Morgunblaðið - 25.04.1998, Page 46
46 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Ólafur Líndal
Bjarnason fædd-
ist í Skálakoti, V-
EyjaQöUum, 14.
ágúst 1952. Hann
lést á Landspítalan-
um 18. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hans eru Bjarni
Marinó Ólafsson, f.
26. febrúar 1914, d.
23. janúar 1991,
bóndi í Skálakoti,
og Katrín Marta
Magnúsdóttir, f. 22.
október 1918, býr á
Hvolsvelli. Foreldr-
ar Bjarna voru Ólafur Eiríks-
son, f. 28. mars 1892, d. 16.
október 1972, bóndi í Skálakoti,
og Guðrún Nikolína Snorradótt-
ir, f. 1. nóvember 1883, d. 8. maí
1933. Foreldrar Katrínar voru
Magnús Tómasson, f. 28. desem-
ber 1876, d. 22. september 1941,
bóndi í Steinum, A-Eyjaíjöllum,
og Elín Bárðardóttir, f. 8. sept-
ember 1882, d. 14. janúar 1949.
Systkini Ólafs eru Magnús
Bjarnason, f. 4. janúar 1942, býr
á Hvolsvelli, kvæntur Asgerði
Ásgeirsdóttur, f. 25. maí 1945,
og eiga þau 3 börn,
óskírð Bjarnadóttir,
f. 24. febrúar 1943, d.
18. apríl 1943, Viðar
Bjarnason, f. 3. apríl
1944, býr á Ásólfs-
skála, V-Eyjafjöllum,
kvæntur Þorgerði
Jónu Guðmundsdótt-
ur, f. 30. janúar 1946
og eiga þau 4 börn,
og Rúna Bjarnadótt-
ir, f. 22. mars 1948,
býr í Kópavogi, gift
Gísla Norðdahl, f. 6.
júlí 1947, og eiga þau
2 börn.
Ólafur kvæntist 21. ágúst 1974
Bimu Þorsteinsdóttur, f. 16. febr-
úar 1955, frá Heiði á Rangárvöll-
um. Foreldrar Birnu eru Þor-
steinn Oddsson, f. 23. október
1920, fyrrv. bóndi á Heiði Rang-
árvöllum, og Svava Guðmunds-
dóttir, f. 1. júlí 1918, frá Kvígind-
isfelli í Tálknafirði, búa á Hellu.
Systkini Bimu em Ásta, f. 1. nóv-
ember 1945, d. 6. nóvember 1945,
Helga Ásta, f. 10. febrúar 1947,
býr á Hvolsvelli, gift Sigurgeir
Bárðarsyni, Þórhallur, f. 10. nóv-
ember 1957, d. 6. júní 1968, Reyn-
ir, f. 14. desember 1958, býr í
Gunnarsholti, kvæntur Jónu
Maríu Eiríksdóttur, og Oddur, f.
6. apríl 1960, býr á Hellu,
kvæntur Lovísu Björk Sigurðar-
dóttur. Börn Ólafs og Birnu eru:
1) Freyr, f. 27. október 1974,
íþróttakennari í Reykjavík,
kvæntur Krisljönu Skúladóttur,
nema við Leiklistaskóla Islands,
frá Miðfelli í Hrunamanna-
hreppi, f. 14. febrúar 1975. 2)
Örvar, f. 7. apríl 1978, nemi í
Menntaskólanum að Laugar-
vatni, unnusta hans er Elísabet
Halldórsdóttir, f. 7. febrúar
1980, nemi við Menntaskólann
að Laugarvatni, frá Hveragerði.
3) Andri, f. 1. október 1985. 4)
Bjarni Már, f. 29. janúar 1991.
Ólafur ólst upp í Skálakoti og
lauk landsprófi frá Skógaskóla
1969 og stúdentsprófí frá
Menntaskólanum í Hamrahlíð
1973. Eftir stúdentspróf vann
hann hjá Flugfélagi íslands í
Vestmannaeyjum og hjá RARIK
á Hvolsvelli. Frá 13. maí 1978
hafa Ólafur og Birna búið í
Stóru-Hildisey II í Austur-Land-
eyjum.
Minningarathöfn um Ólaf
verður í Iþróttahúsinu á Hvols-
velli í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30. Jarðsett verður
að Ásólfsskála, V-Eyjafjöllum,
að lokinni athöfn, í viðurvist
nánustu aðstandenda.
OLAFUR
BJARNASON
„Dáinn, horfinn," - harmafregn!
Hvílíkt orð mig dynur yfir!
En ég veit að látinn lifir.
Það er huggun harmi gegn.
Hvað væri annars guðleg gjöf,
geimur heims og lífið þjóða?
Hvað væri sigur sonarins góða?
IUur draumur, opin gröf.
(Jónas Hallgrímsson.)
Það er farið að grænka undir
*Eyjafjöllum. Náttúran er að vakna
af vetrardvala og líf að kvikna á ný
eftir dimman vetur. Dagurinn leng-
ist. Suðlægir vindar hjálpa farfugl-
um til landsins og sauðburður er á
næsta leiti. Bjartsýni rekur út
þreytu vetrarins. Vorið er komið.
I Austur-Landeyjum ber skugga
á langþráða vorkomu. Maðurinn
með ljáinn lýtur ekki lögmáli árs-
tiðanna.
Ólafur L. Bjarnason bóndi í Hild-
isey í A-Landeyjum er látinn, langt
um aldur fram, tæplega 46 ára að
aldri. Hann háði um alllangt skeið
harða baráttu við illvígan sjúkdóm
sem að lokum hafði betur að
morgni 18. apríl síðastliðinn. Þrátt
"óyrir vitneskjuna um það sem verða
vill er áfallið ætíð mikið þegar
dauðinn knýr dyra. Þungur harmur
er kveðinn að fjölskyldunni í Stóru-
Hildisey.
Með Ólafi L. Bjamasyni er geng-
inn mætur og heilsteyptur maður,
traustur og góður vinur. Kynnin af
Óla í Skálakoti eins og hann var
gjaman kallaður á mínu heimili, ná
aftur til sjötta áratugarins þegar ég
var fyrst sumarstrákur á heimili for-
eldra hans, þeirra Bjama M. Ólafs-
sonar og Katrínar M. Magnúsdóttur
í Skálakoti undir Eyjafjöllum. Þar
dvaldist ég löngum allt framundir
tvítugt og með okkur bömunum og
unglingunum á bænum, systkinun-
um Magnúsi, Viðari, Rúnu og Óla
sem var yngstur, tókst vinátta sem
enst hefur allar götur síðan.
Enn þann dag í dag finn ég fyrir
sterkri taug austur i Rangárþing til
þessarar góðu fjölskyldu enda þótt
samverustundum hafý farið fækk-
andi með árunum. A námsáram
mínum erlendis vorum við Óli í
bréfasambandi og mér er enn
minnisstætt hvernig hann á einlæg-
an og hispurslausan hátt sagði frá
fyrstu sporanum í henni Reykjavík
og gangi mála í Menntaskólanum.
Oli lauk stúdentsprófi við
Menntaskólann við Hamrahlíð og
festi síðan ráð sitt og gekk að eiga
Birnu Þorsteinsdóttur frá Heiði á
Rangárvöllum árið 1974. Þau höfðu
stofnað heimili í Vestmannaeyjum
1973, bjuggu um hríð á Hvolsvelli
en hófu síðan búskap í Stóru-Hild-
isey í A-Landeyjum 13. maí 1978.
Aðdáunarvert var að fylgjast
með hjónunum Óla og Birnu í
Stóru-Hildisey. Þar stofnsettu þau
og ráku allt fram á þennan dag af
stórhug og dugnaði mikið myndar-
bú sem orð fór af í héraðinu. Þar
fór saman áræði, dugnaður og út-
sjónarsemi samhentra hjóna. Af
miklum myndarskap byggðu þau
upp mannvirki fyrir búpeninginn
og endurnýjuðu af smekkvísi gam-
alt íbúðarhús.
Ætíð var gott að heimsækja þau
heiðurshjón enda gestrisni þeirra
einstök. Þeim fæddust fjögur
mannvænleg börn, Freyr, Órvar,
Andri og Bjarni Már.
Óli var virkur í félagsmálum.
Hann var kennari við Grunnskól-
annn í Gunnarshólma um sex ára
skeið. Hann var einnig mikill
áhugamaður um íþróttir og var um
tíma keppnismaður í frjálsum
íþróttum. Nú hin siðari ár lét hann
félagsmál íþróttahreyfingarinnar í
Rangárþingi mjög til sín taka.
Hann var m. a. einn aðalhvata-
manna og fyrsti formaður íþrótta-
félagsins Dimonar, sem stofnað var
á síðasta ári og fjórir austustu
hreppar Rangárvallasýslu standa
að. Þannig deildi hann upp-
byggjnndi áhugamáli með tveimur
elstu sonum sínum sem getið hafa
sér gott orð í íþróttum.
Nokkur atvik úr samskiptum
okkar nú hin síðari ár koma upp í
hugann að leiðarlokum. Minnis-
stætt er af hve mikilli gleði Óli
heilsaði okkur hjónum í ágústmán-
uði 1996 þegar fundum okkar bar
saman á Flúðum. Þar stóð einmitt
yfir brúðkaupsveisla frumburðar-
ins, Freys, og tengdardótturinnar
Kristjönu Skúladóttur.
Fyrir tæpu ári upplifðum við
hjónin annan hátíðisdag í lífí Óla
þar sem hann tók virkan þátt í
vígslu nýs íþróttahúss á Hvolsvelli.
Þá hafði hann nýlega staðið að
stofnun íþróttafélagsins í sveitinni.
Hann gladdist þar mjög yfir frá-
bærri aðstöðu sem skapast hafði
ungu íþróttafólki í héraðinu til
handa. Þá granaði engan að í því
sama húsi yrði Óli kvaddur hinstu
kveðju tæpu ári síðar.
Nokkur ár eru liðin síðan Óli
kenndi sér þess meins sem síðar
dró hann til dauða. Athygli vakti af
hvflíku æðraleysi hann háði þá erf-
iðu baráttu jafnvel eftir að ljóst var
orðið hvernig henni mundi lykta.
Birna, hin trausta og dugmikla eig-
inkona hans tók virkan þátt í þeirri
baráttu og sýndi ótrúlegan styrk
ásamt börnum sínum.
Við hjónin vottum fjölskyldunni í
Stóru-Hildisey innilega samúð okk-
ar. Birna, Freyr íþróttakennari,
Örvar menntaskólanemi, Andri
sem fermdur verður í vor og Bjarni
Már sem aðeins er 7 ára. Megi góð-
ur guð veita ykkur öllum styrk í
mikilli sorg.
Samúðarkveðjur sendum við
einnig systkinum Óla, þeim Viðari,
Magnúsi og Rúnu og síðast en ekki
síst móður þeirra, Katrínu Mörtu
Magnúsdóttur, sem nú syrgir
jmgsta son sinn.
Blessuð sé minning Ólafs Líndals
Bjamasonar.
Kristín og Gylfi Guðjónsson.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast
við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn-
að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali
era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og
Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Elsku besti frændi.
Takk fyrir hvað þú varst alltaf
búinn að vera góður við mig. Og
núna ertu farinn frá okkur. Þú
varst ungur, allt of ungur til að fara
frá okkur. En ég veit að þér líður
betur núna uppi hjá guði og þú
kvelst aldrei meir.
Faðir vor, þú sem ert á Mmnum,
helgist þitt nafn, tilkomi þitt ríki,
verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum
vorum skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni,
heldur frelsa oss frá illu,
því þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin, að ei-
lífu
amen.
Þín frænka
Urður.
Það getur oft verið erfitt og sárt
að horfast í augu við staðreyndir.
Sveitungi minn og nágranni
Ólafur Bjarnason er látinn aðeins
45 ára að aldri. Vorið 1978 keyptu
þau Birna Þorsteinsdóttir og ðlaf-
ur Bjarnason býlið Stóru-Hildisey
II í Austur-Landeyjum af þeim
hjónum Axel og Sigríði sem þar
bjuggu. Snoturt býli en fremur
smátt í sniðum.
í þessi tæplega 20 ár hafa kynni
mín af Óla verið ailnokkur sem gef-
ur augaleið. Oft hefur maður hrifist
af árvekni hans, dugnaði og mynd-
arskap í hvívetna og ekki síður
samheldni og samtakamætti þess-
ara hjóna enda búnaðist þeim vel
sem glöggt má sjá. I dag er Stóra-
Hildisey II eitt blómlegasta býlið í
sveitinni og þótt víðar væri litið.
Þau hjónin eignuðust fjóra syni,
Frey, Örvar, Andra og Bjarna Má,
og nú prýða hópinn tvær tengda-
dætur, þær Elísabet og Kristjana.
Iþróttir vora Óla hugleiknar
enda hafa þau hjón stutt einstak-
lega vel við bakið á sonum sínum og
hafa þeir elstu, Freyr og Örvar, nú
þegar komist í fremstu víglínu í sín-
um greinum. Þegar íþróttafélagið
Dímon hér í sýslu var stofnað var
Óli einn af frumkvöðlunum og
íyrsti formaður þess.
Mennirnir áforma, en Guð ræð-
ur, segir máltækið, og illvígur sjúk-
dómur tók að herja á Óla í vetur og
sýndi enga miskunn. Ólafur lést að
morgni 18. þessa mánaðar. Minn-
ingarnar um Ólaf eru margar, en
fyrst og fremst er það minningin
um lipran og góðan nágranna sem
gaman var að hitta og deila með
stund og stund í léttu spjalli.
Eg kveð Óla nágranna minn
hinstu kveðju og votta eiginkonu
hans, Birnu, sonum þeirra, tengda-
dætrum, aldraðri móður hans,
Katrínu, systkinum hans og öðram
ættingjum og vinum, mína dýpstu
samúð.
Þráinn Þorvaldsson.
Ólafur Bjarnason er látinn aðeins
45 ára gamall eftir harðan slag við
Olvígan sjúkdóm. Óli sýndi ótrúlegt
þrek í þessari baráttu, svo mikið
jafnaðargeð að með ólíkindum var.
Sama var hvenær maður hitti hann,
alltaf var hann léttur í lund. Eg
spurði Birnu frænku mína að því
snemma í vor eftir að hafa talað við
Óla hvort hann væri ekki daufari
þegar hann væri bara með henni.
Birna svaraði: „Nei, Einar, hann er
alltaf eins, en auðvitað koma þeir
dagar að hann er þreyttari en aðra
daga.“ Eg var stoltur yfir því að
þekkja þennan dreng, stoltur yfir
því að hann væri giftur einni af
mínum bestu frænkum. Eg sá Óla
fyrst fyrir nær 26 árum, en þá höfð-
um við Birna skroppið á ball á
Hvolsvelli, frá Heiði á Rangárvöll-
um þar sem Birna bjó.
Ég var að sjálfsögðu bílstjórinn
og mér er það ávallt minnisstætt að
þegar ballið var búið þá hélt ég að
frá Hvolsvelli kæmumst við Birna
ekki fyrr en daginn eftir því úr bíln-
um vildi Óli helst ekki fara enda
greinilega orðinn rosalega ástfang-
inn af frænku minni. Það kom mér
svo sem ekkert á óvart, enda Birna
gullfalleg stúlka. Þetta endaði nátt-
úrulega með giftingu og það var
gæfuspor fyrir þau bæði, því þau
reyndust vera ótrálega samrýnd.
Þau byrjuðu sinn búskap í Vest-
mannaeyjum og fóra síðan á Hvols-
völl þangað til þau gerðust bændur
eftir að hafa keypt Stóra-Hildisey
II í Austur-Landeyjum fyrir um 20
áram. Þar sýndu þau hversu dug-
leg þau voru saman að byggja það
bú upp. Ég átti þess kost að hjálpa
þeim með smíðar öðra hverju og þá
kynntist ég Óla vel.
Það voru ánægjulegar stundir að
vera með honum í smíðunum og
ekki síður þegar við léttum okkur
upp. Óli sýndi mér það í eitt skiptið
er ég var fyrir austan að hann var
gæddur ótrúlegum hæfileikum,
nánast göldróttur, en það var þeg-
ar sænskur harmónikusnillingur
hélt tónleika í Gunnarshólma. Óli
vissi að ég hafði dálæti á harm-
ónikuleik, svo hann bauð mér
þangað en hann gerði meira. Óli
blandaði mér þennan fína drykk og
ég lýg því ekki að eftir hann voru
þeir orðnir tveir á sviðinu þessir
sænsku snillingar og spiluðu svona
listavel.
Þá voru veislurnar sem maður
komst í í Hildisey ekki síður
skemmtilegar, mikið sungið og
trallað enda Óli góður söngmaður
og glettinn. Óli hafði gaman af því
að spila brids og það var frábært
þegar ég lenti í því að spila á móti
Óla og vini hans, Bergi í Hólmahjá-
leigu í árlegum ferðum Rangæinga
fyrir sunnan og austan í brids-
keppni. Þá var mikið hlegið.
Elsku Birna mín, sorg þín er
mikil við að missa þinn besta vin.
En Óli skildi þig ekki eina eftir, þið
eignuðust fjóra drengi, þar sem
tveir þeir eldri eru komnir með
stúlkur og öll standið þið þétt sam-
an á þessum erfiðu tímum.
Þú ert hetjan og ég veit að Óli
var stoltur af þér fram á það síð-
asta og það erum við öll, fjölskylda
þín og vinir. Við kveðjum Óla með
virðingu og þökkum og vottum ykk-
ur fjölskyldunni okkar innilegustu
samúð.
Einar Pétursson og fjölskylda.
Það er ávallt erfitt að heyra um
andlát samferðamanns, ættingja
eða vinar. Það var undarlegt tóma-
rúm sem myndaðist þegar ég
heyrði um andlát Óla í Hildisey. Sp-
urningar eins og hvers vegna, af
hverju einmitt hann og fleiri slíkar
komu fram í hugann. Þó voru þess-
ar fréttir ekki óvæntar miðað við
hvað Óli hafði tekist á við í sjúk-
dómsbaráttu sinni síðustu misseri.
Mín fyrstu kynni af Óla eru frá
þeim tíma sem ég starfaði á Hvann-
eyri og hafði m.a. umsjón með námi
bændaefna í bændadeild skólans.
Óli og Birna í Hildisey voru á þeim
tíma þátttakendur í starfi Bænda-
skólans því þau, eins og fleiri bænd-
ur, tóku að sér verklega þjálfun bú-
fræðinema á búi sínu. Áhugi þeirra
á verkefninu var mikill og lögðu
þau sig fram við að koma nemum
áleiðis í námi og starfi. Jafnframt
komu þau með jákvæðar ábending-
ar um námið sem var mikilvægt
fyrir þá sem tóku þátt í kennslunni
á Hvanneyri.
Á þessum tíma var farið að vinna
skipulega að símenntunarmálum
bænda. Óli var einn þeirra manna
sem sýndu þessu málefni mikinn
áhuga og ekki síst ef reynt var að
brydda upp á nýjungum í nám-
skeiðahaldi. Þannig var Óli, hann
fylgdist mjög vel með því sem var
að gerast á hverjum tíma í atvinnu-
greininni og var ávallt tilbúinn að
skoða nýja möguleika. Eftir að ég
kom til starfa á Suðurlandi átti ég
samstarf við Óla um ýmis mál,
einkum þau sem varða kúabúskap.
Nú síðast í vetur um möguleika
manna til að ná sem mestu út úr
rekstri á kúabúi. Þar gat Óli svo
sannarlega miðlað af þekkingar-
brunni sínum enda einn af bestu
bændum landsins, hvort sem litið
er til ræktunar bústofns, lands eða
umhverfis.
Óla er sárt saknað af fjölskyldu,
vinum og samstarfsmönnum. Það