gæti verið allt frá níu
milljörðum upp í 13 milljarða. í gengi
gæti það þýtt allt frá 1,8 upp í 2,5-falt
nafnverð. Ég vil í raun ekkert segja
um markaðsvirðið, en þetta hefur
komið fram opinberlega. Á næstunni
mun fara fram nákvæmt mat á
Landsbankanum og eignum hans
þannig að við munum fá mjög skýra
mynd af stöðunni. Nú er verið að
ræða við fjóra fremstu fjárfestingar-
banka heims um að gera það mat.“
Halldór kemur í Landsbankann úr
iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu þar
sem hann hóf störf árið 1994. Hann
varð ráðuneytisstjóri árið 1996 og
stýrði meðal annars lokasamningum
um stækkun Islenska álfélagsins,
sem undirritaðir voru árið 1995, og
viðræðum um stofnun Norðuráls,
sem frá var gengið sumarið 1997.
Hann stýrði einnig undirbúningi á
formbreytingu ríkisviðskiptabank-
anna í hlutafélög sem gekk í gildi um
síðustu áramót. Halldór var því síður
en svo ókunnugur málefnum Lands-
bankans þegar hann settist í banka-
stjórastólinn daginn eftir að banka-
stjórarnir þrír, Björgvin Vilmundar-
son, Halldór Guðbjarnason og Sverr-
ir Hermannsson, sögðu af sér á öðr-
um degi páska í kjölfar umræðna og
gagnrýni vegna risnukostnaðar og
laxveiðiferða á vegum bankans.
Halldór hefur áður komið nálægt
bankastarfi. Hann var aðstoðar-
bankastjóri við Evrópu-
bankann í London frá 1991
til 1994 og nú situr hann
reyndar í bankaráði hans
sem varamaður fyrir Is-
lands hönd. Árið 1993
þurfti Jacques Attali, sem
síðar gat sér orð fyrir að gefa út sam-
töl Franeois Mitterrands Frakk-
landsforseta við ýmsa leiðtoga undir
nafninu „Verbatim" eða „Orðrétt", að
segja af sér stöðu bankastjóra vegna
ásakana um spillingu. Bankanum var
ætlað að lána fé til uppbyggingar og
þróunar í Austur-Evrópu, en þótti
ganga treglega að gegna því hlut-
verki. Hörð gagnrýni kom fram þeg-
ar upplýst var að bankinn hafði varið
helmingi meira fé í höfuðstöðvarnar í
London, þar á meðal feiknlegan
marmarmainngang, en lánað hafði
verið.
Of víðtæk markmið
íEvrópubanka
„Bankinn var stofnsettur vorið
1991 og ég átti sæti í fyrstu stjórn-
inni,“ sagði Halldór. „Undir stjórn
Attalis fór bankinn út í allt of mikið,
fór út í að reyna að gera allt fyrir
alla. Það varð til þess að hann náði
ekki sérhæfingu. Síðan tókst sam-
staða innan bankans, meðal annars
fyrii' ötulan stuðning fulltrúa Norður-
landa í bankanum, um að það bæri að
einbeita sér að uppbyggingu fjár-
málastarfsemi í þeim ríkjum þar sem
bankinn væri starfandi. Það var ekk-
ert síður þessi hugmyndafræðilegi
ágreiningur milli stjómar og eigenda
bankans og Attalis, sem kristallaðist í
þessari kostnaðarvitund hans. Hann
taldi að bankinn ætti að verða ein alls-
herjarfjármálastofnun fy'ir uppbygg-
ingu Austur-Evrópu meðan aðrir
töldu að hann ætti bara að marka sér
sérhæft hlutverk við að byggja upp
einkastarfsemi í löndunum og aðrir
aðilar á borð við Alþjóðabankann,
Fjárfestingabanka Evrópu, Norræna
fjárfestingabankann og aðra svæðis-
banka í álfunni gætu sinnt öðrum
hliðum. Að auki komu upp mál, sem
vörðuðu eyðslu hans persónulega,
sem ui-ðu til þess að hann sagði af sér.
Það voru í sjálfu sér ekki alvarleg
mál, en þau sköpuðu neikvæða um-
ræðu um bankann, sem leiddi til þess
að hann afréð að segja af sér.“
Halldór sagði að hin hugmynda-
fræðilega deila hefði verið óleyst þeg-
ar nýr maður, Jacques de Larosiére,
fyrrverandi forstjóri Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins og seðlabankastjóri
Frakka, kom inn í bankann, en hann
hefði ákveðið að einbeita sér að þvi að
setja bankanum forgangsverkefni, af-
marka áherslusvið og það hefði haft
bein jákvæð áhrif á afkomuna. Síðan
hefði banldnn dafnað og eigendur
verið það ánægðir að fyrir tveimur
árum hefði verið ákveðið að tvöfalda
hlutafé hans.
Fylgist með efnahags-
og atvinnulífí
Víða hefur komið fram að Halldór
hafi lítinn áhuga á laxveiðum og fari
reglulega í sund, en hann hefur ýmis
áhugamál önnur. Hann gefur sér-
stakan gaum að öllu, sem varðar
efnahagsh'fið og atvinnuuppbygg-
ingu.
„Ég tel að það sé afar brýnt fyrir
íslenskt samfélag að atvinnulífið
verði fjölþættara," sagði hann. „Fjöl-
þætt atvinnu-, iðnaðar- og þjónustu-
uppbygging getur skilað mikiu. Ég
hef alltaf verið áhugamaður um al-
þjóðavæðingu íslensks atvinnulífs og
unnið mikið að þeim málum. Ég tel
að gildi erlendrar fjárfestingar á ís-
landi eigi eftir að aukast og þarf þar
að leggja áherslu á fleiri svið. Áfram-
haldandi fjárfesting er ekki aðeins
mikilvæg vegna þess að þá kemur
mikið fjármagn inn í landið heldur
þess að með vilja erlends aðila til að
taka áhættu með eigið fé kemur að
hann setur alla sína reynslu af stjórn-
un, markaðssetningu og tæknimálum
inn í verkefnið. Því fer í raun fjan-i í
dag að það sé skortur á fjármagni á
íslandi, heldur er brýnt að auka er-
lenda fjárfestingu á öllum sviðum
vegna þess sem henni fylgir.“
Halldór kveðst vera mikill fjöl-
skyldumaður og hafa yndi af að ferð-
ast bæði innan lands og utan. Hann
er kvæntur Karolínu Fabínu Söebech
stjórnmálafræðingi og eiga þau tvö
börn, Hönnu Guðrúnu og Kristján
Guðmund.
„I seinni tíð má segja að
áhuginn verði meiri á ró-
legum stöðum til að eyða
frítímanum og það hefur
kannski komið með börn-
unum,“ sagði hann. „Við
höfum farið til Bretlands og finnst
Atlantshafsströnd Frakklands, suður
af Nantes og norður af Bordeaux,
mjög aðlaðandi. Einnig hef ég í starfi
mínu kynnst Atlantshafsströnd
Kanada og síðasta fríi eyddum við í
Nova Scotia, sem líkist Islandi að
mörgu leyti hvað vai'ðar viðmót fólks
og atvinnu. Einnig vildi ég kynnast
Nýfundnalandi og Prince Edward-
eyjum. Mér finnst Kanadamenn sam-
eina virkni bandarísks samfélags,
sem ég þekki eftir að hafa verið þar
við nám, og hlýleika og mannlega ^
þætti, sem við þekkjum frá Norður-
Evrópu."
Hlýjar taugar til
Stokkseyrar og Eyrarbakka
Hann sagði að heimahagar upp-
vaxtarins ættu sterk ítök í sér og
hann hefði hlýjar taugar til Stokks-
eyrar og Eyrarbakka.
„Ströndin þar er alveg einstök
náttúruperla," sagði hann. „Ég á líka
tengsl á Snæfellsnes og hef eytt tölu-
verðum tíma í að kynnast betur Vest-
fjörðum og Ströndum, en Karolína
kona mín á ættir að rekja til Reykja- *
fjarðar þar sem hún á enn jörðina
Reykjafjörð ásamt systrum sínum.“
Hann kvaðst lesa mikið og taka
ævisögur fram yfir skáldskap. Hann
hefði sérstakan áhuga á að lesa um
Bandaríkjaforseta og sögu Banda-
ríkjanna. Þá læsi hann allar íslenskar
ævisögur, sem kæmu út.
„Ég les miklu minna af skáldsög-
um en áður,“ sagði hann. „Ég les
frekar íslenskar skáldsögur en er-
lendar, en get þó sagt að ég hélt mik-
ið upp á Somerset W. Maugham og
hef eins og flestir gefið mér tíma til
að lesa perlur bókmenntanna. Þegar
ég var í menntaskóla í Noregi las ég
til dæmis Knut Hamsun.“
Hann kvaðst hafa haft sérstaka
ánægju af að lesa ævisögu banda-
ríska stjórnmálamannsins Tips
O’Neils, sem var þingmaður
Massachusetts og forseti fulltrúa-
deildar Bandaríkjaþings. Hans
kennisetning var „All politics are
Iocal“ (öll stjórnmál eru staðbundin)
og sagði Halldór að O’Neil hefði gefið
sér mikla innsýn í heim stjómmála
hvar sem er.
„Þá las ég nýverið ævisögu Bills
Clintons Bandaríkjaforseta og Tonys
Blairs, forsætisráðherra Bretlands,“
sagði hann. „Við lestur ævisögu Bla-
irs sést að þar fer stefnufastur og
traustur einstaklingur frá byrjun.
Hvað Clinton varðar læt ég nægja að
segja að þar fer flóknari persónu-
leiki.“
EIvis, Bítlarnir
og ítalskar óperur
Á tónlistarsviðinu kvaðst hann hafa
sérstakt dálæti á Elvis Presley og
Bítlunum. Þá hefði hann mikinn
áhuga á óperum frá föður sínum,
Kristjáni Friðbergssyni.
„Pabbi átti mikið safn af ópemm
og ég hlustaði á það,“ sagði hann.
„Eg hef mjög gaman af ítölsku meist-
urunum og hlusta oft á ópemr í bíln-
um, þá helst eitthvað af léttara tag-
inu.“
Halldór kvaðst hafa leikið fótbolta
þegar hann var ungur. Mest fylgdist
hann með enska boltanum og þar
sem hann hefði búið í Wimbledon
hefði hann sérstakt dálæti á
Wimbledon-liðinu.
„Ég játa að margir hlæja að því að
Wimbledon spili grófan fótbolta,
spymi fram og vinni úr því, en ég hef
haft gaman af að fylgjast með ein-
stökum leikmönnum og þá sérstak-
lega Vinnie Jones, sem þykir grófur
en þegar meira er lesið um hann
kemur í ljós að hann er mikill fjöl-
skyldumaður og prúður.“
Hann styður Stjörnuna í Garðabæ
í knattspyrnu þótt gengið hafi verið
slakt á liðnu sumri. Hann sagði að lið-
ið hefði hins vegar leikið betur, en
uppskeran bar vitni og ekki átt fall
stólið.
Kvennahandboltinn í sókn
Halldór fylgist sérstaklega með
gengi Stjömunnar í kvennahandbolt-
anum.
„Ragnheiður Stephensen, leikmað-
ur Stjörnunnar, kennir Hönnu dóttur
minni og við reynum að fara á flesta
heimaleitó liðsins,“ sagði hann.
„Kvennahandboltinn er í mitólli sókn
um þessar mundir og leikir Stjörn-
unnar og Hauka í úrslitum handbolt-
ans sýna hvað hann er orðinn öflugur
og skemmtilegur að horfa á.“
Eftir þessum orðum að dæma má
búast við að Halldór J. Kristjánsson
verði ekki með hugann við bankamál
þegar Stjarnan og Haukai' leika til
úrslita í oddaleik liðanna í dag.
Miðað við það
sem tíðkast
í bönkum
í N-Evrópu
Brýnt að auka
erlenda fjár-
festingu á öll-
um sviðum