Morgunblaðið - 12.05.1998, Síða 23

Morgunblaðið - 12.05.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 23 ERLENT Tsjernobylhvelfíngin styrkt Kútsjma krefst 145 milljarða kr. Kiev. Reuters. EVROPSKI endurreisnarbankinn, EBRD, undirritaði í gær samning um átta milljarða ísl. kr. lán til við- gerða á hvelfíngunni um fjórða kjamakljúf Tsjemobylskjarnorku- versins í Ukraínu. Leoníd Kútsjma, forseti landsins, skoraði hins vegar á vestræn ríki að útvega fjármagn til smíði á tveimur nýjum kjamakljúf- um annars staðar í landinu. Kútsjma sagði á fundi með full- trúum frá EBRD, að fjárútlát Ukraínu vegna kjarnorkuslyssins í Tsjemobyl 1986 næmu sexfoldum fjárlögum landsins auk þess sem hættan á nýrri og stórkostlegri geislamengun ykist með ári hverju. Gert er ráð fyrir, að á næstu sjö ár- um verði hvelfingin utan um kjamakljúfínn styrkt og næstu 10 ár verða notuð til að fjarlægja kjarnorkueldsneytið í kljúfnum. Úkraínustjórn hefur lofað vest- rænum ríkjum að hætta alveg raf- magnsframleiðslu í Tsjemobyl árið 2000 en nú hótar hún að reka einn kjamakljúfinn áfram nema þau fjármagni smíði tveggja nýrra kljúfa annars staðar í landinu. Hef- ur hún farið fram á 145 milljarða ísl. kr. til þess verks og til að loka Tsjemobyl endanlega. Fulltrúar vestrænna ríkja hafa þó ekki ljáð máls á þessu og hafa bent stjórninni á að leita eftir fénu á venjulegum fjármagnsmarkaði. IMF setur skilyrði Til stendur einnig, að IMF, AI- þjóðagjaldeyrissjóðurinn, aðstoði Úkraínu en það er háð því, að stjómvöld uppfylli ýmis skilyrði, í 92 liðum alls. í þeim er meðal ann- ars kveðið á um minni fjárlagahalla, hækkun á gas og rafmagni, endur- skipulagningu kolaiðnaðarins og umbætur í landbúnaði. Er búist við, að stefna Úkraínustjórnar í efna- hagsmálum skýrist í dag þegar Kút- sjma heldur stefnuræðu sína. Sinn Fein styður friðarsamning Dublin, London. Reuters, Daily Telegraph. MO MOWLAM, N-írlandsmálaráð- herra bresku ríkisstjórnarinnar, hrósaði í gær Gerry Adams, leið- toga Sinn Fein, fyrir að hafa tekist að sannfæra félaga sína í Sinn Fein, stjómmálaarmi Irska lýðveldishers- ins (IRA), um að samþykkja friðar- samkomulagið á N-írlandi á sér- stöku flokksþingi í Dublin um helg- ina. Jafnframt ákvað Sinn Fein að breyta flokksreglum sínum þannig að fulltrúar flokksins geti tekið þátt í starfi þings sem komið verður á fót verði friðarsamkomulagið sam- þykkt. Mikill meirihluti þingfull- trúa, eða um 95%, lýstu stuðningi við samninginn. Ákvörðunin er söguleg því Sinn Fein hefur hingað til ekki viljað við- urkenna bresk yfirráð á N-írlandi og fulltrúar flokksins því hunsað breska þingið og aðrar álíka stofn- anir. Mowlam var í gær gagnrýnd í nokkmm bresku dagblaðanna fyrir þá ákvörðun sína að gefa sex IRA- fóngum 36 klukkustunda lausn úr fangelsi til að sækja þing Sinn Fein en meðal þeirra sem sleppt var laus- um vom meðlimir Balcombestrætis- gengisins fræga sem handsamað var 1975 í Balcombestræti í London eft- ir sex daga umsátur og dæmdir fyrir 2 morð, auk aðildar að sprengjuher- ferðum. hleðsluborvélar. Sölustaðir um allt land. naust Sími 535 9000 ÆL t l BYKO 4P % rs cr 990,- Áöur: 3.970,- | Kolagrill á hjólum BYGGINGAVÖRUTILBOÐ MÁNAÐARINS Maí 1 Sólstóll úr plasti. (Hvítur) : 1 Gunnebo saumur. (5 og 10 kg) 21/2'og 3“ galv/svart. 6 20% afsl. -inar Verödæmi: 3" svart, 5 kg: 697,-Venjuiegt verö: 930,- Pallaolía, (5 Itr.) Brún, glær oggræn. Huffy Storm 26“ fjallahjól karla og kvenna. 15.900,- Hjólbórur - 100 Itr. börur. (galvaniseraö) 6.900,- Aöur: 8.450,- 1 Blómaker úr plasti. (Hvítt, 1 ummál 38 cm) 4 Bosch hleösluborvél. (með tösku og 2 rafhlööum, 12 v.) 11 Blákorn (5 kg) Áburöur S tún.^»» 399,- Aöur: 499.- Grenl panill. (12x95) 290,- Áöur: 390,- 12.900,- Pallaefni gagnvariö, b-flokkur. (22X95) EITT MESTA ÚRVAL RAFMAGNSHANDVERKFÆRA A ISLANDI AFGREIÐSLUTIMI I BYKO m BOSCH #Metabo 7'nokitíL Komdu og skoöaöu nýjar og glæsilegar deildir meö rafmagnshandverkfæri í öllum verslunum BYKO. Vönduö verkfæri frá þekktum framleiöendum. Virkirdagar | Laugard. Sunnud. Breiddin-Verslun Sími: 515 4001 8-18 iai6 12-16 Brelddin-Timbursala 8-18 STmi: 513 4030 (Lokaö 12-13) 10-14 Brelddln-Hólf & Gólf STmi: 515 4030 8-18 10-16 12-16 Hringbraut Sími: 562 9400 8-18 iai6 11-15 Hafnarfjöróur STmi: 555 4411 8-18 ai3 Suöurnes STmi: 421 7000 8-18 ai3 Akureyrl Sími: 461 2780 8-18 iai4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.