Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 29
MORGUNB LAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1998 29
Fjögurra anna nám
NÁMIÐ við hestabrautina skiptist
á fjórar annir. Nemendur sem velja
sér þessa braut þurfa að taka
kjarnagreinar eins og í öðru fram-
haldsskólanámi. Þeir þurfa að taka
6 einingar í móðurmáli, 8 einingar í
erlendum tungumálum, 3 í raun-
greinum, 6 í stærðfræði, 3 í rit-
vinnslu, 6 í óbundnu vali og 4 í
íþróttum. Auk þessa eru teknar 35
einingar í sérgreinum hestabraut-
arinnar sem skiptast í:
Atferli og nám.
Fjallar um mismun í hugsun, skynj-
un og atferli manns og hests, náms-
getu, námsaðferðum og -leiðum hjá
manni og hesti og áhrif mismunandi
námsleiða á mann og hest.
Líkamsgerð, vöxtur,
þroski og fæða
Fjallar um gerð hestsins, þ.e.
beinabyggingu, vöðva og meltingar-
færa, vöxt og þroska hestsins og
helstu tegundir fóðurs fyrir hross,
fóðrun og fóðurástand hrossa.
Hreyfigeta og gangtegundir
Fjallar um hvaða möguleikar eru
fyrir hestinn að hreyfa sig, og að
þekkja gangtegundir hestsins, gera
sér grein fyrir breytingum sem
verða vegna þjálfunar hests, nauð-
syn stígandi álags í þjálfuninni og
að geta gert mismunandi þjálfunar-
áætlanir fyrir hesta.
Reiðmennska
Markmiðið er að nemandinn geti
metið andlegt og líkamlegt ástand
hests, frumtamið ótaminn hest, geti
riðið hesti á feti, brokki, stökki og
tölti með og án taumsambands, sé
fær um að ríða í mismunandi ásetu
eftir gangtegund og þjálfunarstigi
IHUI: i 1 f I!!\
^ !
NEMENDUR og kennarar í hesthúsinu í Skálakoti. Frá vinstri: Birna
Tryggvadóttir, Guðmundur Viðarsson, Hrafnhildur Árnadóttir, Magn-
ús Lárusson, Unnur María Hreiðarsdóttir, Sigrún Heiða Pétursdóttir
og Sigurður Daði Friðriksson umkringja járningamennina Guðmund
Jóhannesson og Ævar Orn Guðjónsson.
hests, kunni skil á og geti haldið við í hesthúsi og metið gæði jámingar,
helstu reiðtygjum, geti fóðrað og hirt aðstoðað við jámingu og jámað.
Kynbætur
Fjallar um grunnatriði erfðafræð-
innar, erfðir helstu eiginleika ís-
lenska hestsins, s.s. lit, stærð, frjó-
semi, byggingu og reiðkosti, að
kunna skil á ræktunarmöguleikum
íslenska hestsins og þekkja helstu
hrossasjúkdóma tengda æxlun og
ræktun.
Notkun og markaður
Fjallar um þróun og sögu hestsins,
fjölbreytni, notkun og útbreiðslu
hans og þróun og sögu íslenska
hestsins, einnig markaði íslenska
hestsins, gæðamatskerfi, útflutn-
ingsreglur og útflutningsleiðir ís-
lenska hestsins.
Eins og sést á þessari upptaln-
ingu er námið ákaflega fjölbreytt
og kynnast nemendur flestu því
sem tengist hestahaldi og hesta-
mennsku. Auk þessa geta þeir sinnt
sínum eigin hestum frá kl. 16 til 19
á virkum dögum og 13 til 17 um
helgar.
HESTURINN fylgir leiðtoga sínum fúslega.
GUÐMUNDUR Jóhannesson og Stormur og Hrafnketill. Hrafnhildur Árnadóttir og Hrafn.
Að þekkja einstakling-
inn í hverjum hesti
Eftir 2-5 skipti á góða staðnum
þar sem hesturinn er búinn undir
reið er hægt að halda áfram tamn-
ingu hans og þjálfun með knapa á
baki.
Magnús er spurður að því hvort
ekki sé mildlvægt að gera mátu-
lega miklar kröfur til hestsins?
„Mestu kröfur sem þú getur gert
til nokkurrar lífveru sem er hrædd
og treystir þér ekki er að rétta
henni hendina og ætlast til þess að
hún komi til þín,“ segir hann. „Þeg-
ar við fáum hest til að vinna svona
með okkur og bindum hann síðan
og tökum upp á honum lappimar
leggur hann líf sitt í okkar hend-
ur.“
Einbeittur með jákvæða
sjálfsmynd
Það vekur athygli að nemend-
umir læra líka ýmislegt um mann-
inn og mismuninn á tegundunum
maður og hestur. Einnig um mun-
inn á því hvemig kynin nálgast
hestinn. Magnús segir að karl-
manni sé gjamara að segja við
hestinn „Hlýddu mér eða . . . ,“
en kona segi frekar „Gerðu það
fyrir mig . . .“ Tamningaaðferðir
karlmanna hafa verið við lýði lengi,
en með aukinni þátttöku kvenna
hefur viðhorfið breyst til hesta-
mennskunnar. Konur sækjast eftir
samskiptum við hrossin á öðrum
forsendum en karlmenn og hafa oft
aðrar væntingar til hesta og hesta-
mennsku.
Einnig er lögð áhersla á það í
náminu að markaðurinn fyrir hross
er mikið að breytast með aukinni
útbreiðslu íslenska hestsins út um
allan heim. Hann gerir í auknum
mæli kröfu til vel taminna og
traustra hesta sem hafa jákvætt
viðhorf til mannsins. Ný viðhorf og
tamningaaðferðir eins og sú sem
kennd er á Skógum miða einmitt að
því að auka gæði hestsins og viðhorf
til hans. Auðveldara verður að hafa
stjóm á hestinum og tamninga- og
þjálfunartiminn styttist. Það ætti að
stuðla að því að gera hestinn að auð-
seljanlegin vöm fyrir þá sem rækta
hann, ala upp og temja. En mest er
um vert að hesturinn verður eig-
anda sínum til meiri ánægju.
Það má því búast við að margir
muni fylgjast með þeim nemendum
sem útskrifast frá Skógum eftir að
hafa lært tamningaaðferð sem
stuðlar að því að hesturinn hlusti,
skilji, virði og treysti manninum
sem sanngjörnum leiðtoga og sé
rólegur og einbeittur með jákvæða
sjálfsmynd.
Menntamálaráðuneytið hefur
þegar viðurkennt hestabrautina
sem fullgilt nám við framhalds-
skóla og að sögn Sverris Magnús-
sonar, skólastjóra framhaldsskól-
ans á Skógum, hefur búfræðslu-
nefnd landbúnaðarráðuneytisins
málið til mnfjöllunnar með það fyr-
ir augum að fá brautina viður-
kennda sem hluta af búfræðinámi.
Einnig er unnið að því að Félag
tamningamanna geri samning við
skólann um að nemendur geti tekið
frumtamningapróf að loknu námi á
Skógum og verknámi í 11 vikur.
Mikill áhugi er á því máli, jafnt hjá
kennurum og nemendum að frá og
með næsta hausti verði skólinn
sjálfseignarstofnun.
Frá og með næsta hausti verður
Framhaldsskólinn á Skógum
sjálfseignarstofnun. Hugmyndir
eru uppi um að setja á stofn fleiri
brautir auk hestabrautarinnar og
almennu brautarinnar. I fyrsta lagi
er um að ræða umhverfisbraut og í
öðru lagi starfsbraut í skógrækt og
landgræðslu. Sverrir segir ljóst að
umhverfismálin verði mál málanna
á næstu öld. Til þess að af þessu
geti orðið þurfi skólinn að vera í
samstarfi við landbúnaðar- og um-
hverfisráðuneytin auk fyrirtækja.
Einnig er mikill áhugi á fjar-
kennslu, þótt raunin sé sú að marg-
ir skólar séu einmitt að leggja
áherslu á slíka kennslu. Sverrir
segir að við skólann séu margir
góðir tölvumenn og áhugavert væri
að koma á fjarnmámi, til dæmis í
sögu og þjóðháttum í tengslum við
Byggðasafnið á Skógum og vænt-
anlega rannsóknaraðstöðu þar.
Sverrir segist vera ánægður með
hvemig tekist hefur til með hesta-
brautina og nú sé mestur áhugi á
að koma upp góðri aðstöðu á Skóg-
um svo hægt verði að stunda verk-
lega þáttinn þar á staðnum.
GUÐMUNDUR Jéhannesson frá
Reykjavík og Hrafnhildur Áma-
dóttir frá Ólafsvík hafa bæði stund-
að hestamennsku lengi. Þau höfðu
bæði tamið hesta áður en þau komu
að Skógum. En hvað skyldi hafa
dregið þau þangað?
„Eg var í Menntaskólanum við
Hamrahlíð og var hættur þar. Ég
fór að vinna þjá Páli Braga
Hóhnarssyni sem varð í 5. sæti í
tölti á síðasta heimsmeistaramóti,
en stefnan var alltaf að halda áfram
að læra. Þegar ég sá auglýsinguna
frá Skógum stökk ég á þetta,“ sagði
Guðmundur.
Hrafnhildur sagðist einnig hafa
verið fijót að átta sig þegar hún
frétti af þessu námi, en hún hafði
sett stefnuna á nám við hrossa-
brautina á Hólum. Þau segjast bæði
vera mjög ánægð með skólann og
kennsluna og eru ákveðin í að halda
áfram næsta ár. Þau hafa Líka mælt
með náminu við kunningja og hafa
nokkrir ákveðið að sækja um nám
við skólann næsta haust. „Það verð-
ur gaman að fá fleiri í hópinn næsta
ár. Það hefur þó verið gaman að
vera í fyrsta hópnum, en þeir sem á
eftir koma i\jóta góðs af tilraunun-
um sem hafa verið gerðar á okkur,“
segir Guðmuudur.
- Hvað kom ykkur mest á óvart í
náminu?
„Hvað við vissum lítið,“ sögðu
þau í kór og hlógu bæði. Þau sögð-
ust bæði hafa haldið að þau vissu
miklu meira um hesta en raun bar
vitni.
„Málið er að læra að þekkja ein-
staklinginn í hveijum hesti og skilja
af hverju hann hagar sér eins og
hann gerir,“ segir Guðmundur.
Hrafnhildur og Guðmundur eru
sammála um að Magnús komi náms-
efninu vel til skila. „Þetta er topp-
kennari,“ segja þau.
Þau telja mikilvægt að geta verið
með sín eigin hross. Hrafnhildur
kom með einn taminn og einn ótam-
inn hest, en Guðmundur kom fyrst
með fjóra, en er nú með þijá. „Það
gerir allt miklu skemmtilegra að
geta gleymt tamningunum og
skroppið á bak á tömdum hestum
og sinnt þeim eftir kennslu,“ sagði
Guðmundur.
Hrafnhildur segir að allt sé mjög
jákvætt við dvölina á Skógum. Eini
gallinn sé að svolítið langt er að aka
( Skálakot. Þau sögðu það þó mik-
inn kost að vera á sínum eigin bíl-
um.
- En hafa tamningaaðferðir
þeirra breyst?
„Já, þær hafa sko breyst," segja
þau. Hrafnhildur sagði að sínar að-
ferðir hefðu breyst mikið og mest
um vert þætti henni að hún skildi
hestana miklu betur núna. „Ég
hugsa mikið um hvers vegna hest-
urinn bregst við eins og hann gerir.
Þetta er allt skemmtilegra og gefur
manni miklu meira," sagði hún.
„Þessar aðferðir auðvelda alla
vinnu,“ segir Guðmundur.
- Hvað finnst ykkur skemmtileg-
ast við námið?
„Mér finnst járningamar
skemmtilegar og svo allt sem við-
kemur reiðmennskuuni. Ég held að
hún hafi batnað mikið hjá mér,“
segir Guðmundur.
„Maður lærir allt aðra reið-
mennsku en maður hefur alist upp
við,“ segir Hrafnhildur. „Ég sit allt
öðru vísi og er búin að átta mig á
hvers vegna þessi nýja áseta er
betri fyrir núg og hestinn."
- Var erfitt að breyta ásetunni?
„Já. Það tók sinn tíma,“ segir
Hrafnhildur og Guðmundur segir
að mörgum kunningjum sínum þyki
þessi nýja áseta svolítið afkáraleg.
Hrafnhildur ætlar að vinna við að
þjálfa og tenya eigin hesta og fjöl-
skyldunnar í sumar.
- En Guðmundur?
„Já. Ég ætla til útlanda að
vinna við hesta eftir landsmótið í
sumar.“
- Hvert?
„Ég veit það ekki. Ég bíð bara
eftir tilboði," segir hann og glottir.