Morgunblaðið - 25.04.1998, Page 59
morgunblaðið_____________
BRÉF TIL BLAÐSINS
Hver er sinnar
gæfu smiður
Frá Alberti Jensen:
MIKIL þjóð sem býr í einu víð-
lendasta ríki jarðar og auðlindarík-
asta, ætti ekki að þurfa að búa við
fátækt. Það er þó sorgleg stað-
reynd með
Rússa og orsak-
irnar eru marg-
ar. Ein af þeim
verstu er víðtæk
glæpastarfsemi
sem lamar efna-
hagslífið. Fyrr-
verandi KGB-
menn kunna
klækina, þekkja
öngstrætin og
þeir halda áfram að ógna. Nokkur
undanfarin ár hefur rússneska
mafían myrt frétta- og embættis-
menn og reyndar flesta sem fyrir
þeim eru.
Annað af stærstu vandamálun-
um er langvarandi eyðilegging um-
hverfis hvarvetna í náttúni lands-
ins. Múrmansk, reyndar allur
Kolaskaginn er ægileg umhverf-
iseyðandi tímasprenga, fyrir svo
utan lélegu kjarnorkuverin, en þau
eru hræðileg ógn hvar í heiminum
sem er. Virkjanir og uppistöðulón
hafa valdið gífurlegri eyðileggingu.
Eiturefnaúrgangur fer óheftur frá
iðjuverum og verksmiðjum í ár og
vötn. Rússland er og verður risa-
vaxið umhverfisvandamál meðan
mafían er ríkjandi. Að vinna þar að
umbótum er líkt og að slökkva eld
undir skothríð. Skjótur gi’óði er
skuggaböldrum mafíunnar allt.
Eins og Rússland, átti Island
sínar myrku aldir. En velgerðir
hugsjónamenn komu Frónbúum til
bjargar. Þrælkúguð alþýðan var
vakin til mannlífs eftir árhundraða
martraðarsvefn. Þar voiu sannir
menn að verki. Slíkir eru nú fágæt-
ir eða útdauðir með öllu.
Eins og vandræði Rússa eru
flest af mannavöldum, gætum við
verið að stofna til varanlegra eyði-
leggingar á öllu umhverfi okkar og
fjárhagslegu öryggi vegna óheppni
með valdhafa. Þeim virðist fyrir-
munað að sjá hvað landi og þjóð er
til góðs. Þó síðast fyrir að valdhaf-
ar séu ekki hið sæmilegasta fólk,
heldur hitt að þeir hafa færst of
mikið í fang miðað við hæfni. Þar
eru staðreyndir um allt þjóðfélagið.
Vegvillurnar eru svo fjölskrúðugar
að jafna má við litrófið. Lítil grein
er því aðeins stutt hugvekja.
Vandamálin eru valdhafarnir og
embættismannakerfið. Það sem
hugsjónamenn byggðu upp, eru
stjómvöld nú að rífa niður. Þar má
nefna velferðarkeifið eins og það
leggur sig, þó ráðherra mennta-
mála spymi reyndar við fótum.
Bankamálin era allsherjar
hneyksli í dularfullum milljarða af-
skriftum og braðli. Laxamálið er
bara toppurinn á ísjakanum. Þó
allri þjóðinni þyki sjálfsagt að ráð-
herra og allir bankastjórar Lands-
bankans víki, verður slíkt ekki því
spilling þekkist ekki hér. En hin
ágæta Jóhanna Sigurðardóttir hef-
ur enn sannað að hún er ómissandi
fulltrúi þjóðarinnar. Hún hefur
kjark og réttsýni sem margan
vantar, en skilja ekki að svo geti
verið.
Þegar formaður stjórnar Sjúkra-
húss Reykjavíkur telur í lagi þó
hjartasjúklingar fari á biðlista, þá
er illa komið fyrir Islendingum.
Enginn alvarlega veikur á að þurfa
að bíða. Meðan við voram fátækir
byggðum við upp sjúkrahúsin og
tæknina. Nú, þegar við teljumst
sæmilega efnuð, höfum við ekki ráð
á öðru en niðurrifi. Auðvitað er
þetta blekking stjórnmálamann-
anna, því þjóð sem getur byggt of-
urdýr hæstaréttarhús, perlur, ráð-
hús, banka og ótejandi margt ann-
að, hlýtur að hafa efni á verndun
heilsunnar.
Ekki er langt síðan hér var um-
hverfisráðherra sem kom hlutun-
um þannig fyrir, að nú er minkur,
tófa og allur fiðurvargur næsta
friðaður. Mófuglar era nú að
hverfa úr íslenskri náttúru. Of-
stæki er hvergi til góðs. Sá ráð-
herra sem nú er, hefur ekkert gert
til að laga skemmdirnar, því það er
tímafrekt að astoða ráðherra orku-
mála við virkjanir og iðjuver sem
staðsett era að vilja útlendinga, en
ekki þjóðarinnar.
Ennþá álítur ríkisstjórn Islands
að rétt sé að gefa fáum útvöldum
auðlindir þjóðarinnar. Arðbær fyr-
irtæki skuli seljast á platverði eins
og SR mjöl. Stefnan er að þjóðin
verði eignalaus nema af því sem
ekki borgar sig. Og séríslensk ríkir
stjórnviskan, þegar bannaðar eru
vistvænar veiðar á stórþorski með-
an hann étur upp ungviði land-
gi’unnsins.
Það er ekki á óskalista Islend-
inga, að Jeltsín Rússlandsforseti sé
ausinn svívirðingm eins og gerst
hefur í DV. Jeltsín er maður sem
þorir. Það er víðar en í Rússlandi
sem ríkisstjórnir þyrftu ráðningu
vegna dugleysis. Boris Jeltsín hef-
ur margsýnt að hann er yfirburða-
maður.
ALBERTJENSEN,
Háaleitisbraut 129, Reykjavík.
Albert
Jensen
Getur Halldór
sameinað D&F?
_________________LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 59 4
MESSUR Á MORGUN
Frá Rósenberg Hólmgrímssyni:
UM LANGT skeið hef ég fundið fyr-
ir mikilli óánægju meðal félaga
minna, sem eiga aðild að sama stétt-
arfélagi, með stjórn félagsins. Sú óá-
nægja sem ég hef fundið fyrir er svo
mikil að menn hafa á orði að þeirra
hugur standi jafnvel tii þess að stofna
sitt eigið félag, þar sem t.d. hafnar-
verkamenn einir séu saman í félagi.
Félagsmönnum finnst félagið sitt
vera að verða svo mikið bákn að það
kemur engan veginn til móts við þá.
Ef Halldór Björnsson formaður
D&F heldur að fólk sé aðilar að
verkalýðsfélagi til að fá inni í orlofs-
húsi er það mikill misskilningur, þó
svo það geti verið góður bónus.
En á meðan Halldór lætur sig
dreyma um ráðstefnuhöll í Ölfus-
borgum og verkalýðshöll í Borgar-
túni eru félagsmenn að velta fyrir
sér hvort þeir geti látið enda ná
saman. Verkamannalaun í dag
nægja rétt svo til að halda uppi ein-
um mann í leiguherbergi, hvað þá til
að sjá fyrir heilli fjölskyldu. Því
finnst mér að kominn sé tími til að
koma út úr skápunum og gera upp
við sig hvort ekki sé rétt að hreinsa
tilíD&F.
Ég minni á að Framboð verka-
fólks býður fram lista í stjórnar-
kosningum D&F sem fram fara
föstudaginn 24. og laugardaginn 25.
apríl nk. Ég hvet þig félagi til að
kjósa því þitt atkvæði skiptir máli.
RÓSENBERG HÓLMGRÍMSSON,
verkamaður hjá Olíufélaginu,
Berjarima 23, Reykjavík.
Guðspjall dagsins:
Ég er góði hirðirinn.
(Jóh. 10)
ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnastarfíð fer
í heimsókn í Háteigskirkju. Lagt af
stað frá Bústaðakirkju kl. 10.50.
Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr.
Gunnar Rúnar Matthíasson.
Organisti Sigrún Steingrímsdóttir.
Kór Bústaðakirkju syngur. Pálmi
Matthíasson.
Lögreglumessa verður í Bústaða-
kirkju föstudaginn 1. maí kl. 11.
Prestar: Sr. Pálmi Matthíasson og
sr. Kjartan Öm Sigurbjörnsson.
Ræðumaður: Björn Sigurðsson, lög-
regluvarðstjóri. Ritingarlestur: Frið-
gerður Brynja Jónsdóttir og Guðni
Heiðar Guðnason. Lögreglukórinn.
Einsöngur. Altarisganga. Lögreglu-
menn eru hvattir til að mæta í ein-
kennisfötum. Veitingar verða í boði
Landssambands lögreglumanna og
Lögreglukórs Reykjavíkur. Allir hjart-
anlega velkomnir á meðan húsrúm
leyfir.
DÓMKIRKJAN: Prestsvígsla kl.
10.30. Sr. Sigurður Sigurðarson,
vígslubiskup, vígir cand. theol. Sig-
urð Rúnar Ragnarsson til prests í
Mosfellsprestakalli. Vígsluvottar sr.
Jón Þorsteinsson, sóknarprestur í
Mosfellsprestakalli, sem lýsir vígslu,
sr. Gunnar Kristjánsson, prófastur í
Kjalarnesprófastsdæmi, sr. Yrma
Sjöfn Óskarsdóttir, prestur í Selja-
prestakalli, sr. Þorvaldur Karl Helga-
son, biskupsritari og sr. Hjalti Guð-
mundsson, dómkirkjuprestur, sem
annast altarisþjónustu ásamt vígslu-
biskupi. Ragnar Árni Sigurðsson,
sonur vígsluOrganleikari Kjartan
Sigurjónsson, sem stjórnar söng
Dómkórsins. Fermingarmessa kl. 14.
Prestar sr. Hjalti Guðmundsson og
sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Organ-
leikari Kjartan Sigurjónsson, sem
stjórnar söng Dómkórsins. Barna-
samkoma kl. 11 í safnaðarheimilinu í
umsjá Auðar Ingu Einarsdóttur.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón-
usta kl. 10.15. Organisti Kjartan
Ólafsson. Sr. Lárus Halldórsson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf yngri
og eldri kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11.
Kirkjukór Grensáskirkju syngur.
Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr.
Ólafur Jóhannsson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasam-
koma og messa kl. 11. Dr. Sigurður
Árni Þórðarson messar. Tónleikar kl.
17 á vegum Listvinafélags Hall-
grímskirkju. Arndís Halla Ásgeirs-
dóttir, sópran, Inga Rós Ingólfsdótt-
ir, selló og Hörður Áskelsson, orgel.
LANDSPITALINN: Messa kl. 10. Sr.
Bragi Skúlason.
HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Börn og foreldrar úr Bú-
staðasókn koma í heimsókn.
Organisti mgr. Pavel Manasek. Sr.
Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa
k. 14. Sr. Arngrímur Jónsson, fyrr-
verandi sóknarprestur kirkjunnar,
messar. Organisti mgr. Pavel Mana-
sek.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Messa kl. 11.
Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson.
Organisti Lára Bryndís Eggertsdótt-
ir. Barnastarfið í safnaðarheimilinu
kl. 11. Umsjón Lena Rós Matthías-
dóttir.
LAUGARNESKIRKJA: Messa kl.
11. Barnastarf á sama tíma.
Drengjakór Laugarneskirkju syngur
undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar.
Organisti Gunnar Gunnarsson.
Prestur sr. Halldór S. Gröndal.
NESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Starf fyrir 8-9 ára börn á
sama tíma. Opið hús frá kl. 10.
Kirkjubíllinn ekur. Guðsþjónusta kl.
14. Ferming. Almenn altarisganga.
Orgel- og kórstjórn annast Reynir
Jónasson. Prestur Guðmundur Ósk-
ar Ólafsson. Tónleikar kl. 17. Sinfón-
íuhljómsveit áhugamanna. Ein-
söngvari Hulda Guðrún Geirsdóttir,
einleikari Helga Þórarinsdóttir.
Stjórnandi Ingvar Jónasson.
SELTJARNARNESKIRKJA: Messa
kl. 11. Organisti Vera Manasek.
Prestur sr. Sigurður Grétar Helga-
son. Barnastarf á sama tíma í umsjá
Agnesar Guðjónsdóttur, Benedikts
Hermannssonar og Jóhönnu Guð-
jónsdóttur.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjón-
usta kl. 14. Bamastarf á sama tíma.
Borgarkórinn syngur í messunni
undir stjórn Sigvalda Kaldalóns. Að-
alfundur safnaðarins eftir messu.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11 árdegis. Sr. Sigurjón Árni Eyj-
ólfsson héraðsprestur annast guðs-
þjónustuna. Organleikari Pavel
Smid. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á
sama tíma. Organisti Daníel Jónas-
son. Tómasarmessa kl. 20. Fjöl-
breytt tónlist. Fyrirbæn og máltíð
Drottins. Gísli Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11.
Sunnudagaskólinn á sama tíma.
Organisti Bjarni Þ. Jónatansson.
Léttur málsverður eftir messu. Safn-
aðarferð 10. maí kynnt.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Umsjón Ragnar
Schram. Fermingarguðsþjónusta og
altarisganga kl. 14. Prestur sr. Guð-
mundur Karl Ágústsson. Organisti
Lenka Mátéová. Prestarnir.
GRAFARVOGSKIRKJA: Ferming kl.
10.30. Ferming kl. 13.30. Prestar sr.
Vigfús Þór Árnason, sr. Sigurður
Arnarson og sr. Anna Sigríður Páls-
dóttir. Kór Grafarvogskirkju syngur.
Stjómandi Hörður Bragason. Prest-
arnir.
HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11.
Ferming og altarisganga. Sr. (ris Kri-
stjánsdóttir þjónar. Organisti Oddný
J. Þorsteinsdóttir. Vorferðalag
barnastarfsins kl. 13. Farið verður í
DIGRANESKIRKJA í Kópavogi.
Kaldársel, sumarbúðir KFUM og K í
Hafnarfirði. Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Hjörtur Hjartarson prédik-
ar og þjónar fyrir altari. Kór Kópa-
vogskirkju syngur. Organisti Guð-
mundur Sigurðsson. Ægir Fr. Sigur-
geirsson.
SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
14. Altarisganga. Sr. Irma Sjöfn
Óskarsdóttir prédikar. Guðsþjón-
usta í Skógarbæ kl. 16. Sr. Irma
Sjöfn Óskarsdóttir prédikar.
Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.
Sóknarprestur.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía:
Fjölskyldusamkoma kl. 16.30.
Krakkaklúbburinn sér um samkom-
una og sýnir m.a. söngleik sem þau
hafa verið að æfa í vetur. Allir hjart-
anlega velkomnir.
KLETTURINN: Krakkakirkja kl. 11,
börn á öllum aldri veikomin. Sam-
koma kl. 20. Lofgjörð, fyrirbæn og
prédikun orðsins. Allir velkomnir.
MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár-
stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta
sunnudag kl. 11 og fimmtudag kl.
20. Prestur sr. Guðmundur Örn
Ragnarsson.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKAN: Ferm-
ingarhátíð að Bíldshöfða 10, 2. hæð,
kl. 11. Almenn samkoma kl. 20. Vitn-
isburðir, lofgjörð og fyrirbænir. Allir
velkomnir.
FRÍKIRKJAN VEGURINN: Morgun-
samkoma kl. 11. Barnastarf í fjórum
deildum og kennsla fyrir fullorðna.
Léttar veitingar seldar eftir samkom-
una. Kvöldsamkoma kl. 20. Lof-
gjörð, prédikun og fyrirbæn. Allir
hjartanlega velkomnir.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Mess-
ur sunnudaga kl. 10.30, biskupinn
veitir sextán börnum fermingar-
sakrametnið. Messa kl. 14. Messa
kl. 18 á ensku. Laugardaga og virka
daga messur kl. 8 og 18.
MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8:
Messa sunnudag kl. 11. Messa
laugardag og virka daga kl. 18.30.
GARÐABÆR, Holtsbúð 87: Messa
sunnudag kl. 10.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði:
Messa sunnudag kl. 10.30. Messa
virka daga og laugardaga kl. 18.
KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði:
Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa
laugardaga og virka daga kl. 8.
BARBÖRUKAPELLA, Keflavík:
Messa sunnudag kl. 14.
STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7:
Messa sunnudag kl. 10. Messa
laugardag og virka daga kl. 18.30.
RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag
kl. 17.
FÆREYSKA SJÓMANNA
HEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl.
17.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugar-
dagsskóli kl. 13. Sunnudag kl.
19.30. Bænastund. Hjálpræðissam-
koma. Kafteinn Miriam Óskarsdóttir
talar. Allir hjartanlega velkomnir.
Mánudag kl. 15 heimilasamband.
VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Minnst verður vígsluafmælis
Vídalínskirkju og Jóns Vídalíns bisk-
ups, ásamt Vídalínspostillu hans.
Sóknarnefndarfólk les ritningar-
lestra. Kór Vídalínskirkju syngur allur
og teknir verða í notkun nýir kyrtlar
fyrir kórinn sem kirkjunni hafa verið
færðir að gjöf. Tveir flautuleikarar frá
Tónlistarskóla Garðabæjar leika við
athöfnina. Það eru þau Björn Davíð
Kristjánsson og Kristrún Björnsdótt-
ir. Organisti Jóhann Baldvinsson.
Samverustund eftir guðsþjónustu
fyrir kirkjugesti. Hans Markús Haf-
steinsson sóknarprestur.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Skáta-
messa kl. 11. Skátar annast lestra
og undirleik. Prestur sr. Þórhallur
Heimisson. Vorferðalag sunnudaga-
skólanna til Þingvalla. Brottför í rút-
um frá Hvaleyrarskóla og Setbergs-
skóla kl. 10 og frá kirkju kl. 10.15.
Sr. Heimir Steinsson tekur á móti
hópnum á Þingvöllum og annast
leiðsögn. Heimkoma áætluð kl.
14.30. Foreldrar og aðrir ættingjar
sunnudagaskólabarna eru sérstak-
lega boðin velkomin með. Börn
yngri en 5 ára komi í fylgd með full-
orðnum. Kl. 11 guðsþjónusta. Prest-
ur sr. Gunnþór Ingason. Kl. 16 vor-
tónleikar kirkjukórs Hafnarfjarðar-
kirkju undir stjórn Natalíu Chow.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Guðs-
þjónusta kl. 14 í dag. Prestur sr. Sig-
urjón Árni Eyjólfsson. Organisti Pa-
vel Smid. Kór Frikirkjunnar í Reykja-
vík syngur.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Guðs-
þjónusta kl. 11. (Ath. breyttan tíma).
Barnasamkoman fellur niður.
Kirkjukórinn, bamakórinn og ung-
lingakórinn syngja. Organisti Þóra
Guðmundsdóttir. Einar Eyjólfsson.
SELFOSSKIRKJA: Sunnudagaskóli
kl. 11. Messa kl. 14. Hádegisbænir
kl. 12.05 þriðjudag til föstudag. Les-
hringur kl. 20 fimmtudag. Kvöld-
bænir kl. 21.30. Sóknarprestur.
GAULVERJABÆJARKIRKJA:
Messa kl. 14. Aðalsafnaðarfundur
eftir messu. Sóknarprestur.
ODDAKIRKJA á Rangárvöllum:
Fermingarmessur kl. 10.30 og 13.30.
Sóknarprestur.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14. Sóknarprestur þjónar
fyrir altari fram að predikun, þá tek-
ur sr. Hjörtur Hjartarson við prests-
þjónustunni, en hann leysir sóknar-
prest af til 1. febrúar 1999. Organisti
er Siguróli Geirsson. Kór Grindavík-
urkirkju syngur. Eftir guðsþjónustu
býður sóknarnefdin kirkjugestum að
þiggja kaffiveitingar í safnaðarheim-
ilinu, sem fermingarböm vetrarins
og foreldrar þeirra annast.
LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj-
um: Almenn guðsþjónusta kl. 11
með barnasamveru. - Hverfismessa.
(Sjá fréttatilk.) Kl. 14 einsöngstón-
leikar í safnaðarheimilinu. Ingveldur
Ýr Jónsdóttir messósópran og Guð-
mundur H. Guðjónsson, píanó. Kl.
16 messu dagsins útvarpað á ÚVaff
(Fm) 104. Kl. 20.30 poppmessa!
Hljómsveitirnar Prelátar og Dee
Seven leiða safnaðarsönginn í léttri
sveiflu.
LEIRÁRKIRKJA: Messa kl. 11.
Ferming.
KFUM og KFUK við Holtaveg. Al-
menn samkoma og barnastundir kl.
17. Gunnar Hamöy talar.
SAMBAND ÍSLENSKRA KRISTNI-
BOÐSFÉLAGA. Samkoma í Kristni-
boðssalnum í kvöld kl. 20.30. Gunn-
ar Hamnöy talar.
Fríkirkjan í Reykjavík
Guðsþjónusta kl. 14 Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólf: Organisti Pavel Smid. Kór Fríkirkjunnar í Reykjavík syngur. ^ k00. ;son. L
J. 8 S
Oj s íU) tíú íDí /TT\ 411 nn im rm rm tm tm rm — M M
www.mbl.is