Morgunblaðið - 10.05.1998, Page 13

Morgunblaðið - 10.05.1998, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1998 13 BRÉF GUNNLAUGS M. SIGMUNDSSONAR TIL ÞINGHEIMS / HER á eftir birtist bréf Gunnlaugs M. Sigmundssonar í heild, sem hann sendi þingmönnum í liðinni viku.: „Ágætu samstarfsmenn. S.l. fímmtudag skrifaði Sverrir Hermannsson fyrrv. bankastjóri grein í Mbl. þar sem hann víkur að nokkrum nafngreindum ein- staklingum þar með taiið mér undirrituðum. Ég vildi með þessum knum koma því á fram- færi við samstarfsmenn mína á Alþingi að ekki er heil brú í því sem Sverrir skrifar um mig enda sendi ég strax fjölmiðlum yfirlýsingu þar um. Auðveldara virðist hinsvegar að dreifa lyg- um og óhróðri um fólk en að þvo slíkt af sér og því leyfi ég mér að senda ykkur samstarfsmönn- um mínum þessi skrif. Meint hlutabréfakaup Sverrir segir að ég og fjöl- skylda mín höfum keypt tiltekin hlutabréf af Þróunarfélagi Is- lands hf. Þetta er einfaldlega uppspuni og lygar. I yfirlýsingu þeirri sem ég sendi fjölmiðlum lýsi ég því yfir að hvorki ég eða fjölskylda mín hafi keypt eitt einasta af þeim hlutabréfum sem Sverrir heldur fram að við hökum keypt, ekki eina krónu, ekki þá og aldrei siðan Þrisvar svo ég muni eftir hef- ur því verið haldið fram í skrif- um í blöðum að ég hafi selt sjálfum mér og fjölskyldu minni umrædd bréf. í fyrsta skiptið var það í skrifum Vigfúsar Geirdals í kosningabaráttunni 1995 en Vigfús þessi var sér- stakur stuðningsmaður Péturs Bjarnasonar keppinautar míns um fyrsta sæti listanns. Vigfús þessi tók niðurstöðum próf- kjörsins þannig að hann hóf að hringja í mig í tíma og ótíma með leiðindi en síðan að skrifa óhróður. Eftir kosningar fór Helgarpósturinn að leggja út af skrifum Vigfúsar Geirdal, og svo bætist Sverrir Hermannson í hópinn. Af þessu þrennu var skárst farið með sannleikann í skrifum Helgarpóstsins!!!!!!!! • Sannleikurinn Sannleikurinn í þessu máli er sá að ákveðið var að selja hluta- bréf Þróunarfélagsins í'Kögun, Marel og fleiri fyrirtækjum til að Qármagna ákveðna aðgerð. Ekkert umræddra hlutabréfa seldist innan þess frests sem neinar þær ráðstafanir sem ber- sýnilega eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins." Hvaða hluthöfum öfluðu þessar ráð- stafanir ótilhlýðilegra hagsmuna? Er hægt að álykta á annan veg en þann að kaup Kögunar á eigin bréf- um og niðurfærslan á þeim hafi afl- að öðrum hluthöfum, sem til þess tíma höfðu verið í minnihluta, ótil- hlýðilegra hagsmuna? Það liggur í augum uppi, að hluta- bréfamarkaðurinn í dag er ekki sá sami hér á landi og hann var um og upp úr 1990. Hann hefur þróast mjög mikið á undanfomum árum. Þau viðskipti sem Gunnlaugur beitti sér fyrir í ársbyrjun 1993, þegar hann seldi 58% hlut Þróunarfélags- ins í Kögun á genginu fjórir, hefðu aldrei verið látin viðgangast í dag, í stjóm Þróunarfélagsins. Stjómar- menn hafa sagt, að stjórnin myndi umsvifalaust rifta slíkum kaupum. Fyrrum stjómarmenn hafa sagt, að ugglaust hafí stjóm Þróunarfélags- ins ekki sýnt næga festu í apríllok 1993, þegar látið var nægja, að gera Gunnlaugi M. Sigmundssyni að hætta störfum hjá Þróunarfélaginu. Ætla má að þær kröfur sem gerðar em til viðskiptahátta og siðferðis í dag, geri það að verkum, að þing- maður sem staðinn væri að ofan- greindum viðskiptaháttum, vermdi þingsæti sitt ekld lengi, eftir það. menn höfðu ætlað og bauð ég þá stjórnum bæði Kögunar og Mar- els að félögin leystu sjálf til sín hlutabréfin og gæfú starfsmönn- um síðan kost á að eignast þau að hluta eða öllu leiti. Forsljóra Marels þótti málið of stórt til að taka þá áhættu að kaupa en stjóm Kögunar lét fyrirtækið sjálft kaupa umrædd hlutabréf, færði hluta niður yfír eigið fé en hjálpaði starfsmönnum að eignasat hinn hlutann. Siðan eiga starfsmenn í sameiningu yfir 30% af félaginu en það skal und- irstrikað að hvorki ég né neinn af mínu fólki var með í umrædd- um kaupum og ekkert umræddra hlutabréfa hefur siðan skipt um hendur starfsmann eiga þetta enn. Um þetta er í sjálfú sér ekki meira að segja nema e.t.v. það, að hópur starfsmanna keypti einnig hlutabréf sem Félag ís- lenskra Iðnrekenda átti í Kögun en FÍI var næst stæsti hluthafinn við stofnun. Bæði ég og kona mín vomm aðilar að þeim kaupum og milligekst þau. Hvað Sverri Hermannsyni gengur til er erfitt að segja til um en ég minnist þess þó, að þegar ég var forstjóri Fram- kvæmdastofnunar ríkisins á ár- inu 1985 (Sverrir hafði eins og menn eflaust munað verið þar forstjóri áður), þá tók ég af styrk til seiðasleppinga í Hrúta- fjarðará sem Framkvæmda- stofnun hafði látið af hendi rakna árlega í mörg ár. Það hvein mikið í tálknunum á Sverri þegar ég gerði þetta og margir aðilar í þjóðfélaginu vom virkjaðir til að reyna að breyta ákvörðun minni en ákvörðunin stóð eins og árs- skýrslur framkvæmdastofnunar sýna (ath.styrkurinn er skráður undir landshlutanum Reykjavík) Það skal einnig játað að þegar ég var í Þróunarfélaginu var eitt sinn hringt úr Landsbankan- um með skilaboð frá Sverri um ákveðna fyrirgreiðslu ef félagið vildi standa undir nafni. Ég reiddist afskiptaseminni og lét skila til baka „að hann skyldi fara til helvistis og það í láréttri stöðu“ Ég er enn á því að þau orð hafi verið réttmæt. Með kveðju. Gunnlaugur M. Sigmundsson" [Stafsetningin á bréfinu er Gunnlaugs] Borgarstjórnarkosningar 1998 W líinrffltrfið (tÍft Sjálfstœðismerw leggja mikla áherslu á hverfið þitt í tillögum sínum um hverfisbyltingu í Reykjavík. Þú œttir því að koma við í kosningaskrifstofu okkar í hverfinu þínu og raeða við frambjóðendur um hverfisvaktina, lækkun skatta, fjölskyldugreiðslur og þau mál önnur sem eru efst á baugi. Frambjóðendur verða á hverfaskrifstofunum í ncestu viku Mánudag 17:30 - 18:30 Þriðjudag 17:30 - 18:30 Miðvikudag 7 7:30 - 7 8:30 Hafnarstræti 1 Ferðamannamiðstöðin v/lngólfstorg Nes- og Melahverfi, s: 562 8590 Vestur- og Miöbœjarhverfi, s: 562 8625 Árni Sigfússon og Ágústa Johnson Skipholt 50b Austurbær og Noröurmýri, s: 562 4589 Hlíöa- og Holtahverfi, s: 562 4578 Háaleitishverfi, s: 562 4574 Smáibúða-, Bústaöa- og Fossvogshverfi, s: 562 4587 Inga Jóna Þórðardóttir og Snorri Hjaltason Hraunbær 102b Árbœjar-, Seláshverfi og Ártúnsholt, s: 567 6342 Kjartan Magnússon og Bryndís Þórðardóttir Álfabakki 14a Mjódd Bakka- og Stekkjahverfi, s: 567 8237 Hóla- og Fellahverfi, s: 567 8242 Skóga- og Seljahverfi, s: 567 8238 Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson og Helga Jóhannsdóttir Laugarnesvegur 52 Laugarneshverfi, s: 568 7341 Jóna Gróa Sigurðardóttir og Kristján Guðmundsson Hverafold 1-3 Grafarvogshverfi, s: 587 6230 Júlíus Vífill Ingvarsson og Pétur Friðriksson Langholtshverfi, s: 568 6250 Ólafur F. Magnússon og Guðrún Pétursdóttir 1 r * í kJ| p Austurvöllur Kosningaskrifstofa ungs fólks, s: 562 7250 Guðlaugur Þór Þórðarson og Eyþór Arnalds Viltu leggja baráttunni lið? Hafðu samband við þína hverfaskrifstofu - mundu að öflugt starfá kosningaskrifstofunum er lykilatriði í baráttu fyrir sigri sjálfstœðismanna 23. maí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.