Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 1
120 SIÐUR B/C/D/E 104. TBL. 86. ARG. SUNNUDAGUR 10. MAI1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Alheimstáknið eyðilagt DALAI Lama, trúarlegiir leiðtogi Tíbeta, er nú í Bandarikjunum og hélt í gær í Brandeis-háskóla í Massachusetts þar sem nunnur úr klaustri búddatrúarmanna í Katmandu í Nepal tóku á móti honum. Dalai Lama sker hér í helga táknmynd, sem nunn- umar gerðu úr sandi á sex vikum. Slíkar táknmyndir standa fyrir alheiminn og þær eru eyðilagðar við trúarathafnir skömmu eftir að þeim er lokið til að sýna með tákn- rænum hætti að mannanna verk em ekki varanleg og heimslánið er hverfult. Ný stjórn mynd- uð í Færeyjum Vill viðræður við Dani um fullveldi Færeyja Þórshöfn. Morgunblaðiö. ÞRÍR flokkar, sem stefna að sjálfstæði Færeyja, Fólkaflokkurinn, Þjóðveldisflokk- urinn og Sjálfstýriflokkurinn, hafa náð sam- komulagi um myndun nýrrar stjómar. Flokkarnir vilja efna til viðræðna við Dani um að Færeyjar verði fullvalda nld. Flokkunum tókst eftir margra daga við- ræður að ná samkomulagi um myndun stjómarinnar á fundi í gærmorgun. I stjóm- arsáttmálanum kemur fram að stjórnin hyggst hefja viðræður við dönsk stjómvöld um fullveldissamning, sem taki mið af sam- bandslögunum frá 1918 sem kváðu á um fullveldi íslands. Nýja landstjómin vill að í viðræðunum verði bundið fastmælum hvernig samstarfi Danmerkur og Færeyja verður háttað. Flokkarnir vilja m.a. samstarf við Dani á sviði mennta-, heilbrigðis-, utanríkis- og dómsmála. Þjóðaratkvæði um samninginn Flokkarnir viija að Danir fari með stjórn nokkurra mála og leggja til að í viðræðunum verði samið um sameiginlegan konung og mynt Danmerkur og Færeyja. Ennfremur verði samið um að danskir ríkisborgarar í Færeyjum og færeyskir borgarar í Dan- mörku njóti sömu réttinda. Nýja stjómin hyggst síðan efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu í Færeyjum um fuliveldis- samninginn. Enn deilt um Vesturbakkann Ross reynir til þrautar að ná samkomulagi Washington. Reuters. BANDARÍKJASTJÓRN kvaðst í gær ætla að reyna til þrautar að knýja fram nýtt sam- komulag milli ísraela og Palestínumanna um Vesturbakkann þótt flest benti til þess að leið- togar þeirra kæmu ekki saman í Washington á morgun, mánudag, eins og Bill Clinton Banda- ríkjaforseti hafði lagt til. Dennis Ross, sendimaður Bandaiákjastjóm- ar, verður áfram í Jerúsalem um helgina tíl að freista þess að blása lífi í friðarumleitanir Isra- ela og Palestínumanna. Talsmaður stjómarinn- ar sagði að hún vonaði enn að milliganga Ross bæri árangur og að Benjamin Netanyahu, for- sætisráðherra Israels, féllist á að ræða við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, í Was- hington á morgun.. Bandarískir embættismenn viðurkenndu þó að líkumar á því að það tækist væru litlar og fundinum yrði að öllum líkindum frestað. Snjógolf fyrir kylfinga norðurhj arans FORFALLNIR kylfingar í bænum Ar- vidsjaur í Norður-Svíþjóð láta ekki langan og snjóþungan vetur aftra sér frá því að fullnægja ástríðu sinni og hafa fundið upp nýja íþrótt: snjógolf. Hugmyndina átti Leif Gustafsson, byggingarverkfræðingur sem sætti sig ekki við að geta ekki leikið golf megnið af árinu og var oröinn leiður á að horfa á kylfinga í sjónvarpinu. Snjókylfíngamir þurfa þó að leggja mikið á sig. Erfitt getur verið að finna golfkúlurnar, jafnvel þótt þær séu rauðar, og þegar þær fara út fyrir golf- völlinn sökkva golfsveinarnir stundum upp að mitti í snjónum. Sænsk ferðamálayfirvöld töldu að hugmynd Gustafssons ætti minni mögu- leika en snjókúla í helvíti. Þar sem golf- völlurinn er þakinn snjó í allt að níu mánuði á ári þarf Gustafsson að hafa sig allan við til að halda vellinum opn- um. Hann þarf að vakna klukkan fjögur á nóttunni til að þjappa snjóinn með snjótroðara. Síðan notar hann fjórhjól til að draga teppisbút eftir vellinum í því skyni að slétta hann. Kylfingamir þurfa einnig hafa hjá sér snjóskóflur til að geta lagfært völlinn. • • Okufantar lélegir elskhugar NÝ RANNSÓKN breskra sálfræðinga bendir til þess að ökufantar séu líklegir til að vera slæmir elskhugar. Sálfræð- ingarnir segja að ökumenn sem brjóta umferðarlögin af ásettu ráði, aka t.d. of hratt og fara yfir á rauðu, séu oft jafn sjálfselskir í rúminu og í bílnum. Þeir séu einnig líklegir til að vera með skap- gerðargalla sem geri þá að slæmum mökum. Rannsóknin stóð í tvö ár og náði til 115 ökuþóra sem höfðu margoft brotið umferðarlögin. Rúmur helmingur þeirra kvaðst kæra sig kollóttan um við- urlögin og allir Iitu þeir á aðra bfla sem hindmn. Niðurstaðan „sýnir að fái þeir ekki það sem þeir vilja missa þeir áhugann og leggja ekkert á sig,“ sagði Cris Burgess, sálfræðingur við Exeter-háskóla. „Þetta þýðir að kynh'fi þeirra er ábótavant, vegna þess að þeir eiga í erfiðleikum með að vera í nánu sambandi. Þeir vilja ekki gefa - aðeins þiggja.“ Burgess sagði að markmiðið með rannsókninni væri að hanna skapgerð- arpróf fyrir ökunema til að komast að því hveijir væm líklegir til að verða hættulegir í umferðinni. Þeir sem kæmu verst út úr prófinu gætu þurft að fara á sérstök námskeið um hættuna sem stafar af ökuníðingum. LÖGLEGT? SIÐLAUST? Nú verðwr kútt í ÉG VERÐ AÐ HAFAGAMANAF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.