Morgunblaðið - 03.05.1998, Page 16

Morgunblaðið - 03.05.1998, Page 16
16 B SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ isstætt þegar stríðið hófst og ís- land var hernumið 1940. Það þurfti að hafa töluvert mikið fyrir því að komast í gegnum Hvalfjörðinn. Þarna var hervörður og þurfti að sýna skilríki. Hvalfjörður var gífur- lega mikilvæg flotastöð og með komu hersins urðu gífurlegar breytingar á högum fólksins." I vinnu strax að loknu barnaskólaprófí Voru það ekki mikil viðbrigði að flytja til Reykjavíkur? „Jú, það voru mikil viðbrigði að koma til Reykjavíkur 1938. Það var margs sem maður saknaði ofan af Skaga, t.d. leikfélaganna, strák- anna sem síðar urðu þjóðkunnir knattspyrnumenn, þeir eru flestir jafnaldrar mínir. Hélstu svo áfram námi eftir að þú laukst bamaskólaprófi? „Nei. Eg fór ekki lengra. Það var ekki talað um neitt meira nám. Eg fór strax að vinna eftir að ég kom úr barnaskóla og þá í matardeild- inni hjá Sláturfélagi Suðurlands í Hafnarstræti. Þar var ég sendi- sveinn. Eg fermdist í Fríkirkjunni hjá séra Jóni Auðuns vorið 1943. Það var stór dagur og ég byrjaði á því að kaupa mér hatt og frakka fyrir fermingaraurana. Þá var alvara lífsins byrjuð og ég fór á Ráðning- arstofu Reykjavfkurborgar, sem þá var uppá lofti hjá Lámsi G. Lúð- víkssyni í Bankastrætinu. Þar starfaði vinur minn Sigurður Guð- mundsson, sem lengi var mikill jafnaðarmaður og bauð sig fram til formennsku í Dagsbrún hér fyrr á árum. Sigurjón Pétursson, sem þá var me.ðumfangsmikinn atvinnu- rekstuh á Álafossi, vantaði mann í vinnu. Hann sagði að sig vantaði mann við veitingasölu á Alafossi. Bandarískir hermenn sóttu þessa veitingasölu mikið. Eg réð mig þarna í veitingasöluna hjá Sigurjóni vorið 1943. Það er rétt að geta þess að umsamið kaup var áttatíu krón- ur á mánuði. Það þótti gott fyrir þrettán ára ungling á þeim árum. Við áttum þá heima í Skólastræti 1, ég og móðir mín. Eg sagði við Sig- urjón að best væri að hann afhenti móður minni kaupið. Hann var ákaflega hrifinn af því að ég skyldi vilja láta móður mína hafa kaupið. Hann sagði: - Heyrðu strákur! Þú átt að koma hingað á morgun! Eg ætla að láta taka mál af þér! Hann fór með mig niður á klæðskera- verkstæði: - Takið mál af strákn- um! Hann á að fá alfatnað! Það voru saumuð á mig þessi fínu föt sem voru tilbúin þegar ég fór að vinna á Álafossi. Þar vann ég eitt ár til vorsins 1944 og steikti egg og beikon. Þarna voru stórir her- mannakampar og þá um vorið fóru fram miklar heræfíngar á þessu svæði. Innrásin í Normandí var 6. júní 1944 og réð úrslitum um gang síðari heimsstyrjaldarinnar. Eg kynntist mörgum hermönnum þarna á Álafossi sem tóku þátt í innrásinni og fórust í þeirri miklu orustu og hildarleik. Á unglingsárum fór ég að vinna á Eyrinni. Það komu mörg skip til Reykjavíkur á þessum árum í lok stríðsins 1944-45 og mikil vinna við að ferma skip og afferma. Þá mættu menn á hafnarbakkann og röðuðu sér upp í litla hópa og svo gengu verkstjórarnir meðfram röð- unum og pikkuðu út þá sem þeir vildu taka í vinnu. Mér gekk alltaf vel að fá vinnu þarna við höfnina. Það hafði tognað úr mér og ég var orðinn nokkuð hávaxinn. Árið 1947 kom Hvalfjarðarsíldin. Þá var ég á bát sem hét Anglía. Það var mikið ævintýri. Ég man eftir því að einu sinni vorum við á leið út úr Reykjavíkurhöfn og náðum ekki að fara lengra en rétt út fyrir hafn- arkjaftinn þegar karlinn kallaði í bátana. Það var farið út í bátana og við fylltum skipið rétt utan við hafnarkjaftinn. Þá gekk síldin inn á sund og það munaði litlu að okkur ræki upp í fjöru. Þá þurftum við að fara inn og bíða í heila viku eftir löndun. Það var landburður af sfld. Þá var ekki mikið um löndunar- þrær, það þurfti að sturta sfldinni á Framvöllinn rétt fyrir neðan Stýri- mannaskólann. Þvflík sóun á verð- Morgunblaðið/Þorkell DALLI í dag á Reykjavíkurflugvelli. DALLI hefur stóran hluta starfsævi sinnar unnið á Reykjavíkuflugvelli. Hann hóf störf hjá Flug- félagi íslands árið 1958 og hefur því starfað í hlaðdeild innanlandsflugs Flugfélags Islands og Flugleiða í fjóra áratugi, sem verkstjóri frá ár- inu 1960. Islenskt þjóðfélag hefur breyst mikið á liðnum fjörutíu ár- um og stórstígar framfarir hafa átt sér stað á flestum sviðum, t.d í flug- málum með sameiningu Flugfélags íslands og Loftleiða árið 1973 og stofnun Flugleiða hf. Á fyrstu starfsárum Dalla var starfsemin •Jtöllu minni en síðar varð. Dalli ræðir um kynni sín af samstarfsmönnum frá liðnum árum og eitt og annað minnisstætt á langri starfsævi. Atorkusemi, vinnugleði og áhugi á því sem hann er að fást við hverju sinni hefur löngum fylgt Dalla og upp í hugann koma myndir frá löngu liðnum árum á Reykjavíkur- flugvelli af Dalla við verkstjórn, ýmist við fermingu eða affermingu flugvéla. Þá var oft unninn langur vinnudagur en Dalli fór fyrir sínu liði líkt og herforingi fyrir sigur- sælu herliði. Það var strekkingsvindur og norðannepja í vesturbænum og töluverð umferð bfla á gatnamótum *Hringbrautar og Framnesvegar, fimmtudag í lok marsmánaðar þeg- ar ég heimsótti Dalla og konu hans, Gyðu Erlingsdóttur. Þau búa í fjöl- býlishúsi við Framnesveg í Reykja- vík. Þar er gestrisni í öndvegi og þeir sem þangað eiga erindi eru sannarlega velkomnir. í stofu í íbúð þeirra hjóna, með útsýni úr stórum glugga yfir á sjóinn og Esjuna hóf Dalli að rifja upp eitt og annað frá liðinni tíð. Þó Dalli sé kominn á elli- lífeyrisaldurinn þá vinnur hann enn fullan vinnudag og gefur ekkert —.eftir þeim sem yngri eru. Það er sami krafturinn og forðum, sami baráttuandinn og áhuginn. Hann hefur ef til vill bognað eitthvað í baki, er hávaxinn og sterklegur. Framan af árum þurfti dugnað og atorku til að ná endum saman og afla viðurværis og baráttan var oft hörð um hvert starf. Dalli hefur var verkamaður, en hafði áður ver- ið bóndi og vinnumaður í Borgar- firði og flutti út á Akranes árið 1928. Eg er yngstur fjögurra systk- ina. Ég á tvær hálfsystur og einn albróður. Ég bjó í húsi sem hét Lykkja, en ég er fæddur í húsi sem hét Lundur. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur fór ég í Miðbæjar- barnaskólann og ég man vel eftir tveim ágætum kennurum sem þá voru við skólann, Sigurbjörg hét hún og Lúðvík Kristjánssyni rithöf- undi og sagnfræðingi. Áður hafði ég verið tvo vetur í barnaskóla á Akranesi. Ég fór auðvitað í sveit á vorin eftir að skóla lauk eins og algengt var á þeim árum. Ég var í sveit í Miðdölum í Dalasýslu á hverju sumri frá 1938 til 1942 hjá ágætum hjónum, Baldvini Sumarliðasyni og Guðrúnu Vigfúsdóttur. Þarna náði maður í skottið á þeim búskapar- háttum sem tíðkuðust nánast frá öndverðu. Þarna var slegið með orf og ljá og borið á völl á vorin. Það var brennt taði, taðið síðan breitt til þerris og stungið út úr fjárhúsum á vorin. Ég hefði ekki viljað missa af þessu undir neinum kringumstæð- um. Fyrstu árin fór ég með Fagra- nesinu sjóleiðina upp í Borgames og þaðan landleiðina með Andrési í Ásgarði inn að Fellsenda. Síðar fór ég landleiðina frá Reykjavík með „Dalabrandi", Guðbrandi Jörunds- syni frá Vatni í Haukadal, sem þá var sérleyfishafi og með áætlunar- ferðir alveg vestur að Kinnastöð- um. Þá var ég sumarið 1942 í sveit hjá hinum merka bændahöfðingja, Davíð á Ambjargarlæk og það var ánægjulegur tími. Ég ólst upp á kreppuárunum fram að stríði. Ég varð aldrei var við mikla fátækt t.d. á Akranesi. Faðir minn dó 1932. Þá varð móðir mín ekkja og ein með okkur systk- inin. Hún vann á stakkstæðunum hjá Haraldi Böðvarssyni og ég var ekki gamall þegar ég fór að fara með henni út á stakkstæðin. Ég man það vel að það voru eingöngu konur sem þarna unnu. Þær tóku saman, settu í stakka og báru bör- urnar á milli sín. Mér er það minn- Aðalsteinn Dalmann Októsson, ávallt nefndur „Dalli“ af vinum og kunningjum, hefur starfað hjá Flugfélagi íslands og Flugleiðum hf. í áratugi. Það er hálf öld lið- in síðan Dalli réð sig í vinnu í nágrenni við flugvöllinn, fyrst hjá Olíufélaginu í Skerja- fírði. Síðastliðna fjóra áratugi hefur Dalli verið verkstjóri í hlaðdeildinni í innanlands- fluginu á Reykjavíkurflugvelli. Ólafur Ormsson ræddi við hann um liðin ár og kynni hans af ýmsum samstarfsmönnum. verið þeirrar gæfu aðnjótandi að við hlið hans hefur staðið eiginkona hans, Gyða Erlingsdóttir, og ávallt verið traustur förunautur. Gyða hefur unnið árum saman utan heimilisins. Þau Dalli og Gyða hafa eignast fimm börn sem öll eru upp- komin og mætir þjóðfélagsþegnar. Uppruni og æskuár „Ég er fæddur á Akranesi 26. febrúar 1930 og ólst þar upp þar til ég var átta ára að ég flutti til Reykjavíkur. Foreldrar mínir eru Ástrós Þorsteinsdóttir og Októ Guðmundur Guðmundsson. Hann Ljósmynd/Erling Ól. Aðalsteinsson HÉR ER Dalli að taka á nióti fyrsta Fokker 50 þegar hann kom til landsins. Frumheijarnir í fluginu unnu ótrúlegt afrek

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.