Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1998 27 Morgunblaðið/Ásdís AFRÍSKI dansarinn og trumbu- leikarinn Issa Camara sýnir listir sínar í Listaklúbbi Leik- húskjallai'ans á mánudagskvöld. Afrískur dans, trumbu- sláttur og ljóð SÍÐASTA dagskrá vetrarins í Listaklúbbi Leikhúskjallarans verð- ur mánudagskvöldið 11. maí kl. 20:30 en þá mun afríski dansarinn og trumbuleikarinn Issa Camara sýna listir sínar. Issa kemur hingað í boði Kramhússins frá Þýskalandi þar sem hann hefur vakið athygii fyrir kraftmikinn dans. „Dans og trumbusláttur Issa er töfrandi fjáning sótt í hina mögn- uðu Vúdú hefð og innblásturimi gefa höfuðskepnumar fjórar; vatn, Ioft, jörð og eldur, undirstaða lífs- ins á jörðunni", segir í kynningu. Sólveig Hauksdóttir mun kynna dagskrána og segja frá því sem liggur að baki dansins. Lesin verða ljóð um Afríku eftir íslensk skáld og Þórann Valdimarsdóttir rithöfundur les ljóð. Auk þessa les Guðmundur Haraldsson, leikari, ljóð á ensku eftir afrísk skáld og tengist eitt þeirra sérstaklega dansi Issa Camara. Dagskráin hefst um kl. 20:30 en húsið verður opnað klukkustund fyrr. Háskóla- fyrirlestur WAYNE O’Neil, prófessor í málvis- indum frá MIT (Massachusetts Institute of Technology) í Boston, flytur opinberan fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla Islands í stofu 101 þriðjudaginn 12. maí 1998 kl. 16.15 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist The Bil- ingual Mind/Brain og fjallar um sálmálfræðilegar rannsóknir á heila- starfsemi þeirra sem eru tvítyngdir. Prófessor Wayne O’Neill kennir við málvísindadeild MIT-háskólans í Bandaríkjunum og var forseti þeirr- ar þekktu deildar um árabil. Hann hefur viða komið við í rannsóknum sínum og m.a. stundað norræn fræði (íslensk og færeysk). Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Menningarverðlaun í Pakkhúsinu HornaQörður. Morgunblaðið. MENNINGARVERÐLAUN og styrkir voru af- hentir á vegum Hornafjarðarbæjar og Sýslu- nefndar Austur-Skaftafellssýslu í dymbilviku. Alls hlutu níu aðilar tilnefningar til menningar- verðlaunanna en þetta er fjórða árið sem þau eru afhent. Styrkir voru alls 25 til félaga og einstak- linga. Styrkirnir sem veittir eru eru allt frá nokkrum þúsundum upp í milljónir. Menningarverðlaunin í ár hlaut Hornfirðing- urinn og sagnfræðingurinn Arnþór Gunnarsson og var hann einróma valinn af Menningarmála- nefndinni. Arnþór hlaut verðlaunin fyrir fyrra bindi sitt af sögu Hafnar sem kom út á síðasta ári, 100 ára afmæli Hafnar. Bók hans gefur les- endanum góða sýn yfir upphaf byggðar á Höfn og það sem mótaði samfélagið hér og mannlífið. Arnþór vinnur nú að síðara bindi bókarinnar. Við Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjörnsdóttir viðtöku verðlaunanna þakkaði Amþór þeim fjöl- mörgu sem höfðu lagt honum lið við gerð bókar- innar og án aðstoðar þeirra hefði þetta verk verið óvinnandi. Styrkir til ýmissa menningarmála voru afhent- ir í Pakkhúsinu á sama tíma. Alls voru styrkveit- ingarnar í ár að fjárhæð 9.750.00 og hlaut ung- mennafélagið Sindri hæsta styrkinn. Auk ann- arra félaga má nefna félag aldraðra, leikfélög, kórar, hestamennafélagið ásamt fleirum. Sigurð- ur Ragnarssona var eini einstaklingurinn að þessu sinni sem hlaut styrk, en það var vegna rit- unar æviskráa. ARNÞÓR Gunnarsson sagnfræðingur tekur á móti Menningarverðlaununum vegna bók- ar sinnar um sögu Hafnar, fyrra bindis, sem út kom í fyrra. Sértilboð 10. jum og 15. júli Z6.95C ftr. fyrir fullorðinn, 18.540 kr. fyrir börn 2ja-11 ára Innifalið: Flug, flugvallarskattur og 4.000 kr. VISA-afsláttur á mann A|fboð ti l korthafa tciiccrm 26. maí og 21. júlí 37.775 w á mann í gistingu á Halley í 2 vikur 26. maí, m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára íllðUcrcð Pcriiíoeí 17. júní og 1. júlí 39.775k, á mann í gistingu á Biarriz í 2 vikur, m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára * 27. maí og 16. sept. 39.31 fc kr; * Innifalið: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis, allir flugvallarskattar og með 7.000 kr. VISA afslætti á mann m.v. að ferðin sé greidd með VISA. á mann í gistingu á Sol Doiro í 2 vikur, m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára Takmarkað sætaframboð V/SA FERÐIR Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími: 568 2277 • Fax: 568 2274 Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.