Morgunblaðið - 25.04.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.04.1998, Blaðsíða 44
* 44 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Vorleikur í Fáksmönnum Ingimar Sveinsson á leið í „úreldingu“ 5. Rósa Valdimarsdóttir á Jónka frá Álfhólum. Ungmenni 1. Hrafnhildur Guðmundsdóttir á Ögra frá Vindási. 2. Ragnheiður Kristjánsdóttir, Fáki, á Snót frá Þverá. 3. Ásgeir Ö. Ásgeirsson á Kviku frá Hamraborg. 4. Guðmar Þ. Pétursson, Herði, á Moz- art frá Nýjabæ. 5. Bergþóra Snorradóttir, Fáki, á Blóma frá Dalsmynni. Unglingar 1. Sylvía Sigurbjörnsdóttir, Fáki, á Fylki frá Armúla. 2. Benedikt Birgisson á Zon'ó frá Þverholti. 3. Hrafnhildur Jóhannesdóttii-, Herði, á Safron frá Hvíteyrum. 4. Þórunn Kristjánsdóttir,, Fáki, á Nunnu frá Páfastöðum. 5. Aníta Aradóttir á Faxa frá Sogni. Börn 1. Steinar T. Vilhjálmsson, Fáki, á Hrafni frá Ríp. 2. Þóra Matthíasdóttir, Fáki, á Gosa frá Auðsholtshjáleigu. 3. Sara Sigurbjörnsdóttir Fáki, á Tvist frá Skarði. 4. Sólveig Pétursdóttir á Glaumi frá Vindheimum. 5. Linda R. Pétursdóttir, Herði, á Ár- vaki'i frá Ármóti. • Nýhrossakeppni fyrir nýgræðingana Nýhrossakeppni er nýjasta hugmyndin í tegund hestamóta. y* Fáksmenn héldu mót um helgina undir þess- um formerkjum en buðu einnig upp á opna töltkeppni svo og Vor- leika Fáks. Valdimar Kristinsson leit við á Víðivöllum og fylgdist Þ! með því sem þar fór fram. AÐ SAUST margir glæsi- k legir og gripamiklir hestar á "ferðinni um Víðidalssvæðið á laugardag þegar þessi þrí- • þætta keppni fór fram og ljóst að hestakostur fáksmanna er hreint ótrúlega góður eins og svo oft áður. í Nýrhossakeppnina voru einungis gjaldgeng hross sem ekki höfðu náð 5. sæti eða ofar í keppni. Keppt var í fjórgangi og fimmgangi og komu þar fram margir ungir og efnilegir sem vafalaust eiga eftir að gera garðinn frægan í það minnsta sumir þeirra. A fóstdagskvöld hófst keppnin 4»með forkeppni í opinni töltkeppni þar sem voru þrír inni á velli í senn og gefnar einkunnirj sem sagt hefð- bundin töltkeppni. A laugardegi fór nýhrossakeppnin fram fyrst for- keppni með þremur á velli og ein- kunngjöf en að henni lokinni tók við Vorleikar Fáks sem var töltkeppni á beinni braut. Allt fór þetta fram á Hvammsvellinum. Fáksmenn voru fjölmennastir þátttakenda. Nýhrossakeppnin er afar góð hug- mynd þar sem knöpum gefst kostur á að koma með lítt reynda hesta til keppni. Hverjum keppanda var frjálst að skrá eins marga hesta í - hverja grein og er þetta fyrirkomu- lag því tilvalið fyrir knapa til að prufukeyra keyra nýja hesta og sjá hver staðan er hvað keppnisárangri viðkemur og hvað þarf að bæta til að skila betri árangri síðar á keppnis- tímabilinu. Urval knapa er mikið á höfuðborg- arsvæðinu og ljóst að keppnisáhugi er geysimikill þrátt fyrir úrtöluradd- ir á þá leið að þeim fari stöðugt fækkandi sem vilja eyða tíma sínum í þjálfun hross með keppni í huga. Mjög knýjandi er að koma skikk á flokkun í styrkleikaflokka í keppni. Þá verður fyrst gaman hjá þeim skemmra eru á veg komnir í þjálfun og sýningu keppnishesta. Af þeim knöpum sem fram komu er ástæða til að minnast á frammistöðu Ragn- ars Hinrikssonar sem hefur verið _ veinn af bestu knöpum landsins í rúma tvo áratugi en heldur þó til hlés seinni árin. Ragnar var nú í toppbaráttunni á öllum vígstöðvum og glímdi þar helst við Sigurbjöm Bárðarson en þeir deildu efstu sæt- unum í öllum greinum sem þeir tóku þátt í. Minnir óneitanlega á gömlu góðu dagana á áttunda áratugnum þegar þessir tveir voru bestir á með- al jafningja. En úrslit á þessu athyglisverða móti fáksmanna urðu sem hér segir: Opin töltkeppni á hringvelli — *■ Atvinnumannaflokkur 1. Ragnar Hinriksson, Fáki, á Blikari frá Miðhjáleigu. 2. Ásgeir Herbertsson, Fáki, á Vissu frá Björgum. 3. Sigurbjöm Bárðarson, Fáki, á Djákna írá Dunhaga. 4. Sigurður Matthíasson, Fáki, á Funa frá Reykjavik. __>5. Jón Gíslason, Geysi, á Vigni frá Þykkvabæ. FARIÐ var á bak alla daga nema þegar Berlín var lieimsótt og sést hópurinn hér ásamt þýskum krökkum og fararstjórunum Jóhönnu og Ágústu sem eru fremst fyrir miðju. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson SIGURBJÖRN og Ragnar börðust um sigursætin á móti Fáks um helg- ina. Hér hafði Sigurbjörn á Fursta betur í ijórgangi eftir að Ragnar á Bassa hafði haft yfirhöndina í forkeppni fjórgangs. Fara þeir hér mik- inn ásamt öðrum verðlaunahöfum, Láru Grimm á Rökkva, SnorraDal á Prins og Kjell Nattested á Færeyingi. Opinn flokkur 1. Edda R. Ragnarsdóttir, Fáki, á Kol- skeggi frá Barkastöðum. 2. Bjarni Karlsson, Fáki, á Væng frá Skeggstöðum. 3. Guðrún E. Bragadóttir, Fáki, á Freydísi frá Reykjavík. 4. Ingólfur Jónsson, Fáki, á Gusti frá Garðsauka. 5. Rúnar Bragason, Fáki, á Hersi frá Breiðabólstað. 18 ára og yngri 1. Sylvía Sigurbjörnsdóttir, Fáki, á Hirti frá Hjarðarhaga. 2. Hinrik Þ. Sigurðsson, Sörla, á Val frá Litla Bergi. 3. Bergþóra S. Snorradóttir, Fáki, á Blóma frá Dalsmynni. 4. Rakel Róbertsdóttir, Gusti, á Hersi frá Þverá. 5. Sigríður Pjetursdóttir, Sörla, á Rómi frá Bakka. Nýhrossakeppni Fimmgangur 1. Ragnar Hinriksson, Fáki, á Bendli frá Sauðafelli. 2. Auðunn Kristjánsson, Fáki, á Þyti frá Traðarholti. 3. Sigurður Matthíasson, Fáki, á Kveikju frá Árgerði. 4. Skorri Steingrímsson, Fáki, á Jóreyki frá Beinakeldu. 5. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Byli frá Skáney. Fjórgangur 1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Fursta. 2. Ragnar Hinriksson, Fáki, á Bassa frá Akureyri. 3. Lára Grimm, Fáki, á Rökkva frá Akureyri. 4. Snoi-ri Dal, Fáki, á Prins frá Ketils- stöðum. 5. Kjell Nattested, Fáki, á Færeyingi frá Fjalli. Vorleikar Fáks Atvinnumenn 1. Ragnar Hinriksson, Fáki, á Blika frá Miðhjáleigu. 2. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Hlyni frá Efri-Múla. 3. Tómas 0. Snorrason, Fáki, á Kápu frá Langholti II. 4. Gunnar M. Gunnarsson, á Þrúði frá Hólum. 5. Axel Ómarsson, Herði, á Glæsi frá Reykjavík. Karlar 1. Sigurþór Jóhannesson, á Garpi frá Arnarholti. 2. Þór G. Sigurbjörnsson, Fáki, á Hrólfl frá Bakkakoti. 3. Þorgrímur Ólafsson, á Snúð frá Hvoli. 4. Hilmar Magnússon, á Skugga frá Hreiðurborg. 5. Ingólfur Jónsson Fáki, á Grímu frá Krossi. Konur 1. Þóra Þrastardóttir, Fáid, á Hlyni frá Forsæti. 2. Alma OIse,n Fáki, á Von frá Hraun- bæ. 3. Maríanna Gunnarsdóttir, Fáki, á Hlyni frá Stóra Hofí. 4. Sara Ástþórsdóttir, á Sóldögg frá Ádfhólum. Engin slys eftir þrettán ár í tamningum „ÉG SKIL mjög sáttur við þetta. Það hefur verið mjög lærdóms- ríkt og skemmtilegt að vinna með nemendum öll þessi ár. Ég hugsa að ég sjálfur hafi lært langmest en nú er kominn tími á mann, ég er að fara í úreldingu,“ segir Ingimar Sveinsson, kennari í hestamennsku við Bændaskól- ann á Hvann- eyri, glaður í bragði að lokn- um síðasta skeifudeginum undir hans stjórn. Ingimar inn- leiddi aðferðina sem hann kall- ar „af frjálsum vilja“ á Islandi og hefur hann kennt nemendum hana síðustu árin. Hann segir að aðferðin hafi verið notuð á Hvanneyri á hátt á sjötta hund- rað hrossa og ekki eitt einasta hafi ekki svarað. Þetta hafi auð- veldað mjög tamninguna sérstak- lega með erfið og stygg hross. Ingimar og kona hans, Guðrún Gunnarsdóttir, hafa fyrir all- nokkru keypt sér hús á Hvann- eyri og kveður hann þau ekki á förum af staðnum að sinni. „Við eigum hér íbúðarhús og hesthús og góða kunningja og geri ég ráð fyrir að við verðum hér eitthvað áfram. Þegar Ingimar lítur yfir farinn veg, 13 ár í kennslu í tamningum og hrossarækt, er hann sáttur við viðskilnaðinn. Margir nem- enda hans í tamningum hafa ver- ið lítið vanir eða algjörir byrj- endur. „Ég hef aldrei þurft að láta nemanda hætta við hross. Stundum hefur þetta tekið dálít- inn tíma þegar erfið hross hafa átt hlut að máli en þetta hefur alltaf gengið upp að lokum. Ánægðastur er ég með að það skuli aldrei hafa slasast hjá mér nemandi á þessum tíma, að vísu- handleggsbrotnaði stúlka þegar hún datt er hún var á leið út í hesthús og það tel ég ekki slys við hestamennsku,“ segir Ingi- mar. Hann segir að búið sé að biðja hann um að vera áfram með námskeið í áðurnefndri tamn- ingaaðferð. Tvö námskeið voru fyrirhuguð í mars en var aflýst vegna hitasóttarinnar og nú eru komnir fímmtíu manns á lista en þessi nám- skeið verða haldin næst í haust. „Þá var ég beðinn að koma méð svona námskeið til Danmerkur og fer ég á næstu dögum. Síðast þegar ég vissi voru 150 búnir að skrá sig þar ytra. Ég tek 8 í einu en það eru ekki allir sem vilja koma með hross en ég geri ráð fyrir að ég verði fram að útskrift í vor við þessa kennslu,“ segir Ingimar og bætir við að það verði fróðlegt að sjá hvernig danskfæddu trippin muni bregðast við en þau séu alin upp í nánu samneyti við mann- inn. „Þannig hrcss eru oft erfið- ust, þau eru hætt að bera virð- ingu fyrir manninum og kunna ekki leikreglurnar sem trippi læra að öllu jöfnu í stóðlífi. Ef þau eru gæludýr sem búið er að dekra geta þau orðið hrekkjótt þegar byrjað er að temja,“ segir Ingimar og færist nú kapp í kinn þegar umræðuefnið færist nær hans hjartans máli, tamningun- um, og að þeim orðum sögðum býður hann blaðamanni í hest- húsið að líta á hross sem hann er að temja. Það er engan bilbug á honum að finna þótt sjötugur sé orðinn og ljóst að hann er enn fullur starfs- og lífsorku. „Ég er orðinn hálflatur að fara á bak á kvöldin þegar ég er búinn að vera að temja 20 nemendur og jafnmörg trippi yfir daginn en ég hef nógan tíma til þess þegar ég verð kominn í úreldinguna,“ seg- ir Ingimar að endingu og kímir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.