Morgunblaðið - 12.05.1998, Side 8

Morgunblaðið - 12.05.1998, Side 8
& ÖRKIN siaJs SI148 8 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Brevting ákveðin á nafni framboðs R-lÍ8tans KIKTU bara undir merina, Ámi, ég er kona einsömul, „ég á mig sjálf“. Tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 14. maíkl. 20:00 Hljómsveitarstjóri: Einleikari: Gerrit Schuil Bella Dawidovich Ludwig van Beethoven: Egmont, forleikur Ludwig van Beethoven: Píanókonsert nr. 3 Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 6 Sinfóníuhljómsveit íslands Háskólabíói vib Hagatorg Sími: 562 2255 Fax: 562 4475 Nánari upplýsingar á sinfóníu* vefnum: www.sinfonia.is Miöasala á skrifstofu liljómsveitarinnar og viö innganginn „Osköp aumt“ á síld- arslóðum „ÞETTA hefur verið ósköp aumt og svipað og um líkt leyti í fyrra. Sfldin hefur staðið djúpt, en komið upp á kvöldin og þá eru menn góðir ef þeir ná einu til tveimur köstum. Þetta voru 900 tonn sem við lönduðum á Eskifírði um helgina,“ sagði Jó- hann Kristjánsson, skipstjóri á Hólmaborginni, í samtali við Morgunblaðið í gærdag, en skip- ið var þá að leggja aftur af stað til sfldveiða í færeysku lögsög- unni. Guðrún Þorkelsdóttir landaði einnig sfld á Eskifirði um helg- ina. Að sögn Jóhanns er sfldin á fremur litlu svæði og íslensku og færeysku bátarnir mjög þétt að veiðum, en danskir bátar eru norðar að því er hann hélt. Jó- hann sagði enn fremur, að skoskum bátum með flottroll hefði ekkert orðið meira ágengt. „Þetta er sem ég segi, svipað og í fyrra og miklu minna en ár- in þar á undan. í fyrra rættist þó úr upp úr þessu og því bfðum við og sjáum til. Sfldin er af blandaðri stærð og það er mun minni áta í henni en í fyrra, en það á eftir að aukast ef að líkum lætur.“ Ráðstefna um fjölskyldustefnu ASI Réttindakerfí útivinnandi for- eldra úrelt Hansína Á. Stefánsdóttir VINNAN, fjölskyld- an og framtíðin er yfirskrift ráðstefnu sem Alþýðusambandið gengst fyrir í dag, þriðju- daginn 12. maí. Þar verða kynntar tillögur Alþýðu- sambandsins að heild- stæðri fjölskyldustefnu. Hansína A. Stefánsdótt- ir er formaður Jafnréttis- og fjölskyldunefndar ASÍ. „Eins og yfirskrift ráð- stefnunnar ber með sér verða fjölskyldumálin í brennidepli á ráðstefn- unni. Það þarf að gjör- breyta réttindakerfi for- eldra á vinnumarkaði og færa það til nútímalegra horfs. Það verður að taka mið af þörfum fjölskyldunnar og stuðla markvisst að því að foreldrar geti verið meira með börnum sínum en nú er.“ Hansína segir að það rétt- indakerfi sem foreldrar á vinnu- markaði búi við sé gatslitið og margstoppað og löngu kominn tími á að það sé stokkað upp og endurskoðað frá grunni. Komið þið með tiliögur að breyt- ingum? „Við viljum gjarnan beina rétt- indakerfi foreldra á vinnumarkaði í svipaðan farveg og er á hinum Norðurlöndum. I Noregi hljóðar fæðingarorlof upp á eitt ár og síð- an stendur foreldrum til boða að fá annað ár í viðbót á fullum laun- um. í Danmörku er greitt 28 vikna fæðingarorlof og allt að 52 vikna foreldraorlof að auki. I Sví- þjóð er þessi sami réttur og í Finnlandi 44 vikur. Á íslandi er fæðingarorlof 26 vikur og því ljóst að við erum langt á eftir nágrönn- um okkar í þessu sambandi." -Hvað með greiðslur til for- eldra í fæðingarorlofi? Hvernig er þeim háttað á hinum Norðurlönd- unum? „Þar gilda allt aðrar greiðslu- reglur og þar er miðað við laun á meðan við erum með fastar greiðslur hér á landi.“ Hansína segir að hérlendis sé foreldrum á vinnumarkaði mis- munað eftir vinnustöðum. „Ríkis- starfsmenn fá fæðingarorlof á fullum launum fyrstu þrjá mánuð- ina á meðan fólk á almennum vinnumarkaði fær 64.000 krónur á mánuði með fæðingarstyrk. Til að fá þessar 64.000 krónur þarf móð- irin að hafa skilað 1032 dagvinnu- stundum síðustu 12 mánuðina. Það má benda á að fæðingaror- lofsgreiðslur hafa ekki fylgt launaþróuninni og eru núna undir lágmarkslaunum sem eru 70.000 krónur.“ Hansína bendir á að körlum sé líka mismunað eftir vinnustöðum. „Nú eiga ríkisstarfsmenn rétt á hálfum mánuði á dagvinnulaunum svo og helmingi af meðaltals yfir- vinnu og vaktaálagi. Á almenna vinnumarkaðnum fá feður einungis 32.155 krónur íyrir hálfan mánuð. Meðaltalslaun karla hjá ríki og borg voru á fyrri hluta síð- asta árs 164.000 krónur á mánuði svo það liggur í augum uppi að mismunurinn er töluverð- ur. Þetta er óþolandi mismunun." - Þið ætlið líka að fjalla um for- eldraorlof? „Já. Evrópusamtök launafólks og atvinnurekenda gerðu nýlega með sér samning um rétt til for- eldraorlofs. í honum felst að for- eldrar eiga rétt á því að vera ►Hansína Á. Stefánsdóttir er fædd árið 1949. Hún varð stúd- ent frá öldungadeild MH árið 1982 og lauk námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá Endur- menntunarstofnun Háskóla ís- lands árið 1993. Hún hefur unnið við verslun- ar- og skrifstofustörf og verið starfsmaður Verslunarmanna- félags Árnessýslu frá árinu 1980 og formaður þess frá ár- inu 1990. Hún á sæti í miðstjórn ASI og er formaður jafnréttis- og fjöl- skyldunefndar ASÍ. Eiginmaður Hansínu er Giss- ur Jenssen mjólkurfræðingur og eiga þau tvo syni. heima hjá börnum sínum í allt að 3 mánuði fram að átta ára aldri. Þessi réttur er ekki millifæran- legur milli foreldra." Hansína segir að samningurinn sé þegar orðinn að tilskipun og nú þurfi að vinna að því að gildistaka hana hér á landi. - Hvernig leggið þið til að það sé gert? „Annarsvegar með samningum við atvinnurekendur varðandi or- lofstökuna. Hinsvegar verður að auka við réttindakerfi foreldra þannig að orlofið verði greitt. Is- lensk stjórnvöld báðu um árs frest og fengu hann og sam- kvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar tekur tilskipunin því gildi í síð- asta lagi í júní árið 1999.“ Hans- ína bendir á að búið sé að gera samning um rétt þungaðra kvenna til að fara í mæðraskoðun án þess að það sé dregið af laun- um þeirra og fleiri slíkum tilskip- unum þurfi nú að fylgja eftir. - Hverjir taka til máls á ráð- stefnunni? „Það eru ýmsir sem taka til máls. Þeirra á meðal eru t.d. Halldór Grönvold sem fjallar um nýja strauma í jafnréttis- og fjöl- skyldumálum og Elsa Þorkels- dóttir framkvæmda- stjóri Jafnréttisráðs sem fjallar um mismun á réttarstöðu launa- fólks hér á landi og er- lendis. Þá mun Lára V. Júlíusdóttir lögmaður fjalla um réttindakerfi og réttar- stöðu foreldra hér á landi. Fjöl- skyldustefna tveggja fyrirtækja, Iðntæknistofnunar og Marels, verður kynnt og Páll Pétursson félagsmálaráðherra verður með ávarp og situr fyrir svörum. Ráðstefnan verður haldin í Borgartúni 6 og hefst í dag klukkan 13 Foreldraorlof í allt að ári í Danmörku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.