Morgunblaðið - 10.05.1998, Page 11

Morgunblaðið - 10.05.1998, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1998 11 Gengi bréfa í Kögun hefur 14-faldast á 5 árum og fyrirtækið er nú 480 millj. kr. virði Eigendur KÖGUNAR hf. | Eignarhlutur [ Stjórnendur KÖGUNAR hf. | Hluthafar 5. mars 1997 1. mars 1998 Benedikt Sveinsson, formaður Eftirlaunasjóður starfsmanna 28% 28% Gunniaugur M. Sigmundsson Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir 14% 14% Jónas Aðalsteinsson Gunnlaugur M. Sigmundsson 13% 13% Örn Karisson Sjóvá-Almennar hf. 6% 6% Vilhjálmur Þorsteinsson FBA hf. - 4% Forstjóri: Gunnlaugur M. Sigmundsson Forstöðumenn: Bjarni Birgisson, hugbúnaðarsvið Þorvaldur E. Sigurðsson, kerfisfræðisvið Lífeyrissjóður Norðurlands - 4% Vilhjálmur Þorsteinsson 3% 3% Örn Karisson 3% 3% Hálfdán Karlsson 3% 3% Fjármálastjóri: Sverrir Berg Steinarsson Aðrir smærri hluthafar samtals 30% 23% Skrifstofustjóri: Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir ÚR REKSTRARREIKNINGI Rekstrarárið Rekstrarárið Rekstrarárið Rekstrarárið Rekstrarárið 1992/1993 1993/1994 1994/1995 1995/1996 1996/1997 Tekjur 117 millj. kr. 162 millj. kr. 168 millj. kr. 216 millj. kr. 226 milij. kr. Gjöld 102 millj. kr. 135 millj. kr. 132 millj. kr. 165 millj. kr. 193 millj. kr. Fjárm.tekjur og fjárm.gjöld 6 millj. kr. 0 millj. kr. -2 millj. kr. 3 millj. kr. 5 millj. kr. Skattar 7 millj. kr. 10 millj. kr. 14 millj. kr. 20 millj. kr. 14 millj. kr. Hagnaður 14 millj. kr. 18 millj. kr. 21 millj. kr. 34 millj. kr. 23 millj. kr. Hagn. sem hlutf. af tekjum 12% 11% 13% 16% 10% Reiknað skatthlutfall 34% 36% 39% 37% 37% Raunbreyting tekna +19 % +37% +2% +26% +2 % Fjárm.liðir sem hlutf. af tekjum 5% 0% ■1% 1 % 2% Arðsemi eigin fjár 55% 61 % 45% 53% 23 % ÚR EFNAHAGSREIKNINGI Rekstrarárslok, Rekstrarárslok, Rekstrarárslok, Rekstrarárslok, Rekstrarárslok, 30. sept. 1993 30. sept. 1994 30. sept. 1995 30. sept. 1996 30. sept. 1997 Veltufé 76 millj. kr. 100 millj. kr. 153 millj. kr. 157 millj. kr. 150 millj. kr. Fastafjármunir 8 millj. kr. 11 millj. kr. 4 millj. kr. 16 millj. kr. 62 millj. kr. Heildareignir 85 millj. kr. 111 millj. kr. 157 millj. kr. 174 millj. kr. 212 millj. kr. Skammtímaskuldir 55 millj. kr. 65 millj. kr. 93 millj. kr. 71 millj. kr. 78 millj. kr. Langtímaskuldir 1 millj. kr. 0 millj. kr. 1 millj. kr. 2 millj. kr. 7 millj. kr. Eigið fé 29 millj. kr. 46 millj. kr. 63 millj. kr. 101 millj. kr. 127 millj. kr. Raunbreyting eiginfjár +13% +60% +33% +58% +24% Eiginfjárhlutfall 34% 42% 40% 58% 60 % Langtímaskuldir sem hlutf. af eignum 1 % 0,2% 0,5 % 1 % 3 % Veitufjárfjárhlutfall (og lausafjárhlutf.) 1,4 1,6 1,6 2,2 1,9 HLUTABRÉFIN | 1992/ 1993 1993/ 1994 1994/ 1995 1995/ 1996 ísmpr" 1997 30/9 1997 OTM2/3 1998 Arður v. rekstrarárs 10% 10% 10% 15% 15% Arður/sölugengi 0,3 % Jöfnun v. rekstrarárs 0% 0% 0% 43% 0% V/H hlutfall 18 21 Nafnvirði hlutabréfa (30/9) 7,5 7,5 7,5 6,0 9,0 Sölugengi/innra virði 3,4 Innra virði hlutabréfa (30/9) 3,8 6.2 16,8 14,8 I Skráð gengi hlutabréfa á OTM 2. mars: 56,0 (var 50 fyrir) Heildarverð: 480 milljónir kr. lagsins, Gunnlaugur M. Sigmunds- son að slíkt væri afar ólíklegt, hækkun bréfanna væri þegár komin fram. Því var honum falið að leita eftir kaupendum að 58% hlut Þró- unarfélagsins á því sem nefnt var viðunandi verð, gengið var fjórfalt nafnverð. Það var Gunnlaugur M. Sigmundsson sem kynnti stjórn Þróunarfélagsins verðhugmyndir upp á fjórfalt gengi hlutabréfanna, samkvæmt öruggum heimildum. Síðar kom í ljós að dulin verðmæti í fyrirtækinu gerðu það miklu verð- mætara. Framkvæmdastjóri á báðum stöðum Þegar hér var komið sögu var eiginkona Gunnlaugs hætt störfum sem bókari hjá Þróunarfélaginu og hafði þegið stöðu af eiginmanni sín- um sem skrifstofustjóri hjá Kögun hf. Hann var þá orðinn fram- kvæmdastjóri hjá Kögun hf. jafn- framt því að gegna áfram starfi framkvæmdastjóra hjá Þróunarfé- laginu. Að sjálfsögðu var það ein- ungis í ljósi þess að Þróunarfélag íslands var 58% eigandi að Kögun hf. sem hann var settur yfir félagið. Eftir umræðu um málið á einum tveimur stjórnarfundum í ársbyrjun 1993 var ákveðið að fela fram- kvæmdastjóra félagsins, Gunnlaugi M. Sigmundssyni, að kanna með sölu á hlutabréfum félagsins í um- ræddum félögum. Þegar stjómarmaðurinn og fram- kvæmdastjórinn Gunnlaugur gerði tillögu í stjóm Kögunar um að fé- lagið leysti til sín 58% hlut Þróunar- félagsins í Kögun, skýrði hann mál- ið á þann hátt fyrir stjóminni, að með slíkum gjömingi, hefði félagið sjálft yfir því að segja hverjir eign- uðust hlut Þróunarfélagsins. „Mikil áhersla var lögð á það á þessum tíma, að hlutabréfin færu ekki í hendurnar á Pétri eða Páli,“ sagði einn viðmælandi. Hann bætir því við að stjómarmenn á þeim tíma hafi ekki haft neina vitneskju um að félagið væri margfalt meira virði en það var á pappímum. Gunnlaugur lagði ofuráherslu á að Kögun gæti keypt bréf Þróunarfélagsins við þessu verði, ekki öðm, og stjórn Kögunar gekk að því. Kögun hafði skömmu eftir stofn- un, eða 22. maí 1989 fengið einka- rétt utanríkisráðherra, sem þá var Jón Baldvin Hannibalsson, til þess að annast rekstur og viðhald áður- nefnds hugbúnaðar fyrir ratsjár- stöðvar Bandaríkjamanna á íslandi. Þessi einkaréttur jafngilti auðvitað ávísun á mikla fjármuni, nýja teg- und af „hermangsgróða“ og því var einkaréttur utanríkisráðherra skil- yrt á þann veg, að eignarhald í fyr- irtækinu yrði dreift, samanber 5. grein samnings utanríkisráðuneyt- isins og Kögunar, sem er svohljóð- andi: „Kögun hf. skuldbindur sig til að afhenda varnarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins árlega skrá yfir eigendur hlutafjár í félaginu og hlutafjáreign þeirra. Jafnframt mun félagið tilkynna vamarmálaskrif- stofunni tafarlaust ef einhver einn hluthafa hefur eignast meira en 5% heildarhlutafjár." Fyrmm stjórnarmenn Kögunar og Þróunarfélags Islands hafa sagt, að þeirra skilningur hafi verið sá, á þessum tíma, að utanríkisráðuneyt- ið krefðist þess, að í fyllingu tímans yrði Kögun gerð að almennings- hlutafélagi. Gunnlaugur staðfestir þann skilning í samtali hér á eftir. Þau verðmæti sem fólust í þessum samningi komu auðvitað ekki fram í reikningum félagsins, þó að þau hefði átt að hafa full áhrif á verð hlutabréfa þess. Samkvæmt hlutafélagalögum þá mátti félag ekki eiga meira en 10% í sjálfu sér, nema í skamman tíma. Því þurfti stjóm Kögunar að gera sér- stakar bókhaldsaðgerðir, eftir að hafa leyst til sín 58% hlut Þróunarfélags- ins, til þess að tryggja áframhaldandi yfirráð yfir öllum bréfunum, fyrst ekki var valinn sá kostur að selja öðr- um bréfin. Kögun keypti eigin hluta- bréf að nafnverði 4,1 milljón króna á genginu 4, eða á 16,4 milljónir króna og Eftirlaunasjóður starfsmanna Kögunar keypti afganginn. Stjómin hugðist þegar þetta var selja 1,6 millj- ónir króna að nafnvirði á almennum markaði (sem aldrei var gert) en lækka hlutafé um 2,5 milljónir króna að nafnvirði. Við lækkun hlutafjárins dreifðust hin duldu verðmæti tilheyrandi lækk- unarfjárhæðinni á aðra Muthafa. Bréf Gunnlaugs til þingheims Gunnlaugur M. Sigmundsson lýs- ir bókhaldsaðgerðum stjórnar Kög- unar sjálfur í bréfi til allra þing- manna, sem hann sendi þeim í lið- inni viku á eftirfarandi hátt: „Sann- leikurinn í þessu máli er sá að ákveðið var að selja hlutabréf Þró- unarfélagsins í Kögun, Marel og fleiri fyrirtækjum til að fjármagna ákveðna aðgerð. Ekkert umræddra hlutabréfa seldist innan þess frests sem menn höfðu ætlað og bauð ég þá stjómum bæði Kögunar og Mar- els að félögin leystu sjálf til sín hlutabréfin og gæfu starfsmönnum síðan kost á að eignast þau að hluta eða öllu leiti. [Stafsetningin er Gunnlaugs. Innsk. blaðam.] For- stjóra Marels þótti málið of stórt til að taka þá áhættu að kaupa en stjóm Kögunar lét fyrirtækið sjálft kaupa umrædd hlutabréf, færði hluta niður yfir eigið fé en hjálpaði starfsmönnum að eignast hinn hlut- ann [svo]. Síðan eiga starfsmenn í sameiningu yfir 30% af félaginu en það skal undirstrikað að hvorki ég né neinn af mínu fólki var með í um- ræddum kaupum og ekkert um- ræddra hlutabréfa hefur síðan skipt um hendur; starfsmenn eiga þetta enn [svo]. Um þetta er í sjálfu sér ekki meira að segja nema e.t.v. það, að hópur starfsmanna keypti einnig hlutabréf sem Félag íslenskra Iðn- rekenda [svo] átti í Kögun sen FII var næst stæsti [svo] hluthafinn við stofnun. Bæði ég og kona mín vor- um aðilar að þeim kaupum og milli- gekst þau.“ [Hvað þýðir þessi setn- ing? Innsk. blaðam.] Það sem stjórn Kögunar gerði þama í raun og vem, var að færa niður hlutafé félagsins og auka hlut annarra sem því nam. Áður hafði fé- lagið selt Eftirlaunasjóði starfs- manna Kögunar hlut og eftir niður- færsluna var sá hlutur orðinn 22,7%. Eftirlaunasjóðurinn hefur síðan keypt aukinn hlut og á nú yfir 30%, samkvæmt bréfi Gunnlaugs, en átti 28% samkvæmt síðasta árs- reikningi Kögunar. Til þess að skilja í raun og veru hvað gerðist er nauðsynlegt að fá skýringu löggilts endurskoðanda. Hann skýrir málið með eftirfarandi dæmi: Gefum okkur að hlutafé í fyr- irtæki sé 10 milljónir króna. Svo kaupir hlutafélagið sjálft 50% af hlutafénu af einum stómm hluthafa, þ.e.a.s. 5 milljónir króna og færir hlutaféð um leið niður um þá upp- hæð. Þá er hlutaféð ekki lengur 10 milljónir króna, heldur 5 milljónir króna. Sá sem átti eina milljón króna í hlutafé af upphaflegu 10 milljónunum, eða 10%, á eftir niður- færsluna eina milljón króna af 5 milljónum króna, eða 20%. Þetta myndi í sjálfu sér engu máli skipta um verðmæti hlutafjár þeirra Virði hluta- bréfa í dag í Kögun er 56-falt nafn- verð, þannig að sá sem átti milljón í Kögun að nafnvirði árið 1993 áí dag 56 milljónir króna! sem eftir sætu nema um hafi verið að ræða dulin óbókuð verðmæti í fyrirtækinu sem ekki hefðu haft eðlileg áhrif á kaupverðið þegar fé- lagið sjálft keypti. Þannig stóð á í tilviki Kögunar og því fólst í aðgerð- inni stórkostleg aukning á verðmæti hlutabréfa framkvæmdastjórans. Hlutur hjónanna 129,6 tnilljóna króna virði Við þessa ráðstöfun jókst eignar- hluti Gunnlaugs M. Sigmundssonar og konu hans, Sigríðar G. Sigur- björnsdóttur í 27%. Samkvæmt ís- lensku atvinnulífi sem Talnakönnun gefur út, átti Sigríður 14% hlut í Kögun þann 1. mars sl. og Gunn- laugur átti 13%. Eins og fram kem- ur á meðfylgjandi töflu er gengi hlutabréfa í Kögun á Opna tilboðs- markaðinum nú 56-falt nafnverð. Gengið var 50-falt nafnverð allt árið 1997. Miðað við gengið 56 eiga þau hjónin því hlut í Kögun í dag að andvirði 129,6 milljóna króna. Nið- urfærða hlutaféð hafði hins vegar ► SAMNINGUR UTANRIKISRAÐUNEYTISINS OG KOGUNAR HÉR fer á eftir samningur sá sem varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins f.h. Ratsjárstofnunar annars vegar og Kögun hf. hins vegar gerðu með sér 22. maí 1989: 1. gr. „Kögun hf. tekur að sér sem undirverktaki Ratsjárstofn- unar að annast rekstur og viðhald hugbúnaðar nýs ratsjár- kerfis IADS á grundvelli samnings þar um milli íslenskra og bandarískra stjómvalda. Þann samning hefur Kögun hf. kynnt sér rækilega. 2. gr. Kögun hf. skuldbindur sig til að haga starfsemi sinni með þeim hætti, að sem best verði tryggt, að íslenskt atvinnulíf njóti góðs af þeirri tækniþekkingu, sem til verður í félaginu. Verður það m.a. gert með því að kaupa þjónustu - starfs- menn - að hluta til frá íslenskum hugbúnaðarfyrirtækjum til að vinna að þeim verkefnum, sem félagið tekur að sér með samningi þessum. 3. gr. Kögun hf. er ljóst, að stjómvöld ráðgera að hlutast til um lagasetningu varðandi rekstur og starfsemi Ratsjárstofnun- ar, sem einnig mun ná til starfsemi og starfsmanna Kögun- ar hf. og undirverktaka hennar. Hin fyrirhugaða löggjöf mun m.a. taka til öryggismála og starfsmannamála í því skyni að tryggja ótmflaðan rekstur ratsjárkerfis með hverj- um þeim hætti, sem löggjafinn telur nauðsynlegt. Kögun hf. er á sama hátt ljóst, að sett muni verða stjórn- valdsfyrirmæli, er miða að sama markmiði. 4. gr. Kögun hf. skuldbindur sig til, komi upp ágreiningur milli Ratsjárstofnunar og fyrirtækisins um verðlagningu þjón- ustu, að hlíta í því efni úrskurði utanríkisráðherra. Kögun hf. og Ratsjárstofnun hafa hvort um sig rétt til einhliða mál- skots til ráðherra í þessu efni. 5. gr. Kögun hf. skuldbindur sig til að afhenda varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins árlega skrá yfir eigend- ur hlutafjár í félaginu og hlutafjáreign þeirra. Jafnframt mun félagið tilkynna varnarmálaskrifstofunni tafarlaust ef einhver einn hluthafa hefur eignast meira en 5% heild- arhlutafjár. 6. gr. Samningur þessi gildir til 10 ára frá dagsetningu hans. 7. gr. Utanríkisráðherra er heimilt að framlengja samning þenn- an einhliða um allt að 5 ár eftir að hann rennur út. Skulu ákvæði samnings þessa þá gilda að öðru leyti þann tíma. 8. gr. Utanríkisráðherra er heimilt að segja samningi þessum upp fyrirvaralaust hvenær sem er á samningstímanum telji hann að fyrirtækið hafi brotið gegn samningsskyldum sín- um eða ráði ekki við þær af einhverjum ástæðum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.