Morgunblaðið - 09.06.1998, Side 7

Morgunblaðið - 09.06.1998, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 7 Morgunblaðið/Porleifur Friðrik Magnússon EINSTÆÐ tilviljun réð því að íjölskyldan varð vitni að hamförunum og náði að festa þær á filmu. Sjónarvottar að skriðuföllunum Ótrúleg upplifun fjöl- skyldu ÞORLEIFUR Friðrik Magnússon, verslunarstjóri í Reykjavík, varð ásamt fjölskyldu sinni vitni að hamförunum í Lómagnúp. Þau voru á ferðalagi og voru að koma úr Skaftafelli. „Það er hreint ótrúlegt að þetta skuli gerast einmitt sem við eig- um leið hjá,“ sagði Þorleifur. „Við vorum að koma úr Skaftafelli og vorum á brúnni yfir Núpsvötn. Fjöiskyldan var á útkikki og skyndilega kölluðu börnin og sögðu að eitthvað væri að gerast í hliðinni. Það var lágskjjað og þótti okkur skýjabólstrarnir ein- kennilegir á Iitinn í hlíðinni. Þeg- ar við stoppuðum komu þessar svakalegu drunur sem stóðu hátt í hálfa mínútu. Stálið var þá á leið- inni niður og myndaðist þá mikið reykjarkóf. Þetta er feiknafylla sem hefur farið niður og vantar líklega á um 100 metra kafla í klettabergið. Við vorum þarna í um tvo tíma og skoðuðum okkur um og á meðan féllu þarna minni fyllur sem líklega hafa vegið hver og ein nokkra tugi tonna.“ Höfðum rætt um skriðuföll „Við fjölskyldan höfum ferðast mikið í gegnum tíðina og þá höf- um við eignast okkar uppáhalds- Qöll. Eitt þeirra er Lómagnúpur og höfum við ævinlega, þegar við keyrum þar framhjá, riíjað upp framhlaupið sem varð í Núpnun að vestanverðu árið 1789. Þá féll fram í frjálsu falli mikið magn af efni og dreifðist það um aurana fyrir neðan. Þá höfum gjarnan sagt að gaman hefði verið að fá að fylgjast með í hæfilegri fjar- lægð. Síðan gerist þessi atburður sem við munurn seint eða aldrei gleyma." Morgunblaðið/Þorleifur Friðrik Magnússon Á MEÐAN Þorleifur og fjölskylda dvöldu við skriðuna komu aðrar minni í kjölfarið og var ekki laust við að þeim væri nokkuð brugðið. Umhverfísviðurkenning Reykjavíkurborgar Morgunblaðið/Arnaldur INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri Reykjavíkur afhendir Einari Benediktssyni forstjóra Olíuverslunar íslands umhverfisviður- kenningu Reykjavíkur. Olíuverslun S Islands heiðruð UMHVERFISVIÐURKENNING Reykjavíkurborgar var afhent í annað sinn síðastliðinn föstudag. Að þessu sinni komu verðlaunin í hlut Oh'uverslunar Islands hf og var nefnd um árlega umhverfísvið- urkenningu Reykjavíkurborgar einróma í vali sínu. I ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra við af- hendinguna kom meðal annars fram að þegar verið var að skoða þau fyrirtæki sem tilnefnd voru til verðlaunanna, var sérstök áhersla lögð á þátttöku starfsmanna í að -framfylgja umhverfisstefnu við- komandi fyrirtækja. I vali nefndarinnar skipti m.a. sköpum að Olíuverslun íslands hf. hefur samþykkta umhverfisstefnu og hefur unnið að því að kom á fót umhverfisstjórnun og innra eftir- liti í umhverfismálum. Einnig hef- ur verið gert átak til að draga úr mengun frá starfseminni en fyrir- tækið setur bætiefni í allt bensín sem dregur úr eyðslu og mengun. Nefndin lagði einnig áherslu á að þátttaka starfsmanna í um- hverfisstefnunni væri virk en Olíu- verslun Islands hf. hefur sérstakt leiðbeiningarrit til starfsfólks hef- ur verið gefið út sem fjallar um meðhöndlun sorps með áherslu ma.a. á endurnýtingu. Fiugfélag íslands Lítilsháttar hækkun fargjalda FRÁ og með gærdeginum hækkuðu fargjöld Flugfélags Islands á innanlandsleiðum um 3,3 til 4,7% og er þá miðað við flug fram og til baka. Að með- altali hækka fargjöld um 298 kr. eða 3,3% frá Reykjavík til Egilsstaða, Hornafjarðar, Vestmannaeyja, ísafjarðar, Akureyrar og Húsavíkur, en um 410 kr. frá Akureyri til Grímseyjar, Raufarhafnar, Þórshafnar, Vopnafjarðar, ísa- fjarðar og Egilsstaða. Ástæða þessarar hækkunar segir Páll Halldórsson fram- kvæmdastjóri vera lakari af- koma félagsins. „Við höfum haldið því fram frá því í upphafi að efth' að flugið var gefið frjálst væri verð of lágt og ekki hægt að reka félagið á þeim grunni. Afkoman hefur staðfest það og eftir að samkeppnisaðil- ar okkar hækkuðu hjá sér þá höfum við fylgt þeim eftir. Eg vil þó taka fram að það eru ekki öll fargjöld sem hækka og eru sem dæmi fargjöld fyrir námsmenn, öryrkja og ellilíf- eyrisþega óbreytt.“ Ung’ir fram- sóknarmenn fagna rannsókn STJÓRN Sambands ungra fram- sóknarmanna hefur samþykkt álykt- un þar sem lýst er yfir vanþóknun á „aðför þingmanna stjórnarandstöð- unnar og Sverris Hermannssonar, fyirverandi bankastjóra, á hendur Finni Ingólfssyni viðskiptaráð- herra“. Stjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna fagnar þeirri rannsókn sem yfirvöld hafa ákveðið á málefn- um Lindar og Landsbankans og seg- ir í ályktuninni að formbreyting rík- isbankanna, sem framkvæmd hafi verið af Finni Ingólfssyni, sé stærsta skrefið sem stigið hafi verið til að- halds og nútímalegi'a viðskiptahátta í ríkisbankakerfinu. Þá segir einnig í ályktuninni: ,Árásir Sverris og stjórnarandstöðu eru ómaklegar og ómálefnalegar og einkennast fremur af persónulegri óvild í garð ráðherrans og Fram- sóknarflokksins heldur en af sann- leiksást og vilja til þess að uppræta spillingu. Ungir framsóknarmenn benda Sverri Hermannssyni og lagsmönnum hans í stjórnarandstöð- unni s.s. Sighvati Björgvinssyni, Össuri Skarphéðinssyni, Svavari Gestssyni og Ástu Ragnheiði Jó- hannesdóttur, að líta sér nær og taka til í eigin ranni áður en þau dæma aðra.“ PAGEPRO 12:12 eintök ó mín. 600x600 dpi. Aukabúnaður: Netkort,PostScript og pappirsbakki. PAGEPRO 6: 6 eintök á mín. 600x600 dpi, PCL 5e samhæfður. COLOR PAGEPRO: Fyrir PC og IVlat. 3 eintökí lit, 12 eintök sv/hv. 6 mín. 600x600 dpi. Aukabónaður: Netkort,PostScript og pappírsbakki. PAGEPRO 20: 20 eintök á mín. A3 (yfirstærð) 600x600 dpi. Aukabúnaður: Netkort,PostScript og pappírsbakki. MINOLTA IfClimDUIMMTJUrl / / . SKYR MYND-SKYR HUGSUN SÍÐUMÚL112 108 REYKJAVÍK SÍMI 510 5500 510 5520 www.kjaran.is PPLYSINGAR A LJÓSHRAÐAi LASERPRENTARA BYLTINGIN FRA MINOLTA -Á VERÐI SEM KEMUR Á ÓVART! PRENTARIA s HVERT SKRIFBORÐ A3 PRENTARI r LITAPRENTARI » « " *. NETPRENTARI wRF * ♦ . „ ■.*¥% - .. . ýr '. * * #■ m' *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.