Morgunblaðið - 25.04.1998, Side 58
r
58 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Smáfólk
EVERY'BODY in the world HA5 A D06..WHY WON'T M0M LET ME HAVE A D06?
IP
A LOT 0F PEOPLE IN THE
WORLP PONl'T HAVE D065..
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Tvær teikningar
- rétt hugmynd
Frá Þorsteini Guðjónssyni:
„ÞAÐ er nýkomin út bók hér í landi
um íslenska stjarnfræðinginn Odda
Helgason," kallaði Þjóðverji á góðum
bíl til Vemharðs Bjarnasonar, sem
vantaði bæði fé og mat, húsaskjól og
farareyri. Þetta fékk hann þarna allt
út á Odda, vinnumann í Múla nyrðra
um 1120 og stjörnufræðing í hjá-
verkum. Bíleigandinn hafði lesið
bókina og fundist hún býsna góð,
enda var hún það, og er fyrsta bókin
utan Norðurlanda sem miklai- hlut
Odda í vísindasögunni, eftir að
sænski fræðimaðurinn Nat. Beck-
man reið þai- á vaðið um aldamótin.
O.S.Reuter, höfundur bókarinnar,
hafði verið að skrifa um Stjörnu-
Odda um árabil, þangað til hann fékk
útgefíð 1934; var það skoðun Reuters
að fornir Norðurlandabúar og
Germanar yfírleitt hefðu verið betri í
stjörnufræði en menn höfðu áður
haldið - var það trúaratriði í evr-
ópskum fræðum þá, að í Evrópu bæri
allt að rekja til grísk-rómverskrar
menningar; ekkert þar íyrir norðan,
jafnvel ekki keltneskt, hvað þá germ-
anskt eða norrænt. Reuter tók upp
baráttuna gegn þessari vanavillu, og
byggði þar langmest á íslensku
stjömufræðingunum Odda og Þor-
steini surt, en taldi þá byggja á fornri
germanskri stjömufræði. Bar hann
þar fram athyglisverð rök, m.a. varð-
andi „pólstjömuna fyrri“. Ekki eru
öll rök Reuters í hinum ýmsu við-
fangsefnum jafnsterk, sem sjá má við
athugun, en það gefur engan veginn
tilefni til að hafna því sem rétt er hjá
honum. Og hafí einhver bendlað hann
við pólitík, þá er það fjarri sanni. Það
var á hinn veginn, að kaþólska kirkj-
an kom því að hjá Flokknum, að
Reuter yrði bannað að halda fyi-ir-
lestra um norræna goðafræði, efth-
að aðsókn að þeim gerðist mikil.
Nikulás Bergþórsson, sem varð
ábóti á Munkaþverá um eða eftir
1150 ætla ég hafa á yngri árum verið
nemanda Stjömu-Odda; það er nær
óhugsandi annað en að menn sem
voru á sama landshorni og höfðu
báðir áhuga á himinmælingum sem
þeir, næðu saman einhvern-tíma. En
þegar Nikulás fór ferð sína suður á
Jórsalaland um 1150, og kom að ánni
Jórdán við alfaraleið, lagðist hann
ekki í vatnið til að þvo af sér syndir,
heldui’ á bakið, og setti upp annað
hnéð. Ofan á hnéð setti hann hnef-
ann, og síðan þumalinn upp; líkam-
inn sneri í norður og suður. Og hvað
sá nú Nikulás við þumalnöglina?
Leiðarstjörnuna, (pólstjörnuna -
sem þá var réttust) og þýddi þetta 32
gráðu pólhæð. - Reuter endurtók
þessa tilraun Islendingsins þannig
að láta marga menn, með ýmsu vaxt-
arlagi, prófa þessa legu og miðun, og
fengu allir jafnt - 32 gráður - enda
jafnaðist þetta við hina landfræði-
legu breidd staðarins. Er þetta með-
al annars fróðlegt sem athugun á
hinum föstu stærðfræðihlutfóllum
mannslíkamans.
Víkur nú sögunni enn lengra fram
í timann, til Bergþórssonar, ekki
Nikulásar heldur Páls, áður veður-
stofustjóra, sem gaf út bókina „Vín-
landsgátan" nú fyrh’ jólin. Er það
mjög athyglisverð bók, um leiðir
þeirra Leifs heppna og Þorfinns
Karlsefnis; þræðir raunar í aðalat-
riðum sömu siglingaleiðh’ um St.
Lárentsflóa og suður fyrir Nova
Scotia og menn höfðu rætt um áður,
en Páll raðar atriðunum saman
þannig að líklegt verður í heild. -
Um þetta ætla ég þó ekki að fjölyrða
hér, heldur aðeins minnast á það
sem Páll segir um stjörnufræði. Allir
eru á einu máli um, að án stjörnu-
fræðilegrar þekkingar hefðu menn
ekki getað siglt um hin víðu höf. Páll
Bergþórsson bh-tir í bók sinni teikn-
ingu eftir góðan listamann, og skýrir
mælingu Nikulásar Bergþórssonar.
- En þetta er svo að segja nákvæm-
lega sama myndin og sú sem Reuter
setti í bók sína meir en 60 árum fyrr.
Eg get ekki annað en glaðst yfir
því að frægð okkar ágætu stjörnu-
fræðinga á 12. öld, Odda og Nikulás-
ar, skuli vera farin að sækja í sig
veðrið, hjá Páli Bergþórssyni og O.S.
Reuter. (Bók Reuters hefur verið
endurútgefin nýlega.) Ég ætla að
Reuter hafí haft rétt fyrir sér um að
stjörnufræðiþekking fom-Germana
hafi náð lengra en viðurkennt hefur
verið. Hinsvegar er varla vafí á því
að sú forna þekking þróaðist lengra
hér á landi, á fyrstu öldum lands-
byggðarinnar, en hún hafði nokkum-
tíma áður náð.
ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON,
Rauðalæk 14, Reykjavík.
Gífurlegir hags-
munaárekstrar
Frá Guðmundi Rúnari
Guðbjarnai-syni:
NÚ ÞEGAR kosningar fara í hönd
hjá D&F þarf að hugleiða hvaða
hagsmuni skuli leggja til grundvallar
þegar gengið er að kjörborði. Ég
spyr hvernig geta stangast á hags-
munir lífeyrissjóða og þeirra sem
njóta eiga ávaxta úr þeim sjóðum.
Það er augljóst að þegar við lítum á
fjárfestingar lífeyrissjóðanna, að þar
eru umtalsverðar upphæðir bundnai-
í verðbréfum sem eru með þeim ann-
mörkum að verðgildi þeirra er háð að
fyrirtækin sem þau eru bundin skili
sem mestum gróða. Þessi gróði fæst
m.a. með því að halda niðri launum.
Þetta ætti Halldór Bjömsson að vita
sem situr beggja vegna borðs.
Þai’na em gífurlegir hagsmuna-
árekstrar og er deginum ljósara
hvema hagsmunh’ hafa verið fyrir
borð bornir.
Lífeyrissjóðurinn Framsýn er vel
rekin peningastofnun, en hið sama
er ekki hægt að segja um baráttufé-
lag verkamanna, D&F, sem reynst
hefur harla gagnslítið í baráttunni
fyrh’ beti’i launum.
Ég segi fyrir mína parta, þá vildi
ég frekar lifa mannsæmandi lífi og
deyja snauður, en að strita allt mitt
líf og rétt skrimta og eiga svo að
deyja með meira en nóg, þá væri ég
að fórna yngri kynslóðum fyrir eldri.
GUÐMUNDUR RÚNAR
GUÐBJARNARSON,
verkamaðui’, Ásbraut 9,
200 Kópavogur
Allir í heiminum eiga hund, af Fullt af fólki í heiminum á ekki
hveiju vill mamma ekki leyfa mér hund ...
að eiga hund?
Hvers vegna leyfir mamma þeim ... ~
að eiga hund? Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.