Morgunblaðið - 10.05.1998, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 10.05.1998, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga & {SLE*S, I ■ & m HBLSUEFUNG -hefsthjáþér I tilefni af alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga stendur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir dagskrá víða um land næstu daga undir kjörorðinu Samráð um heilsugœslu-heilbrígði er allra hagur. Reykjavík Sunnudaginn 10. maí: Skautahöilin í Laugardal Heilsueflingarhátíð fyrir alia fjölskyiduna Kl. 13:00 Sýningin hollt, gott og gaman opnuð í skautahöllinni í Laugardal. Heilsugœsluhjúkrunarfrœðingar kynna störf sín, vakin verður athygli á hollrí nœringu, gildi hreyflngar og forvörnum. Sýningin er opin til kl. 17:00. Kl. 13:30 Dagskrá sett: Ásta Möller formaður félagsins Kl. 13:45 Hlutverk og framlag Reykjavíkurborgar til eflingar heilsu borgarbúa: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri KI. 14:15 Fjölskylduganga um Laugardalinn f samvinnu við íþróttirfyrir alla og starfsfólk Grasagarðsins. Kl. 15:00 Félagið Komið og dansið leiðir þátttakendur í dans Kl. 15:45 Kraftganga í urnsjón Arnýjar Helgadóttur hjúkrunarfræðings Auk þess leikur Jóna Einarsdóttir hjúkrunarfrœðingur á harmonikku, Þorri þorskur kemur og leiktœki fyrir börn verða á staðnurn. (SLENSK FJALLAGRÖS HF Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks í fasteignaleit .mbl.is/fasteignir FRÉTTIR Stjórnarfundur í Sjúkrahúsi Reykjavikur Ágreiningur um breyting- ar á launamun kynjanna STJÓRN SHR samþykkti á stjóm- arfundi á fostudag fyrstu jafnrétt- isáætlun Sjúkrahúss Reykjavíkur og fól framkvæmdastjóm að hrinda henni í framkvæmd. Aætl- uninni er ætlað að jafna stöðu kynjanna, þannig að einn stærsti vinnustaður borgarinnar verði fyr- irmynd í þeim efnum. Fulltrúi Reykjavíkurlistans og fulltrúi Sjálfstæðisflokks í stjóm SHR hafa ekki verið sammála um stöðu launamuns kynjanna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur undanfar- in ár og deildu um það á stjórnar- fundinum. I bókun sem Hjörleifur B. Kvar- an og Kristín Á. Ólafsdóttir lögðu fram, segir: „Fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í stjóm SHR, Ami Sig- fússon, hefur undanfarið haldið því fram opinberlega að launamunur milli kynja hafi aukist á tímabilinu 1994 til 1997 á Sjúkrahúsi Reykja- víkur. Af því tilefni vekjum við at- hygli á því að engin marktæk könnun hefur verið gerð á launa- þróun starfsmanna umrætt tímabil á vegum sjúkrahússins. Það er því ekkert hægt að fullyrða um hvort launamunur á milli kynja hafi vax- ið, minnkað eða staðið í stað síð- ustu þrjú ár á Sjúkrahúsi Reykja- víkur." „Ályktanir Áma ekki marktækar" I bókuninni segir að áður hafi verið ályktað á stjómarfundi að þær tölur sem Ami Sigfússon styðjist við í fullyrðingum sínum þyrfti að skilgreina nánar og vinna ítarlegar til þess að fá raunhæfan samanburð á launamun kynjanna frá einum tíma til annars og álykt- anir Ama væm því ekki marktæk- ar. Árni Sigfússon mótmælti bókun Kristínar og Hjörleifs og sagði að starfsmenn SHR hefðu sjálfir bent á þessa alvarlegu þróun í launamálum kynjanna: „Vand- ræðalegar tilraunir fulltrúa R-list- ans í stjórn SHR breyta á engan hátt þeirri staðreynd að launa- munur karla- og kvennastétta hef- ur aukist á tímabilinu okt. ‘94 til ‘97. Undirbúningsnefnd SHR sem vann með þessi gögn taldi málið of viðkvæmt til að leggja fram í skýrslu sinni en öll þessi gögn liggja fyrir.“ , Kristín Á. Ólafsdóttir lagði að auki fram skriflegar athugasemdir við fullyrðingar Árna Sigfússonar, þar sem fram kom að tölurnar væra það „hráar“ að miðað við þær væri einnig hægt að staðhæfa að launamunur milli kynja hefði minnkað á tímabilinu. Hún sagði að af framangreindu væri ljóst að ekki væri hægt að staðhæfa neitt um breytingar á launamun á milli kynja á Sjúkrahúsi Reykjavíkur út frá þeim grófu tölum sem Árni Sigfússon hafi unnið út frá, en hins vegar væri mikilvægt að ráð- ast í þá vinnu sem nauðsynleg væri til þess að hægt væri að meta launamun kynjanna á fullnægj- andi hátt. Hæstiréttur fellir dóm um tjónabætur Dragast ekki frá greiðslum VÍB ()(. ALVÍB BJÓDA ÞÉR Á NÁMSTEL'NU UM LÍFEYRISMÁL Á Grand R<5ykj«vik, þriftjudtigskvóldiö 12. fnaí nð&Stkomúrtdl kL 20:00. ALVÍB ER FJÖLMENNASTI SÉREIGNAR- DAGSKRÁ: LÍFEYRISSJÓÐURINN Á ÍSLANDI Námstefnustjóri verður Brynjólfur Bjamason, forstjóri Granda og stjómarformaður ALVIB. Aukið valfrelsi og nýir möguleikar í lífeyrismálum. Hvaða leiðir henta best fyrir einstaklinga? Margrét Sveinsdóttir, forstöðumaður hjá VÍB. Viðbrögð ALVIB við nýjum lögum um lífeyrissjóði. Gunnar Baldvinsson, forstöðumaður hjá VÍB. Hvað næst? Hvað á að gera? Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri hjá VIB. Þátttaka er ókeypis en fjöldi sceta er takmarkaður. Boðið verður upp á kaffi og veitingar. Það er mikilvceg undirstaða fyrir öflugan rekstur oggóða ávöxtun. m ALVIB býður sjóðfélögum sínum að velja á milli þriggja verðbréfasafna, Ævisafna I, II og III. Sjóðfélagar geta valið sér safn, ýmist eftir því hversu mikla áhættu þeir vilja taka eða eftir aldri. ■ ALVIB hentar sérstaklega vel fyrir sjálfstæða atvinnu- rekendur sem ekki greiða í neinn lífeyrissjóð og fyrir aðra þá sem sem geta valið sér lífeyrissjóð. ■ Sjóðfélagar geta fengið aðgangsnúmer og alltaf séð nýjustu upplýsingar um inneign sína ALVIB á vefnum. Takmarkaður sætafjöldi. Fundarsalurinn tekur aðeins 300 manns í sæti og þeir sem fyrstir skró sig hafa forgang. VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Kirkjusandi • 155 Reykjavík • Sími 560 89 00 • Myndsendir: 560 89 10 Veffang: www.vib.is • Netfang: vib(sVib.is Tilkynna þarf þóftöku • sima 560-8900, f ,Vefnum (vib@vib.is) lynr kl. 16:00 mánudqginn 11. úr lífeyris- sjóðum HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Tryggingamiðstöðina hf. til að greiða manni rúmar 2,2 milljónir kr. með dráttarvöxtum frá 21. júní 1996 til greiðsludags. Maðurinn ók bifreið sem valt í september 1993 og leiddu meiðsl hans til þess að hann varð óvinnufær allt til ágúst 1995. Hann hafði keypt lögboðnar vátryggingar hjá Tryggingamið- stöðinni. Málsaðilar höfðu komið sér sam- an um heildarfjárhæð bóta vegna tímabundinnar örorku. Greiddi Tryggingamiðstöðin hluta þeirrar fjárhæðar og taldi með því að mað- urinn hefði fengið fullar bætur þar sem draga yrði frá umsaminni bótafjárhæð 2.221.338 kr. sem maðurinn hafði fengið úr þremur lífeyrissjóðum og frá sjúkrasjóði stéttarfélags á tímabilinu sem hann var óvinnufær. Maðurinn höfðaði mál fyrir Hér- aðsdómi sem komst að þeirri niður- stöðu að það hefði verið í samræmi við lög að draga greiðslur frá líf- eyrissjóðunum og sjúkrasjóði frá bótafjárhæðinni. Endurgjald úr eigin hendi Maðurinn áfrýjaði til Hæstarétt- ar. I dómi hans segir að megin- regla skaðabótaréttar sé að tjón- þoli skuli ekki eiga rétt á hærri bótum en sem svarar raunveru- legu fjártjóni hans. Þvi til sam- ræmis leiði að greiðslur sem tjón- þoli njóti úr hendi þriðja manns vegna tímabundins atvinnutjóns verði að meginreglu dregnar frá kröfu tjónþola um skaðabætur fyr- ir það tjón. Telja verði að meginregla þessi gildi þó almennt ekki um greiðslur frá þriðja manni sem tjónþoli hefur unnið rétt til með endurgjaldi úr eigin hendi. Otvírætt sé að réttur áfrýjanda til greiðslna hafi ráðist af framlögum í þágu hans til hlut- aðeigandi sjóða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.