Morgunblaðið - 25.04.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.04.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 45 Skautahöllin í Laugardal Hestarnir hefja inn- reiðina í kvöld HESTAVÖRUVERSLUNIN Reiðsport gengst í kvöld f'yrir tölt- keppni í skautahöllinni í Laugardal þar sem valinkunnum knöpum og hestum er boðið til keppni á skautasvellinu. Meðal þeirra knapa sem mæta til leiks má nefna heims- meistarann í tölti, Vigni Siggeirs- son, íslandsmeistarann í tölti, Sig- urð Sigurðarson, Norðurlanda- meistarann Einar Öder Magnús- son, Erling Sigurðsson, Sigurbjöm Bárðarson, Ásgeir S. Herbertsson, Atla Guðmundsson og Hafliða Halldórsson. Þessir kappar og fleiri munu mæta með sína sterk- ustu hesta að sögn Reiðsports- manna. Nýtt keppnis- fyrirkomulag Keppninni verður þannig hagað að í forkeppni verða þrír hestar í senn á vellinum og einkunnir gefn- ar. Sýna keppendur hægt tölt og hraðabreytingar en ekki verður gerð krafa um yfirferð. Þess í stað verður riðið á frjálsum hraða í lok- in. Að forkeppni lokinni munu átta efstu hestamir fara áfram í útslátt- arkeppni þar sem hestur sem efst- ur verður í forkeppni mætir þeim áttunda, hestur í öðm sæti mætir þeim sjöunda og svo framvegis. Fjórir keppendur standa eftir í lokin og munu áhorfendur raða í sæti og verður notaður klappmælir til að fá niðurstöðu um röðun. Ætla má að mögnuð stemmning ráði ríkjum í skautahöllinni í kvöld í þessari nýstárlegu keppni. Völlur skautahallarinnar er svipaður að stærð og völlur reiðhallarinnar í Víðidal en rúm er fyrir eitt þúsund manns á áhorfendapöllum. Þess má einnig geta að í skautahöllinni em mjög fullkomin hljómflutningstæki sem verða óspart notuð til að ná upp viðeigandi andrúmslofti. Ækulýðsstarf hjá Gusti Vinafélag í Þýskalandi heimsótt ÆSKULÝÐSSTARFIÐ hjá Gusti hefur löngum staðið með miklum blóma og nú í nýafstöðnu páskaleyfi fóm tíu ungmenni á aldrinum 10 til 18 ára í tíu daga ferð til Þýskalands er þau heimsóttu vinafélag Gusts sem heitir því kunnuglega nafni Fákur. Með í för vom tveir fararstjórar, Jó- hanna Geirsdóttir og Ágústa Hall- dórsdóttir, en með þessari för var verið að endurgjalda heimsókn 12 ungmenna frá Fáki sem kom í fyrra. Gist var í heimahúsum hjá félags- mönnum og segir Jóhanna fararstjóri að þau hafí hlotið höfðinglegar mót- tökur og ferðin verið sérlega vel heppnuð í alla staði. Farið var þrjá daga til Berlínar ásamt þremur þýsk- um gestgjöfum en einnig var Björn Steinbjömsson dýralæknir með í för sem túlkur. Voru allir markverðustu staðii- í Berlín skoðaðir. í lok ferðar buðu íslendingarnir upp á lamba- kjötsveislu fyrir gestina en haldið var heim á föstudaginn langa. + Karítas Magn- úsdóttir fæddist á Heinabergi í Dalasýslu 1. maí 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 16. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Magn- ús Jónsson, f. 23. október 1876, d. 12. maí 1964, og Matt- hildur Sigurðar- dóttir, f. 5. desem- ber 1884, d. 11. apríl 1968. Karítas var eitt eliefu barna þeirra hjóna. Hinn 27. maí 1939 giftist Kar- ítas Ingólfi Guðmundssyni, húsasmíðameistara, f. 17. maí 1912, d. 6. október 1988. Þau bjuggu nær öll sín hjúskaparár í Sörlaskjóli 5. Þau eignuðust átta börn. Þau eru: 1) Örn Það er með þungum huga og söknuði í hjarta að ég sest niður til þess að kveðja hana ömmu mína. Mér finnst ennþá að ég geti tekið upp símtólið og hringt til að athuga hvernig hún hafí það, eins og ég var vön að gera. Það sem fyrst og fremst ein- kenndi ömmu Kæju var hlýja. Hún var ótrúlega gefandi og hugsaði alltaf síðast um sjálfa sig. Hún átti ótakmarkaða ást og þolinmæði til að gefa okkur krökkunum og veitti okkur dýrmætt veganesti í lífinu. Aldrei var hún svo upptekin að hún mætti ekki vera að því að setjast með okkur og hugga eða hug- hreysta þegar eitthvað bjátaði á. Hún reyndi ætíð að byggja upp sjálfstraust okkar og sagði oft við mig: „Dóra, þú getur gert allt sem þú einsetur þér að gera.“ í hennar huga var ekkert til sem hét upp- gjöf. Maður átti að halda ótrauður áfram þó að á móti blési. Þannig lifði hún sínu lífí. Heimili ömmu og afa í Sörla- skjólinu stóð alltaf öllum opið. Síð- an ég fyrst man eftir mér hefur fjölskyldan gjarnan komið saman hjá ömmu í hádeginu og var oft margt um manninn. Eg minnist þess þegar við Brynjar vorum við nám í Bandaríkjunum og komum i heimsókn til Islands, þá var það alltaf fastur liður að fara beint af flugvellinum í kaffí til ömmu. Það var alveg sama þótt við hefðum ver- ið lengi á ferðalagi og værum orðin þreytt. Það tilheyrði að fara í Sörla- skjólið fyrst. Þá settist amma með dóttur okkar í fangið og gaf henni kaffi með sykri í teskeið, en þetta var ákveðinn siður sem amma hafði viðhaft við yngstu bömin í fjöl- skyldunni í gegnum tíðina. Amma hafði mikið yndi af Því að hafa fólk- ið sitt í kringum sig og þykir mér vænt um að við skyldum öll vera hjá henni þegar yfir lauk. Elsku amma mín, ef ég ætti að telja upp allt það sem þú hefur veitt mér í gegnum lífið yrði það efni í heila ritgerð. Þú varst alltaf fasti punkturinn í tilveru minni. Ég kveð þig með söknuði og heiti þér því að hafa lífsreglur þínar að leiðarljósi mínu um ókomna tíð. Guð blessi þig. Dóra. Ertu horfin, ertu dáin er nú lokuð glaða bráin angurs horfi ég út í bláinn autterrúmogstofanþín, elskulega mamma mín. Gesturinn með dimma ljáinn glöggt hefúr unnið verldn sín. Ég hef þinni leiðsögn lotið líka þinnai- ástar notið fmn hve allt er beiskt og brotið burt er víkur aðstoð þín, elsku góða mamma mín. Allt sem gott ég hefi hlotið hefur eflst við ráðin þín Haukur, maki hans er Jóhanna Magn- úsdóttir og eiga þau eina dóttur. 2) Elísabet Guðrún og á hún fimm börn. 3) Ingólfur Ragnar, maki hans er Guð- björg Kristinsdóttir og eiga þau tvö. börn. 4) Matthildur Magnea, maki hennar er Vilhjálm- ur Björnsson og eiga þau tvö börn. 5) Dóra Jóhanna, f. 3. apríl 1955, d. 6. apríl 1957. 6) Guðmundur Ólafur. 7) Ríkharð- ur Þór. 8) Karl Jóhann, og á hann einn son. Barnabarnabörn Karítasar eru ellefu og barna- barnabarnaböm eru tvö. Utför Karítasar fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 24. apríl. Pó skal ekki vfla og vola veröld þótt oss bijóti í mola starfa, hjálpa, þjóna og þola það var alltaf hugsun þín, elsku góða mamma mín, og úr rústum kaldra kola kveiktirðu skærust blysin þín. (Ámi Helgason) Guð gevmi þig, elsku mamma mín. Þín aóttir Matthildur. Elsku mamma mín. Nú þegar ég kveð þig hinstu kveðju er mér efst í huga þakklæti til þín fyrir að vera kletturinn í lífi mínu. Álltaf varstu til staðar til að hvetja mig áfram. Þakklæti fyrir að vera börnunum mínum og barnabömum sú besta amma og vinkona sem hugsast gat. Minningin um þig mun hvetja mig til að lifa í þínum anda og reyna að gera mikið betur en áður. Það var samheldinn hópur bama, tengdabai-na og barnabarna þinna sem sátu hjá þér síðustu stundirn- ar. Mig langar til að þakka af heil- hug starfsfólki B-7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir þá einstöku virð- ingu og alúð sem mömmu var sýnd. Ég kveð þig, elsku mamma mín, með bæninni sem þú kenndir mér: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum.) Þín dóttir Elísabet. Ég kveð þig nú mín kæra vina Með klökkum hug og þakka allt, Já, alla tryggð og ástúðina, þú ætið lést hið besta falt. Nn bjarta minning blessuð er ogbúaskalíhjartamér. (Ingibjörg Sumarliðadóttir frá Valshamri) Elsku amma mín, nú ertu búin að kveðja og kveðjukossinn ég þér gaf. Ég veit að þú munt alltaf vera hjá mér. Ég hafði búið hjá ömmu í Skjól- unum og var orðin mjög hænd að henni þegar móðir mín ákvað að flytjast búferlum til Bandaríkj- anna. Það var því ákaflega erfitt fyrir mig að kveðja hana. Amma Kæja sagði mér frá því að síðasta kvöldið áður en ég fór bað ég hana að kveikja á tveimur kert- um og slökkva ljósið. Við sátum tvær í einu herbergi við kertaljósið og ég bað ömmu að hafa alveg hljóð. Þegar við höfðum setið svona saman í dágóða stund stóð ég upp, kyssti hana og sagði henni hvað mér þætti vænt um hana. Við bjuggum í Bandaríkjunum í nokkur ár en þegar við snerum heim þá var það fyrsta sem amma gerði að draga upp kerti, slökkva ljósin og segja mér að sér þætti vænt um mig og gott væri að fá mig heim. Ég man hvað þú varst alltaf stolt af mér þegar vel gekk hjá mér og þegar ég náði að yfirstíga erfiðleika í mínu lífi. Amma mín, þú varst svo heil og laus við alla fordóma, það vai' sama hvað ég gerði, þú stóðst alltaf með mér. Þú varst ekki alltaf sammála og reyndir að hafa mig ofan af hlut- unum en þegar ég hafði tekið ákvörðun stóðst þú heilshugar með mér. Alltaf var hægt að leita til þín, þú varst alltaf til staðar fyrir mig. Stundirnar sem við áttum saman voru yndislegar og þó sérstaklega þegai' við vorum að röki-æða um öll heimsins mál sem voru efst á baugi í það skiptið. Við gátum spjallað saman svo klukkustundum skipti og við reyndum allt sem við gátum til að sannfæra hvor aðra, sem gekk mjög misjafnlega. Við rædd- um oft um veraldleg gæði og hvort fólk væri raunverulega hamingju- samara sem ætti nóg af öllu en þeir sem rétt skrimtu í gegnum lífið. Eitt ljóð héldum við uppá sem segir allt sem segja þarf: Þó þú eigir fínni flík og fleiri í vösum lykla leiðin okkar verður lík á lokadaginn mikla. Veraldleg gæði skiptu ömmu ekki miklu máli heldur innri gæði. Ég fann til samkenndar hjá henni þegar vonbrigði lífins dundu yfir og ég upplifði að ég stóð ekki ein í bar- áttunni. Amma mín, þú hefðir orðið átt- ræð 1. maí og ég veit að þú hlakk- aðir mjög til þessa dags og við fjöl- skyldan munum halda uppá daginn saman og ég veit að þú verður hjá okkur. Huggun mín í sorginni er að loks ertu komin til afa og til Dóru dóttur þinnar sem þú misstir mjög unga. Amma mín. Far þú í friði, friúur guðs blessi þig hafðu þökk fyrir allt og allt. Anna Maria Vilhjálmsdóttir. Elsku amma Kæja mín, nú ertu farin frá mér, mikið mun ég sakna þín mikið. Ég mun sakna þess að sjá þig ekki þegar ég kem í Sörla- skjólið, sem fram eftir öllu var annað heimili mitt, því ég hef alltaf sagt að ég hafi alist upp á tveimur stöðum, í Breiðholti og í Sörla- skjóli. Ég var nú aðeins sex ára gömul þegar ég fór alein í strætó til þín og bílstjórinn gleymdi að setja mig út hjá Háskólanum eins og um var samið og þvílík hræðsla sem um- lukti mig, ég hélt ég kæmist ekki til hennar ömmu Kæju. En þetta fór nú allt vel að lokum og ég fór að koma á hverjum degi eftir skóla til þín og hjálpaði þér með öll bömin sem þú naust svo mikið að gæta. Þú varst stoðin og styttan í lífi okkar allra, ég gat alltaf leitað til þín ef mér leið illa og alltaf fór svo að ég fór brosandi út frá þér. Hvar sem þú varst geislaði af þér kátínan og þú smitaðir alla í ki-ingum þig. Við eigum svo margar og góðar minningar, amma mín, og mun ég búa að þeim alla ævi. Takk fyrir allt og allt. Þín Tabitha. Elsku amma Kæja, nú kveð ég þig með söknuði. Það verður ski'ítið að hafa þig ekki lengur hjá mér í Sörlaskjólinu þó að þú verðir alltaf í huga mínum. Þú hefur verið stór hluti af mínu lífi, ég hef búið í Skjól- unum meirihluta ævi minnar hjá þér, fyrst með mömmu og pabba og síðan núna síðustu ár með Leifi og Sólrúnu Hlín. Ég hef alltaf leitað mikið til þín og þú alltaf verið mér góð. Ég man þegar ég var lítil og fékk að sofa uppi hjá þér og þú sagðir mér sögu af bleiku og bláu KARÍTAS MAGNÚSDÓTTIR sloppunum þínum. Þú persónu- gerðir þá þannig að sá blái var sá leiðinlegi og sá bleiki sá góði og ég lifði mig inn í þetta þegar ég horfði á þá á veggnum. Eg svaf það oft m hjá þér að mamma og pabbi voru farin að biðja mig að sofa heima. En mér þótti svo gott að vera hjá þér. Það var alltaf svo gott að geta hlaupið upp til þín og að vita af þér hjá mér. Ég á svo ótal fallegar og góðar minningar um þig sem ég mun alltaf varðveita. Ég met það mikils að hafa fengið að kynnast þér svona náið og haft þig nálægt alla mína ævi. Þú varst alltaf svo góð og traust. Ég hef misst yndisleg- ustu ömmu sem hægt er að óska ♦ sér. En minningin um þig varir að eilífu og mun gefa mér styrk í sorginni. Eg er svo glöð yfir því að hafa komist heim til að kveðja þig hinstu kveðju og að hafa talað við þig ný- lega í síma. Lífið verður skrítið án þín. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku amma Kæja. Nú hvílir þú hjá afa og Dóru. Guð geymi þig. Þín Linda María. Elsku Kæja mín. Hver miiming dýrmæt perla að liðnum iífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast. þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Guð launi þér fyrir það sem þú varst mér. ^'nn Karl Jóhann. Elsku langamma, okkur langar'*’ að kveðja þig með orðum frá Jesa- ja, 54. kap. 10. versi: „Því þótt fjöll- in færist úr stað og hálsarnir riði skal mín miskunnsemi við þig ekki færast úr stað og minn friðarsátt- máli ekki raskast, - segir miskunn- ari þinn, Drottinn. Bless, amma Kæja, við vitum að Guð passar þig núna. Bamabarnabörn. „Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, Skapara himins og jarðar.“ Þessi orð úr Davíðssálmum koma mér í hug þegar ég minnist góðrarr ' vinkonu, Karitasar Magnúsdóttur. Með fáeinum orðum langar mig að þakka fyrir allar gleðistundir með henni, ekki síst heimsóknirnar á fallega heimilið hennar. Kaja eins og hún var oftast kölluð, var góðum kostum búin, hún var hjartahlý og einlæg og elskusemi einkenndi allt hennar dagfai-. Hún var glaðsinna og naut sín vel í vinahópnum, sagði skemmtilega frá og átti oft stóran þátt í því að gera samverustundirn- ar skemmtilegar. Hún lét ýmis mál- efni til sín taka. Kristniboðið átti mildð rúm í hjarta hennar. Hún var í kristniboðsfélagi kvenna í Reykja- vík og þar sem annars staðar vam hún heilshugar og örlát. Sumarbúð- " irnar í Olveri fengu líka að njóta ör- lætis hennar, hún var okkur öllum sem störfuðum þar aufúsugestur. Stjórn Olvers færir af heilum hug þakkir fyrir allt það sem hún lét þessari starfsemi í té. Kaja átti lif- andi trú og vissi hvaðan hjálpin kom, hún þráði heitt að allir fengju að kynnast þeim Drottni sem hún setti allt sitt traust á. Hún var ein af hversdagshetjunum, vann á sinn hljóðláta hátt stóra sigra sem að- eins eru skráðir í vitund ástvina hennar og samferðamanna sem áttu hana að vini. Hún átti trausta og samheldna fjölskyldu, þar sem hún naut virðingar og var metin að verðleikum. Fjölskyldu hennar allri sendi ég innilegar samúðai'kveðjur. Guð blessi ykkur öU, gengin er góð kona. Blessuð sé minning Karitasar-^, Magnúsdóttur. Sveina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.