Morgunblaðið - 12.05.1998, Síða 55

Morgunblaðið - 12.05.1998, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 55 BREF TIL BLAÐSINS Grípa þarf tafarlaust til sterkari sóttvarna Frá Þorsteini Thorarensen: I GREIN minni „Verum viðbúin því versta“ í Morgunblaðinu 30. apríl varaði ég við afleiðingum hrossasóttarinnar á íslandi, sem getur um langa framtíð lagt ís- lenska hrossaræktun og hrossaút- flutning í rúst. Þótt maður viti í sjálfu sér ekki, hvaða sjúkdómur þetta er, varaði ég við því, að ef ekki tækist að hefta útbreiðslu pestarinnar, yi’ði ekki um að ræða neinn frekari útflutning íslenskra hesta til Evópu. Því miður hafði greinin þurft að bíða birtingar í nærri tvær vikur, það kynni að vera að hún hefði vakið fleiri til umhugsunar tímanlega ef hún hefði komið fyiT. Nú er allt því miður komið fram sem ég sagði, Evrópulöndin hafa lagt strangt bann við innflutningi íslenskra hesta af sýktum svæðum, en ætluðu að heimila það af ósýkt- um svæðum. En nú berast fregnir um að allt sé komið í óefni, sóttin sé komin upp á einum bæ í Skaga- firði. Ég spyr þá, hvað hefur verið gert til að hindra útbreiðslu þaðan? Því miður ekki neitt! Það er furðu- legt að yfírdýralæknir skuli nú leggja hendur algjörlega í skaut sér út af skammtíma hagsmunum landsmóts hestamanna. Þá yrði fokið í öll skjól. Ég skora því á Norðlendinga að mynda samtök og grípa tafarlaust sjálfir til frekari sóttvarnarað- gerða. Minnist fordæmis Péturs Hafsteins amtmanns. Úr því að dýralæknishjassinn í Reykjavík ætlar ekkert að gera, verðið þið, Norðlendingar, að bjarga besta hrossastofninum með því að grípa sjálfir til harkalegra aðgerða. Reynið að fá sýslumanninn í lið með ykkur alveg eins og öðlingur- inn Jóhann Skaftason vinur minn gekk á sínum tíma í lið með skæru- RYÐVÖRN SEM ENDIST ARVIK ÁRMÚLA1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 liðunum í Mývatnssveit. Gerið þeg- ar í stað gangskör að því að ein- angra hinn sýkta bæ, fella hrossin þar tafarlaust og sótthreinsa allt með lýsóli og öðrum sterkum efn- um og þá líka setja „merarmang- ana“ sem hafa borið þetta með sér í lýsólsturtu. Nú þarf að dreifa skýr- um upplýsingabæklingum um allt Norðurland, koma á algerri ein- angrun og vernda besta hrossa- stofninn á Norðurlandi með ein- angrunargirðingum og strangi-i varðgæslu alveg eins og húnvetns- kir og skagfirskir bændur komu á hjá sér á 19. öld og tókst frábær- lega vel. Með baráttukveðjum. ÞORSTEINN THORARENSEN, Njörvasund 15 a. afsláttur frá friðjudegi til laugardags Suðurlandsbraut 54 (bláu búsin) Sími 568 9511 matarstell hnífapör trévörur UaffisteJl horÖvinsglös Uoníaksglös JíUjörsglös sérríglös veggUluUUur borðlampar o.fl. o.fl... Skrifstofa framtíðarinnar „Við gerum á einum degi það sem áður tók viku 66 Staður: Hótel Loftleiðir, Þingsalur I. Tími: Þriðjudagur 19. maí 1998. kl. 9-13 eða ld. 14-18. Lars Kolind, 49 ára, kom til Oticon árið 1988 til að taka við fyrirtæki í miklum vanda. Eins og venja er byrjaði hann á að ráðast á kostnaðinn. Hann gerði sér hins vegar fljótlega grein fyrir að slíkar leiðir myndu ekki nægja til að umbylta fyrirtækinu og skapa því sterka stöðu gegn Sony og Philips, sem eru ráðandi á þessum markaði. Eftir tveggja ára basl gerðist Lars Kolind svo djarfur að reyna nýja leið: að „afskipuleggja" fyrirtækið. Sú aðferð grundvallaðist á því að þróa nýja tækni og kafa djúpt í vinnusálfræði til að ná ffarn hámarksafköstum. Nú byggist starfsemi Oticon á liðsheildum sem skipuleggja sig sjálfar eftir hverju verkefni sem ákveðið er að vinna. Þannig er unnið með tugi verkefna á hverjum tíma og flestir starfsmenn vinna að fleiri en einu verkefni á sama tíma. Sérhvert verkefhi er eins og fyrirtæki og stjómandi þess hegðar sér eins og yfirstjómandi fyrirtækisins. Auk Lars Kolind munu nokkrir íslenskir athafna- menn segja ffá og miðla reynslu sinni af þessu fyrirkomulagi. Lars Kolind og félagar hans hafa skapað byltingarkennt fyrirtækisumhverfi norðan Kaupmannahafnar. Það er djarft og árangursríkt og með því hafa þeir unnið nýja markaði og vakið athygh viðskiptaffömuða um allan heim. Listin snýst um hvemig fólk skynjar starf sitt. Unnið er gegn pappírsflóði með skrifborðum án skúffa og einstæðum nettölvum í umhverfi sem leggur áherslu á hreyfanleika. Skráning og nánari upplýsingar í síma 533 4567 og wmv.stjomun.is sms. ▲ Stjórnunarfélag Islands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.