Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Löggæslumenn víða um heim eiga nú við nýja tegund afbrotamanna að etja, skúrka sem sérhæfa sig í margvíslegum tölvuglæpum. Sindri Freysson ræddi við íslenska lögreglumenn sem fengíð hafa nasasjón af þessum nýja og flókna afbrotaheimi, en þeir sóttu m.a. nýverið námstefnu þar sem Mark Pollit, yfírmaður hjá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, hélt erindi. Tölvuglæpir stöðugt að verða rúmfrekari í rannsóknum lögreglu fer á stj á sem lögreglan notar og aflar sér við aðgerðir sínar. Pollit sagði meðal annars að íram sé komin ný kynslóð brotamanna, sem séu að reyna fyrir sér með því að komast inn í ýmis kerfi sem opinberir aðilar reka. Nefndi hann sem dæmi aðila sem gætu komist inn í bankakerfi og átt þar við fjárupphæðir reikninga í ávinningsskyni. Pá sé ekki útilokað að aðili komist fyrir mistök inn í ým- is tölvukerfi. í mörgum tilvikum sé erfitt að rannsaka slík mál, þótt tals- verð þekking á þessu sviði hafi safn- ast saman undanfarið vestanhafs. Pollitt fundaði meðal annars með efnahagsbrotadeild embættis Ríkis- lögreglustjóra og rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík og fór yfir þau mál ítarlegar sem hann ræddi um á ráðstefnunni og svaraði þeim spumingum lögreglumanna sem þar höfðu vaknað. Hjá honum kom m.a. fram að undanfarin misseri hafi gætt hraðstígra breytinga í þá veru að tölvur tengjast brotastarf- semi sífellt meira. I raun séu fá af- brot sem ekki geti tengst tölvum á einhvem hátt. Hann benti á mikilvægi þess fyrir lögreglumenn sem sinna rannsókn- um á brotavettvangi að kanna hvort tölvur séu á staðnum og þá hvort í þeim megi finna tilvísun sem geti Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson MIKE Pollit, yfirmaður „Computer Analysis Response Team Unit“ hjá FBI: Tölvur munu tengjast glæpum með vaxandi hætti. auðveldað lögreglu að upplýsa brotið. Hlut- verk þeirrar deildar sem hann stýrir, er meðal annars að kanna ýmis gögn sem hald er lagt á í slíkum aðgerð- um og útbúa þau þannig að hægt sé að leggja þau fram sem sönnunargögn. Komst hann að þeirri niður- stöðu að sé tölvu að finna á brotavettvangi, séu talsverðar líkur til þess að hún verði mjög mikilvægt sönnunargagn við rannsókn af- brotsins. „Það er rík ástæða til að ætla að tölvur muni tengjast glæpum með vaxandi hætti, bæði tölulega og sem hlutfall af glæpum, einfaldlega vegna þess að heimurinn tengist stöðugt meira á sviði tækninnar. Tölvunum fjölgar ört og þær munu verða notaðar á margvíslega vegu í sífellt fleiri glæpum," segir Pollit. Mikið um ólöglegan hugbúnað Hróbjartur Jónatansson, hæsta- réttarlögmaður og fulltrúi fyrir rétthafa hugbúnaðar, sagði rann- sóknir rétthafa hafa sýnt að hátt hlutfall hugbúnaðar í notkun sé illa fengið. í austantjaldsríkjunum sé talið að allt að 80% alls hugbúnaður séu fengin með þeim hætti að ekki sé greitt fyrir höfundarétt. í Bandaríkjunum sé þetta hlutfall um 30% en hérlendis nær því sem er í austantj aldsríkjunum. Hann gat þess einnig að nú væri fyrsta málið sem varðaði ólöglega dreifingu á ákærustigi. Markmið samtaka rétthafa væri að hvetja notendur til að nota hugbúnað af ábyrgð og einnig að reka á eftir stjómvöldum um að setja strangar reglur til vemdar hugbúnaðarrétt- indum og grípa til aðgerða gegn ólöglegri notkun. Hjálmtýr Hafsteinsson, lektor við Háskóla íslands, fjallaði um fræðilega og tæknilega hlið þessara mála. Hann greindi frá undirstöðu- atriðum sem varða öryggi kerfa og möguleikum á að hindra mönnum leið inn í tölvukerfi sem þangað ættu ekki erindi. Gat hann m.a. um þróun öryggis- leiða sem hefði verið byggð upp á hliðstæðan hátt og dulmálslyklar sem þekktir em í hemaði. Sum þessara kerfa ættu að virka sem læsingar en þó væri hægt að brjót- ast inn í þau, það væri að vísu tíma- frekt en mögulegt. Hann skýrði einnig mikilvægi þess að sölukerfi sem notuð em á Netinu séu trygg, enda sé slíkt öryggi undirstaða þess að verslun geti átt sér stað þar und- ir venjulegum formerkjum. Ný kynslóð brotamanna HÁTT í hundrað rannsóknar- lögreglumenn ásamt ríkis- lögreglustjóra, ríkissak- sóknara og saksóknaraembætti lög- reglustjóra í Reykjavík, sóttu nám- stefnu Félags íslenskra rannsókn- arlögreglumanna um tölvuafbrot og hvemig tölvur tengjast brotastarf- semi, sem haldin var nýlega fyrir austan fjall. Oft erfíð í rannsókn I samtali við Morgunblaðið sagði Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn og einn skipuleggj- enda ráðstefnunnar, mikilvægt fyrir lögreglumenn að fræðast um þenn- an málaflokk. Ekki síst þar sem um nýja kynslóð brotamanna sé að ræða, oft menn sem búi yfir talsvert mikilli þekkingu sem er sérhæfð og um margt erfiðari viðureignar held- ur en þau mál sem til þessa hafa komið til kasta lögreglu. „Þetta sýnir þörfina á að lögregl- an hafi þekkingu á þessu sviði og sé vakandi fyrir því hvemig tölvur geta tengst allri brotastarfsemi," segir Karl Steinar. Aðalerindi á námstefnunni flutti Mark Pollit, yfirmaður þeirrar deildar bandarísku alríkislögregl- unnar, FBI, sem hefur með höndum að tryggja og varðveita tölvugögn Lögregla leitar þekkingar og fleiri aðferða FYRIR þremur árum birtist grein í tímaritinu Journal of Críminal Justice, þar sem fjall- að var um , Jramtíð glæpa á hátækni- sviði“. Þar fullyrðir höfundurinn, L.E. Coutorie, að glæpir af því tagi muni stöðugt verða flóknari og þróaðri og löggjafar og lögregluyfirvöld um víða veröld verði illa í stakk búin til að kljást við þá þróun. Amar Jensson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá embætti ríkislögreglu- stjóra, segir að embættið hafi undan- farið eitt og hálft ár staðið að fjórum rannsóknum á tölvubrotum sem tengjast innbrotum í tölvukerfi. Þar að auki hafi hlutur tölva í margvisleg- um öðrum afbrotum hérlendis aukist. Fremur aðferð eða umhverfi en brotaflokkur „Við höfum á síðustu árum orðið varir við aukningu í brotum, t.d. hefðbundnum auðgunarbrotum, sem framin em með tölvum, t.d. skjala- fals, fjársvik eða fjárdráttur innan fyrirtækis. Stöðugt stærra hlutfall þessara brota er tengt tölvum þannig að við höfum þurft að bregð- ast við með því að auka þekkingu okkar á þessu sviði. Jafnframt því höfum við leitað til sérfræðinga sem hafa verið okkur til ráðgjafar og að- stoðar við rannsókn tölvubrota, á svipaðan hátt og við höfum fengið liðsinni löggiltra endurskoðenda varðandi bókhald og annað slíkt,“ segir Arnar. Hann segir dæmi um það að tölvu- brot af þessu tagi hafi verið framin, t.d. innan bankastofnunar hérlendis. Þá hafi fallið dómar vegna ákveð- inna blekkinga sem menn í fyrir- tækjum, stofnunum og bönkum hafi staðið fyrir í bókhaldskerfum til að reyna að fela fjárdrátt. „Bæði er um að ræða starfsmenn sem hafa gert ákveðnar kúnstir í bókhaldinu eða hreinlega notfært sér tölvukerfið til að búa til færslu sem skapaði þeim peninga. I sumum tilvikum er um að ræða fjársvik sem skipta milljónum króna. Eg man eft- ir dæmi sem ekki eru gömul í annars vegar banka fyrir um tveimur til þremur árum og hins vegar opin- kveðið er á um refsingar vegna tölvubrota. Meðal annars er getið um refsingar um að nota fólsuð gögn, sem geymd eru í tölvutæki formi, til að blekkja með þeim í lög- skiptum, svo og rangfærslur og notkun upplýsinga og gagna sem geymd eru í tölvutæku formi. Einnig er getið um refsingar sem þeir eiga að sæta sem á ólögmætan hátt verða sér úti um aðgang að gögnum eða forritum annarra sem geymd eru í tölvutæku formi. Þá er kveðið á um allt að sex ára fangelsi til handa þeim sem á ólögmætan hátt breyta, bæta við eða eyðileggja tölvu- vélbúnað, gögn eða forrit sem geymd eru á tölvutæki formi, eða hafa með öðrum hætti gert ráðstafanir sem eru til þess fallnar að hafa áhrif á niður- stöðu tölvuvinnslu. Þá er kveðið á um refsingar til handa þeim sem uppvísir verða að því að breyta, bæta við, þurrka út eða eyðileggja með öðrum hætti án heimildar gögn eða foirit sem geymd eru í tölvutæku formi og ætluð eru til tölvuvinnslu. Arnar segir að þegar litið sé til refsibrota sem eiga við um innbrot í tölvukerfi, sé hægt að nefna í fyrsta lagi eignaspjöll eða skemmdarverk á gögnum með þeim afleiðingum að um tjón er að ræða. Einnig geti tjón- ið verið fólgið í því að setja þurfi kerfið upp að nýju, þar sem ekki sé ólíklegt að tölvuþrjóturinn skilji eft- ir smugu til að komast inn aftur. „í nágrannalöndum okkar hefur mönnum jafnframt verið refsað fyrir nytjastuld, þ.e. iyrir að nota í leyfis- leysi tölvukerfi annarra til að ferðast um án borgunar," segir hann. „Einnig geta þessi brot varðað við Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson ARNAR Jensson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislög- reglusljóra: Öryggismálum tölvukerfa hérlendis víða mjög ábótavant. berri stofnun nýlega,“ segir Arnar. Hann kveðst líta svo á að tölvubrot séu ekki sérstakur brotaflokkur, heldiu- aðferð eða umhverfi sem ákveðin brot eiga sér stað í. ,jUgeng- ustu málin hjá okkur eru í fyrstu lagi alls kyns skjalafals sem er þá liður í einhverjum fjársvikum, tollsvikum eða þess háttar, í öðru lagi bókhalds- brot af ýmsu tagi til dylja oft á tíðum fjárdrátt eða annað misferli í fyrir- tækjum eða stofnunum, í þriðja lagi brot á höfundarréttarlögum, þ.e. ólögleg dreifing hugbúnaðar, og í íjórða lagi innbrot í tölvukerfi." Löggjafinn tekur við sér Hinn 8. apríl síðastliðínn voru staðfest lög um breytingar á al- mennum hegningarlögum, þar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.