Morgunblaðið - 03.05.1998, Page 14

Morgunblaðið - 03.05.1998, Page 14
14 B SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 MANNLIFSSTRAUMAR MORGUNBLAÐIÐ ENN UM ORKUBÚSKAP HEIMILISINS O-FL JTækni Er samt hægt að spara orku nema á kostnað annarra lífsgæða? FYRIR nokkru var hér ritað um orkubúskap venjulegs reykvísks einbýlishúss og fjármál tengd því. Niðurstaðan var sú að lítið væri gerlegt til að spara fé. Petta á vita- skuld við um hús sem er byggt samkvæmt venjulegum stöðlum án verulegra galla. Þetta kann e.t.v. að hljóma nokkuð afdráttarlaust, og á við um þessar aðstæður ein- göngu, en þeim mun frekar sem verð til húshitunar og rafmagns- verð til heimilishalds er lægra. Því hærri sem þeir taxtar eru, þeim mun betur borgar sig að leggja í kostnað t.d. til einangrunar húss. Eins má halda fram að við Reykvíkingar gætum sparað orku til húshalds með a.m.k tvennu móti sem var ekki minnst á í téðri grein: Með að breyta lýsingu, nota ljós- rör, sparnaðarperur og halógen- ljós, og að elda sem mest með ör- bylgjuofnum. Þetta er hins vegar viðkvæmt mál sem snýst um smekk manna við heimilishald, og ekki sjálfsagt að breyta til um slíkt ein- göngu vegna orkusparnaðar? Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda Ársfundur 1998 Ársfundur Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda verður haldinn á Hótel Sögu, A-sal, Reykjavík, þriðjudag- inn 5. maí 1998 og hefst kl. 17.00. Dagskrá fundarins er. 1. Flutt skýrsla stjómar. 2. Kynntur ársreikningur. 3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt. 4. Fjárfestingastefna sjóðsins skýrð. 5. Önnurmál. Allir sjóðfélagar, jafnt greiðandi sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn. Stjórn Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda 8111111111 g|| ......| m Kvöldskóla Kópavogs verður 3. maí kl. 14.00-18.00 í Snælandsskóla Bútasaumur Skrautskrift Silfursmíði Kántrý-föndur Körfugerð Fatasaumur Leirmótun Vatnslitamálun T résmíði Bókband T rölladeig Utskurður Glerlist Verið velkomnin! KYOL^^H KOPAVOGS Ikl Ljósaperan hefur náð því að til- heyra sígildu heimilishaldi. Sá sem vill hafa hlýlegt inni hjá sér velur hana án tillits til þess að hún eyði margfalt meiru en nýrri lýsingaraðferðir. Þar sem rafhit- un er og á sama taxta og annað rafmagn heimil- ishalds, eins og t.d. í sumarbú- stöðum, er ná- kvæmlega eng- inn sparnaður fólginn í að breyta um lýsingu. Hinar nýju sparnaðarperur end- ast allmiklu lengur en sígilda per- an, en eru um það bil jafnmörgum sinnum dýrari og sem nemur end- ingunni. Sá sem lætur sér lítt annt um matargerð og vill taka upp matargerðarháttu banda- rískrar lágstéttar á vitaskuld að elda allt sem gerlegt er að elda í örbylgjuofni. Auk þess sem hann lætur sér standa á sama um er- lendar grunsemdir um óhollustu örbylgjumatreiðslunnar. Sé mönnum sama um litaráferð heimilislýsingar á að fylla heimilið þess konar ljósi sem ekkert kost- ar í innkaupum né rekstri, en það eru ljósrörin. Þau hafa til skamms tíma einungis fengist með þeirri hörðu og köldu litasamsetningu, að ekki var hafandi inni á heimili, hefðu menn aðeins sæmilegan smekk. Enn eru flestar opinberar stofnanir, svo og götur og torg borga og bæja yfirhellt þessari óþolandi birtu. Skiptir litlu þó að Islendingar hafi fyrir sér á ferða- lögum heil lönd, svo sem England, lýst hlýrri gulleitari birtu vina- legri götuljósa. Tæknin hefur þann vanda í för með sér að hún rýfur hefðir í um- gengni okkar við efniskennda hluti, einnig inni á heimilum okk- ar. Hefðbundnar aðferðir okkar við að umgangast efnislega hluti inni á heimilum er aldagömul list og menning. Flest í sambandi við húsagerð, húsgagnagerð, og heimilishald hefur haft æ meiri tilhneigingu til að falla undir stór- iðnað og fjöldaframleiðslu í stað handverks og listiðnaðar áður fyrr. Þar með er mikil hætta á að við sköpum okkur umhverfi sem er að vísu aftkastameira og ódýr- ara en ella, en hlýtur að hafa áhrif á andleg þrif okkar og geðheilsu í lengd. Islendingum hefur verið sérstaklega hætt við að falla í þessa gryfju vegna skyndilegs flutnings þjóðarinnar úr sveit í borg. Þá hlaut að glatast sú teng- ing sem við höfðum við efnislega hluti, og við urðum án hefðar að koma okkur upp nýju efnislegu umhverfi. Því er okkur hættara en t.d. sumum Evrópuþjóðum að detta í ameríska pyttinn, að allt er viðkemur lífsstíl okkar sé skipu- lagt út frá því að það sé ódýrt og virkt. eftir Egil Egilsson ER HÆGT AD MÆLA HVCSVtt?/Vísindi HEILAGRUGG ÞRÁTT fyrir stórstígar framfarir á undanfömum árum er þekking vís- indamanna á heilanum enn sem komið er mjög takmörkuð. Notkun aðferða frá atóm- og kjameðlis- fræði, ásamt miklum framförum á sviði nákvæmnismælinga, hafa opn- að nýja möguleika til að fylgjast með starfsemi heilans, sem áður var óhugsandi. Áður en þessi tækni kom til fengust upplýsingar um starfsemi heilans íyrst og fremst með athugunum á fólki sem hafði orðið fyrir heilaskemmdum, af völd- um slysa eða sjúkdóma, og því hvemig áhrif þær höfðu á andlega og líkamlega hæfileika sjúklingsins. Athuganir á sjúklingum gáfu upplýsingar um það hvaða hlutar heilans báru ábyrgð á ákveðnum andlegum og líkamleg- um hæfileikum þeirra. Iðulega var það þó svo að heilaskemmd- irnar vom ekki fullkunnar fyrr en sjúklingurinn var látinn. Nákvæm „kortlagning“ á heilanum og hæfi- leikum hans var því framkvæmd löngu seinna, en ekki um leið og atburðirnir voru að gerast. Þetta vora vísindi síns tíma og gáfu einungis tak- markaðar upp- lýsingar um það hvernig heilinn raunverulega starfar. Ljós-, hljóð- og rafeindaskann- ar ýmiskonar hafa boðið vísinda- mönnum og læknum upp á stór- kostlega möguleika til að rann- saka mismunandi hluta heilans. Hönnuð hafa verið tæki sem breyta mælingum í litríkar mynd- ir af svæðum heilans og gefa til kynna hvernig mismunandi áhrif örva mismunandi svæði. Ef fólk er beðið að hugsa ákveðnar hugs- anir, hrætt, því sögð einhver saga eða það látið þefa ákveðna lykt á meðan myndimar era teknar þá er hugsanlegt að greina tengsl á milli lífeðlisfræðilegra ferla heil- ans og þeirra hugsana eða hug- hrifa sem skynhrifin valda. Rann- sóknir af þessu tagi hafa stórauk- ið skilning sálfræðinga og tauga- lífeðlisfræðinga á því hvernig heil- inn starfar og hvernig einstakir hlutar hans bregðast við þeim verkefnum sem heilinn þarf að leysa af hendi. Forsenda þessa era nákvæmar mælingar á hárfín- um lífefna- og lífeðlisfræðilegum breytingum sem eiga sér stað inn- an mismunandi svæða heilans. Þær aðferðir sem á undanförnum árum hafa fært taugalífeðlisfræð- ingum hvað mestar upplýsingar um starfshætti heilans era svo- eftir Sverri Ólofsson HULUNNI svipt af heilanum. kallaðir Pet- (positron emission tomography) og Fmri- (functional magnetic resonanse imaging) skannar. Pet-skannar byggjast á því að þegar rafeindir og andeindir þeirra, jáeindir, hittast þá eyða þær hvor annarri og mynda geisl- un sem samanstendur af ljóseind- um. Þessi geislun gefur upplýsin- ar um það umhverfí sem jáeind- irnar og rafeindirnar hittust í og því um ástand þess hluta heilans þar sem geislunin myndaðist. Fyrst þarf þó að koma geislavirk- um efnum, sem mynda jáeindir, fyrir í líkamanum. Það er gert með því að sprauta efninu í æð eða með því að láta viðkomandi anda því að sér í loftkenndu formi. Hægt er að nota mismunandi geislavirk efni til að athuga mis- munandi hluta heilans. Virkni mis- munandi heilasvæða tengist magni efna sem gefa upplýsingar um orkunotkun, eins og súrefni eða sykur. Nútíma pet-skannar geta dregið upp nákvæma þrívídd- armynd af heilanum í einu skanni en eldri útgáfur gátu einungis tek- ið mynd af einni sneið heilans í einu. Myndirnar sem fást á þenn- an hátt gefa nákvæmar upplýsing- ar um dreifingu mismunandi efna um mismunandi svæði heilans. Fmri-skannar byggjast á víxl- verkun á milli rafsegulbylgna og róteinda í blóðrauðasameindum. Róteindirnar búa yfir eigin segul- sviði sem hefur tilhneigingu til að liggja samhliða sviðinu sem skanninn framleiðir. Til þess að framkalla mynd eru róteindirnar truflaðar með rafsegulbylgjum. Skanninn greinir síðan þær raf- segulbylgjur sem róteindirnar senda frá sér þegar þær falla aft- ur í stöðuna samhliða ytra segul- sviðinu. Tíðni rafsegulbylgnanna er háð efnafræðilegu umhverfi róteindarinnar. Fmri-skannar era sérstaklega gagnlegir til mælinga á súrefnismagni í blóðrauðanum. Enn er langt í það að hægt sé að „lesa“ hugsanir fólks. En í ljósi þeirra framfara sem átt hafa sér stað á greiningu ferla sem tengj- ast hugsunum og hughrifum heil- ans er engan veginn útilokað að einhvemtíma verði hægt að hafa einhverja innsýn í hugsanir fólks, alveg eins og hægt er að greina sykurmagn í blóði eða þrýsting í auganu. Slíkur möguleiki mundi hafa ófyrirsjáanleg áhrif á sam- skipti fólks. Oft er erfitt að þegja yfir hugsunum sínum, í framtíð- inni gæti maður þarfnast ruglara fyrir þá heilaskanna sem beint verður að manni. Þá getur orðið erfitt að láta aðra ekki koma sér í opna skjöldu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.