Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Um
sj ónv arp
„Sjónvarp minnir líka oft á sorpkvörn;
flestallt sem fer inn í pað kemur út aft-
ur í formi rusls, úrgangs; það gleypir í
sig, kvarnar í sundur og ónýtir. Glöggt
dæmi um þetta sást í dagskrárlið Rík-
issjónvarpsins í vetur sem hét sunnu-
dagsleikhúsið. “
Hversu oft höfum við
bölvað sjónvarpinu,
og það réttilega,
þessu andfélags-
lega tæki sem
sviptir landslýð ráði og rænu á
hverju kvöldi, jafnvel klukkutím-
um saman? Hversu oft höfum við
setið klesst ofan í sófann, glápt
út í horn á þennan kassa og reitt
hár okkar og skegg? Slíkar sen-
ur minna helst á absúrdleikrit
eftir Ionescu - það er auðvitað
fáránlegt að vera að æsa sig yfir
þessu tóli en við gerum það
samt.
Það er helst hægt að líkja
sjónvarpinu við svarthol. Það
gleypir fólk sem starir of lengi
inn í það; augu þess verða tveir
skjáir með ei-
VIÐHORF snjókomu, í
----- eyrum þess
Eftir Þröst glymur langur
Helgason 0g skerandi
sónn, í huga
þess endurtekur sama hugmynd-
in sig aftur og aftur og aftur;
tími og rúm leysast upp, þetta
fólk á hvorki fortíð, nútíð né
framtíð; allt verður að hinu
Sama, tilbreytingarsnauðum
óendanleika.
Sjónvarp minnir líka oft á
sorpkvörn; flestalit sem fer inn í
það kemur út aftur í formi rusls,
úrgangs; það gleypir í sig,
kvarnar í sundur og ónýtir.
Glöggt dæmi um þetta sást í
dagskrárlið Ríkissjónvarpsins í
vetur sem hét sunnudagsleikhús-
ið. Menn héldu vart vatni yfir
hugmyndinni síðastliðið haust
enda búnir að bíða lengi eftir
einhverju af þessu tagi, - nú
fengjum við loksins að leiða
íslensk leikrit og íslenska leiklist
augum í sjónvarpi. En hvað varð
úr? Sorglega vont sjónvarpsefni
og þá er takmarkað fjármagn
sem lagt var til verkefnisins tek-
ið með í reikninginn. Astæðuna
má að öllum líkindum rekja til
þess að handritin sem unnið var
eftir voru greinilega ekki upp á
marga fiska, það er eins og höf-
undarnir hafi haldið að þeir
væru undanþegnir kröfunni um
listrænan metnað fyrst þeir
væru að skrifa fyrir sjónvarp.
Eg held að íslensk leikritun
(skáldskapur) hafi aldrei lotið
jafn lágt; það var beinlínis sárt
að horfa á vanburða skrif höf-
unda eins og Friðriks Erlings-
sonar, Hlínar Agnarsdóttur og
Þorvaldar Þorsteinssonar; jafn-
vel vandaður höfundur eins og
Guðrún Helgadóttir réð greini-
lega ekki við að skrifa fyrir
þennan miðil; eru þá ónefndir til-
burðir þeirra Sigurðar Valgeirs-
sonar og Sveinbjörns I. Bald-
vinssonar til að skrifa sjónvarps-
kómedíu, útkoman var hrein
hörmung og kallaði fram vand-
ræðalegan svip á fólkinu sem sat
í stofunni minni og síðan reiði yf-
ir því að dagskrárstjórinn skyldi
eyða opinberu fé Sjónvarpsins í
eigin hugmyndafæð.
Þessir þættir fara á hinn gríð-
arstóra og sívaxandi menningar-
lega ruslahaug sem sjónvarps-
efni síðustu fimmtíu ára myndar;
hugsið ykkur allt það rusl sem
birst hefur á skjánum í formi
sápuópera, framhaldsþátta, sjón-
varpsmynda, spjallþátta; mest er
þetta efni sem skilur ekkert eft-
ir, ekki anga af skapandi hugsun
og því síður fullmótaða hug-
mynd, þetta efni er þess eðlis að
við erum búin að gleyma því um
leið og við slökkvum á sjónvarp-
inu; hugsið ykkur allan þann
tíma sem hefur farið til spillis við
að glápa á þennan hroða. For-
eldrar ættu að hugsa málið
vandlega áður en þeir setja
bömin sín ómótuð og full af lífs-
þrótti fyrir framan þennan and-
lausa tímaþjóf; sjónvarp er sko
alls engin barnfóstra.
Sjónvarp er óvinur menning-
arlegrar viðleitni og ætti fyrst
og fremst að notast til miðlunar
á praktískum upplýsingum um
daglegt líf, á fréttum, fræðslu
og íþróttum; á þessum sviðum
hefur það sannað ágæti sitt en
hér á landi virðast stjórnendur
sjónvarpsstöðva ekki hafa áttað
sig á þvi. A besta sjónvarpstíma
er sýnt niðurbrjótandi lágmenn-
ingar- eða öllu heldur ómenn-
ingarefni en íþróttum, vönduð-
um fréttaskýringarþáttum eins
og 60 mínútum og frábærum
fræðsluþáttum eins og mánu-
dagsviðtalinu og Lendum hug-
ans skotið aftast í dagskrána
þegar flestir eru búnir að tapa
lunganum úr athyglisgáfunni
vegna syfju. Hvers vegna í
ósköpunum var til dæmis verið
að sýna þessi yfírmáta klígju-
legu lög sem tóku þátt í Júró-
visjón strax eftir fréttir í Ríkis-
sjónvarpinu? Hvaða annarlegu
hugmyndir búa eiginlega að
baki slíkri forgangsröðun? Og
hvers vegna sitjum við uppi með
þessar endalausu syrpur af inni-
haldslausum breskum og banda-
rískum þáttaröðum á besta
sjónvarpstíma? Ríkissjónvarpið
ætti ekki að þurfa að eltast við
þessa lágkúru lengur vegna
þess að Stöð 2 og Sýn eru kok-
fullar af henni (og þarf svo sem
ekki að eyða mikið fleiri orðum
á dagskrá þeirra stöðva). Und-
anfarin ár hefur Ríkissjónvarpið
reynt að upphefja sig á bresk-
um lögregluþáttum sem þykja
eitthvað fínir en þar er allt á
sömu bókina lært, hafi maður
séð einn þein-a hefur maður séð
þá alla.
Ríkissjónvarpið ætti að hætta
að eyða peningum í þessa mann-
skemmandi flatneskju og fara að
sinna því betur sem sjónvarp
gerir óumdeilanlega vel, að miðla
fréttum, fræðslu, upplýsingum
og íþróttum. Ríkissjónvarpið á
að geta haldið úti áhugaverðum
fréttaskýringaþáttum, umræðu-
og upplýsingaþáttum um pólitík,
menningu og annað sem kemur
almenningi við en ekkert af
þessu er gert; Kastljós er að vísu
viðleitni í greinilegum tímaskorti
fréttastofumanna en Dagsljós
gæti allt eins verið spurninga-
þáttur á Rai Uno. Og það er
brandari hvemig nú er komið
fyrir íþróttaumfjöllun þessarar
stofnunar; þar hefur Stöð 2 þó
skotið keppinaut sínum ref fyrir
rass.
AÐSENDAR GREINAR
Svartir blettir
á fjölmiðlum
MARGAN og langan
leiðarann hef ég lesið
um dagana í blöðunum,
fullan með lofgjörð um
eigið ágæti fjölmiðils-
ins, varðstöðu hans um
frelsið og ræktarsemi
við þær skyldur að
upplýsa almenning í
landinu og veita stjórn-
völdunum aðhald.
Vandlætingarsamir
leiðarar hafa verið
skrifaðir um tilhneig-
ingu ráðuneyta og
stofnana til að halda
upplýsingum frá al- Þórhallur
menningi. Fyrirspurn- Jósepsson
ir sendar í skjóli upp-
lýsingalaga. Hlutverk fjölmiðla að
standa vörð um vort lýðræðis-
skipulag og tilvistina sjálfa og
hversu vel þeir gegna því. Allt til
að tryggja hag almenmngs. Sama
mærðarfulla lofrullan gengur í
auglýsingum og fréttum ljósvaka-
miðlanna um eigið ágæti.
Nú hafa á skömmum tíma fallið
tveir stórir og svartir blettir á
þessa engilbjörtu helgisjálfsmynd
og verður a.m.k. í mínum huga
erfitt að ná spegilgljáanum aftur,
svo illilega sem íslenskir fjölmiðlar
hafa nú runmð á rassinn.
Sverrismál
þeir hafi misfarið með
af annarra fé. Og fleiri
ávirðingar fylgja sem
ekki verða taldar hér.
Þeta er grafalvarlegt
mál, ekki síst í Ijósi
þess, að verði menn-
irnir kosnir til borgar-
stjómar kemur í
þeirra hlut að bera
hvað mesta ábyrgð á
fjárreiðum Reykjavík-
urborgar.
Hvað er hæft í
þessu? Eru mennirnir
sekir og sigla undir
fölsku flaggi til kosn-
inganna, þannig að
borgarbúar kjósi þá í
góðri trú óvitandi að flagð býr
undir? Eða em þeir saklausir og
gjalda illkvittinna sögusagna í
harðri orrahríð kosninga?
Mér er kunnugt um að á a.m.k.
Með þögninni
bregðast fjölmiðlarnir
því trausti, segir
Annar bletturinn er Sverrismál.
Hvar em tilburðir fjölmiðla til að
upplýsa okkur auman almenning
um hið rétta í því máli? Ekki vant-
ar upphrópanirnar, t.d. á annan
dag páska og næstu þar á eftir um
meint sukk, en einhvem veginn
hefur það allt gufað upp, kannski
vegna þess að Sverrir sjálfur hefur
hrakið það og má Mogginn eiga
hrós fyrir að gefa honum rúm til
þess. Sverrir skrifaði mikla grein,
Eg ákæri, og skrifaði hana með
öllum pennanum svo notað sé hans
orðfæri. Eins og jötunninn sem
gekk út úr Lómagnúp forðum kom
hann fram og kallaði nöfn manna,
en bar um leið á þá miklar sakir.
Ljósvakamiðlamir bragðu við hart
og höfðu samband við mennina
sem kallaðir vora: Hvað segir þú
um það sem Sverrir sagði um þig?
Þeir sögðu ekki margt, einn vildi
biðja fyrir Sverri og annar sagði
ekki svaravert og þriðji nó
komment o.s.frv.
Þá sortnaði helgimyndin. Bless-
aðir fjölmiðlamennimir sögðu bara
takk fyrir og spurðu ekki meir.
Hvar eru tilburðir þeirra til að
flytja okkur lesendum, áheyrend-
um og áhorfendum hinar traustu
upplýsingar um málavöxtu byggð-
ar á hlutlausri og hlutlægri rann-
sóknarblaðamennsku? Því miður,
ég sé hvergi örla á slíku! I stað
þess að sjá þá berjast með oddi og
egg til þess að upplýsa okkur sé ég
áhugaleysi, metnaðarleysi, getu-
ieysi, höggvið til málamynda með
bitlausum vopnum að því er virðist
í því eina markmiði að fylla annars
innihaldsrýran fréttatíma með
bara einhverju rausi.
Stærri og svartari blettur
Hinn bletturinn er sýnu stæni
og svartari. Vikum saman hafa
gengið milli manna sagnir af því,
að tveir af fremstu forystumönn-
um Reykjavíkurlistans hafi að baki
vafasaman feril, svo ekki sé fastar
að orði kveðið, varðaðan fjárglæfr-
um upp á tugi milljóna króna sem
Þórhallur Jósepsson,
sem allur almenningur
þarf að geta borið
til þeirra.
þremur af stærstu fjölmiðlunum er
fréttamönnum og stjórnendum
fullkunnugt um þessar ávirðingar,
en þeir kjósa að þegja og birta
ekkert um málið. Með þögninni
era þeir orðnir virkir þátttakendur
í kosningabaráttunni um borgina,
með því að kjósa að skýra ekki frá
því sem rétt er halda þeir upplýs-
ingum frá almenningi og koma
þannig í veg fyrir að kjósendur
geti kosið á grandvelli traustra
upplýsinga um frambjóðendur.
Með þögninni bregðast fjölmiðl-
amir því trausti, sem allur al-
menningur þarf að geta borið til
þeirra. Skylda fjölmiðla við neyt-
endur sína, almenning í landinu,
kjósendur, er að birta hið rétta í
málum eins og þessu, stutt traust-
um heimildum, eða er ekki svo?
í sæluvímu sjálfsupphafningar
hafa fjölmiðlar hér á landi ekki
sparað að dásama nýja tíma
frjálsrar blaðamennsku og fjöl-
miðlunar, ekki síst halda þeir því
hátt á loft að flokksmálgögnin séu
fyrir bí (er það?) og ríkið hafi ekki
lengur einokun á ljósvakamiðlum.
Erfitt er þó að sjá að þetta hafi
leitt til bættrar upplýsingagjafar
til almennings, eða er það hlutverk
fjölmiðla að bregða loki yfir upp-
lýsingar sem varða kjósendur og
gæta þess að ekkert fréttist um
hvað rétt er? Kannski væri best
fyrir ljósvakamiðlana að hætta öll-
um þessum máttvana tilburðum til
fréttamennsku og fara bara að ein-
beita sér að því sem þeir eru bestir
í: Að elta brunabíla og lesa upp úr
blöðunum. Blöðm birta okkur svo
bara fréttir af aflabrögðum og er-
lendum viðburðum. Eitt veit ég þó.
Það verður holur hljómur í næsta
leiðara um hinn göfuga sann-
leikselskandi og -leitandi fjölmiðil.
Höfundur er sjálfstætt starfandi
blaðamaður.
Sverrir Hermannsson
„Þá hló
marbendilP4
ÞAÐ ER uggvæn-
legt þegar afar-
menni eins og Illugi
Jökulsson mundar
stílvopn sín og send-
ir smámennunum
kveðjur sínar. Eftir-
breytniverður mað-
ur í öllum greinum
og sönn fyrirmynd
annarra frá vöggu -
og vonandi til graf-
ar. Og þar ofan í
kaupið er hann svo
skemmtilega fjöl-
fróður, sér í lagi um
dýrafræði þessa
heims og annars.
Illugi lýsir því átakanlega í
föstudagspredikun sinni í Degi
hvernig mál „r/sa upp snögg-
lega, eins og marbendlar úr
fjöru, gjarnan hávær og skelfi-
leg, glamrandi skeljum, en eftir
að hafa skotið fólki skelk í
bringu svolitla stund og fréttir
af þeim borizt á hvern bæ í
sveitinni, þá hlunkast skrímslin
yfirleitt niðrí fjöru og út í sjó -“
(leturbr. mín).
Þótt hjartveikum
bregði í brún, sem
vonlegt er, af svo
mikilfenglegri nátt-
úrulýsingu, eru hin-
ir þó fleiri, sem
aldrei fyrr hafa
heyrt marbendli
þannig lýst. A hinn
bóginn minnir lýs-
ingin Vestfirðinga á
fjörulalla, en hafa að
vísu aldrei heyrt að
hann „glamraði
skeljum".
Fjörulallar þóttu
Sverrir ófrýnilegir og leiðin-
Hermannsson legir, svona álíka og
fjöralallar íslenzkrar blaða-
mennsku. Munurinn á tegund-
unum er hinsvegar aðallega sá,
að þeir í blaðamennskunni eru
sí-glamrandi. Þess vegna er
auðskilið að Illugi skripli á
skötubarðinu, og ragli saman
tegundunum að þessu leyti.
En þegar marbendli var sagt,
að allir íslenzkir blaðamenn
væru heiðarlegir og gagn-
menntaðir, þá hló hann.
www.mbl.is/fasteignir