Morgunblaðið - 25.04.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.04.1998, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sambýlismaður minn, KRISTJÁN EINARSSON útgerðarmaður, Heiðarbraut 3, Sandgerði, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 22. apríl. Svanhildur Guðmunsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og tengdasonur, GUÐMUNDUR JÓNAS JÓHANNSSON, Funafold 7, Reykjavík, sem varð bráðkvaddur föstudaginn 17. apríl sl., verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 27. apríl nk. kl. 15.00. Aðalheiður Anna Guðmundsdóttir, Úlfar Óli, Jóhann Tómas, Tryggvi Snær, Jóhann T. Bjarnason, Sigrún Stefánsdóttir, Guðmundur Tr. Sigurðsson, Kristín R. Einarsdóttir. + Útför bróður okkar, SIGMARS JÓNSSONAR, sem lést fimmtudaginn 16. april, fer fram frá Höfðakapellu, Akureyri, mánudaginn 27. apríl kl. 13.30. Stefán Þór Jónsson, Arnheiður Jónsdóttir, Jón EyþórJónsson, Þorgerður Jónsdóttir, Þóra Hildur Jónsdóttir. ■ii + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, JÓNU SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks og vina á elli- heimilinu Grund. Guð blessi ykkur öll. Guðný Sigfúsdótttir, Guðmundur J. Guðmundsson, Jóhanna Guðmundsdóttir, Gerður Sigfúsdóttir, Eyjólfur Einarsson, Helgi Sigfússon, Hjalti Sigfússon, Guðni Sigfússon, Gyða S. Stenton, Ólöf Sigfúsdóttir, Halldór Sigfússon, Ragnheiður Þorkelsdóttir, Anna Magnea Jónsdóttir, Edward Stenton, Kristinn Eyjólfsson, Harpa Halldórsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og jarðarför ástkærrar móður okkar, ÓLAFAR KRISTÍNAR ÓLAFSDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Kristján Richter, Guðrún Sveinsdóttir, Jón B. Sveinsson, Pétur R. Sveinsson. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, ÁSGEIRS Ó. EINARSSONAR dýralæknis, Sólvallagötu 23, ReyRjavík. Lára Sigurbjörnsdóttir, Guðrún L. Ásgeirsdóttir, Ágúst Sigurðsson, Einar Þorsteinn Ásgeirsson, Sigrún V. Ásgeirsdóttir, Pétur Guðgeirsson, Þórdís Ásgeirsdóttir, Hjörtur Ingólfsson, Áslaug K. Ásgeirsdóttir, Halldór Bjarnason. HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR + Halldóra Jóns- dóttir var fædd á Uppsölum í Blöndu- hlíð í Skagafirði 8. desember 1914. Hún lést á fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akur- eyri 17. apríl síðast- liðinn. Foreldrar Halldóru voru Jónas Kristjánsson, barna- kennari og organisti, og Rannveig Sveins- dóttir, húsmóður. Þau eignuðust 15 börn, 4 dóu í bernsku og ein systirin dó um tvítugt en hin systkinin komust öll upp og var Halldóra 7. barn f röðinni. Rannveig lést er Hall- dóra var 8 ára. Fósturforeldrar: Þrúður Árnadóttir og Gísli Björnsson á Vöglum f Biönduhlíð. Halldóra fluttist tvítug til Akureyrar, giftist hinn 3.10. Það voru forréttindi áð vera bamabamið sunnan heiða. Þá fékk maður að fara í sumarheimsóknir norður til Akureyrar, vera einn í svolítinn tíma hjá ömmu í Skipagöt- unni og hafa hana út af fyrir sig. Forréttindi sem búa í dýrmætum minningum nú þegar þessi yndis- lega kona, Halldóra Jónsdóttir, er látin. En amma á Akureyri var mér miklu meira en bara amma, þvi kynntist ég þegar ég fluttist fimmt- án ára gömul frá foreldrum mínum í útlöndum og heim til íslands í menntaskólanám. Þá lá leiðin til Akureyrar, heim til ömmu í Skipa- götunni og þar reyndist hún vinkon- an og félaginn sem alltaf átti stund fyrir unglinginn sinn. Og þó ég byggi ekki hjá henni nema fyrsta veturinn minn fyrir norðan, þá var amma alltaf haldreipið mitt á Akur- eyri. 1936 Karli Magnús- syni, járnsmíða- meistara, f. 23.6. 1910, frá Gilhaga í Lýtingsstaðahreppi. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson, bóndi í Gilhaga, og Monika Jóhannes- dóttir. Karl dó 26.7. 1965. Börn Halldóru og Karls eru Rann- veig Helga, f. 21.6. 1937, gift Þormóði Helgasyni. Börn þeirra eru Þorgerð- ur, Karl, Halldóra og Þormóður. Einar Karlsson, f. 11.8. 1940, kvæntur Siguijónu Sigurjónsdóttur. Dóttir þeirra er Vilborg. Heiða Karlsdóttir f. 4.2. 1949. Sonur hennar er Björn Gfslason. Útför Halldóru fór fram frá Akureyrarkirkju 24. aprfl. Þótt liðin séu fimmtán ár frá því að ég fór að norðan eftir nám finn ég enn fyrir tilfinningunni „að vera komin heim“ í hvert skipti sem ég kem þangað. Þá tilfinningu þakka ég ömmu minni öðru fremur og öllum árunum sem Akureyri og amma voru samnefnarar í mínum huga. Amma var afskaplega skemmtileg kona með leiftrandi húmor og átti auðvelt með að sjá spaugilegar hlið- ar á málum. Lífshlaup hennar var þó oft ekki auðvelt. Þegar amma var aðeins átta ára gömul, dó móðir hennar af berklum. Þá eignaðist hún fósturforeldra, Þrúði og Gísla, sem unnu henni sem sínu eigin bami og talaði um það hlutskipti sem mikla gæfu. Sjálfsagt hefur hana þó ekki granað að sjálf myndi hún þurfa að takast á við erfið ár af völdum sama sjúkdóms, en 1942 veiktist hún sjálf af berklum og lá á sjúkrahúsinu í Kristnesi næstu ár á eftir. Sússa HEIÐBJÖRT GUÐLAUG PÉTURSDÓTTIR + Heiðbjört Guð- laug Pétursdótt- ir fæddist á Gauta- stöðum í Holts- hreppi (nú Fljóta- hreppi) 12. mars 1910. Hún lést á Landspitalanum 24. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaða- kirlqu 3. apríl. Vorið er að koma. Öll náttúran ber þess merki. Litlu vinimir okkar, „vorboðamir ljúfu“, þyrpast til landsins, okkur til ómældrar ánægju. Bram trjánna þrútna og allt ber vott um vaknandi líf. Frjó- komin smáu, sem sofíð hafa í jarð- veginum vakna upp með hækkandi sól. Guð gefur þeim líf á ný. í dag kveðjum við elskulega vin- konu mína Heiðbjörtu Pétursdótt- ur. Hún fæddist 12. mars 1910. Æviárin eru því orðin nokkuð mörg og erfiður síðasti tíminn. Enda þráði hún hvfldina og efaðist aldrei um líf eftir líkamsdauðann. Um mann sinn og foreldra talaði hún oft og trúði á endurfundi. Hún vissi að „Þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti." Eg vona og veit, að óskir hennar og þrár hafa nú ræst. Því drottins vald, sem vekur litlu fræin af vetrardvala mun einnig vekja hana og okkur öll að lokum og veita Ijósi og lífi inn á hina himnesku vor- morgundýrð. Kristur sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa“. Við þurfum ekki fleiri sannanir. Páskahátíðin er ný- liðin, upprisuhátíð Frelsarans. Un- aðslegt að ganga beint inn í páskadýrð hans. Þessar hnur verða ekki upptalning æviat- riða. Aðeins nokkur minningabrot um vin- konu mína. Brot sem mig langar að tína saman að leiðarlokum. Heiðbjört var mikill náttúruunnandi. Ótald- ar eru allar ferðir hennar fyrr á árum, þar sem hún fór gang- andi um heiðar og dali til að njóta náttúrufeg- urðarinnar. Hún var einnig íþróttakona mikil, stundaði bæði leikfimi og frjálsíþróttir. En sundið var henni þó alltaf mest virði. Það stundaði hún fram á efri ár. Sjálfsagt hefði hún náð langt í þessum greinum ef tækifæri til menntunar hefðu verið jafn góð þá og þau eru í dag. Heiðbjört og fjölskylda hennar áttu sumarbústað vestur á Snæ- fellsnesi. Þangað fór hún á góðum stundum og veiddi lax. Laxveiði var henni mikill gleðigjafi, ásamt úti- verunni sem fylgir þeirri íþrótt. Heiðbjörtu var margt til Usta lagt. Hún var mikill tónlistarunnandi og hafði góða og fallega söngrödd. Fyrstu kynni okkar urðu við stofnun „Samkórs Reykjavíkur“. Þann kór stofnaði Jóhann Tryggvason 13. febrúar 1943 ásamt 60 söngfélögum og stjómaði honum við góðan orðstír í mörg ár. Jóhann fluttist svo til London. Doktor Róbert Abraham Ottósson tók svo við kómum og þjálfaði hann upp af sinni alkunnu snilld. Róbert fór með kórinn á eldri dóttir ömmu og afa var þá 5 gömul og faðir minn, Einar á 2. ári sem Lilja systir ömmu tók að sér. Sjálf átti amma enga möguleika á að nálgast eða hitta bömin sín í heil fimm ár, hún gat aðeins fylgst með þeim vaxa og dafna í frásögnum annarra eða út um glugga. Það hlýt- ur að vera hverri móður óbærilegt að sjá bömin sín sjaldan og geta þá bara horft en ekki snert og faðmað. En það segir sitt um persónu þess- arar einstöku konu, að svo langvar- andi veikindi og aðskilnaður frá bömunum sínum og eiginmanni styrktu aðeins fjölskylduböndin og ekld síst þá kærleika sem vom á milli ömmu og afa, Karls Magnús- sonar. En fyrir 33 ámm reið annað áfall yfir, þegar afi lést aðeins 55 ára að aldri. Það varð ömmu þungbær missir, en ekki lét hún bugast frekar en fyrr. Þegar hún varð ekkja bjuggu þau í Skipagötunni og þar hélt amma sitt heimili áfram um langt skeið, eða þar til hún flutti með Heiðu dóttur sinni og Bimi syni hennar í Dalsgerði þar sem þær hafa búið í tæpa tvo áratugi. Það heimili hefur verið til fyrirmyndar eins og allt annað sem þær mæðgur komu að og þegar lífshlaupi ömmu minnar er lokið langar mig að þakka elskulegri frænku minni og þeim systmm báðum, Heiðu og Sússu, af heilum hug fyrir allt sem þær hafa fyrir ömmu gert, ekki síst í erfiðum veikindum hennar á undanfomum vikum. Djúpt þakklæti til þeirra systra fyrir einstaka umhyggju stendur okkur öllum í fjölskyldunni ofarlega í huga. Það tekur á að fylgja sínum nánustu síðasta spölinn þegar gangan er svo erfið. En þá ber líka að þakka góðum Guði að leiðin var ekki lengri og erfiðari. Mig langar að ljúka þessari kveðju með setningu sem lítill drengur sagði þegar fregnin barst um að langamma á Akureyri væri dáin - mamma, núna grátum við af sorg, en uppi á himnum em langafi og allir englamir með tárin í augun- um af gleði. Vilborg Einarsdéttir. söngmót til Finnlands og um öll Norðurlöndin 1954. Við voram mán- uð í ferðinni og mikið var sungið og á mörgum stöðum. Við vorum báðar í þessu söngferðalagi, það var yndis- legur tími og stórkostleg ferð. í söngkórnum nutum við okkur vel. Sönggleðin mikil og margt sam- eiginlegt hjá okkur. Margir héldu að við væram systur og hélst sú trú lengi. Við Heiðbjört áttum margar ógleymanlegar minningar frá þess- ari ferð, og oft voru þær rifjaðar upp og ræddar á góðum stundum og lögin rauluð. Heiðbjört var sérstakt prúð- menni, hæglát, stillt og ljúf. Hún bjó yfir innri styrk og gleði, sem veitti henni reisn og virðuleika. Hún var glæsileg eldri kona, sem bar ár- in sín svo vel að enginn gat trúað að rétt væri farið með aldur, og ekld spillti fallegi íslenski búningurinn hennar útlitinu. Veturinn 1930 og 1931 til ‘32 var Heiðbjört á alþýðuskólanum á Laugarvatni og þar kynntist hún ungum og myndarlegum manni, Ara Jónssyni, sem síðar varð lífs- föranautur hennar. Þau vora fallegt par, Heiðbjört var falleg ung kona með geislandi gleði í augum og framkomu allri. Heiðbjört og Ari eignuðust þrjá syni, sem allir bera foreldram sín- um fagurt vitni. Hver getur reist sér fegri eða betri bautastein að leiðarlokum. Og nú þegar raddir náttúrannar óma sínar fyrstu hljómkviður vors- ins, er Heiðbjört kölluð heim til meiri starfa og betra lífs. Allt líf lýt- ur sama dómi. „Eitt sinn skal hver deyja“. Það er einnig þessi þýði vor- kliður, sem endurómar frá Iffi henn- ar hér. Guð blessi minningu hennar og gefi henni góða heimkomu. Sonum hennar, tengdadætrum og ömmubörnum öllum sendi ég ein- lægar samúðarkveðjur. Eh'nborg Gísladóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.