Morgunblaðið - 09.06.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 09.06.1998, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjálfvirkar myndavélar á gatnamótum Ljósmyndir ekki sönnunargagn BÍLSTJÓRI var sýknaður í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær af ákæru um að hafa ekið gegn rauðu ljósi 23. maí 1997. Ákæruvaldið sótti málið á grunni gagna úr sjálfvirkri og tölvustýrðri myndavél á gatna- mótum Miklubrautar og Snorra- brautar og komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ekki væri unnt að byggja á ljósmyndum sem sönn- unargögnum í málinu. Ákærði ók fólksflutningabíl vest- ur Miklubraut og Hringbraut fóstu- dagskvöldið 23. maí og neitaði hann að hafa ekið yfir gatnamótin á rauðu ljósi. Kvað hann gult Ijós hafa kviknað rétt áður en hann ók inn á gatnamótin og hann metið það þannig vegna öryggis farþeganna að rétt væri að aka viðstöðulaust yf- ir. Hann kvaðst við aðalmeðferð málsins ekki geta sagt hversu hratt hann hefði ekið, hann hefði þó verið búinn að hægja verulega á og tahð sig fara yfir línuna á gulu ljósi. í dómi héraðsdóms segir að ljós- myndabúnaðurinn hafi ekki hlotið löggildingu hérlendis, ein myndavél sé notuð á mörgum gatnamótum og færi lögreglumenn hana á milli og sjái um að setja hana í samband við málmskynjara og tímastilla hana. Umferðarljósin sjást ekki á mynd- unum en á þeim koma fram upplýs- ingar sem eiga að gefa sönnun um stöðu ljósanna þegar myndirnar voru teknar. „Liggur ekkert íyrir um það í málinu hvort þeir haíi fengið kennslu eða þjálfun í því að fara með vél þessa. Þá er ekkert í málinu um eftirlit með búnaðinum eða hvort hann hafi verið prófaður fyrir og eftir atburðinn," segir í dóminum. Vélin ekki prdfuð reglulega Niðurstaða dómsins er sú að sýkna beri ákærða þar sem ákæru- valdið hafi ekki sýnt fram á að eftir- litsmyndavélin sé prófuð reglulega né hvort þekking og þjálfun þeirra, sem hana nota, sé viðhlítandi. Sé því ekki unnt að byggja á ljósmyndun- um sem sönnunargögnum í þessu máli. Sakarkostnaður, þar með talin málsvamarlaun, greiðist úr ríkis- sjóði. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað dóminn upp. Þorsteinn Skúla- son fulltrúi flutti málið fyrir hönd lögreglustjórans í Reykjavík en verjandi ökumannsins var Guðni Á. Haraldsson. Heimsókn forsætisráð- herra Lithá- ens afboðuð ÓOPINBER heimsókn forsætisráð- herra Litháens, Gediminas Vagn- orius, og konu hans, frú Nijole Vagnoriené, til íslands hefur verið afboðuð. Forsætisráðherrahjónin hugðust koma við á leið sinni til Bandaríkj- anna og dvelja á íslandi 7. og 8. júní. Samkvæmt upplýsingum frá forsæt- isráðuneytinu breyttust ferðaáætl- anir þeirra þannig að ekki var leng- ur hægt að millilenda á íslandi og því var hætt við heimsóknina. Morgunblaðið/Arnaldur Andlát DIETER ROTH ÞÝSK-svissneski myndlistarmaðurinn Dieter Roth lést í Basel í Sviss fóstudaginn 5. júní sl. Dieter var fæddur í Hannover í Þýskalandi árið 1930. Af mörgum hefur Diet- er Roth verið viður- kenndur sem einn frumlegasti og afkasta- mesti listamaður þess- arar aldar. Dieter bjó á íslandi um árabil og hafði mikil áhrif á þró- un íslenskrar myndlist- ar á 7. og 8. áratugnum. Dieter Roth var einn af forvígis- mönnum konkret-ljóðlistar, hreyfi- listar og bókverkagerðar; í senn ljóðskáld og rithöfundur, kvik- myndaleikstjóri, gerningalistamað- ur, hönnuður, grafíker, listmálari, myndhöggvari, tónsmiður, kennari og útgefandi bóka, tímarita, geisla- diska og myndbanda. Dieter Roth sýndi verk sín víða um heim og verk hans eru í eigu allra helstu lista- safna báðum megin Atlantshafsins auk þess sem honum hlotn- uðust mörg eftirsótt verðlaun á ferlinum. Sýningar á verkum hans hér á landi voru í Nýlistasafninu 1982 og 1994 á Listahátíð en safninu hefur listamað- urinn fært fjölda verka sinna að gjöf. Dieter Roth lærði grafíska hönnun í Bern 1947-51, bjó í Kaupmannahöfn 1956- 57 og dvaldi á Islandi, þar sem hann var giftur Sigríði Bjömsdóttur 1957- 64. Síðustu árin var Dieter bú- settur í Basel. Börn Dieters Roths og Sigríðar Björnsdóttur eru Karl, Bjöm og Vera og stjúpdóttir hans var Guð- ríður Adda Ragnarsdóttir. Lesið á vegg FYRIR utan Borgarbókasafnið í Þingholtsstræti sat í gær strákur með blað í hendi og var svo upp- tekinn af lestrinum að hann gaf sér ekki tíma til að líta upp þeg- ar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá. ------------- Sigurður fari til Hólmavíkur TEKIN hefur verið um það ákvörð- un í dómsmálaráðuneytinu að Sig- urður Gizurarson, sýslumaður á Akranesi, verði fluttur til í embætti og taki við embætti sýslumanns Strandasýslu. Sýslumaðurinn í Strandasýslu, Ólafur Þór Hauksson, sem situr á Hólmavík, á að taka við embættinu á Akranesi. Skiptin eiga að fara fram hinn 1. júlí næstkomandi. Olympíuleikar í eðlisfræði á Islandi Morgunblaðið/Jim Smart FRAMKVÆMDASTJÓRI Ólympíuieikanna, Viðar Ágústsson, og skrifstofustjóri, Þórdís Eiríksdóttir með íslenska liðinu. Fremri röð: Þorvaldur Arnar Þorvaldsson, Páll Melsted og Teitur Ara- son. Aftari röð: Jóel Karlsson og Jón Eyvindur Bjarnason. Sextíu þjóðir verða með ÓLYMPÍULEIKAR í eðlisfræði verða haldnir í Reykjavík dagana 2. til 10. júlí. íslensku keppendum- ir fimm sinna nú formlegum undir- búningi en þeir urðu hlutskarpast- ir í úrslitakeppni fyrir leikana. 180 nemendur víðsvegar af landinu tóku þátt í forkeppni. Stefna hærra íslensku keppendumir eru allir karlkyns og allir úr Menntaskólan- um í Reykjavík. Einn þeirra, Jón Eyvindur Bjamason, hefur áður tekið þátt í Olympíuleikum í eðlis- fræði og náði þá bronsverðlaunum, en þau eru veitt fyrir helmings árangur. Athygli vekur að sá yngsti í hópnum, Páll Melsted, er ekki einu sinni byijaður að læra eðlis- fræði í menntaskóla. Hann segir eðlisfræðina vera sitt áhugamál og hann lesi hana til skemmtunar. Hinir taka undir það og segja mik- inn tíma fara í eðlisfræðiiðkun sína. Undirbúningur liðsins fyrir keppnina felst einkum í því að reikna gömul „Ólympíudæmi". Þeir segja dæmin yfn-leitt ekki raunhæf héldur fái þeir uppgefnar allskyns óraunhæfar aðstæður og þurfi að reikna út eða spá um af- leiðingar út frá ýmsum þáttum. Það sé mjög gaman að reikna þessi dæmi. Undirbúninginn segja þeir fyrst og fremst einstaklings- vinnu, enda er keppnin einstak- lingskeppni, stundum rökræði þeir þó um eðlisfræðina eða einstök dæmi. Piltarnir segjast hvergi bangnir og þegar þeir eru spurðir hvert stefnan sé tekin vilja þeir ekkert gefa upp annað en að þeir stefni hærra. 150 tilraunasett íslendingar hafa tekið þátt í Ólympíuleikum í eðlisfræði frá 1984, en þá voru þeir haldnir í Sigtuna í Svíþjóð. Með þátttökunni tóku þeir á sig þá skyldu að halda sjálfir leikana eitthvert árið. 1990 staðfesti þáverandi menntamála- ráðherra, Svavar Gestsson, að ís- lendingar myndu halda leikana 1998. Það er því menntamálaráð- herra íslands, Björn Bjarnason, sem er gestgjafi á 29. Ólympíuleik- unum í eðlisfræði. Áætlaður kostnaður við leikana er um 40 milljónir króna og greiðir íslenska ríkið hann að hálfu leyti. Afgangurinn er greiddur með frjálsum framlögum keppnisliða og stuðningi íslenskra fyrirtækja og stofnana. íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur hefur um- sjón með keppnisstað, Laugardals- höllinni, og ungt fólk á vegum ITR mun koma að skipulagningu leik- anna. Búist er við 60 keppnisliðum en 57 hafa staðfest þátttöku, að sögn framkvæmdanefndar. Gert er ráð fyrir að um 300 ung- menni á aldrinum 15-19 ára keppi og með hverju keppnisliði eru svo að jafnaði tveir fararstjórar. Að auki sækir alltaf nokkur hópur er- lendra áheymarfulltrúa leikana. Miklar vonir eru bundnar við að Ólympíuleikarnir muni hafa mikil og góð áhrif á raungreinastarf í landinu. „Mesta vítamínsprautan fyrir eðlisfræðikennslu á fram- haldsskólastiginu er þó að 150 til- raunasett sem keypt hafa verið inn til landsins verða afhent fram- haldsskólum um allt land að gjöf að lokinni keppni,“ segir í kynn- ingu frá framkvæmdanefnd. Formlegur undirbúningur hefur staðið á vegum íslensku fram- kvæmdanefndarinnar frá 1996, formaður hennar er Þorsteinn I. Sigfússon. íslendingar semja próf- verkefni og sjá um að afla tilrauna- tækja, einnig hafa þeir yfirumsjón með störfum dómnefnda. Eðlis- fræðingai- úr Háskóla íslands hafa umsjón með prófagerð, en um 40 sérfræðingar verða í dómnefndum. Ungu eðlisfræðingarnir og fylgdarlið þeirra munu gera fleira en að reikna. Farið verður í kynn- isferðir um nágrenni Reykjavíkur, erlendum gestum boðið í kvöld- verð á íslenskum heimilum og ým- islegt fleira verður til gamans gert. ISérblöðídag fHsr V-öimbl ab ib Boltinn á Netinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.