Morgunblaðið - 10.05.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 10.05.1998, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Stjórnir Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítala Uppsagnarfrestur hjúkrunar- fræðinga ekki framlengdur STJÓRN Sjúkrahúss Reykjavíkur og stjórnar- nefnd Ríkisspítala hafa ákveðið að framlengja ekki uppsagnarfrest þeirra hjúkrunarfræðinga sem sögðu upp störfum 1. apríl og koma því til framkvæmda 1. júlí. Telja yfirstjórnirnar enga lausn fólgna í frestun, reyna verði að nýta næstu vikur til að koma í veg fyrir að yfir 60% hjúkrun- arfræðinganna hverfi úr störfum sínum. Vigdís Magnúsdóttir, forstjóri Ríkisspítal- anna, segir að stjómamefndin hafi ákveðið þetta í síðustu viku. Hún sagði að vegna þess að hér væri um einstaklingsuppsagnir að ræða og að nýlega hefði verið gengið frá kjarasamningum við hjúkrunarfræðinga væra engar formlegar viðræður í gangi milli aðila. Hún sagði engu að síður reynt að finna einhverja lausn á málinu því ekki væri hægt að horfa á eftir þessum starfs- krafti. Vigdís segir að fljótlega verði farið að huga að því hvemig rekstri spítalans verði hátt- að verði af uppsögnunum. Kristín A. Ólafsdóttir, formaður stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur, sagði að ákveða hefði þurft framlengingu uppsagnarfrests fyrir síð- ustu mánaðamót þar sem krafist væri 8 vikna fyrirvara. Stjórnin hefði hins vegar ekki gert það. „Við teljum aðalatriðið að reyna að koma í veg fyrir að missa þetta fólk út af sjúkrahúsinu. Reynslan hefur kennt okkur það að eftir því sem óleyst mál sem þessi dragast á langinn þá eykst hættan á að fleiri flosni endanlega úr starfi," sagði Kristín og telur allt eins hægt að leysa úr málum fram til loka júní. Hún sagði lífsspursmál fyrir heilbrigðisþjónustuna að leysa málið með einhverjum hætti. Fjármagn komi frá ráðuneytum Engar formlegar viðræður standa yfir en báð- ar stjórnirnar hafa komið á framfæri við heil- brigðisráðuneyti og fjármálaráðuneyti að brýnt sé að leysa málið. Kristín Á. Ólafsdóttir benti á að fjárhagsstaða SHR leyfði ekki aukin launaútgjöld, þar verði ráðuneytin að leysa úr málum og leggja fram aukið fjármagn. Hún sagði spítalann eiga fullt í fangi með útgjöldin í dag, hvað þá ef til kæmu launahækkanir. GUÐRIJN Katrín Þorbergsdóttir þakkar Sigurði Ævari Harðarsyni fyrir myndbandið. Laun þyrlulækna Yonast eft- ir lausn um helgina UTLIT er fyrir að samningar náist um hvaða ráðuneyti eigi að bera ábyrgð á launagreiðslum til lækna sem starfa á björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar. Viðræður fara fram milli fulltrúa ráðuneyta nú um helgina og taldi Kristján Er- lendsson, skrifstofustjóri í heil- brigðisráðuneytinu, útlit fyrir að samningar tækjust. Kristján sagði að formlega heyrðu þessi mál undir dómsmála- ráðuneytið en hann kvaðst hafa komið að málinu sem milligöngu- maður við þyrlulæknana. Hann sagði ekki hafa verið frá því gengið að málaflokkurinn yrði fluttur frá dómsmálaráðuneyti í heilbrigðis- ráðuneytið. Kristján sagði ekki mikið bera á milli og taldi líklegt að úr málinu rættist um helgina en þyrlulæknamir, sem ekki hafa fengið greidd laun sín frá áramót- um, hafa lýst því yfir að þeir muni hætta störfum á þriðjudaginn kem- ur hafí málinu ekki verið kippt í lið- inn. --------------- Lög um norsk- íslensku síldina samþykkt FRUMVARP um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum var samþykkt sem lög frá Alþingi í fyrrakvöld. Þingfundur hófst aftur kl. 10.30 í gærmorgun með annarri umræðu um frumvarp til laga um þjóðlend- ur og ákvörðun marka eignarlanda þjóðlendna og afrétta. Umræðan hófst með því að Sólveig Péturs- dóttir mælti fyrir nefndaráliti og breytingartillögum frá allsherjar- nefnd. Eitt annað mál var á dag- skrá Alþingis í gær, önnur umræða frumvarps til laga um eignarhald og nýtingu á auðlindum í jörðu. ------------------- Kjörinn formaö- ur Samiðnar FINNBJÖRN Aðalvíkingur Her- mannsson var í gærmorgun kjörinn nýr formaður Samiðnar að tillögu kjömefndar en Öm Friðriksson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Finnbjöm er formaður Tré- smiðafélags Reykjavíkur. Þá var Vignir Eyþórsson, varaformaður Félags járniðnaðarmanna, einróma kjörinn varaformaður. Ekki komu fram aðrar tillögur en tillaga kjör- nefndar. ,,Snerti mig að sjá okkur systurnar“ „AÐ SJÁ okkur systumar þaraa á myndbandinu, svo sjálfúm okk- ur líkar, var alveg óvænt og snerti mig,“ segir Guðrún Katrín Þorbergsdöttir forsetafrú eftir að hafa skoðað myndband af sjálfri sér og Auði systur sinni rétt rúmlega tvítugum í Hrífu- nesi. Sigurður Ævar Harðarson, sveitarsljóraarmaður í Vík, færði Guðrúnu Katrínu myndbandið að gjöf í Brydebúð í Vík í Mýrdal í gær, á seinni degi opinberrar heimsóknar forsetahjónanna í V- Skaftafellssýslu. Guðmundur Elíasson, oddviti Mýrdalshrepps, tók á móti Ólafi Ragnari og konu hans við Blautukvísl í gærmorgun. Sfðan var haldið í Kerlingadal, heimili fyrir geðfatlaða, og björgunar- sveitarhúsið í Vík. Sveinn Pálsson, formaður Menningarfélags um Brydebúð, tók á móti forsetahjónunum í húsinu og rakti sögu þess. Þar tók einnig á móti þeim Sigurður Ævar Harðarson og minntist þess er hann þekkti Guðrúnu Katrínu á sínum barndómsárum. Að loknum lífrænum hádegis- verði var haldið í leikskólann, kirkjan heimsótt og heilsað upp á vistmenn á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Hjallatúni. Þar á eftir skoðuðu forsetahjónin atvinnu- sýningu í Leikskálum, ræddu við börn í Ketilsstaðaskóla og heim- sókninni lauk í Byggðasafninu í Skógum. A ► l-64 Löglegt? Siðlaust? ►Af viðskiptum þeim sem Gunn- laugur M. Sigmundsson beitti sér fyrir á milli Kögunar og Þróunarfé- lagsins fyrir réttum fimm árum. /10 Rofin skörð í einangr- unarmúrinn ►Þrýst á stjómvöld í Bandaríkjun- um um að slaka á klónni í málefn- umKúbu. /14 Samspil manna og hesta á Skógum ►Ný hestabraut við Framhalds- skólann að Skógum virðist ætla að afstýra því að loka þurfi skólan- um. /28 Ég verð að hafa gaman af ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Öm Svavars- son í Heilsu ehf. /30 B______________________ ► l-20 Alex saga Stefansson ►Vilhjálmur landkönnuður Stef- ánsson átti sér leyndarmál, son sem hann eignaðist með ínúíta- konu sem aðstoðaði hann á ferðum hans. /1&2-6 Á púrtvínsslóðum í Portúgal ►Púrtvín njóta vaxandi hylli víða um heim sem lystaukar og ábæti- svín. /10 Heimsendír nú ►Tvær nýjar bíómyndir sumarsins fjalla um yfirvofandi heimsendi. /12 c FERÐALOG ► 1-4 Með golfsett og veiði- stöng í farteskinu ►Af ökuferð um miðvesturríki Bandaríkjanna. /2 Gæði og gestrisni - í nútíð og framtíð ►Unnið að stefnumótun í ferða- þjónustu í uppsveitum Árnessýslu ./4 D BÍLAR ► 1-4 Ný gerð bíla ►Stærstu bflaframleiðendur heims markaðsetja nú bíla sem em hvorki jeppar né skutbílar heldur blanda af þessu tvennu. /2 Reynsluakstur ►Skynsamlegur og ódýr Palio langbakur. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMA ► 1-28 ísland kynnt ►Landkynning á 650 fermetrum á EXPO ’98 heimsýningunni í Lissabon í Portúgal, sem hefst þann 22. maí. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Leiðari 32 Helgispjall 32 Reykjavíkurbréf 32 Skoðun 34 Minningar 38 Myndasögur 48 Bréf til blaðsins 48 Hugvekja 50 Idag 50 Brids 50 Stjömuspá 50 Skák 50 Fólk í fréttum 54 Útv./sjónv. 52,62 Dagbók/veður 63 Dægurtónl. 18b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.