Morgunblaðið - 12.05.1998, Side 22

Morgunblaðið - 12.05.1998, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters FAA fyrirskipar skoðun á fleiri Boeing 737 þotum Slitskemmdir á leiðsl- um í mörgum véium Washington. Reuters. FARÞEGAÞOTA af gerðinni Boeing 737. BANDARISKA flugmálastjómin (FAA) fyrirskipaði um helgina taf- arlausa skoðun á rafleiðslum í elds- neytistönkum í Boeing 737 þotum sem flogið hefur verið yfir 50.000 klukkustundir og að engin þota þessarar gerðar mætti fljúga með farþega fyrr en skoðunin hefði farið fram. Á fímmtudag gaf FAA út tilkynn- ingu um að innan viku skyldi fara fram skoðun á B-737 þotum sem flogið hefði verið yfir 50 þúsund stundir. í annarri hverri vél, af þeim 47 sem skoðaðar höfðu verið í gær, komu í ljós slitskemmdir á ein- angmn á leiðslum er bera há- spennustraum til eldsneytisdæla. Vegna þessa hefur FAA ákveðið að fyrirmælin skuli víkkuð út og ná einnig til véla sem hefur verið flogið 40 til 50 þúsund flugtíma og hafa rekstraraðilar fjórtán daga til að verða við þeim tilmælum. Ekki miklar tafir Fyrirmæli FAA eiga við alls 297 flugvélar í Bandaríkjunum og 357 vélar í eigu flugfélaga annars staðar í heiminum em í sama flokki. Hefur flugmálayfirvöldum og flugfélögum í öðram löndum verið tilkynnt um fyrirmæli FAA. Ekki var reiknað með að miklar tafir yrðu á flugi vegna þessa og sagði fulltrúi United-flugfélagsins í Bandaríkjun- um að tafimar væru minni en búast mætti við ef vont veður gerði við O’Hare-flugvöll í Chicago. Fyrirmæli FAA eru gefin út í framhaldi af rannsókn stofnunar- innar á orsökum þess að Boeing 747 þota TWA-flugfélagsins sprakk á flugi og fórst skammt frá New York sumarið 1996. Rannsóknarmenn FAA telja að vængtitringur frá hreyflum sé orsök vandans og er farið fram á að bætt verði á tefloneinangran á háspennuraf- leiðslum er liggja til eldsneytisdæl- anna. Fjöldaút- för í Sarno Sarno. Reuters. ENN er leitað að fðlki sem gæti hafa komist lífs af í aurskriðunum á Ítalíu f sfðustu viku. Tala látinna var í gær komin upp í 135 en gert er ráð fyrir að hún hækki á næstu dögum á meðan leitarstarfi er fram haldið. Á sunnudag för fram fjöldaútför alls 90 fdmarlamba skriðanna f þorpinu Samo, sem verst fdr út úr hamförunum, og yoru Oscar Luigi Scalfaro, forseti ítalfu, og Romano Prodi, forsætisráðherra, báðir við- staddir útförina. Kistur með lfkum hinna látnu voru fluttar með vörubflum til íþrdttaleikvangsins í Sarao og lagðar þar á rauða dregla til að íbúar þorpsins gætu syrgt ættingja sfna. Samkvæmt veðurspá má búast við meira regni á hamfarasvæðun- um f lok þessarar viku og sögðust starfsmenn almannavarna þar í gær munu nýta næstu sölarhringa til að reyna að koma í veg fyrir að til frekari hörmunga komi. Dennis Ross og Benjamin Netanyahu sagðir hafa fundið málamiðlun Israelar hafí tvö til fj ögur pró- sent Vesturbakkans í „vörslu“ BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, og Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínu- manna, munu að öllum líkindum hittast á fundi í Washington innan þriggja vikna, að því er ísraelska blaðið Jerusalem Post greindi frá í gær. Kemur þessi niðurstaða í kjöl- far þess að Netanyahu og Dennis Ross, sendifulltrúi Bandaríkja- stjómar í Mið-Austurlöndum, lögðu um helgina drög að mála- miðlun um hvemig Israelar muni afsala sér landi á Vesturbakkanum í hendur Palestínumönnum. Ekki hefur verið endanlega gengið frá því hvaða dag fundurinn verður haldinn, að því er blaðið segir, en Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, mun stýra fundin- um. Ross hélt til Bandaríkjanna í gær og átti þá fund með Clinton og Madeleine Albright, utanríkisráð- herra, og gerði þeim grein fyrir niðurstöðum funda sinna með Net- anyahu, að því er fréttastofa Reuters greindi frá. Ekkert varð af því að fundur Arafats og Netanyahus yrði hald- inn í Washington í gær, eins og fyr- irhugað hafði verið. Arafat hafði fallist á að mæta til fundarins, en Netanyahu ekki. Friðaramleitanir hafa engar verið frá því í mars í fyrra, og stendur deilan m.a. um það hversu miklu landi á Vestur- bakkanum Israelar skuli skila Pa- lestínumönnum til viðbótar því sem þegar hefur verið afhent. Akvæði málamiðlunar Netanya- hus og Ross hafa ekki verið gerð opinber, en ísraelskir fjölmiðlar sögðu í gær að um væri að ræða breytta tilhögun á afsah 13% Iands á Vesturbakkanum til viðbótar, svo sem sáttatillaga Bandaríkjamanna hefur hljóðað upp á og Palestínu- menn hafa þegar gengið að. Net- anyahu hefur sajgt að 13% sé óað- gengilegt fyrir Israel af öryggisá- staeðum. ísraelska blaðið Ha’aretz sagði í gær að samkomulagið hljóðaði upp á að ísraelar héldu hluta umrædds lands í „vörslu" sinni uns Palest- ínumenn hefðu uppfyllt ákveðin skilyrði. Netanyahu og Ross hefðu fyrst og fremst verið ósáttir um hversu mikið land yrði þannig í vörslu ísraela, hvort það yrði 2% eða 4%, en hinum 9-11% verður skilað til Palestínumanna strax. Tilraunir til að jafna ágreining sem enn er verða gerðar þegar Netanyahu kemur til Bandaríkj- anna síðdegis á morgun og dvelur til sunnudags. David Bar-IUan, upplýsingafull- trúi Netanyahus, sagði um helgina að mikillar óánægju gætti innan ríkisstjórnarinnar vegna þess þrýstings sem Bandaríkjamenn hafa beitt Israela til að fá þá til að samþykkja bandarísku tillöguna um afsal 13% lands. Einnig væra Israelar ósáttir við að Hillary Rod- ham Clinton skyldi hafa sagt að hún væri fylgjandi því að sjálfstætt Palestínuríki verði stofnað er fram hði stundir. Poul Nyrup Rasmussen ritar Jacques Santer bréf Danska stjórnin vill lækka laun embættismanna ESB POUL Nyrap-Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, hyggst beita sér fyrir því að framkvæmda- stjóm Evrópusambandsins (ESB) geri gangskör að því að setja höml- ur á há laun embættismanna sam- bandsins. Að sögn dagblaðsins Jyllands- Posten skrifaði Nyrup Rasmussen fyrir nokkrum dögum bréf til Jacques Santer, forseta fram- kvæmdastjómar ESB, þar sem hann hvatti opinskátt til þess að framkvæmdastjómin beitti sér fyr- ir lækkun launa í embættismanna- kerfinu. „Dönsk stjómvöld era þeirrar skoðunar, að laun embættismanna ESB séu allt of há. Skattborgarar ESB geta ekki sætt sig við hið háa ***** EVRÓPA^ launastig, sem er skaðlegt orðstír ESB,“ segir í bréfinu. Sem ástæðu fyrir skrifum sínum vísar Nyrap til þess að launin í ESB-kerfinu sé mál sem danskur almenningur, þing og ríkisstjóm hafi áhyggjur af. Fáir upplýstir um Amsterdam Þetta gerist samtímis því að áróðursherferð vegna væntanlegr- ar þjóðaratkvæðagreiðslu um Am- sterdam-sáttmála ESB fer á fullan skrið í Danmörku. Þessi atkvæðagreiðsla fer fram 28. þessa mánaðar. í umfangsmik- ilh könnun, sem lektor við Arósa- háskóla hefur gert í samstarfi við fyrirtækið Tranberg Marketing, kemur fram að aðeins um sex af hundraði Dana hafa hugmynd um hvað Amsterdam-sáttmálinn fjallar um. Lektorinn, Ole Tonsgaard, sagði í samtali við Berlingske Tidende að almenningur í Dan- mörku vissi greinilega miklu minna um hvað til stæði að kjósa um nú en þegar síðast var kosið um breyttan stofnsáttmála ESB, þ.e. Maastricht-sáttmálann og Edin- borgar-samkomulagið svokallaða sem fylgdi í kjölfar þess að meiri- hluti Dana hafnaði Maastricht- sáttmálanum 1992. Frakkar DOMINIQUE Strauss-Kalin, ráð- herra Qár- og efnahagsmála Frakk- lands, hampar nýslegnum frönsk- um evrú-myntpeningum f Frönsku myntsláttunni í borginni Pessac í gær. Frakkar era fyrstir aðildar- þjóða Evrópusambandsins (ESB) til að láta slá nýju Evrópumyntina, Reuters slá evróið sem á að fara í umferð í stað gjald- miðla aðildarríkja Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) árið 2002. Að viðstöddum fréttamönnum beit ráðherrann í einn hinna nýslegnu peninga og sagði engan vafa leika á því að þetta væri traust mynt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.