Morgunblaðið - 25.04.1998, Síða 41

Morgunblaðið - 25.04.1998, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 41 AÐSENDAR GREINAR Islenska alþjóðlega skipaskráningin FÖSTUDAGINN 17. apríl birt- ist grein eftir Sigurð Sigurgeirs- son titlaður skipamiðlari í Lund- únum undir yfirskriftinni „ís- lenska alþjóðlega skipaskráning- in“. Grein þessi er, eins og hann réttilega bendir á, sami söngurinn um rétt íslenskra út- gerðarmanna til að ráða um borð erlenda farmenn frá þróunar- löndum á launum ILO, Alþjóða vinnu- málastofnunar Sa- meinuðu þjóðanna (um 30.000 ÍKR/mán.) eða þaðan af minna. Sigurður bendir á að íslenskum kaup- skipum undir íslensk- um siglingafána fækk- ar. Ég vil hins vegar benda honum á að mönnunin um borð í kaupskipum í eigu ís- lensku skipafélaganna hefur hingað til verið íslensk. íslenskir kjarasamningar hafa gilt um borð án tillits til sigl- ingafánans. íslensk alþjóðleg skipaskrá mundi breyta þessu. Is- lensku farmennimir myndu missa vinnu sína um leið og það yrðu ís- lensk lög að útgerðarmönnum væri frjálst að gera kjarasamninga við þau stéttarfélög farmanna sem þeir kysu sjálfir. Ef val okkar farmanna stendur á milli þess að sjá erlenda lág- launamenn sigla undir islenskum fána um borð í íslenskum kaup- skipum skráðum í íslenskri alþjóð- legri skipaskrá og þess að sigla sjálfir um borð í íslenskum skipum undir erlendum hentifána, þá velj- um við síðari kostinn. Besta lausnin væri að fella ein- faldlega niður skráningargjöld ís- lenskra kaupskipa með sama hætti og gert er af flugvélum og fiski- skipum. Til þess þarf ekki að koma Jónas Garðarsson til nein alþjóðleg íslensk skipa- skráning. Þetta á skipamiðlarinn í Lundúnum hins vegar bágt með að skilja. En til að hann hugsi nú málið aðeins nánar þá vil ég spyrja hann eftirfarandi spurningar. Hefur norska NIS og danska DIS fjölgað þarlendum hásetum? Hefur staða sjó- mannaskólanna eflst í þessum löndum eftir að þessar alþjóða- skrár urðu til? Er því ekki öfugt farið, Sig- urður? Þessar rót- grónu siglingaþjóðir hafa, samkvæmt mín- um upplýsingum, orð- ið að þjóða útgerðun- um skattalækkanir gegn ráðningu inn- lendra farmanna til að forða algeru hruni farmannastéttar landa sinna. En það virðist ekki ætla að duga til. Nú afnemur Holland alþjóðaskrá sína og gerir útgerðarmönnum kleift að ráða erlenda láglaunamenn á ILO-Iaun um borð í hollensk skip undir hollenska siglingafánanum. Til þess þarf enga alþjóðaskrá, heldur einfalda lagabreytingu sem skerðir frelsi hollensku stétt- arfélaganna. Sjómannafélag Reykjavíkur krefst þess nú af fulltrúum Nor- ræna flutningamannasambandsins NTF hjá ITF að þeir beiti sér fyr- ir því í sumar að hollenski fáninn verði lýstur hentifáni. Þá er að minnsta kosti hægt að hækka launin um borð upp íyrir ILO- launin, u.þ.b. þrefalt. Sjómannafélag Reykjavíkur gekk í ITF fyrir 75 árum í ár. Þá var það gert til að stöðva löndun íslensks afla á Bretlandi. Þá gripu íslenskir útgerðarmenn til verk- í dag er hæfingarstöðin Bjarkarás opin almenningi, segja Arni Már Björnsson og Þórhildur Garðarsdóttir, og hvetja fólk til að koma. verið lögð á að finna hjálpartæki og laga umhverfi og tækjakost að hreyfihömluðum starfsmönnum. Að sama skapi hefur vægi líkamsþjálf- unar og -umönnunar aukist til muna þar sem þessir starfsmenn eiga í hlut og reikna má með að þessi þátt- ur þjónustunnar verði æ meiri á komandi árum. Eins og áður segir fer fram önnur þjálfun en starfsþjálfun í Bjarkarási. Má þar nefna félagsþjálfun og þjálf- un í athöfnum daglegs lífs með það að markmiði að auka sjálfshjálp. Fatlaðir starfsmenn taka þátt í vinnu í eldhúsi og borðstofu og frágangi á deildum. Einnig hafa þeir tekið þátt í ræstingum. Sjúkraþjálfarar sjá um leikfimi og sjúkraþjálfun íyrir þá sem þess þurfa með og á sumrin fara flestir í sund tvisvar í viku. Húsakostur Bjarkaráss hefur tek- ið nokkrum breytingum á þessum 27 árum. Útisundlaug vai- byggð 1979 og breytti hún miklu fyrir starfsem- ina. Fyrsta skóflustunga að gróður- húsi var tekin í september 1991 en starfsemi þar hófst eins og íyrr segir í janúar 1993. fallsbrjóta utan af landi í viðureign sinni við reykvíska sjómenn. Enn stendur baráttan yfir, en nú hafa útgerðarmenn hins vegar notfært sér aðstæður fátæks fólks í þróun- arlöndunum og gert þannig far- menn eigin landa atvinnulausa í miklum mæli. Verði íslenskri alþjóðaskipaskrá komið á á Islandi með sams konar afleiðingum og í löndunum í kring- Við höfum engu að tapa en allt að vinna með niðurfellingu skráningargj aldanna, segir Jónas Garðarsson í svari til Sigurðar Sigurgeirssonar. um okkur með hruni farmanna- stéttarinnar og lokun sjómanna- skólanna, þá munum við ekki hika við að láta lýsa íslenska fánann hentifána hjá ITF. Við munum nefnilega slást til síðasta far- manns, því við höfum engu að tapa en allt að vinna með niðurfellingu skráningargj aldanna. Islensku skipafélögin standa nefnilega ekki í neinni teljandi samkeppni við aðra en sjálfa sig í flutningum til og frá landinu. Nið- urfelling skráningargjaldanna mundi því gera þeim ljúft og skylt að sigla undir íslenskum fána með íslenskum áhöfnum í íslenskum flutningum til og frá landinu. Út- flöggun og alþjóðleg íslensk skipa- skrá væru þá alveg óþörf fyrirbæri hér um slóðir. Höfundur er formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur. KOSNINGAR 98 Miðbær Mosfellsbæjar < HVAÐ ER bæjarfé- lag án miðbæjar? í öll- um stærri bæjarfélög- um á landinu hefur það verið metnaðarmál að stuðla að uppbyggingu öflugs miðbæjar. Að gefa íbúunum tækifæri til að sækja fjölbreytta þjónustu og verslun á miðbæjarsvæði. Bæði er þetta til komið vegna þess að slíkt skapar fleiri störf í bæjarfélag- inu og eykur verslun í heimabyggð. Þetta virð- ist andstæðingum Sjálf- stæðisflokksins í Mos- fellsbæ ómögulegt að skilja. Öll þeirra orka hefur farið í að fjargviðrast út í uppbyggingu sjálf- stæðismanna á miðbæjarsvæðinu án þess að benda á neinar aðrar raun- hæfar leiðir til að efla verslun og þjón- ustu í bænum. Fyrir síðustu kosning- ar höfðu þeir mörg orð um að Mos- fellsbær væri svefnbær, það þyrfti að efla atvinnulífið og útrýma atvinnu- leysi. Ef ég man rátt þá átti þetta ekki að taka nema nokkrar vikur. En hvað hefúr verið gert? Atvinnuleysi er enn til staðar í bænum og það eina sem gert hefúr verið er að stofna Atvinnu- þróunarsjóð, sem er ætlað að leggja skattpeninga okkar íbúanna í áhættu- rekstur atvinnulífsins. Er þetta eina leiðin eða er það ekki einmitt hlutverk bæjarfélagsins að skapa umgjörð og bæjarbrag sem hvetur fyrirtæki og einstaklinga til þess að hefja atvinnu- rekstur í bænum. Uppbygging miðbæjar í Mosfells- bæ fyrir tilstuðlan sjálfstæðismanna er það eina raunhæfa sem gert hefur verið í atvinnumálum bæjarins á und- anfómum áram. Ibúar Mosfellsbæjar hafa verið fljótir að átta sig á auknum möguleikum á verslun í sinni heima- byggð og hafa nýtt sér þessa mögu- leika. Ekki nóg með að þetta hafi fjölgað störfum í bænum, heldur hef- ur þessi uppbygging skilað meiri verslun inn í bæjarfélagið, sem ekki var þar fyrir. Þátttaka bæjarins í uppbyggingu á torginu í Kjama hefur blásið nýju lífi í bæjarbraginn og era félagasamtök nú þegar farin að nýta sér svæðið til framdráttar sínum Pétur U. Fenger hugðarefnum. Þó ekki sé langur tími ! liðinn frá því að fyrstu fyrirtækin hófu starf- í semi í Kjama þá lofar 1 framhaldið góðu. Fyrir- 1 tæki og einstaklingar ‘ sem hafa haft áhuga á ! verslun og viðskiptum í * Mosfellsbæ horfa nu öðram augum á þann-• möguleika að hefja við- skipti í bænum. Við- brögð Mosfellinga hafa j verið mjög góð og hafa I þeir sýnt það í verki að f þeir era tilbúnir að ‘ sækja þjónustu í bæinn sé upp á hana boðið. | Það er alltaf erfitt að brjóta ísinn en . sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ höfðu . trú á að hægt væri að treysta at> , vinnulífið í bænum með uppbyggingu ; miðbæjar. Gera þarf miðbæinn vistlegan, segir Pétur 1 U. Fenger, og eftirsóttan fyrir | fyrirtæki og einstaklinga. Þetta verk þarf að klára, gera mið- bæinn vistlegan og eftirsóttan fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem þar vilja stai-fa og versla. Sjálfstæðis- menn vilja skapa miðbæjarsvæðinu f þá umgjörð sem sæmir ört vaxandL#- bæjarfélagi. Mosfellsbær er í dag í hópi stærstu sveitarfélaga landsins og þarf á því að halda að það verði skapað svigrúm fyrir íbúana til að sækja vinnu og sem fjölbreyttasta þjónustu í bænum. Sjálfstæðisflokk- urinn vill fá tækifæri til að sýna það í verki að þetta sé hægt þrátt fyrir ná- lægð við höfuðborgina. Bærinn hefur um margt sérstöðu á meðal sveitar- félaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þessa sérstöðu eigum við að nýta okkur til hagsbóta fyrir það fólk sem þar vill búa. Höfundur skipar 4. sætið á D-lista sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. Ýmis önnur starfsemi hefur verið í Bjarkarási gegnum tíðina. Má nefna í því sambandi málfundafélagið Ljós- ið sem stofnað var af starfsmönnum staðarins 1976 og starfaði í fjölda ára. Svipaða sögu má segja um íþróttafélagið Björk. Einnig vora farnar sumai-ferðii' fyrr á áram bæði innan lands og utan. Yoga hefur ver- ið iðkað í Bjarkarási, unnið við leir- vinnslu og -brennslu og boðið hefur verið upp á danskennslu. Segja má að Þjálfunarskóli ríkisins hafi hafið störf sín í Bjarkarási því þar hófst kennsla fullorðinna um 1973, en þessi kennsla fluttist síðan um 1980 á Læk og síðan að Blesugróf 27 þar sem skólinn er enn þann dag í dag. Opnun Bjarkaráss var mikið og gott framtak og má með sanni segja að Styrktarfélag vangefinna hafi verið brautryðjandi á þessu sviði. Eins og sést á þessari yfirferð um starfsemi Bjarkaráss hefur hún tek- ið miklum breytingum á þessum 27 árum frá því staðurinn hóf starfsemi sína. Undanfarin ár hefur uppbygg- ing dagþjónustuúrræða þó ekki verið nægjanlega ör og hafa biðlistar lengst ár frá ári. Er þetta í engu samræmi við þá jákvæðu þróun sem hefur verið í búsetumálum fatlaðra. Ýmis teikn eru þó á lofti um það að úrbætur séu í nánd. Má í því sam- bandi velta fyrir sér hvort enn eitt breytingatímabilið í sögu Bjarkaráss sé að renna upp. Árni Már Björnsson er forstöðu- þroskaþjáifi á Bjarkarási og Þór- hildur Garðarsdóttir er yfirþroska- þjálfi á Bjarkarási. Fást sem: mjúkar, millistífar, stífar eða mjög stífar Bómullaráklæði, teygjanlegt í báðar áttir. Þolir 60° þvott Þrjár mismunandi gorma- uppbyggingar Vandaður myndalisti fáanlegur Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.