Morgunblaðið - 10.05.1998, Side 39

Morgunblaðið - 10.05.1998, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MAÍ1998 39^ FRÉTTIR VEIÐIMAÐUR með stóran sjó- birting tilbúinn til mælimerk- ingar í Fitjaflóði í Grenlæk á dögunum. Fluguveiði- skóli við Elliðavatn FLUGUVEIÐISKÓLI er starf- ræktur við Elliðavatn annað árið í röð að sögn Vignis Sigurðssonar, eftirlitsmanns við vatnið. Skólinn mæltist vel fyrir í fyrra og fer nem- endum fjölgandi. Bæði er fluguveiði kennd eins og kostur er í stilltu vatni og á námskeiðinu kynnast nemendur auk þess leyndardómum Elliðavatns, en það hefur oftar en einu sinni verið nefnt „háskóli stangveiðinnar" af þrautþjálfuðum fluguveiðimönnum, og ekki á allra færi að veiða þar vel. Skólinn er starfræktur að frum- kvæði Guðmundar Guðmundssonar, gamalreynds Elliðavatnskappa, og er hann með sex nemendur í einu. Námskeiðið stendur yfír fimm kvöld, alls 20 klukkustundir, hefst með fyrirlestrum og kastæfíngum úti á túni hjá Elliðavatnsbænum, en síðan færa menn sig út í vatn þar sem bleikjan bíður freistinga. Allur búnaður er lagður til. Frítt fyrir börn og unglinga... Eins og fyrr er börnum undir 12 ára aldri leyft að veiða endurgjalds- laust, en nauðsynlegt er að þau séu í fylgd fullorðinna, að sögn Vignis. Hann sagði ennfremur að Stanga- veiðifélag Reykjavíkur hefði endur- nýjað samning sinn við Veiðifélag Elliðavatns um endurgjaldslausa veiði félaga sinna á meðan kvóti heldur. Dagleyfíð kostar nú 750 krónur, en margir kaupa sumarkort fyrir 8.500 og spá svo ekki meira í kostn- að. „Fyrir þá sem vilja koma oft, t.d. skreppitúra á kvöldin, þá er sumar- kortið miklu hagkvæmara," bætti Vignir við. Athyglisverður útreikningur Stangaveiðifélag Keflavíkur gaf nýverið út fyrsta tölublað félags- blaðs síns, en þetta er 16. árgangur þess. Mun meira er lagt í útgáfuna en áður. Meðal annars efnis er kynning félagsins á nýjum veiði- svæðum þess, Hrollleifsdalsá, Reykjadalsá og Fossálum. Þar er einn staður fyrir hverja tegund, þ.e.a.s. Hrollan fyrir sjóbleikju, Reykjan fyrir laxinn og Álarnir fyr- ir sjóbirting. www.mbl l.is V /U S B VSSS 1 MINNINGAR T Ása Hjartardótt- ir fæddist á Breiðinni á Akranesi 24. aprfl 1930. Hún lést í Sjúkrahúsi Akraness 4. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ásrún Lárusdóttir Knud- sen, f. á Kóngsbakka í Helgafellssveit 15. aprfl 1898, d. 12. júlí 1967 í Reykjavík og Hjörtur Bjarnason, f. 19. maí 1894 á Gneistavöllum Akra- nesi, d. 16. júní 1977 í Reykjavík. Systkini Ásu eru: Helga, f. 7. febrúar 1925, hús- freyja í Reykjavík, Haukur, f. 24. júní 1926, fyrrverandi slökkvi- liðsmaður í Reykjavík, og Héð- inn, f. 20. júlí 1928, fyrrverandi verkamaður í Reykjavík. Árið 1949 gekk Ása að eiga eftirlifandi eiginmann sinn Gunn- ar Bjarnason, f. 17. september 1927 á Búðum í Fáskrúðsfirði. Foreldrar hans voru Ragnheiður Magnúsdóttir, f. 25. mai 1889 á Eyjólfsstöðum í Beruflrði, d. 17. febrúar 1970 í Reykjavík, og Bjarni Ragnar Jónsson, f. 5. októ- Elskuleg tengdamóðir mín er lát- in. Vágesturinn hræðilegi, krabba- meinið, kvaddi dyra og gaf engin grið. Nánast sem hendi væri veifað var öllu lokið. Hvílík sorg. í hugann hrannast minningamar. Mér kemur fyrst í hug mynd af henni í síðum, grænum kjól, hnarreist og keik, um áramót fyrir 26 árum. Kjól sem hún hafði að sjálfsögðu saumað sjálf. Ég var að koma í fyrsta skipti á Skag- ann sem tilvonandi tengdadóttir en þau hjónin að fara á dansleik. Dans- inn var hennar yndi og unun að horfa á þau dansa. Arin sem í hönd fóru eru ómetanleg fyrir mig. Mér var strax tekið eins og einni af börnunum hennar Ásu. í henni kynntist ég kjarnorkukonu með stórt hjarta. Alltaf var hún létt í lund. Ég mætti aldrei önuglyndi eða neikvæðni; það var eitthvað sem hún átti ekki til. Hún hafði alltaf tíma til að styrkja og styðja eða veita góð ráð. Önnur minning frá okkar fyrstu kynnum kemur í hugann. Við kom- um í heimsókn á Skagann, nýgift og á nýlegum bíl. Þá varð henni að orði, hvort þetta væri það sem við ætluð- um að búa í. Henni þótti ráðslagið ekki skynsamlegt, fénu betur varið í þak yfir höfuðið. Nokkru síðar flutt- um við hjónin á Skagann með fyrsta barnabarnið hennar og nöfnu. Þá varð samgangurinn miklu meiri og nánari. Það var sama hvað við tók- um okkur fyrir hendur, hvort sem það var að byggja, flytja, fara utan í nám með tvö börn, koma okkur upp sumarbústaðaraðstöðu eða hvað eina, hún var alltaf með af áhuga og krafti. Að vera með og rétta hjálpar- hönd var hennar einkenni. Auðvitað var tengdafaðir minn ekki langt undan enda þau bæði vinir okkar og félagar. Ferðalögin okkar saman innan- lands sem utan eru dýrmætar perl- ur sem aldrei gleymast. Hláturinn hennar ómar ekld lengur, hennar verður sárt saknað. Með hjartans þökk og virðingu kveð ég mína elskulegu tengdamóður. Elsku Gunnar minn, það er skarð fyrir skildi en við erum rík af minningum um einstaka konu. Lilja. Um það leyti er vorið heldur inn- reið sína er til moldar borin kær vinkona og nágranni, Ása Hjartar- dóttir. Eftir þungbær veikindi, sem henni tókst lengi vel að dylja okkur vini sína að væru á eins háu stigi og í ljós kom, hefur þessi lífsglaða og kraftmikla kona kvatt. I vorsólinni lagðist drungi yfir huoann bntrar étr leit út um nlutrtr- ber 1882 á Núpi á Berufjarðarströnd, d. 22. desember 1940 á Búðum í Fáskrúðs- firði. Böru Ásu og Gunnars eru: 1) Hjörtur, f. 1949, kvæntur Lilju Guð- laugsdóttur, f. 1951, búsett á Akranesi. Börn þeirra eru Ása f. 1974, og Guðlaug- ur, f. 1980. 2) Atli, f. 1953, kvæntur Sig- rúnu Þórarinsdóttur, f. 1952, búsett í Mos- fellsbæ. Börn þeirra eru Einar Már, f. 1971, og Hjör- dís Ósk, f. 1980. Sonur Einars Más er Benedikt Aron Salomon, f. 1992. 3) Ásdís, f. 1956, gift Pétri Björnssyni, f. 1954, búsett á Akranesi. Börn þeirra eru Gunn- ar Örn, f. 1978, Bjarki Þór, f. 1980, og Sigurður Ásbjörn, f. 1985. Ása ól allan sinn aldur á Akranesi, lagði stund á ýmis störf en starfaði lengst af sem bréfberi. Útför Ásu fer fram frá Akra- neskirkju á morgun, mánudaginn 11. maí, og hefst athöfnin klukk- an 14. ann minn yfir götuna og áttaði mig á, að ég á ekki eftir að sjá henni bregða fyrir hnarreistri og léttstígri þeytast út í bíl og brana af stað til að sinna hinum ýmsu erindum, ekki eftir að sjá þau hjón saman sinna garðinum sínum og húsinu og spjalla við nágrannana í leiðinni. Þau vora einkar samhent og sam- rýnd hjón og erfitt að skrifa um Ásu í eintölu svo samofm er hún Gunn- ari í mínum huga, þrátt fyrir sterk- an persónuleika og ákveðnar skoð- anir. Gaman var að fylgjast með þeim við útivinnuna, alltaf hlið við hlið en ekki hvort í sínu horninu. Engin hjón þekki ég sem ferðuðust eins mikið jafnt innanlands sem ut- an. í þessum ferðum höfðu þau lað- að að sér stóran vinahóp sem þeim tókst ótrúlega vel að sinna af sinni alkunnu gestrisni. Margs er að minnast eftir meira en þriggja áratuga vináttu. Sam- verastundirnar margar og ánægju- legar heima og heiman. Grillveislur á víxl í görðum okkar með fleiri gíð- um vinum sem mynduðu þéttan vinahóp sem nú syrgir glaðværan félaga sem alla smitaði með sínum hressilega hlátri. Lappaveislurnar einstöku, sem þau hjón áttu heiður- inn af, útilegur, gönguferðir og skíðagöngur að ógleymdum ævin- týraferðum með björgunarsveitinni forðum, eins og t.d. þegar við fórum Gæsavatnaleið. Af mörgu er að taka sem of langt yrði upp að telja en allt lifir þetta sem ljúfar minningar um hressan, kátan og raungóðan vin, nágranna og ferðafélaga. Gunnar minn. Við vitum að það er þungbært að missa lífsfóranaut sinn og þú átt margt að hugga þig við eins og það að saman hafið þið lifað lífinu lifandi og notið þess í ríkum mæli og að þú átt marga trygga vini sem munu styðja þig í framtíðinni, því lífið heldur áfram þrátt fyrir allt. Við Bóbó biðjum guð að blessa þig, börnin ykkar og barnabömin og sendum ykkur innilegar samúð- arkveðjur. Ingibjörg Ingólfsdóttir. Höndin sem þig hingað leiddi himins til þig aftur ber. Komin er kveðjustund. Eftir 60 ára vináttu, sem aldrei bar skugga á era minningabrotin óteljandi. Þau sindra í huga mér og eru býsna ágeng. Ása, fyrst sem skólasystir í barnaskólanum, hress og skemmti- leg, seinna í Gagnfræðaskólanum, lífsglöð og til í næstum allt, enda margt brallað og alltaf var gaman. Hún var kraftmikil í leikjum, fim og sterk, ógleymanleg á fimleikaslánni - langbest. Hún elskaði að dansa og „tjúttaði" af hjartans lyst eins og líf- ið yrði bara alltaf dans. Hún var ómissandi á gleðistundum, hló kvenna hæst. Það fór ekki framhjá neinum viðstöddum að Ása var maett. Ása, í bridsklúbbnum okkar, sem reyndar lognaðist út af, því stundum mundum við ekki hvað við voram búnar að segja á spilin, svo margt annað þurftum við að spjalla um. Svo giftist hún Gunnari sínum, varð gestrisin og örlát húsfreyja og kærleiksrík móðir bamanna þeirra, Hjartar, Atla og Ásdísar. í fyllingu tímans eignaðist hún svo tengda- börn, varð stolt og ástrík amma, vildi vemda þau öll. Ása, trölltrygg og heiðarleg, en ómyrk í máli fyndist henni ástæða til - sama hver í hlut átti. Einnig æðrulaus og sterk þótt hjartanu Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem við- hengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvem látinn einstakling bh-tist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró ísiensk framleiðsla MOSAIK . blæddi, t.d. þegar drengirnir henn- ar lentu í alvarlegum slysum. Stundum missti ég af henni. Hún var þá uppi á fjöllum og heiðum þessa Iands eða hún bara skrapp í heimsreisu. En það gerði ekkert til. Við hittumst aftur og vináttan brú- aði öll bil. Seinni hluta starfsævinnar var hún bréfberi hjá póstinum og þá var ekkert slór - alltaf á fullu. Það gu- staði af henni. Svo sagði hún starfi sínu lausu fyrir ári - ætlaði að eiga sinn tíma sjálf, fyrir sig og sína. Hafði hlakkað lengi til þess. Ahuga- málin vora svo mörg. Ása, skyndilega altekin hræðileg- um sjúkdómi. Hvorki hún sjálf né við hin trúðum því, að hann myndi sigra svo fljótt. En hetjur verða líka r stundum að láta undan - en ekki fyrr en allur þróttur er þorrinn. Og þá stendur tíminn kyrr andartaksstund og ekkert verður eins og áður. Er nema von að ég sakni slíkrar vinkonu? Samúðarkveðjur til elskulegu fjölskyldunnar hennar, sem umvafði hana kærleika og blíðu þegar hún var orðin þiggjandi. Guð blessi þau öll og styrki í sorginni. Fari elsku Ása mín í friði til hins eilífa ljóss. Við brúum einnig þetta bil. Guðrún Vilhjálmsdóttir. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðuihlið 35 ♦ Sími 581 3300 Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Símí 553 1099 Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Ailan sólarhringinn r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.