Morgunblaðið - 25.04.1998, Page 47

Morgunblaðið - 25.04.1998, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 47 MINNINGAR voru forréttindi að hafa notið sam- vista við slíkan mann sem Oli var. Minningin um einstakan mann lifir. Runólfur Sigursveinsson. I I I ) I J I J J I Ólafur L. Bjamason, bóndi í vesturbænum í Stóru-Hildisey, var búinn að vera lengi veikur, er hann lést, og reyna á sjálfum sér verki sjúkdómsins og aukaverkanir lyfj- anna. Hann var þakklátur öllu starfsfólki deildar 11E á Landspít- alanum fyrir góða og nærgætna umönnun. Ólafur var næsti nágranni minn til margra ára og mig langar nú þegar leiðir skilur að minnast hans með nokkrum orðum. Ég kynntist fyrst Ólafi og Birnu konu hans þegar þau fluttust að Stóru-Hildisey vorið 1978. Foreldr- ar mínir bjuggu þá í austurbænum og ég og Stefán heitinn bróðir minn áttum þar heimili en unnum á þeim árum mikið utan heimilis. Það er fljótsagt að kynni okkar allra í austurbænum í Stóru-Hildis- ey af nýju nágrönnunum í vestur- bænum voru í smáu sem stóru hin bestu. Ólafur og Bh-na voru einstaklega samhent hjón og hafa markvisst bætt jörðina til búskapar og gjört hana að stórbýli. Fyrirmyndar snyrtimennska einkennir alla um- gengni í vesturbænum. Það er raun að standa frammi fyrir því að Ólaf- ur geti ekki notið dugnaðar síns og fyrirhyggju við búskapinn. Ólafur var grannur meðalmaður á hæð. Hann var hógvær í fram- komu en fylginn sér og rökfastur og hjálpsamur með afbrigðum. Þrátt fyrir að Ólafur væri maður staðreynda hafði hann einnig góða tilfinningu fyrir því spaugilega í til- verunni. Ólafur var mikill mann- kostamaður, sannur, heill og blátt áfram. Slíkum mönnum er gott að kynnast. Ég þakka Ólafi fyrir góða við- kynningu og hversu vel og drengi- lega hann reyndist þegar veikindi og slys steðjuðu að fjölskyldu minni. Ég votta Bimu, börnum þeirra og tengdadætrum innilega samúð. Guð blessi minningu Ólafs L. Bjamasonar. Pétur Guðmundsson, Stóm-Hildisey. ' » J ) .. J i „Dáinn, horfinn!" harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgr.) Óla kynntist ég þegar ég fór fyrst í sveit. Mig langar að þakka honum þann tfrna sem ég var hjá honum og Bimu. Ég naut þeirra forréttinda að fá að passa Frey og Örvar sem nú em orðnir stórir strákar, það er ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram. Seinna áttu þau tvo gullmola til við- bótar Andra og Bjama, en því mið- ur var ég orðin of gömul til að vera í sveit og gat þess vegna ekki gætt þeirra. En ég fór alltaf af og til í heimsókn til þeirra, alltaf var jafn gaman að koma til þeirra, og það er svo skrítið, en þó ekkert skrítið að ég fyllist alltaf stolti þegar ég segi fólki frá því þegar ég var í sveit hjá þeim, og þegar ég segi bömunum mínum frá því, tala ég alltaf um „sveitina mína“. En því miður átti Óli við erfiðan sjúkdóm að stríða. Hann barðist eins og hetja við að ná bata og Birna líka, hún vék ekki frá honum. En sjúkdómurinn náði undirtökum, svo nú kveð ég Óla og bið algóðan guð að gæta hans. Minning um góðan mann lifir. Elsku Bima mín. Trúðuátvenntíheimi, tign sem hæsta ber, guð í alheims geimi, guð í sjálfum þér. (St.Th.) Ég bið þig einnig góður guð að gefa Birnu, Frey, Örvari, Andra, Bjarna og öðram ættingjum styrk í þessari miklu sorg. Margrét F. Bjarnadóttir. + Guðjón Maríus Kristinsson mál- arameistari var fæddur á Dalvík 28. júlí 1920. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi föstudag- inn 17. aprfl 1998. Eftirlifandi eigin- kona hans er Polly Sæmundsdóttir fædd 5. nóvember árið 1917 á Siglu- firði. Guðjón var sonur hjónanna Kristins Jónssonar (1895-1973) og Elín- ar Þorsteinsdóttur (1897-1981). Albræður Guðjóns vom þeir Þorsteinn (1919-1979), Jónatan (1921), Haukur Viðar (1924- 1984) og Valur (1927-1948). Seinni kona Kristins var Sigur- laug Jónsdóttir (1901-1980). Böm þeirra eru Hildigunnur (1930), Heimir (1940) og Níels (1943). Guðjón gekk að eiga Polly 6. október 1944 og eignuðust þau þijú böm, Eygló (1946), Kristin (1947) og Valgarð Þóri (1959). Eiginmaður Eyglóar er Magnús Steinarsson og eiga þau eina dóttur, Eygló Ósk. Unnusti Eyglóar Óskar er Stefán Freyr Guðmundsson. Eiginkona Krist- ins er Guðrún Ólöf Sveinsdóttir og eiga þau tvö börn, Þóm Elskulegur tengdafaðir minn er nú látinn. Hann fékk friðsælt and- lát í faðmi eiginkonu sinnar og dótt- ur á heimili sínu eftir að hafa barist af ótrúlegum lífsvilja gegn illvígum sjúkdómi. Elsku örláti, góði, ósérhlífni Guð- jón minn - ég mun sakna hans meira en orð fá lýst. Ég græt ekki að hann skyldi deyja úr því sem komið var en ég græt vegna mannsins sem hann var. Guðjón var ákaflega þægilegur í umgengni, blátt áfram og heiðarlegur. Ef ég ætti að segja ég sakni þessa eða ég sakni hins myndu það aðeins virð- ast veigalítil atriði en tekin saman vora þau óijúfanlegur hluti af til- vera minni og fráfall hans skilur eftir sig tóm í þeirri tilveru. Við hittumst nánast daglega, við drakk- um kaffi saman, lásum blöðin sam- an, við fórum á völlinn saman, við fóram saman til Austurríkis og saman í útilegu. Hann hafði áhuga á öllu, sérstak- lega því sem sneri að barnabörnun- um, hann orti stökur og málaði myndir, spilaði bridge, hann var laghentur og greiðvikinn. Ósjaldan kom ég heim og sá að hann hafði verið að dytta að einhverju sem honum hafði þótt þurfa, festa gluggakróka, laga hurðarpumpuna, líma eða pensla. Hann gekk í verk- in óbeðinn. Hann hafði í fyrstu litla trú á hæfileikum mínum til slíkra hluta. Mér er minnisstætt hversu móðguð ég varð þegar við Valli byrjuðum að búa og byrjað var að mála. Ég ætlaði að sjálfsögðu að taka þátt en Guðjón hnussaði þegar hann tók af mér pensilinn og sagði mér að „huga að kvenmannsverk- um“. Nokkrum árum síðar ákváð- um við að mála strigann í holinu heima hjá mér. Eftir að hafa valið og keypt málningu, breiddum við dagblöð á gólfið og hófumst handa. Guðjón var að sýna mér hvernig best væri að beita penslinum á strigann til að „skera“ meðfram skápunum. Eftir að hafa horft á mig segir hann: „Þú ert nú lagin við allt svona.“ Ég minnti hann þá á viðkvæði hans þegar hann sá mig fyrst grípa pensil og hann brosti. Éftir stutta þögn sagði hann „en þú varst nú líka svo ung þá“, og svo fór hann að hristast af hlátri og ég með. Við gleymdum okkur reyndar og máluðum líka ganginn, stofuna og byrjuðum á svefnherberginu. Þannig var Guðjón, hann miklaði aldrei verkin fyrir sér. Katrínu og Tómas Kára. Eiginkona Valgarðs er Iðunn Magnúsdóttir og eiga þau þijá syni, Andrés Helga, Guð- jón Heiðar og Vikt- or Orra. Guðjón lærði mál- araiðn við Iðnskól- ann í Reykjavík og starfaði við iðn sína í Reykjavík og á Dalvík. Árið 1955 fluttist fjölskyldan til Kópavogs þar sem Guðjón hóf störf við bflamálun. Hann fékk meistarabréf í bflamálun 1964 og var fyrstur til að útskrifa nemanda í bflamálun hér á landi. Hann stofnaði Bflalökk- unina 1961 og vann þar við bfla- málun þar til hann fór á eftir- laun. Guðjón vann að félagsmál- um fyrir málara og var einn af stofnendum Málarafélags Reykjavíkur og formaður þess 1945. Guðjón var einnig einn af stofnendum Iðnaðarmannafé- lags Dalvíkur og formaður þess meðan hann bjó á Dalvík og sat í sljórn Byggingarfélags iðnað- armanna á Dalvík. Þá var Guð- jón ritstjóri Iðnnemans um skeið. Útför Guðjóns hefur farið fram í kyrrþey að ósk hans. Guðjón var ekki fyrir að hlaða mann lofi en virðingu hans og ást fann maður í framkomu hans, hæg- látur og traustur og aUtaf til staðar. Guðjón og ástkær tengdamóðir mín elskuðu syni okkar og vora þeim ævinlega innan handar. Óeig- ingirni þeirra og stuðningur hafa gert mér kleift að ganga í skóla og mun það aldrei fuUþakkað. Eftir- farandi Ijóðlínur Matthíasar Jochumssonar eru vel við hæfi þeg- ar Guðjóns er minnst „Göfugmenni gekkstu hraun og hjam, hetja hfðir, sofnaðir sem bam.“ Polly bið ég huggunar á erfiðum tímum. Iðunn Magnúsdóttir. Nú þegar Guðjón afi minn er far- inn úr líkama sínum tU Guðs, fór ég að hugsa um allt það skemmtilega sem við höfðum gert í gegnum árin. Það er erfitt að velja en samt get ég talið upp nokkrar góðar minn- ingar. Ef ég þurfti að mæta á skákmót kom hann oft úr Kópavogi upp í Efra-Breiðholt og skutlaði mér nið- ur í taflfélagið í Faxafeni. Og oft sungum við saman í bflnum „Syngj- andi sæll og glaður“. Hann beið eft- ir mér í skákinni í 4-5 klukkutíma og keyrði mig svo heim. Hann kenndi mér að tefla þegar ég var þriggja ára og studdi mig aUtaf í skákinni og reyndar mörgu öðra. í fyrra var ég að fara á norður- landamót í skólaskák í Færeyjum og það leit út fyrir að enginn gæti komið með mér. Afa langaði með en pabba leist ekkert á að hann færi með, orðinn 76 ára. Pabbi hafði far- ið með mér í svona ferðir og vissi að þetta gæti verið erfitt. Sama dag og ég fór hringdi afi í mig og sagði að hann ætlaði að koma með mér. Ég man ennþá eftir gleðihljómnum í röddinni hans þegar hann sagði mér það. Okkur fannst báðum rosa- lega gaman og þá sérstaklega að skoða minnismerkin í Þórshöfn. Ég man hvað hann hló mikið að sumum nöfnunum þama eins og Titlings- vegur og Mannfólkaklæði. Hann var mjög gamansamur og ég man sérstaklega eftir vísunum sem hann sendi okkur gjarnan í af- mæliskortum og við önnur tæki- færi. Við barnabörnin máttum mjög oft gista hjá ömmu og afa. Það voru mjög góðar stundir fyrir okkur öll. Hann var alltaf tflbúinn að fara með okkur út í fótbolta eða aðra leiki. ÖU munum við sakna hans mjög en við vitum að honum líður betur því hann var búinn að vera svo mik- ið veikur. Sumir segja að maður sjái bara góðu hliðarnar á fólki sem er dáið en hann hafði bara engar slæmar. Ef ég ætlaði að segja frá öllu því skemmtflega sem við gerðum sam- an myndi það fylla margar blaðsíð- ur, þess vegna lýk ég þessu með þessum gullfallega sálmi eftir Matthías Joehumsson: Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, þvi nú er komin nótt. um ljósið !át mig dreyma og ijúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. Guðjón Heiðar. Tengdafaðir minn, Guðjón Krist- insson, varð undir í glímunni við erfiðan sjúkdóm og langar mig að setja á blað nokkrar hugrenningar, þá ég minnist manns, sem ég mat ákaflega mikils. Útför hans fór fram í kyrrþey að hans ósk, en sú ósk lýsir einu af hans lundareinkennum. Hann vildi alls ekki láta hafa fyrir sér eða láta bera á sér á einn eða annan máta, sem skilja mætti svo, að hann væri að hreykja sér. Hann var það sem hann stóð fyrir, hæglátur, traustur og gefandi. Alltaf var Guðjón mætt- ur, ef hann gat komið því við, að hjálpa til þegar bömin og tengda- bömin vora að skipta um íbúð eða taka þurfti húsnæði í gegn. Kær- leiksríkur og skilningsgóður á vandamálin, þannig að ekki var hægt annað en þykja vænt um hann. Þægilegur var hann í umgengni og hafði skoðanir á atburðum. og mönnum og mátti helst ekki missa af neinum fréttatíma. Þó pólitískt framapot vekti litla hrifningu hans, studdi hann sína menn og lá ekki á skoðunum sínum um menn og mál- efni. Sitt lifibrauð hafði hann af mál- aravinnu, fyrst sem húsamálari og síðan bflamálari. En vegna ónógra verkefna í sinni heimabyggð fluttí hann með fjölskylduna suður. Eftir nokkur ár í þjónustu annarra, sem málari og síðan bflamálari, stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Bflalökk- unina, sem alla tíð var og er starf- rækt í Kópavogi. Góður handverksmaður var Guð- jón og í frítímum mótaði hann m.a. landslag á striga og skilur eftir sig töluvert af myndum. Ekki má gleyma leikni hans með orð, því hagyrðingur var hann góður og Ijóðelskur, en Guðjón var fyrsti + Jóna Sigríður Jónsdóttir fæddist á Þverlæk í Holta- hreppi 21. ágúst 1897. Hún lést á elliheimilinu Grund 4. aprfl síð- astliðinn og fór útfor hennar fram frá Skarðskirkju í Land- sveit 18. aprfl. Ég vil með nokkram orðum minnast ömmu minnar Jónu Sigríð- ar Jónsdóttur, en hún var mér mjög kær. Jóna náði mjög háum aldri, en hún varð 100 ára í ágúst á síðasta ári. Síðustu ár ævi sinnar dvaldi hún á Elliheimilinu Grand, þar sem henni leið mjög vel og hrósaði hún starfsfólki þar fyrir góða umönnun. Hún var alla tíð mjög heilsuhraust, fylgdist vel með og hélt sinni and- legu reisn þar til undir það síðasta. Um síðustu áramót veiktist hún og var rúmliggjandi eftir það og dró af henni smám saman. Það sem var einkennandi fyrir ömmu var hve glaðvær hún var og alltaf var hægt að glettast við hana. Hún sagði líka að langlífi sitt ætti maðurinn sem ég kynntist, sem vís- aði mér á rétta leið í stökugerð og kenndi mér að vanda það sem ég lét frá mér á því sviði, því vandvirkni var honum í blóð borin. Guðjón var Dalvíkingur allt sitt líf, en hann var einnig Kópavogsbúi og Breiðablik var hans lið í fótbolt- anum. Oft mátti heyra hróp hans á vellinum, er hann tók þátt í leik síns liðs af lífi og sál og studdi þá í blíðu og stríðu. Á seinni áram var hann kominn á kaf í skákina og fylgdi Guðjóni Heiðari sonarsyni sínum á árang- ursríkum skákferli og hvatti hann til dáða. En bamabömin voru hon- um afar kær enda áttu þau góðan afa, eða eins og þau orðuðu það,**,F „frábæran afa“. Mestur er þó missirinn fyrir tengdamóður mína, að sjá á bak traustum lífsfórunaut en mig lang- ar mig að minnast Guðjóns, og reyna að veita Pollý og öllum í fjöl- skyldunni huggun, með eftirfarandi orðum Jóhannesar skálds úr Kötl- um, en Jóhannes var í miklum met- um hjá Guðjóni, sem hugsjónamað- ur og skáld. Vort hjarta er svo rikt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. Vér hverfúm og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. Magnús Steinarsson. ^ Mig langar að minnast Guðjóns afa míns. Afi Guðjón var alveg sérstaklega góður, þolinmóður og hjálpsamur og alltaf tilbúinn að gera eitthvað fyrir okkur bamabömin. Tfl dæmis man ég eftir því að við sátum að skoða sjóinn og tala saman á Eyrar- bakka fyrir nokkrum árum. Ég var með lítinn plastbolta og þegar við • löbbuðum til baka upp steinana þá missti ég boltann minn niður að sjó.^" Ég ætlaði að sækja hann en afi sagði að steinamir væra of sleipir og fór á eftir boltanum. Því miður var það rétt hjá honum og hann datt og braut gleraugun sín og hruflaði sig. En honum fannst það samt betra en að ég hefði farið og dottið. Hann var alltaf tilbúinn að leika við okkur og sparka bolta með okk- ur þó að hann væri orðinn gamall. Við fóram líka oft saman á völl- inn og ég man alltaf hvað hann fagnaði innilega þegar Blikarnir skoruðu. Mamma var stundum hálf hrædd við að hann fagnaði of mikið enda var hann hjartveikur. Ég sakna hans afa rosalega mik- ið. Góu frænku mína dreymdi um' daginn að hann kæmi til hennar, tæki í höndina á henni og bæði hana að syngja fyrir sig. Þegar ég fer að sofa á kvöldin langar mig helst til að dreyma hann. Viktor Orri. hún sinni léttu lund að þakka. Hún hafði gaman af að segja frá og hafði frá mörgu að segja, því hún hafði^>_ lifað lengi og fylgst með öllum þeim þjóðfélagsbreytingum, sem hafa orðið á þessari öld. Engin kynslóð Islandssögunnar hefur upplifað aðrar eins breytingar. Hún skilaði miklu lífsstarfi, ung giftist hún Sigfúsi afa mínum og eignuðust þau ellefu böm og komust níu til fullorðinsára. Sambúð þeirra vai- alla tíð mjög farsæl en afi minn dó síðla árs 1965. Oft kom fram að hún saknaði hans mildð. Amma fylgdist alla tíð vel með hinum mörgu afkomendum sínum og bar hag þeirra mjög fyrir>~" brjósti. Hún átti sterka guðstrú, sem hún notaði mest öðram til hjálpar. Ég vil votta ættingjum ömmu samúð nú við fráfall hennar. Við getum öll verið stolt yfir að vera af- komendur hennar. Ég veit að hún mun áfram vaka yfir velferð okkaw^ eins og hún hefur alltaf gert. Einar Hjaltason. GUÐJON MARIUS KRIS TINSSON JÓNA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.