Morgunblaðið - 10.05.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.05.1998, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Þjóðerni mitt er knattspyrna ÞEGAR ásjóna Arsene Wengers hins franska birtist á risaskjánum á Highbury fyrir leik gegn Sheffield Wednesday, 16. september 1996, vissu fylgismenn Arsenal ekki hvort þeir áttu að hlæja eða gráta. Var þetta maður- inn sem átti að stýra þessu forn- fræga félagi á ný inn á braut sigurs og sæmdar? Hann minnti meira á háskólaprófessor eða skriffinn úr innviðum báknsins mikla í Brussel en knattspyrnustjóra. „Hvers eig- um við að gjalda?“ Ekki það að enskir knattspymuá- hugamenn væru óvanir undarlegum sendingum yfir Ermarsund. Fyrst kom Eric Cantona, dulrænn einfari með sardínur, máva og togara í farteskinu. Síðan glæsimennið Da- vid Ginola, holdgervingur Parísar- tískunnar, með auga í pung. Wen- ger var eigi að síður óþekkt stærð - eitthvað alveg nýtt. Spennandi? Látum það vera, hugsuðu stuðningsmenn Arsenal með sér þetta fallega haustkvöld á Highbury, þegar nýi knattspyrnu- stjórinn, sem staddur var í Japan, kynnti hugmyndir sínar í grófum dráttum fyrir tilstilli tækninnar. Prúður í fasi, röddin lág og hreim- urinn í anda inspektors Clouseaus. Hvorki datt né draup af honum. Var þessi maður úr sama sólkerfi og Ge- orge Graham, maðurinn sem í aug- um Arsenal-manna var samnefnari sigurs og velgengni? Fastur fyrir, beinskeyttur og heillandi - Graham var stríðsmaður, sem hæfði félagi sem allir elska að hata. Wenger var eitthvað allt annað! Aðdáendurnir voru enn í losti þegar leikurinn hófst og gestimir Frakkinn Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, varð á dögunum fyrsti útlendingurinn til að leiða félagslið til meistaratignar í Englandi. Orri Páll Ormarsson rifjar upp feril Frakkans, sem er enginn nýgræðingur í faginu, og gægist á bak við gleraugun. tóku forystuna. Leikmennimir vom augljóslega jafn dolfallnir. En þá dró til tíðinda. Fyrsta herbragð nýja hershöfðingjans var kynnt til sögunnar. Alappalegt ungmenni sté upp af varamannabekknum, tilbúið að leika sinn fyrsta leik fyrir Ar- senal. Stuðningsmennimir létu sér fátt um finnast, meira þurfti til að vekja þá af svefninum. En viti menn. Pilturinn stökk fullskapaður inn í liðið, deildi og drottnaði á miðj- unni og Arsenal vann ömggan sig- ur, 4-1. Petta var Patrick Vieira, fyrsti skjólstæðingur Wengers á Highbury, og guðum lík vera í aug- um íbúa Norður-Lundúna í dag, í það minnsta rauða helmingsins. Teningnum var kastað. Wenger hafði sáð fyrsta fræinu að veldi sínu - veldi sem væntanlega mun duga vel fram á næstu öld! Þurfti leyfí prestsins En hver er þessi maður sem svo eftirminnilega hefur brotið blað í enskri knattspymusögu með því að verða fyrsti útlendingurinn til að gera lið að meistara? Arsene Wenger fæddist 22. októ- ber 1949 í smáþorpinu Duttlenheim í nágrenni Strasbourgar, strangtrú- uðu samfélagi, þar sem þurfti að fá leyfi prestsins til að iðka knatt- spymu, þar sem bænastundir voru tíðar. En þótt Arsene hinn ungi signdi sig, svo sem var siður, þegar hann átti leið hjá kirkjunni var hið raunverulega andlega athvarf hans knattspymuvöllur þorpsins. Þar óx hann, í bókstaflegri merkingu, úr grasi, undir handleiðslu föður síns, Alphonse, og fleiri góðra knatt- spyrnuííkla. Snemma stakk pilturinn þó í stúf í þeim félagsskap, þótti sérlundaður og alvarlegur. „Hann var grafalvar- legur unglingur," segir félagi hans úr áhugamannaliði Duttlenheim, þar sem Wenger steig sín fyrstu skref sem fullveðja knattspyrnu- maður. „Hann tók allt alvarlega, knattspyrnu, kvenfólk. Algjör and- stæða eldri bróður síns, Guys, sem gefinn var fyrir öl og orðræðu. Guy var líka betri knattspymumaður." Hið þýska yfirbragð Wengers er engin tilviljun, héraðið sem hann ólst upp í heyrði í eina tíð undir Action Images/Tony O’Brien Þýskaland. Þar er komin skýringin á þvi að leikstíllinn sem hann inn- leiddi hjá Mónakó og síðar hjá Ar- senal, með álíka góðum árangri, er í jöfnum hlutföllum franskur og þýskur. „Þegar ég var strákur, töpuðum við alltaf fyrir þýskum liðum,“ segir Wenger, „og fyrir þær sakir heillað- ist ég af leikstíl þeirra. Faðir minn fór því reglulega með mig yfir landamærin til að sjá leiki. Borussia Mönchengladbach var uppáhaldslið mitt, ásamt Racing Club de Stras- bourg. Það var hreyfingin sem heill- aði mig mest, gagnsóknin, sem byggðist á hraða og krafti. Hún skipti mig mestu máli.“ En hvemig leikmaður var Wen- ger? „Hann var leikinn, jafnvígur á báða fætur og gat gert mörk,“ segir annar félagi hans úr Duttlenheim- liðinu. „Leikskilningur hans var ein- stakur og innsæi. Það voru hans helstu kostir." Samt átti það ekki fyrir Wenger að liggja að verða góður leikmaður. Innsæið og leikskilningurinn gerðu hann snemma að betri þjálfara en leikmanni. „Þinn vandi, Wenger minn góður,“ hefði Bill heitinn Shankly, fyrrum knattspymustjóri Liverpool, getað sagt við hann, „er sá að heilinn á þér er í höfðinu!" Wenger náði eigi að síður að verða atvinnumaður í knattspymu. Eftir að hafa leikið með áhuga- mannaliðunum Mutzig, Mulhouse og Vauban - og öðlast gráðu í hag- fræði frá Strasbourgarháskóla - gekk hann til liðs við Racing Club de Strasbourg, 29 ára að aldri. Ári síðar varð liðið franskur meistari. Wenger lék þó aðeins þrjá leiki og varð af medalíu. Innanbúðarmaður hjá Strasbour- garliðinu minnist þess að Wenger hafi aldrei fallið inn í leikmannahóp- inn. „Hinir leikmennirnir kunnu að vísu vel við hann, það var ekki vand- inn. Hann var hins vegar of mennt- aður, of greindur - einfaldlega of heflaður fyrir þá!“ Þegar hér er komið sögu hafði áhugi Wengers á þjálfun kviknað fyrir alvöra. Hann elti hinn vh’ta unglingaþjálfara Max Hild á rönd- um og tók loks við af honum sem þjálfari unglingaliðs Strasbourgar, árið 1981. „Areene vissi að hann var ekki nógu góður til að vera atvinnu- maður í knattspymu," segir innan- búðarmaðurinn. „Hann kunni hins vegar lagið á ungmennunum. Varð þeim sönn fyrinnynd. Menn voru þegar farnir að líta upp til hans í þá daga. Arsene hafði mikla útgeislun og maður fann á sér að hann ætti eftir að verða framúrskarandi þjálf- ari.“ Vegur Wengers sem þjálfara óx hratt. Árið 1983 var hann ráðinn að- stoðarþjálfari hjá Cannes og ári síð- ar knattspyrnustjóri hjá Nancy, gamla félaginu hans Michels Platin- is. Og jafnvel þótt honum tækist ekki að forða félaginu frá falli í 2. deild ákvað stórveldið Mónakó að taka áhættuna og ráða hann til starfa árið 1987. Eftir því átti félag- ið ekki eftir að sjá. Strax á fyrsta ári gerði Wenger Mónakó að Frakklandsmeistara. Hann var á augabragði kominn í hóp virtustu þjálfara landsins og þótt meistaratitillinn ynnist ekki aftur náði Wenger frábæram ár- angri með liðið á árunum sjö sem hann stjómaði því, bæði á heima- slóð og á Evrópumótum. Bikar- meistari varð Mónakó undir stjóm Wengers árið 1991. Árið 1994 var hins vegar einsýnt að Wenger næði ekki meiru út úr liði Mónakó, hann var því látinn fara. Það var kaldhæðni örlaganna að skömmu áður falaðist ekki aðeins stórlið Bayem Múnchen eftir kröft- um hans, heldur einnig franska landsliðið. Svar Wengers var aftur á móti neikvætt, hann var samnings- bundinn Mónakó. Brottreksturinn olli Wenger von- brigðum en veitti honum svigrúm til að safna kröftum og meta stöðuna. Tilboð bárust víða að, þannig að knattspyrnuheimurinn stóð á önd- inni þegar Wenger ákvað að hella sér aftur út í harkið með Grampus Eight í Japan. Var maðurinn geng- inn af göflunum? Wenger vissi aftur á móti upp á hár hvað hann var að gera. Heims- borgarinn kom upp í honum og þar sem honum fannst hann ekki enn tilbúinn til stórra verka var Japan vænlegur kostur. Landið var fram- andi, knattspyrnan á uppleið og andrúmsloftið afslappað. í Japan lifði Wenger sem blómi í eggi, þó hann skólaðist ekki frekar til í fræð- um fótmenntar. Þar fyrir utan tókst honum á skömmum tíma að breyta Grampus Eight úr slöku miðlungs- liði í eitt besta félagslið Japans. Stóðst ekki freistinguna En örlögin verða ei umflúin! Og þegar David Dein, varaformaður stjórnar Arsenal og persónulegur vinur Wengers til fjölda ára, fór að sækja það stíft sumarið 1996 að hann tæki við enska liðinu stóðst Frakkinn ekki freistinguna. Hann var reyndar samningsbundinn Grampus Eight en eftir japl, jaml og fuður fékk hann sig lausan. Ný áskoran, sú mesta til þessa, var framundan. Nú þurfti Wenger bara að vinna leikmenn og stuðnings- menn Arsenal á sitt band. En það var meira en að segja það. Undanfarinn, Vieira, plægði akur- inn reyndar ágætlega en Wenger vissi að það var á brattann að sækja. „Hvaða Arsene?" höfðu stuðningsmenn Arsenal' og aðrir knattspyrnuáhugamenn í Englandi spurt einum rómi þegar ráðning hans var gerð heyrinkunn. Hann var stórt nafn í Frakklandi, nafn- laus handan Ermarsunds. Þar fyrir utan hafði erlendur knattspyrnu- stjóri aldrei hampað Englands- meistaratitli. Þetta má kalla að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.