Morgunblaðið - 12.05.1998, Page 35

Morgunblaðið - 12.05.1998, Page 35
34 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 35 ,■ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KÖGUN HF. FYRIRTÆKI að nafni Kögun hf. varð til vegna samn- inga, sem íslenzk og bandarísk stjórnvöld gerðu sín í milli um byggingu og starfrækslu mjög fullkominna rat- sjárstöðva á Islandi. Fyrirtækið var stofnað til þess að sjá um rekstur og viðhald hugbúnaðar þessa ratsjárkerfis. Með samningi við íslenzk stjórnvöld hefur fyrirtækið haft einkarétt til að sjá um þá þjónustu. Af þessum sökum hljóta önnur viðhorf að gilda í sambandi við þetta fyrirtæki en almenn fyrirtæki, sem starfa á hinum opna markaði. Um það bil, sem Kögun hf. varð til voru augu manna að opnast fyrir því, sem gerzt hafði í verktakastarfsemi á Keflavíkurflugvelli frá því að bandaríska varnarliðið kom til íslands árið 1951. Sameinaðir verktakar hf., sem síðar urðu eignaraðilar að íslenzkum aðalverktökum hf., höfðu fengið einkarétt til framkvæmda á vegum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Það var eitt helzta framlag íslands til sameiginlegra varna hins frjálsa heims á dögum kalda stríðsins að heimila dvöl varnarliðsins í landinu. Það stóð aldrei til að hagnast á því framlagi. Sameinaðir verktakar áttu í upphafi að endurspegla stétt iðnaðarmanna og verktaka á suðvesturhorni landsins, og var hugsunin sú, að þeir tækju að sér framkvæmdir fyr- ir varnarliðið í sameiginlegu félagi. A fjórum áratugum varð þróunin sú, að eignaraðild að Sameinuðum verktökum hf. færðist á hendur tiltölulega fámenns hóps manna og i erfingja þeirra. Síðar komu bæði samvinnuhreyfingin og íslenzka ríkið að þessari starfsemi, þegar Islenzkir aðal- verktakar voru stofnaðir með sameiginlegri þátttöku þess- ara þriggja aðila. A svipuðum tíma og Kögun hf. varð til var orðið ljóst, að fámennur hópur manna hafði hagnazt um milljarða á framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli í skjóli einkaleyfis til framkvæmda. Þessi reynsla varð til þess að áherzla var lögð á, að ekki færi eins um Kögun hf., fyrirtæki, sem var stofnað til þess að veita bandarískum stjórnvöldum ákveðna þjónustu. Þegar fyrirtækið var stofnað var hugmyndin m.a. sú, að það endurspeglaði að verulegu leyti hugbúnaðariðnaðinn í landinu. Lögð var áherzla á dreifða eignaraðild. Með samn- ingi við íslenzk stjórnvöld var fyrirtækið skyldað til að gera utanríkisráðuneytinu árlega grein fyrir því hverjir væru eigendur að hlutabréfum í Kögun hf. og tafarlaust átti að gera varnarmálaskrifstofu grein fyrir því, ef einn hluthafi eignaðist meira en 5%. A þeim níu árum, sem liðin eru frá því að samningurinn var gerður hefur þróunin orðið sú, samkvæmt úttekt, sem birtist hér í blaðinu í fyrradag, að eftirlaunasjóður starfs- manna á 28% hlut og tveir einstaklingar, hjón, eiga 27%. Hvernig má það vera, að þetta hafi gerzt, þrátt fyrir fengna reynslu af verktakastarfsemi á Keflavíkurflugvelli og þrátt fyrir stefnumörkun utanríkisráðuneytis á sínum tíma um dreifða eignaraðild að fyrirtækinu? Þeirri spurningu hljóta stjórnvöld að svara og geta ekki vikizt undan því. Utanríkisráðuneytið verður að gera grein fyrir því, hvernig eftirliti af þess hálfu með þróun eignar- aðildar að fyrirtækinu hefur verið háttað. Stjórnarmenn í Þróunarfélaginu, á sínum tíma, sem í upphafi var að tölu- verðu leyti í ríkiseigu og átti meirihluta hlutabréfa í Kögun hf. við stofnun fyrirtækisins, verða að gera grein fyrir því hvers vegna sá meirihluti var seldur með þeim hætti, sem gert var. Það er alveg ljóst, að með samningi íslenzkra og banda- rískra stjórnvalda og með einkaleyfinu til Kögunar hf. verða til umtalsverð verðmæti, sem engum hefði dottið í Ihug í upphafí að afhenda fámennum hópi manna, eins og síðan hefur orðið raunin á. Það er óviðunandi með öllu að sagan frá verktakastarfseminni á Keflavíkurflugvelli end- Íurtaki sig með þessum hætti. íslenzk stjórnvöld eiga tvo kosti í þeirri stöðu, sem nú liggur fyrir. Samkvæmt samningi Kögunar hf. og utanrík- isráðuneytis rennur hann út í maí á næsta ári. Að öðru óbreyttu hlýtur að vera ástæða til að endurskoða hann frá grunni í ljósi þess, hvernig eignaraðild að fyrirtækinu hef- ur orðið. En jafnframt er utanríkisráðherra heimilt að segja samningnum upp fyrirvaralaust, ef talið er að fyrir- tækið hafi brotið gegn samningsskyldum sínum. Hafi svo verið hlýtur sú leið áð koma til álita. Hafí fyrirtækið hins vegar staðið við alla samninga er Ijóst, að utanríkisráðu- neytið hefur brugðizt eftirlitsskyldu sinni. Ef hins vegar er um að ræða breytta stefnu íslenzkra stjórnvalda gagnvart eignaraðild að fyrirtækinu frá því að það var sett á stofn hefur engin grein verið gerð opinber- lega fyrir þeirri breyttu stefnu eða þeim efnislegu rökum, | sem kunna að liggja slíkri stefnubreytingu til grundvallar. Þá er tímabært að skýrt verði frá því opinberleg’a. Hagkvæmnisathuganir á tilraunum með notkun vetnis og metanóls í samgöngum og fískiskipum Morgunblaðið/Þorkell ÞEIR voru ásamt fleirum í viðræðum um orkumálin alla helgina: Iljálmar Árnason þingmaður og formaður orku- nefndar iðnaðarráðuneytisins (t.v.) og Phiiip Mok, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Daimler-Benz. Islenskt vetni próf- að á strætisvagna frá Daimler-Benz ✓ Fyrsta skref Islendinga í þá átt að taka upp nýja orkugjafa í samgöngum og fiskveiðum gæti verið framundan. Jóhannes Tómas- son kynnti sér fyrirhugað samstarf Daimler-Benz og Ballard við íslensk orkuyfirvöld um tilraunir með vetni og metanól sem orkugjafa. RAÐGERT er að hefja hér- lendis tilraunarekstur strætisvagna knúinna vetni sem framleitt er í Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi. Munu þær að líkindum hefjast eftir tvö til þrjú ár og svipaðar tilraunir einnig framundan varðandi fískiskipaflot- ann. Talsvert lengra er þó í beinar tilraunir þar. Þær gætu verið fyrsta skrefíð í þá átt að skipta um orku- gjafa í þessum tækjum og að nýta innlenda orku í stað innfluttrar í ná- inni framtíð. Fulltrúar þýska bílaframleiðand- ans Daimler-Benz og DBB sem er dótturfyrirtæki þess, Ford og kanadíska efnarafalafram- leiðandans Ballard, ræddu við fulltrúa viðræðuneínd- ar iðnaðarráðuneytisins um vetni og undirrituðu á sunnudag viljayfírlýsingu um samstarf sitt við þessar tilraunir. Næstu skref verða frekari skilgreiningar og fjármögnun þeirra. „Þetta eru fyrstu viðræðurnar sem skila ákveðnum áfanga og er í honum fólgin mikil viðurkenning fyrir okk- ur,“ sagði Hjálmar Árnason, alþing- ismaður og formaður íslensku orku- nefndarinnar, og kvaðst hann vilja vara við því að menn byggðu upp of miklar væntingar, eftir væri að und- irbúa næstu skref og kanna fjárhags- legan grundvöll samstarfsins. Hann sagði að kæmu þessir nýju orkugjaf- „Þekkingin gerir landið fýsilegt til til raunanna“ ar í stað bensíns og olíu myndu spar- ast um 10 milljarðar árlega í kaupum á þessum orkugjöfum og í staðinn yi'ði notuð innlend orka sem jafnvel yrði hægt að flytja út. Aðdragandinn að samningnum nú er sá að Bragi Árnason prófessor við Háskóla Islands, sem lengi hefur tal- að fyrir tilraunum með aðra orku- gjafa og unnið að vetnisrannsóknum, hefur verið í sambandi við fulltrúa Daimler-Benz. Má í stuttu máli segja að rannsóknardeild fyrirtækis- ins hafi ákveðið iyrir forgöngu hans að kanna af alvöru hvers konar til- raunir væri hægt að gera hérlendis og er þar komin viðurkenning á því ________ rannsókna- og vísinda- starfi sem hér hefur verið unnið á þessum sviðum mörg undanfarin ár. Hef- ur Ingimundur Sigfússon, sendiherra Islands í ” Þýskalandi, einnig veitt aðstoð og átt þátt í að koma viðræð- unum af stað. En af hverju varð Is- land fyrir valinu? Því svarar Philip Mok, framkvæmdastjóri alþjóða- deildar Daimler-Benz, sem var einn fulltrúanna i viðræðunum hér: Góð skilyrði á íslandi „Við vissum áður en við komum hingað núna að hér væru fyrir hendi möguleikar og skilyrði fyrir tilraun- um sem þessum sem varða hreina orku og hér er nánast eðlilegast að nota vetni sem orkugjafa. Og ekki aðeins það heldur höfum við líka uppgötvað að hér er samfélagið opið fyrír tækninýjungum og hér eru um- hverfísmál í heiðri höfð. Síðast en ekki síst ber að nefna að hér er fyrir hendi góð menntun í þjóðfélaginu og þekking á notkun vetnis. Þess vegna er gott að hefja hérlendis alvöru til- raunir með notkun umhverfisvænna orkugjafa í bílum.“ Philip Mok sagði aðspurður um hvenær fvrirtæki hans hefði fyrst fengið áhuga á Islandi að það væri eins og í svo mörgu að einhvers stað- ar kæmist á samband milli manna, milli þeiiTa sem væru að huga að málum sem þessum og í þessu tilviki hefði það verið rannsóknadeild Daimler-Benz sem hefði kynnt sér vetnisframleiðslu íslendinga og þá fyrirætlan að auka framleiðslu og út- flutning. „Hugmyndin er því hvergi nærri ný en nú höfum við líka séð enn betur hversu tilraunir á Islandi gætu verið fýsilegar." Daimler-Benz fyrirtækið hefur eins og nánast allir stærstu bílaframleiðendur heimsins unnið mikið síðustu árin að tilraun- um með rafbíla, annars konar vélar en þær sem knúnar eru bensínorku. Segir Philip Mok fyrirtækið hafa verið eitt það fyrsta sem kynnti bíla sem ganga fyrir metanóli eða vetni og segir hann það bæði eiga við fólksbfla og stærri bfla. En hvert verður fyrsta skref tilraunanna hérlendis? „Við gerum ráð fyrir að tveir til þrír strætisvagnar af nýrri kynslóð vetnisvagna verði sendir hingað eftir um það bil tvö ár, hugsanlega þrjú. Fyrsta skrefið verður að safna meiri reynslu af notkun þeirra og fram- leiðslunni en við eigum hins vegar •eftir að ganga frá öllum smáatriðum málsins. Við erum brátt komnir að því að hefja fjöldaframleiðslu og spumingin er aðeins sú hversu hratt það verður gert. Tilraunimar hér munu gefa okkur nýjar upplýsingar „Afla þarf reynslu frá ýmsum heims- hornum“ og nýja reynslu til að byggja frekari framleiðslu á.“ Fulltrúi Daimler-Benz kvaðst sannfærður um að hérlendis væra öll skilyrði fyrir hendi til framleiðslu vetnis til notkunar innanlands og ekki síður til útflutnings ef hægt verður að leysa tæknivandann við hann, þ.e. sjálfan flutninginn á vetn- inu. „Umhyggja fyrir umhverfínu fer alls staðar vaxandi og þess vegna verður sívaxandi eftirspurn eftir hreinum orkugjöfum um allan heim og ég veit að það er áhugi á mörgum stöðum, víðar en í Þýskalandi, fyrir nýtingu á þessum orkugjöfum." Næstu þrjú árin hyggst Daimler- Benz framleiða kringum 20 vetnis- vagna sem reyndir verða á ýmsum stöðum sem taldir eru hæfa tilraun- um sem þessum. Þegar era þrír vagnar í notkun í Chicago í Banda- ríkjunum og í sumar verða einnig komnir þrír vagnar í gagnið í Vancouver í Kanada og era þeir af eldri kynslóð en þeir vagnar sem hingað koma. Viðræðunefnd iðnaðarráðuneytis- ins skipa auk Hjálmars prófessor- amir Bragi Árnason og Þorsteinn Sigfússon, Jóhann Már Maríusson, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Þorkell Helgason orkumálastjóri, Skúli Bjarnarson, stjómarformaður Áburðarverksmiðjunnar, og Ingi- mundur Sigfússon sendihema. Auk viðræðufundanna, sem stóðu föstu- dag, laugardag og sunnudag, var farið með erlendu gestina að Nesja- völlum og í Svartsengi. „Þetta var þriggja daga hörð samningalota og varð niðurstaðan sú að koma á samstarfí þessara erlendu aðila og Islendinga og lokatakmark- ið verður að vetnið verði nýr orku- gjafi í samgöngutækjum og fiski- skipum,“ sagði Hjálmar Amason eftir samningana um helgina. Hann sagði verkefnið verða tekið í nokkrám lotum, næst væri að at- huga nánar einstaka þætti tilraun- anna. Fulltrúar frá Strætisvögnum Reykjavíkur, Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna og Kynnis- ferðum auk forsvarsmanna Áburðar- verksmiðjunnar komu á fund við- ræðunefndarinnar og segir Hjálmar ráðgert að á næstunni muni starfs- nefndir taka hvert svið til nánari skoðunar. „Markmiðið í þeim eru hagkvæmnisathuganir á því hvort og hvernig framleiða má vetni og met- anól með innanlandsnotkun og út- flutning í huga,“ sagði Hjálmar enn- fremur. Nánari athuganir framundan „Fulltrúum erlendu fyrirtækjanna finnst íslenskt samfélag opið og smátt í sniðum sem gerir það áhuga- vert í þeirra augum og þægilegt að vinna að slíkum tilraunum hér. Hér færa sem sagt fram lokatilraunir með notkun á vetni fyrir þessa strætisvagna áður en þeir verða settir í fjöldaframleiðslu. Þeir hafa þegar byrjað tilraunir í Bandaríkj- unum, tilraunir í Kanada standa fyr- ir dyram og þannig vilja þeir fá reynslu af notkun vagnanna við sem ólíkastar aðstæður og bera hana saman. Þeir munu fylgjast með framleiðslu vetnisins og rekstri vagnanna og meta í framhaldi af því hvaða skref verða stigin. Ég vil hins vegar vara við því að menn byggi upp of miklar væntingar í kringum verkefnið strax því við eigum eftir nánari út- færslu og fara betur ofan í fjármálin," sagði þingmað- urinn. Hjálmar sagði að fleiri - erlendir aðilar hefðu sýnt áhuga á samstarfi við Is- lendinga. Þannig hefði breskur aðili sem framleiðir efnarafala átt við- ræður hér og annar erlendur aðili hefði óskað eftir viðræðum. „Við höf- um verið að fá fyrirspumir víða utan úr heimi og allir eru að horfa á það sama, reynslu okkar af vetnisfram- leiðslu, smæð efnahagssamfélagsins og þá reynslu sem við höfum af því að skipta um orkugjafa þegar við fóram úr olíu yfir í hitaveitu," sagði Hjálmar Árnason að lokum. Vetni, metanól og rafmagn til skoðunar YETNI og metanól sem orku- gjafar fyrir bílvélar hafa lengi verið til rannsóknar hjá bflafram- leiðendum og þeim sem sérhæfa sig í framleiðslu véla. Auk sam- göngutækja á landi er einnig til skoðunar að knýja til dæmis skip með vélum af þessu tagi. Slíkt verður þó ekki gerlegt nema eftir frekari tækniþróun. Þá standa yfir víðtækar rannsóknir og tilraunir með raforku til að knýja bfla. Umhverfisvernd hefur ýtt undir hvers kyns leit manna að öðrum orkugjöfum en olíu og bensíni til að knýja farartæki heimsins. Þyk- ir flestum brýnt að finna almenna orkugjafa sem menga sem minnst en eru jafnframt hagkvæmir. Má segja að rafmagn, vetni og met- anól séu helst til skoðunar og í mörgum tilvikum er um að ræða samnýtingu þessara orkugjafa. Vetni er framleitt úr hitaorku með því að nota vatn og síðan þarf að bæta við sérstökum hvata. Einnig má framleiða vetni úr jarð- gasi með efnahvörfum. Gísli Jóns- son, fyrrverandi prófessor, hefur bent á að þótt vetnisbflar nái í dag lengri akstursvegalengd en rafbfl- ar sé þróun rafgeyma hröð og slík- ir bflar verði fullt eins spennandi og vetnisbflar. Þá hefur Baldur EI- íasson, vísindamaður hjá ABB í Sviss, bent á að hagkvæmara gæti verið að nota metanól, það sé fljót- andi vökvi við eðlilegar kringum- stæður og því sé það trúlega hent- ugast íslendingum til notkunar á bfla- og skipaflotann. Eru því ýmis sjónarmið á lofti og þau geta líka verið mismunandi eftir því hvort um er að ræða stór atvinnutæki eða fólksbfla. Rannsaka vetni og metanól Fyrirhugað tilraunasamstarf ís- lendinga við Daimler-Benz og Ballard fyrirtækin gengur einkum út á nýtingu vetnis sem framleitt er hérlendis en einnig metanóls sem sömuleiðis er hugsanlegt að framleiða hérlendis. Það er gert með samruna vetnis og koltvísýr- ings en til greina kemur að nýta í því skyni útblásturinn frá Járn- blendiverksmiðjunni á Grundar- tanga. Verður settur sérstakur rannsóknarhópur af stað til að at- huga hagkvæmni þess. Annar hóp- ur mun athuga sérstaklega nýt- ingu þessara nýju orkugjafa í skip- um og sá þriðji athugar fram- leiðslu Áburðarverksmiðjunnar á vetni. Strætisvagnarnir frá Daimler- Benz sem nú standa yfir tilraunir á eru vetnisvagnar. Kom sá fyrsti NEBUS frá Daimler-Benz sem tæknimenn eru að leggja síðustu hönd á. Sjá má vetnisgeymana sjö á þaki vagns- ins. Stefnt er að því að þrír slíkir vagnar verði reknir hér í tilraunaskyni eftir um það bil tvö ár. Drifkerfið tekur við raforkunni og flytur hana beint á hvort drifhjól um sig. Tveir slíkir mótorar eru því á vagninum. Þeir eru loftkældir. Vetnistankarnir sex eru á þaki vagnsins. Sjö 150 lítra tankar gefa bílnum 21 kg af vetni. Kælikerfið er á þaki vagnsins en það færir hitann frá efnarafalnum. Tíu efnarafalar framleiða rafmagnið sem þarf fyrir drif- búnaðinn og önnur kerfi vagnsins. HÉR sjást aðalhlutar vetnisvagnsins. á götuna í fyrra eftir að frumgerð hafði verið kynnt tveimur árum fyrr. Vetnisvagninn er kallaður NEBUS og er stytting á ensku heiti hans, new electric bus. Á þaki vagnsins eru vetnistankarnir sem geyma nægilegt vetni til að knýja bflinn 400 km vegalengd. Efnarafall bflsins, sem er frá kanadíska framleiðandanum Ball- ard, er 275 hestöfl og tekur vagn- inn 60 farþega. Næsta kynslóð á að ná 560 km á einni tankfylli, hef- ur jafnstóran efnarafal og tekur 75 farþega. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að fjöldaframleiðsla strætisvagna af þessari gerð geti hafist árið 2004. Forstjóri SVR um væntanlegan tilraunarekstur vetnisvagna á íslandi Spennandi tilraun ETTA er spennandi tilraun og það sem að okkur snýr er prófun á vögnunum á almenn- um leiðum og að gera úttekt á því hvernig þeir reynast," segir Lilja Ólafsdóttir, forstjóri Stræt- isvagna Reykjavíkur, aðspurð um þátt fyrirtæk- isins í fyrirhuguðum tilraunum með vetnisvagna hérlendis. Lilja sagði að engir samningar hefðu verið gerðir, hugmyndin aðeins verið kynnt, og sagði hún það hæfa vel umhverfisstefnu SVR að taka upp aðra orkugjafa en díselolíu fyrir vagnaflot- ann. Annar þáttur í henni og stærsta framlagið til umhverfisvemdar í almenningssamgöngufyrir- tæki væri að veita það góða þjónustu að draga mætti úr umferð einkabíla, sem þýddi minni mengun. Hún sagði að hugmyndin væri sú, ef af verður, að lána SVR vagnana en Ijóst væri að mikil vinna yi'ði í því fólgin að læra að umgangast þá og við- halda og sjá um skýrslur og samantektir um hvernig þeir reyndust. Síðan yrði að semja við Áburðarverksmiðjuna um hvernig háttað yrði áfyllingu vetnisins. Forstjóri SVR benti líka á að til þess að vetnis- vagnar gætu átt framtíð fyrir sér yrðu þeir að vera álíka hagkvæmir í innkaupum og rekstri og þeir vagnar sem notaðir væru í dag. Áfyliing í Gufunesi Áfylling vetnis á tvo til þrjá strætisvagna sem hér yrðu í rekstri í tilraunaskyni myndi fara fram á framleiðslustað, þ.e. hjá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi, en kæmi til þess í framtíðinni að ti) dæmis allur floti SVR yrði knúinn vetni yrði trú- lega lögð leiðsla frá framleiðslustað og á Kirkju- sand. Færi þá áfylling á vagnana fram þar. Þetta segir Teitur Gunnarsson, verksmiðju- stjóri Áburðarverksmiðjunnar, en hann segir vandamálið við notkun efnisins hversu létt og fyr- irferðarmikið það er. Eina leiðin er að afgreiða það frá framleiðanda á afhendingarstað með leiðslum. Þess vegna sé það ekki hentugt til notk- unar nema á stóra bílaflota sem gerðir era út frá einni miðstöð eins og á til dæmis við um strætis- vagnaflota höfuðborgarsvæðisins. Vetni myndi því ekki henta til rekstrar langferðabíla, sem fara um land allt, eða einkabíla, þar kæmi metanól hins vegar til greina. Tvöfalda þyrfti framleiðsluna Teitur Gunnarsson segir Áburðarverksmiðjuna ekki eiga í erfiðleikum með að útvega vetni á nokkra vagna í tilraunaskyni. Ársframleiðslan er 20 milljónir rúmmetra sem er um 1.800 tonn og til að knýja 160-180 strætisvagna þyrfti um það bil það magn. Verði flotinn því knúinn vetni í framtíðinni myndi þurfa að tvöfalda framleiðslu verksmiðjunnar. Teitur segir að slíkt kosti tals- verða fjárfestingu og að það myndi taka eitt til tvö ár í undirbúning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.