Morgunblaðið - 10.05.1998, Page 1

Morgunblaðið - 10.05.1998, Page 1
120 SIÐUR B/C/D/E 104. TBL. 86. ARG. SUNNUDAGUR 10. MAI1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Alheimstáknið eyðilagt DALAI Lama, trúarlegiir leiðtogi Tíbeta, er nú í Bandarikjunum og hélt í gær í Brandeis-háskóla í Massachusetts þar sem nunnur úr klaustri búddatrúarmanna í Katmandu í Nepal tóku á móti honum. Dalai Lama sker hér í helga táknmynd, sem nunn- umar gerðu úr sandi á sex vikum. Slíkar táknmyndir standa fyrir alheiminn og þær eru eyðilagðar við trúarathafnir skömmu eftir að þeim er lokið til að sýna með tákn- rænum hætti að mannanna verk em ekki varanleg og heimslánið er hverfult. Ný stjórn mynd- uð í Færeyjum Vill viðræður við Dani um fullveldi Færeyja Þórshöfn. Morgunblaðiö. ÞRÍR flokkar, sem stefna að sjálfstæði Færeyja, Fólkaflokkurinn, Þjóðveldisflokk- urinn og Sjálfstýriflokkurinn, hafa náð sam- komulagi um myndun nýrrar stjómar. Flokkarnir vilja efna til viðræðna við Dani um að Færeyjar verði fullvalda nld. Flokkunum tókst eftir margra daga við- ræður að ná samkomulagi um myndun stjómarinnar á fundi í gærmorgun. I stjóm- arsáttmálanum kemur fram að stjórnin hyggst hefja viðræður við dönsk stjómvöld um fullveldissamning, sem taki mið af sam- bandslögunum frá 1918 sem kváðu á um fullveldi íslands. Nýja landstjómin vill að í viðræðunum verði bundið fastmælum hvernig samstarfi Danmerkur og Færeyja verður háttað. Flokkarnir vilja m.a. samstarf við Dani á sviði mennta-, heilbrigðis-, utanríkis- og dómsmála. Þjóðaratkvæði um samninginn Flokkarnir viija að Danir fari með stjórn nokkurra mála og leggja til að í viðræðunum verði samið um sameiginlegan konung og mynt Danmerkur og Færeyja. Ennfremur verði samið um að danskir ríkisborgarar í Færeyjum og færeyskir borgarar í Dan- mörku njóti sömu réttinda. Nýja stjómin hyggst síðan efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu í Færeyjum um fuliveldis- samninginn. Enn deilt um Vesturbakkann Ross reynir til þrautar að ná samkomulagi Washington. Reuters. BANDARÍKJASTJÓRN kvaðst í gær ætla að reyna til þrautar að knýja fram nýtt sam- komulag milli ísraela og Palestínumanna um Vesturbakkann þótt flest benti til þess að leið- togar þeirra kæmu ekki saman í Washington á morgun, mánudag, eins og Bill Clinton Banda- ríkjaforseti hafði lagt til. Dennis Ross, sendimaður Bandaiákjastjóm- ar, verður áfram í Jerúsalem um helgina tíl að freista þess að blása lífi í friðarumleitanir Isra- ela og Palestínumanna. Talsmaður stjómarinn- ar sagði að hún vonaði enn að milliganga Ross bæri árangur og að Benjamin Netanyahu, for- sætisráðherra Israels, féllist á að ræða við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, í Was- hington á morgun.. Bandarískir embættismenn viðurkenndu þó að líkumar á því að það tækist væru litlar og fundinum yrði að öllum líkindum frestað. Snjógolf fyrir kylfinga norðurhj arans FORFALLNIR kylfingar í bænum Ar- vidsjaur í Norður-Svíþjóð láta ekki langan og snjóþungan vetur aftra sér frá því að fullnægja ástríðu sinni og hafa fundið upp nýja íþrótt: snjógolf. Hugmyndina átti Leif Gustafsson, byggingarverkfræðingur sem sætti sig ekki við að geta ekki leikið golf megnið af árinu og var oröinn leiður á að horfa á kylfinga í sjónvarpinu. Snjókylfíngamir þurfa þó að leggja mikið á sig. Erfitt getur verið að finna golfkúlurnar, jafnvel þótt þær séu rauðar, og þegar þær fara út fyrir golf- völlinn sökkva golfsveinarnir stundum upp að mitti í snjónum. Sænsk ferðamálayfirvöld töldu að hugmynd Gustafssons ætti minni mögu- leika en snjókúla í helvíti. Þar sem golf- völlurinn er þakinn snjó í allt að níu mánuði á ári þarf Gustafsson að hafa sig allan við til að halda vellinum opn- um. Hann þarf að vakna klukkan fjögur á nóttunni til að þjappa snjóinn með snjótroðara. Síðan notar hann fjórhjól til að draga teppisbút eftir vellinum í því skyni að slétta hann. Kylfingamir þurfa einnig hafa hjá sér snjóskóflur til að geta lagfært völlinn. • • Okufantar lélegir elskhugar NÝ RANNSÓKN breskra sálfræðinga bendir til þess að ökufantar séu líklegir til að vera slæmir elskhugar. Sálfræð- ingarnir segja að ökumenn sem brjóta umferðarlögin af ásettu ráði, aka t.d. of hratt og fara yfir á rauðu, séu oft jafn sjálfselskir í rúminu og í bílnum. Þeir séu einnig líklegir til að vera með skap- gerðargalla sem geri þá að slæmum mökum. Rannsóknin stóð í tvö ár og náði til 115 ökuþóra sem höfðu margoft brotið umferðarlögin. Rúmur helmingur þeirra kvaðst kæra sig kollóttan um við- urlögin og allir Iitu þeir á aðra bfla sem hindmn. Niðurstaðan „sýnir að fái þeir ekki það sem þeir vilja missa þeir áhugann og leggja ekkert á sig,“ sagði Cris Burgess, sálfræðingur við Exeter-háskóla. „Þetta þýðir að kynh'fi þeirra er ábótavant, vegna þess að þeir eiga í erfiðleikum með að vera í nánu sambandi. Þeir vilja ekki gefa - aðeins þiggja.“ Burgess sagði að markmiðið með rannsókninni væri að hanna skapgerð- arpróf fyrir ökunema til að komast að því hveijir væm líklegir til að verða hættulegir í umferðinni. Þeir sem kæmu verst út úr prófinu gætu þurft að fara á sérstök námskeið um hættuna sem stafar af ökuníðingum. LÖGLEGT? SIÐLAUST? Nú verðwr kútt í ÉG VERÐ AÐ HAFAGAMANAF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.