Morgunblaðið - 10.05.1998, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 10.05.1998, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli ÖRN á lagernum í Sundaborg 1. Óræður ilmur liggur í loftinu enda fara þar u.þ.b. 3.000 vörutegundir í gegn og í verslanirnar þijár. Heilsa ehf. heldur upp á 25 ára afmæli sitt í dag ÉG VERÐ AÐ HAFA GAMAN AF VmSHPTI AIVINNULÍF ÁSUNNUDEGI ► Örn Svavarsson er fæddur 26. september árið 1952 í Reykja- vík. Hann ólst upp í Flagbjarnarholti í Landsveit og stundaði ekki framhaldsnám að loknu skyldunámi. Eftir að hafa stundað búskap og boðað orð Votta Jehóva flutti Örn til Reykjavíkur 17 ára gamall. Hann stofnaði og rak gluggaþvottafyrirtæki þar til hann tók við búskap í Flagbjarnarholti eftir fóstra sinn á tuttugasta aldursári. Eftir eins árs búskap lá leiðin aftur til Reykjavíkur. Örn hólt áfram rekstri gluggaþvottafyrirtækisins og hóf innflutning á Bioforce heilsuvörum frá Sviss 10. maí ár- ið 1973. Nú rekur hann innflutningsfyrirtækið Heilsu ehf. Dótturfyrirtæki Heilsu eru þrjár verslanir Heilsuhússins á Skólavörðustíg, í Kringlunni og á Smáratorgi og eru starfs- menn 22 talsins. Sambýliskona Arnar er Monique Jenni. Hann á fimm börn. eftir Önnu G. Ólafsdóttur M MIG er væntanlega hægt að segja, snemma beygist krókurinn, enda byrjaði ég snemma að stunda við- skipti. Ein af fyrstu minningunum af viðskiptasviðinu tengist því að krakkarnir birgðu sig gjaman upp af heimatObúnu sælgæti fyrir hálfs mánaðar dvöl í heimavistarskólan- um. Einu sinni fékk ég ákúrur frá skólastjóranum fyrir að selja öðr- um nemanda af sælgætinu mínu,“ segir Öm og brosir í kampinn. Emi gafst ekki tækifæri til að halda áfram námi enda alinn upp af Vottum Jehóva og talin trú um að tímaeyðsla væri að stunda skóla- nám á meðan beðið væri eftir Para- dís á jörðu. Hann viðurkennir að eftir hafa yfirgefíð Vottana hafi hann átt erfiðast með að fyrirgefa hvemig hann hafi með því glatað tækifæri til að menntast á ung- lingsárunum. Öm vann við bústörfin og boðaði orð Votta Jehóva þar til hann flutti til Reykjavíkur 17 ára gamall. For- lögin gripu í taumana þremur ár- um síðar. „Fóstri minn dó og ég ákvað að taka við búinu með mömmu. Einu sinni þegar ég var að róta í gömlum pappírum tók ég eftir kvittun fyrir því að mamma og fóstri hefðu lánað erlendum kunningja okkar peninga. Pening- arnir höfðu legið á lausu þar til kaupa átti áburð um vorið. Kunn- inginn hafði fengið peningana lán- aða tímabundið til að koma undir sig fótunum í innflutningi á heilsu- vömm frá Sviss,“ segir Öm. „Eng- in tilviljun var að kunninginn hafði leitað til mömmu enda hafði hún lengi haft áhuga á hvers kyns bæti- efnum og sjálfur hafði ég verið al- inn upp í því umhverfi." Fyrirtækið rekið af skrifborði í stofuliominu Öm leitaði eftir greiðslu skuld- ai-innai'. „Skuldunauturinn hafði enn ekki komið fyrstu birgðunum í verð og vildi vita hvort ég vildi halda verkinu áfram gegn því að ég veitti honum skuldaaflausn. Ég tók tilboðinu og á enn samninginn um fyrstu vörukaupin við svissneska fyrirtækið Bioforce hinn 10. maí árið 1973,“ segir hann. „Fyrst um sinn rak ég fyrirtækið af litlu skrif- borði í stofuhominu heima. Aðeins Náttúralækningabúðin og Slátur- félagsbúðirnar tóku vörarnar inn og kaupendahópurinn var svoh'tið eins og lítill sérvitringahópur. Með tímanum undu viðskiptin upp á sig og stór kippur kom í þau með opn- un fyrstu verslunarinnar á Skóla- vörðustíg la árið 1979.“ Þar var verslunin til húsa þang- að til í júní árið 1993. Þá flutti hún yfir götuna þar sem hún er í dag. Ónnur verslunin var opnuð í Kringlunni þegar sú verslunarmið- stöð hóf starfsemi sína þar 13. ágúst árið 1987. Þriðja verslunin var opnuð í Smáranum, Smára- torgi 1, fyrir rúmum mánuði. Óm segir að viðskiptin við Bio- force hafi reynst farsæl og fljótlega hafi ýmsar tegundir heilsufæðis farið að sjást í búðarhillunum. Einn aðalvandinn hafi fahst í því hversu háir tollar hafi verið á heilsuvörum. „Ég get nefnt að toll- ar á tilbúnu musli vora 120%. Verðið var auðvitað orðið alltof hátt til að nokkur von væri til þess að geta kynnt morgunkomið fyrir Islendingum. Eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti ákvað ég að gera tilraun með að kaupa inn hráefnið með um 20% tolli og blanda sjálfur muslið. Með steypuhrærivél bland- aði ég það og pakkaði því sjálfur á innlendan markað. Með því móti gat ég boðið upp á gæða-mush á sanngjömu verði hér innanlands.“ Barátta við lieilbrigðisyfírvöld Örn segir að Islendingar sækist eftir bætiefnum í töflum. Þjóðverj- ar á hinn bóginn séu hrifnari af því að taka inn bætiefni í matvælum. Fyrirtækið braut ísinn í auglýsing- um á vítamínum hér á landi. „Við byrjuðum að auglýsa Gericomplex árið 1982. Auglýsingamar urðu að vera sérsniðnar fyrir íslenskan markað enda er bannað að auglýsa vítamín eða önnur bætiefni með til- vísun til ákveðins sjúkdóms. Við megum t.a.m. ekki segja að kalk sé gott við beinþynningu heldur að kalk sé gott fyrir beinin. Annars hafa annars konar hömlur reynst okkur óþægari ljár í þúfu. Þar á ég fyrst og fremst við reglugerðir varðandi innflutning á bætiefnum. Eftir að hafa búið erlendis kvartar fólk gjarnan yfir því að fá ekki bætiefnin sín hér. Astæðan er ein- faldlega sú að íslenskar reglugerð- ir eru mun strangari en reglugerð- ir í nágrannalöndunum og því er ekki hægt að bjóða upp á nándar nærri jafn marga flokka bætiefna hér og í löndunum í kringum okk- ur.“ Örn lét ekki deigan síga. „Ég ákvað að taka til minna ráða og fá erlenda framleiðendur til að útbúa fyrir mig bætiefni í takt við ís- lensku reglugerðina. Ein af blönd- unum er sterk B-vítamín blanda enda vilja Islendingar gjarna eiga kost á því að taka inn sterkt B- vítamín. Gallinn er hins vegar sá að óheimilt er að flytja B-50 vítamín, eins og vinsælt er í nágrannalönd- unum, hingað til lands. Þess vegna fékk ég bandaríska framleiðendur til að framleiða fyi-ir mig B-vítamín með leyfilegu hámarki hvers B- vítamíns í íslenskum reglugerðum. Einnig kaupi ég mikið frá hinum þekkta breska lyfjaframleiðanda Shearer. Fyrirtækið er t.a.m. aðal- framleiðandi bætiefnisins Q-10 sem hefur náð miklum vinsældum í flestum löndum Norður Evrópu. Bætiefnin koma hingað ópökkuð og er pakkað við ströngustu gæðaskil- yrði hjá Lýsi hf. A vörana era límdar greinargóðar íslenskar upp- lýsingar á gulan miða. Guh miðinn er eins konar tákn fyrir framleiðsl- una og muna margir eftir gula mið- anum á Sólhattinum," segir Öm. Oft segist hann sækja um inn- flutningsleyfi fyrir nokkram teg- undum bætiefna tO Lyfjanefndar og nánast megi segja að reglan sé sú að um helmingnum sé hafnað. „Mér finnst skjóta nokkuð skökku við að svona skuli tekið á móti okk- ur á sama tíma og heilbrigðisyfir- völd segjast vilja stuðla að því að auka meðvitund almennings um eigin heilsu. Við eram náttúralega ekki að gera neitt annað en að út- færa stefnu heilbrigðisyfirvalda. Áhuga almennings fyrir hollum lifnaðarháttum verður að vekja og viðhalda. Allir ættu að gera holl- ustu að hluta af daglegu lífs- mynstri sínu.“ Ofstæki af hinu slæma Hollir lifnaðarhættir era ekki eina hugsunin á bak við fyrirtækis- ins. „Ég verð að hafa gaman af,“ segir Öm og tekur fram að hann fari í sund á hverjum morgni í meira en 20 ár. „Ég get ekki hugs- að mér betri leið til að byrja daginn en að fara í sund, hitta kunningj- ana og synda mína 200 metra. Stundum gagnrýna félagar mínir úr sundinu mig fyrir að synda ekki lengra í einu og halda því jafnvel fram að lítið fáist með svo stuttum spretti. A móti segist ég fyrst og fremst synda ánægjunnar vegna og hefði væntanlega ekki jafn gam- an af því að synda 500 eða 1.000 metra. Frá mínum bæjardyram séð er ofstæki heldur ekki af hinu góða. Mun eðlilegra er að gera sitt lítið af hverju. Hreyfa sig aðeins meira, borða aðeins hollari mat og reyna að láta sér líða vel,“ segir hann og viðurkennir að hann sé hinn mesti sælkeri. Sú staðreynd er ein af ástæðun- um fyrir því hvernig fyrirtækið hefur þróast. „Fyrst um sinn versl- aði ég aðeins með dæmigert heilsu- fæði á borð við hunang, morgun- korn, þurrkaða ávexti og lagði sér- staka rækt við hnetur enda seldjast hnetumar mjög vel til veitingahúsa. Með tillití til brenn- andi áhuga míns sjálfs tók ég svo ákvörðun um að breyta hugmynda- fræðinni aðeins og koma inn með valdar tegundir af sælkeravöram. Af því er hægt að nefna sólþurrk- aða tómata. Ég kynntist þeim í Suður-Evrópu og byi’jaði á því að lauma krukku og krukku til sæl- kera á borð við Sigmar B. Hauks- son og Sigurð Hall. Smám saman fóra að birtast uppskriftir með sól- þuirkuðum tómötum í þekktum ís- lenskum tímaritum og allt í einu varð algjör sprenging og sólþurrk- uðu tómatarnir rannu út,“ segir hann og nefnir af öðram sælkera- varningi balsamedik, marinerað grænmeti og ólífubari. „Ég er alltaf að bæta við enda hef ég sér- stakt yndi af því að fylgjast með því hvað er að gerast með því að fara á ráðstefnur og þræða sæl- keradeildir erlendra stórverslana. Mér líður bókstaflega eins og barni í leikfangalandi í sælkeradeildinni í Harrods. Sælutilfinningin hríslast um mig.“ Heppni og vinna Örn segir velgengni fyrirtækis- ins spretta af heppni og vinnu. „Auðvitað fólst ákveðin heppni í því að ég fékk fyrst umboðið fyrir 25 áram. Hinn hlutinn er vinna og af henni hef ég mikið gaman eins og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.