Morgunblaðið - 25.04.1998, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 25.04.1998, Qupperneq 50
* 50 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar tengda- faðir, afi og langafi, ÁRNI RÖGNVALDSSON, Ægisstíg 4, Sauðárkróki, lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks föstudaginn 24. apríl, Jónína Antonsdóttir, Birna Árnadóttir, Bjarni Birgir Þorsteinsson, Sigríður Árnadóttir, Örn Arason, Rögnvaldur Árnason, Ingibjörg Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, INGUNN VALDÍS JÚLÍUSDÓTTIR, Dvalarheimili aldraðra á Skagaströnd, lést á Sjúkrahúsinu á Blönduósi miðvikudaginn 22. apríl 1998. Jarðarförin auglýst síðar. Jón V. Karlsson, Skafti E. Björnsson og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ANNA G. BJARNASON blaðamaður, Ljónastíg 8, Flúðum, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 22. apríl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 30. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Vinafélag Sjúkrahúss Reykja- víkur. Minningarkort eru afgreidd í móttöku sjúkrahússins, sími 525 1000. Atli Steinarsson, Anna Sigríður Atladóttir, Jay X Vincens, Ása Steinunn Atladóttir, Kjartan Sigtryggsson, Gunnar Þór Atlason, Konný Agnarsdóttir, Atli Steinarr Atlason, Karin Atlason og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSTHILDUR SIGURRÓS JÓHANNSDÓTTIR húsfreyja, Heimabæ, Arnardal, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsi ísafjarðar 19. apríl, verður jarðsungin frá ísafjarðarkirkju í dag, laugardaginn 25. apríl, kl. 14.00. Gunnvör Rósa Marvinsdóttir, Jóhann B. Marvinsson, Þorsteinn Ingi Marvinsson, Unnsteinn Marvinsson, Jóna S. Marvinsdóttir, Guðjón Jóhannes Jónsson, Þórdís M. Sumarliðadóttir, Katrín Phumipramman, Vilborg S. Birgisdóttir, Kristján A. Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. i Ólaffa Sigrún Helgadóttir, Guðmundur Ólafur Halldórsson, Guðbjörg Aðalheiður Guðmundsdóttir, Sigurjón Ingi Guðmundsson, Aron Freyr Guðmundsson, Elvar Snær Guðmundsson, Sigurbjörg Alída Guðmundsdóttir. deildar A3. t Ástkær móðir, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG SIGURBJÖRNSDÓTTIR, áður til heimilis f Ljósheimum 20, lést á Hrafnistu, Reykjavík, mánudaginn 13. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegt þakklæti til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu, ANNA ÓLAFSDÓTTIR BLÖNDAL + Anna Ólafsdóttir Blöndal var fædd á Skriðnisenni í Bitrufirði á Ströndum hinn 21. október 1903. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Selið á Akureyri 6. april sfðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Indriðason, skag- firskrar ættar, og Guðrún Lýðs- dóttir frá Skriðnisenni. Anna var elst sjö systkina er upp komust. Nöfti hinna eru: Margrét, f. 1905 (látin), Eggert, f. 1907 (látinn), Eufemía, f. 1909 (látin), Anna María, f. 1911, Ingiríður Elísabet, f. 1912, og Kjartan, f. 1917. Hinn 1. janúar 1926 gekk Anna að eiga Guðmund Blöndal, f. 10. desember 1902, d. 17. mars 1986. Hann var fæddur á Hlaðhamri í Hrútafirði, en uppalinn hjá móð- urbróður sínum Guðmundi Theó- I fáum orðum langar mig að minnast hjartkærrar ömmu minn- ar, Önnu Ólafsdóttur Blöndal, sem nú er horfin yfir landamæri lífs og dauða. Ég var svo lánsöm að fá að al- ast upp hjá þeim ömmu og afa, og fæ ég aldrei fullþakkað, það vega- nesti er ég hlaut á þessum árum. Við amma áttum einstaklega vel saman og í ófá skiptin skemmtum við okkur vel og hlóg- um mikið og lengi. Amma var sterkur persónu- leiki, sem sagði skoðanir sínar umbúðalaust, sem eins og gerist dórs í Stórholti í Dalasýslu. Anna og Guðmundur voru búandi í Litla-Holti í Dalasýslu á árunum 1928-1935 og svo aftur 1937-1947. Árin 1935-1937 bjuggu þau á Mel- um á Skarðsströnd, Dalasýslu. Ár- ið 1947 fluttu þau til Akureyrar, og bjuggu þar ætíð síðan, lengst af í Oddeyrargötu 38. Anna og Guðmundur eignuðust þrjú börn: Guðborgu, f. 7. okt. 1926, d. 1. des. 1992. Hennar maður var Bjöm Brynjólfsson, og eignuðust þau fjögur böm. Friðrik Theódór, f. 10. mars 1928. Hans kona er Ragnheiður Elsa Gísladóttir og eignuðust þau tvær dætur. Ólaft'u Guðrúnu, f. 11. nóv. 1935, ógift. Hún á eina dóttur. Utfor Önnu var gerð frá Höfða- kapellu, Akureyri, 14. apríl. og gengur féll í misjafnlega góðan jarðveg, en þar af leiðandi var alltaf vitað hvar maður hafði hana, sem er stór kostur. Auðvitað átti amma, eins og all- ir aðrir, sínar erfiðu stundir. Til dæmis veikindi afa, sem svo leiddu til dauða hans. Amma ræddi þessi mál afskaplega lítið, hún geymdi þau algjörlega „fyrir sig“. Amma hafði yndi af söng. Þeg- ar hún var ung kona vestur í Döl- um söng hún með kirkjukór og oft á tíðum var hún fengin til þess að syngja einsöng. Amma gekk raulandi til allra verka og ófá voru þau lögin sem við mæðgurnar vorum búnar að setja á fóninn fyrir hana í gegn um tíðina. Ég er alveg viss um það, að hún hafði getað náð langt í sönglistinni ef tækifæri hefði gefist til slíkra hluta. Síðustu fimm árin dvaldist amma á Hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri. Hún var svo lánsöm að fá að vera hress nánast fram á síðustu stund. Við mæðgurnar töluðum við hana í síma einu sinni í viku, þar sem við erum búsettar á öðru landshorni. Alltaf var hún, bless- unin, með hugann við það, að við hefðum það sem best og að allt gengi vel hjá okkur, stórt sem smátt. Elsku amma mín. Ég vil þakka af öllu hjarta það sem þú varst mér, allar góðu hlýju hugsanirnar og fyrirbænirnar okkur til handa. - Guð blessi þig um alla eilífð. Góður engill Guðs oss leiðir • gegn um jarðneskt böl og stríð, léttir byrðar, angist eyðir, engill sáervoninblíð. Mitt á hryggðar dimmum degi dýrlegt oss hún kveikir ljós, mitt í neyð á vorum degi vaxa lætur gleðirós. Blessuð von í brjósti mínu bú þú meðan hér ég dvel, lát mig sjá í (jósi þínu ijómann dýrðar bak við hel. (H. Hálfd.) Þín dótturdóttir Anna María Blöndal. ÞÓRÐUR ÁRELÍUSSON + Þórður Árelíusson var fædd- ur í Reykjavík 4. september 1940. Hann lést 13. apríl síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 21. apríl. Kveðja frá starfsfólki Fiskistofu Þegar starfsfólk Fiskistofu sneri aftur til starfa að loknu páskaleyfi barst okkur sú sorgarfregn að fyrrverandi samstarfsmaður okk- ar, Þórður Árelíusson, hefði orðið bráðkvaddur að heimili sínu á öðr- um degi páska. Með nokkrum fátæklegum orð- um viljum við minnast þessa góða drengs og fyrrum samstarfsmanns okkar. Eftir að Þórður kom í land að lokinn sjómennsku um áratuga- skeið, síðustu árin sem stýrimaður eða skipstjóri, einkum á fiskiskip- um, hóf hann störf við veiðieftirlit, fyrst hjá sjávarútvegsráðuneytinu, en síðan við Fiskistofu árið 1992. Hjá Fiskistofu starfaði hann við ýmis ábyrgðarmikil störf um 5 ára skeið eða þar til hann réðst sem hafnarstjóri við Sandgerðishöfn fyrir um það bil ári. Fjölþætt reynsla hans nýttist honum vel í störfum hjá ráðuneyt- inu og Fiskistofu. Til hans var ávallt gott að leita í vandasömum málum, enda maður greindur og hjálpsemi og drenglund honum í blóð borin og skemmtOegri og þægilegri vinnufélaga var vart unnt að hugsa sér. Þórður var hafsjór af fróðleik um menn og málefni og ósjaldan lyfti hann andrúmsloftinu á vinnu- stað upp á léttara plan ef honum þóttu starfsfélagar fara að gerast eitthvað andlausir og daprir vegna úrlausna vandasamra og mis- skemmtilegra mála sem verið var að vinna við. Vegna anna í nýju ábyrgðar- starfi hafði dregist hjá Þórði að undanförnu að líta inn á sinn gamla vinnustað hjá Fiskistofu, en nýverið gaf hann loforð um að úr því skyldi bætt á næstu dögum. Svo mun ekki verða. Þess er af öll- um sárt saknað og allra þeirra síð- ari heimsókna sem annars hefðu orðið. Þórðar Arelíussonar er minnst með virðingu og þökk og ástvinum hans öllum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hans og hafi hann þökk fyrir samveruna og allar þær góðu stundir sem hann gaf okkur. Mig langar að minnast með nokkrum orðum Þórðar Arelíus- sonar. Við Þórður kynntumst fyrir átta árum þegar við fengum það verkefni hvor frá sinni ríkisstofn- un að sjá um námskeiðshald vegna löggildingar vigtarmanna. Slíkt samstarf hefur í för með sér bið- tíma og dauðar stundir inn á milli, bið á flugvöllum og langferðir saman í bíl. Stundirnar urðu bara aldrei mjög langar, það var svo auðvelt að rabba við hann Þórð. Sama hvert umræðuefnið var, maður kom aldrei að tómum kof- anum, og honum hrutu sífellt af vörum allskonar tilvitnanir, í bók- menntaverk, biblíuna og fleyg orð mikilmenna. Það auðgaði andann að rabba við Þórð. Það er skemmst frá því að segja að annar eins samstarfsmaður er vandfund- inn. Þetta var starf sem á þeim tíma var allt eins líklegt að valda úlfúð og vandamálum, enda hluti af öll- um þeim breytingum sem áttu sér stað þegar komið var á núverandi kerfi um stjórnun fiskveiða. Enda voru þess dæmi að menn kæmu á námskeið meira til að skammast í kerfinu, þ.e. Þórði, en til að öðlast starfsréttindi. A þessum fyrstu árum var oft gaman að fylgjast með tímunum þegar Þórður var að kenna. Hann fór með mönnum í gegnum lög og reglur er lutu að stjórnun fisk- veiða og því gáfust oft ærin tilefni til að hafa stór orð um „kerfið" og skamma það svolítið, en Þórður var einmitt fulltrúi þess. Það var minnstur vandinn að verða per- sónugervingur „vonda kerfiskalls- ins að sunnan“ og lenda í andstöðu við alla þá sem námskeið sóttu. En það var bara ekki Þórðar máti, hann var vissulega framlengdur armur þessa kerfis sem menn voru á stundum mjög ósáttir við, en hann komst vel af við þessa menn alla og varð vinur þeirra margra. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt einn einasta vigtar- mann hnjóða í Þórð, en margur hefur hrósað honum í mín eyru. Honum var einkar lagið að ræða við menn um málefni án þess að skoðanaágreiningur ‘ yrði að per- sónuágreiningi. Við Þórður stóðum saman að verki sem okkur var ætlað, að halda námskeið fyrir alla vigtar- menn landsins, kalla á námskeið menn sem voru í fullri vinnu við sitt vigtarmannastarf og segja þeim að ella misstu þeir réttindin. Það var minnstur vandinn að skipuleggja slík námskeið, en það sem var vandi var hlutverk Þórð- ar, að halda uppi stöðugu og góðu samstarfí við vigtarmannastéttina og fá hana til liðs við það kerfi sem menn voru samt ósáttir við. Það hefðu ekki aðrir gert betur. Það var lítill vandi að fá heila stétt manna á móti því kerfi sem við vorum að vinna við, en það var ekki á hvers manns færi að liðka menn til fylgis við málefnið. Ég hef oft þakkað honum það hversu til tókst, en ég vil einnig þakka það í heyranda hljóði. Aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Þór J. Gunnarsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.